Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ómar Garðarsson VESTMANNAEYINGAR segja venjulega þegar þjóðhátíð nálgast að straumurinn liggi til Eyja. Hafi það einhvern tímann átt við er það núna því eftir því sem næst verður komist eru milli 6.000 og 7.000 manns á leiðinni á þjóðhátíð sem að sögn kunnugra er meira en elstu menn muna. Vel er spáð fyrir helgina þannig að fátt ætti að koma í veg fyrir að allir skemmti sér í Herj- ólfsdal um verslunarmannahelgina. Hefur legið við handa- lögmálum við að tjalda Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdastjóri þjóðhátíðar, hef- ur haft í mörg horn að líta und- anfarnar vikur. Þó sumum finnist seint ganga að koma upp mannvirkj- um í Herjólfsdal voru hofið, myllan, Herjólfur allan sólarhringinn. Þegar Tryggvi er spurður um dagskrána segir hann þjóðhátíð- arnefnd bjóða upp á landsliðið í gríni og tónlist í Dalnum og auðvitað verði brennan, flugeldasýningin og Brekkusöngurinn á sínum stað. Þessi þrjú atriði ásamt hvítu tjöld- unum og gestrisni heimamanna er það sem gerir þjóðhátíðina að ein- stakri skemmtun sem stendur af sér alla samkeppni. Við höfum líka alltaf lagt áherslu á öfluga gæslu.“ Að lokum sagðist Tryggvi hafa góða tilfinningu fyrir þjóðhátíðinni í ár. „Veðurspá er ein sú besta sem við höfum séð í mörg ár og straum- urinn liggur klárlega hingað þetta árið. Margir koma ár eftir ár og ég gef gestum á þjóðhátíð hiklaust 9 í einkunn. Þeir eru frábærir. Ég óska þeim öllum gleðilegrar hátíðar með ósk um að allir snúi heilir heim.“ vitinn, sviðin á stóra og litla pallinum komin upp í gær. „Þetta hefur geng- ið vel síðustu dagana og það léttir störfin að fá svona gott veður,“ sagði Tryggvi í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við erum að ganga frá götum fyrir hvítu tjöldin sem setja sinn svip á hátíðina. Þetta verður allt tilbúið þegar gestirnir byrja að streyma í Dalinn en við leyfum tjöldun eftir kl. átta á fimmtudagskvöld. Það er oft handagangur í öskjunni þegar tjöld- un hefst því margir eru fastheldnir á stæðið sitt sem í sumum tilfellum hafa erfst mann fram af manni. Stundum hefur legið við handalög- málum en nú ætti það að heyra sög- unni til.“ Tryggvi er óvenju bjartsýnn á að- sókn en loftbrú verður frá Bakka og Reykjavík til Eyja fimmtudag og föstudag og sömu daga gengur Búast við 6–7 þúsund manns í Eyjum  Í mörg horn að líta við undirbúning þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum  Útlit er fyrir gott veður Morgunblaðið/Sigurgeir Þjóðhátíð Bjartur Týr og Páll Eydal leggja hönd á plóg við undirbúning í Eyjum. FRÉTTASKÝRING Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is MENGUNIN í Reykjavíkurtjörn verður tekin til umfjöllunar hjá heil- brigðisyfirvöldum í borginni eftir nýja mengunarskýrslu um ástand í tjörninni, þar sem lýst er þung- málmamengun, saurgerlamengun og fleiru. Hjá heilbrigðiseftirlitinu eru niðurstöður skýrslunnar litnar alvarlegum augum og það sem ger- ist á næstunni er að efni hennar verður kynnt hjá heilbrigðisnefnd borgarinnar og í framhaldinu er reiknað með aðgerðaáætlun. Árný Sigurðardóttir framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur seg- ir að verið sé að skoða skýrsluna nánar, en hún var unnin af Nátt- úrufræðistofu Kópavogs (NK) og Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur. Það er hinsvegar óvíst hvenær eitthvað og hvað verður gert til að hreinsa tjörnina, sem Hilmar Malmquist forstöðumaður NK lýsir sem „fúlum pytti með aumu lífríki“. Tjörnin er samkvæmt skýrslunni menguð af þungmálmum, en þar er um að ræða blý, sink og kopar. Þessi mengun mun hafa borist í tjörnina í áranna rás frá bílaumferð og götu- mannvirkjum með ofanvatni. Þá er ótalin saurgerlamengun, sem rakin er bæði til manna og fugla. Bendir Hilmar á að ástand tjarnarinnar sé skólabókardæmi um hvernig vatn geti orðið mengun að bráð í stór- borgarumhverfi. Smádýr eins og vatnaflær þrífast ekki lengur í tjörn- inni, sömuleiðis síkjamari sem áður hélt vatninu hreinu. Síkjamarinn verði endurheimtur En þótt tjörnin sé mjög menguð er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að hreinsa hana. Í skýrslunni eru settar fram tillögur til úrbóta sem miða m.a. að því að endurheimta sík- jamara með gróðursetningu plönt- unnar á tveim stöðum í tjörninni. Einnig er velt upp þeim möguleika að fjarlægja efsta hluta setlagsins úr allri tjörninni en það er hugmynd sem á rætur að rekja til aldamót- anna 1900. Sagt er frá því að skyn- samlegast sé að miða við að fjar- lægja efsta 50-60 cm lagið, þ.e. þann hluta setlagsins sem er mengaður. Minnt er á að slík aðgerð sé þó tíma- bundin lausn á vandanum. Þar sem uppsprettur mengunar verða að lík- indum áfram til staðar mun mengun tjarnarinnar sækja í fyrra horf með tíð og tíma. Einnig er lagt til að borgin hætti að gefa fuglum á tjörninni brauð þar sem þeir drita brauðinu aftur í tjörn- ina og ýta þar með undir örveruflór- una. Þá þarf að kanna hugsanlega skólplosun í yfirborðsvatn af flug- vallarsvæðinu í Reykjavík og fyr- irbyggja hana. Ekki er aðeins búist við að magn örvera minnki í kjölfar- ið, heldur einnig að það dragi úr styrk næringarefna. Morgunblaðið/G. Rúnar Mengun Blý, kopar og sink auk saurgerlamengunar að ógleymdu „venjulega ruslinu“ er hið daglega brauð fugla á tjörninni nú um stundir. Borgin tekur málið fyrir Mengunin í Reykjavíkurtjörn hefur breytt henni í „fúlan pytt með aumu lífríki“ og borgin ætti að hætta að gefa öndunum brauð og fjarlægja mengað botnset úr henni Á MEÐAN bensínsverð hækkar jafnt og þétt fylgir gasverð á Íslandi heimsmarkaðsverði ekki eins stíft eftir. Að sögn Péturs Andréssonar hjá Gasfélaginu hf hefur markaðs- verðið hækkað samhliða olíuverði auk þess sem hækkandi flutnings- kostnaður og gengisbreytingar taki sinn toll. Því sé innistæða fyrir því að smásöluverð hækki líka hjá end- ursöluaðilum. Mestar sviptingar hafa verið hjá Olís en þar kostaði áfylling á 10 kg gaskút í plasti 3.490 krónur í apríl en hafði hækkað upp í 5.141 krónu í júní. Það hefur þó lækkað aftur síðan og stendur í 4.360 krónum í dag. Hjá N1 og Skelj- ungi hefur verð á samskonar kútum verið óbreytt síðan í apríl og kostar gasið 3.965 kr. á N1 og 4.395 kr. hjá Skeljungi. unas@mbl.is Gasið hækkar minna en bensínið ÁRNI Jónsson söngvari er lát- inn, 82 ára að aldri. Árni fæddist 12. maí 1926 að Hólmi í Austur- Landeyja- hreppi, sonur hjónanna Jóns Árnasonar og Ragnhildar Runólfsdóttur. Árni lagði stund á söng- nám í Mílanó árin 1953 til 1954 og fór þaðan í framhaldsnám í söng- og óperuskóla Símonar Edward- sens í Stokkhólmi árin 1954 til 1959, auk tónfræðináms hjá And- ers Biberg prófessor. Árni söng bæði í óperum og á fjölda tón- leika heima og erlendis. Hann hóf störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga 1962 og starfaði þar til ársins 1989 er hann hóf störf hjá Skattstofunni í Reykja- vík. Þar starfaði hann allt til árs- ins 1996 er hann fór á eftirlaun. Hann sat í skólanefnd tónlistar- skólans í Garðabæ um árabil og hlaut viðurkenningu bæjar- félagsins fyrir störf sín að menn- ingarmálum. Eftirlifandi eigin- kona Árna er Bjarney Tryggva- dóttir og eignuðust þau fjóra syni, Tryggva Guðmund, Jón, Val og Ragnar. Fyrir átti hann Sigurjón með fyrri eiginkonu sinni Sjöfn Sigurjónsdóttur. Andlát Árni Jónsson Hvaðan kemur mengunin? Ofgnótt fosfórs, köfnunarefnissam- banda, lífræns kolefnis, blaðgræna, saurgerla, enterókokka og blýs er fyrst og fremst rakin til áhrifa mann- lega athafna við tjörnina, en einnig til áhrifa fugla. Þarf að fylgjast náið með? Mjög bágt ástand í saurgerlaflóru gefur að mati skýrsluhöfunda fullt tilefni til að fylgjast grannt með gerlamagninu, sérstaklega þarf að fylgjast með Vatnsmýrartjörn. Ástand þungmálma er þokkalegt á heildina litið að blýi undanskildu. Kopar er einnig á mörkum þess að hafa mengandi áhrif. Því er mælt með tíðari mælingum á blýi og kop- ari en fyrir aðra málma. Grafast þarf fyrir um hvort bein los- un á skólpi eigi sér stað af flugvall- arsvæðinu eða öðrum nærliggjandi svæðum, segir í mengunarskýrsl- unni. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.