Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í GEGNUM árin hefur verið rætt um að fylgifiskar verslunarmanna- helgarinnar séu óhófleg áfengis- neysla, vímuefnaneysla og nauðg- anir. Fjölmiðlar keppast við að telja upp tilvikin og í ár verður ekki brugðið frá hefðinni. Aldrei hafa komið upp jafn mörg fíkniefnamál og árið 2006, vel á annað hundrað, árið 2004 voru skráð 105 fíkniefnabrot og í fyrra voru málin um og yfir þrjátíu. Erfiðara er að segja til um fjölda kynferðisbrota, en engar nauðg- anir voru tilkynntar um síðustu verslunarmannahelgi og tvær árið 2006. Árið 2001 var tilkynnt um ellefu kynferðisbrot í tengslum við útihátíðina Eldborg. Líkamsárásir hafa einnig verið fremur margar í gegnum árin. Árið 2006 var tilkynnt um átta árásir – utan Reykjavíkur. Allar voru þær minniháttar utan einnar. Í fyrra var svo tilkynnt um sjö árásir. FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is VÆNTINGAR til verslunarmanna- helgarinnar eru miklar og sama hvert leitað er: til tilvonandi gesta, mótshaldara eða lögreglu. Viðmæl- endur Morgunblaðsins virtust marg- ir hverjir horfa til síðasta árs en þá einkenndi helst hátíðarhöld ágætis veður og fá lögbrot. Ef fer sem horfir er talið víst að skipting fólks niður á skemmtanir verði með svipuðu móti og í fyrra. Fjölmennasta útihátíðin verður þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og bæj- arhátíðirnar Ein með öllu á Akur- eyri og Neistaflug á Neskaupsstað munu draga marga að. Mótshaldarar og lögreglan í Eyj- um eru sammála um að hátíðin í ár geti orðið sögulega fjölmenn. Til merkis um það má nefna að um 50% fleiri farþegar eru bókaðir í flug með Flugfélagi Íslands til Eyja um helgina. Þannig verða farnar 23 ferðir frá Vestmannaeyjum á mánu- daginn kemur og uppselt í þær allar. Herjólfur verður einnig þéttset- inn. Uppselt er í ferðir í dag og á morgun og svo aftur á mánudag og þriðjudag. Einnig er að seljast upp í ferðir á laugardag og sunnudag. Sofið á milli sjö og tíu Á Akureyri er einnig búist við miklum fjölda. Sér í lagi ungu fólki, eftir að tekin var ákvörðun um að reka sérstakt tjaldsvæði fyrir átján ára og eldri. Heyrst hefur af áhyggj- um bæjarbúa vegna þessa, en hjá íþróttafélaginu Þór, sem rekur tjald- svæðið, reikna menn með að allt gangi að óskum. Þó er gengið út frá því að ekki verði mikið sofið á tjald- svæðinu, nema helst á milli sjö og tíu á morgnana. Reynslan hefur sýnt sig að það eru rólegustu vaktir gæslu- manna. Fíkniefnaeftirlit um land allt Hjá lögregluembættunum á Akur- eyri og í Vestmannaeyjum hefur verið lögð mikil vinna í fíkniefnaeft- irlit að undanförnu. Til dæmis hefur betur verið fylgst með póst- og vöru- sendingum og afskipti höfð af ein- staklingum grunuðum um fíkniefna- sölu. Um liðna helgi fengu embættin aðstoð teymis fíkniefnalögreglu- manna frá höfuðborgarsvæðinu. Ríkislögreglustjóri sér um sam- ræmt fíkniefnaeftirlit um helgina og frá og með deginum í dag og fram yfir helgi verða þrjú teymi fíknefni- lögreglumanna og tollvarða með leit- arhunda á ferð um landið. Hvert á land heldur unga fólkið? Mikill fjöldi verður á þjóðhátíð og sér- stakt tjaldsvæði á Akureyri dregur að Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldborg 2001 Unga fólkið flykktist á Eldborgarhátíðina árið 2001. BLÓÐBANKINN býr sig þessa dagana undir komandi versl- unarmannahelgi. Sigríður Ósk Lárusdóttir deildarstjóri segir að einatt sé stefnt á að hafa birgða- stöðuna góða fyrir svo stóra ferða- helgi. „Annars hefur gengið erfiðlega að fá nægilega marga blóðgjafa enda eru flestir föstu blóðgjaf- arnir okkar í fríi. Svo fara margir í ferðalög, jafnvel inn á mal- aríusvæði, og eru þá úr leik í nokkuð langan tíma.“ Hún segir þó að birgðastaða Blóðbankans sé nokkuð góð og þar á bæ ríki almenn bjartsýni fyrir helgina. „Við þurfum helst að fá svona 70 blóðgjafa á dag fram að helginni og það er yf- irleitt sá fjöldi sem kemur hingað daglega,“ segir Sigríður. Tölvukerfi Blóðbankans hrundi um stundarsakir í gær en það bitnaði lítið sem ekkert á starf- seminni. haa@mbl.is Morgunblaðið/Frikki Blóðbirgð- um safnað Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is VÍSINDAMENN Íslenskrar erfðagreiningar greindu í tímarit- inu Nature í gær frá svonefndum úrfellingum sem fundust við rann- sókn á erfðamengi mannsins. Úr- fellingarnar auka áhættu þeirra, sem bera þær í erfðamenginu, á því að fá geðklofa. Rannsóknin var unnin í sam- vinnu við Landspítalann, Háskóla Íslands, Evrópusambandsstyrkta rannsóknahópinn SGENE og aðra samstarfsaðila um víða veröld. Um það bil einn af hverjum 5.000 ber slíkar úrfellingar í erfða- mengi sínu og geta þær allt að fimmtánfaldað líkur á því að við- komandi einstaklingur greinist með geðklofa. Úrfellingarnar verða við kyn- frumuskiptingu og þær geta því erfst frá foreldrum til barna. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar sem sýnir fram á slík tengsl milli geð- sjúkdóma og úr- fellinga í erfða- mengi. Að sögn getur uppgötv- unin orðið fyrsta skrefið að þróun erfðagreining- arprófa til notk- unar samhliða hefðbundinni greiningu geð- klofa. Þá er vonast til að þessi upp- götvun leiði til þess að hægt verði að greina einstaklinga og hefja meðferð við geðklofa fyrr en áður. Opnar möguleika „Við byrjuðum einfaldlega á því að leita að úrfellingum í erfða- mengi Íslendinga og þegar þær fundust var athugað hvort þær tengdust geðklofa. Það kom á dag- inn að þrjár þeirra gerðu það og juku töluvert líkur á geðklofa. Þá voru sex aðrar þjóðir athug- aðar og í ljós kom að þetta er ekki sér-íslenskt fyrirbrigði,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann bætir við: „Þetta er spenn- andi því hingað til hefur reynst erf- itt að finna stökkbreytingar sem tengjast sjúkdómum í heila. Þó þessar úrfellingar sem við segjum frá í dag [í gær] skýri ekki nema lítinn hundraðshluta af tilfellum af geðklofa þá opna þær þann mögu- leika að við finnum fleiri. Með smá heppni gætum við svo búið til erfðagreiningarpróf sem myndi hjálpa til við greiningu á geðklofa.“ Kári segir ekki mega gleyma því að geðklofi sé sjúkdómur sem hafi áhrif á hugsun og tilfinningar. „Sú staðreynd að við höfum nú fundið erfðavísa sem tengjast óeðlilegri hugsun og tilfinningum veitir þann möguleika að í gegnum rannsóknir gætum við mögulega myndað skilning á því hvernig hugsun virk- ar. Hún er það sem skilgreinir okkur sem dýrategund og ein- staklinga.“ Varpa ljósi á orsakir geðklofa  Ný rannsókn sýnir að úrfellingar í erfðamengi mannsins auka líkur á geðklofa  Vona að uppgötvunin leiði til að hægt verði að greina einstaklinga fyrr en áður Í HNOTSKURN »Vísindamenn Íslenskrarerfðagreiningar greindu í tímaritinu Nature í gær frá uppgötvun úrfellinga í erfða- mengi manna sem tengjast geðklofa. Slíkt tengsl hafa hingað til verið óþekkt. »Rannsóknin var unnin ísamvinnu við Landspítala, Háskóla Íslands og ýmsa sam- starfsaðila um víða veröld. » Í gegnum tíðina hefurreynst erfitt að greina stökkbreytingar sem valda sjúkdómum í heila. »Úrfellingar eru sjaldgæf-ar stökkbreytingar í erfðamengi og rannsóknir hafa hingað til að mestu beinst að algengum stökk- breytingum. Kári Stefánsson Ofbeldi, dóp og nauðganir TILKYNNT var um eld í yfirgefinni saltsölu við höfnina í Keflavík í gær- dag. Mikill hiti var í brunanum en slökkvistarf gekk vel. Þrír 15 ára drengir voru yfir- heyrðir seinna um daginn. Þeir höfðu sést á vappi við gömlu saltsöl- una fyrr um daginn og á þeim fund- ust kveikjarar. Málið er enn í rann- sókn. haa@mbl.is Yfirheyrðir vegna bruna LÆKNAR felldu kjarasamning, sem gerður var fyrr í mánuðinum, með 57% atkvæða. Rúmur helm- ingur félagsmanna greiddi atkvæði. Að sögn Gunnars Ármannssonar, lögfræðings í samninganefnd Læknafélags Íslands, fól samning- urinn í sér of litla hækkun á grunn- launum og launum almennt. Um var að ræða 4,14% hækkun en Gunnar segir að samninganefndin hafi talið að hærra yrði ekki komist öðruvísi en að selja önnur réttindi. Of snemmt sé að segja til um hvort grípa þurfi til þeirra ráða nú. Reiknar með að viðræður verði teknar upp að nýju í haust Gunnar reiknar með að viðræður hefjist að nýju í haust. Fyrst þurfi að tilkynna fjármálaráðuneytinu um höfnun samningsins en síðan verði Læknafélagið að ákveða framhaldið. „Það er of snemmt að segja hver næstu skrefin við samningaborðin verða.“ ylfa@mbl.is Læknar felldu nýgerðan kjarasamning FJÖGUR innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag og fyrrinótt. Fartölvu var stolið úr íbúð í miðborginni og á sama svæði hvarf geislaspilari úr húsnæði skemmtistaðar. Þá var tölvubúnaði stolið úr fyrir- tæki í Hlíðunum og í sama hverfi gerðist einhver svo bíræfinn að stela þurrkara úr sameign. haa@mbl.is Innbrot í borginni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.