Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is HLUTHAFAFUNDUR SPRON sem haldinn var í gærkvöldi sam- þykkti með miklum meirihluta greiddra atkvæða samruna félagsins við Kaupþing. Ekki voru þó allir fundarmenn sáttir við framlagða til- lögu stjórnar og var ekki gengið til atkvæða fyrr en eftir hressilegar umræður, sem stóðu í um einn og hálfan tíma. Af greiddum atkvæðum voru 83,7% samþykk tillögunni en 16,2% á móti. Mætt var fyrir 3,7 milljarða króna hlutafjár í SPRON, eða 74,6% alls hlutafjár. Eins og áður segir var nokkur ólga á hluthafafundinum og stigu nokkrir hluthafar í pontu og létu álit sitt á samrunanum í ljós, eða spurðu stjórn og stjórnendur SPRON spurninga. Ljóst má vera, miðað við undirtektir fundarins við ræðum þeirra sem til máls tóku, að hlut- hafar voru ekki allir ánægðir með samrunann eða aðdraganda hans. Nálykt af málinu Einn hluthafa, Alvar Óskarsson, sagði nálykt af málinu og sagðist mundu hætta viðskiptum við SPRON yrði af samrunanum. Aðrir kváðu enn fastar að orði og er ekki allt sem sagt var um stjórn og stjórnendur SPRON prenthæft. Voru líkur leiddar að því af nokkr- um fundarmanna að stjórn og stjórnendur SPRON hefðu vitað að félagið var ofmetið við hluta- félagavæðinguna og því viljandi selt almenningi hlutabréf í Sparisjóðn- um á of háu verði. Birgir Örn Steingrímsson hvatti hluthafa til að bindast samtökum og leita réttar síns og sagði hann að með samrunanum væri verið að gefa Kaupþingi SPRON og að sá aðili sem mest myndi hagnast á samrun- anum væri Exista, ekki hluthafar SPRON. „Fyrir nokkrum mánuðum seldu þeir [stjórnarmenn og eig- endur SPRON] gömlu fólki og starfsmönnum bréf í félaginu dýru verði en hafa það nú af þeim með því að selja það ódýrt til Kaupþings,“ sagði Birgir þegar úrslit atkvæða- greiðslunnar lágu fyrir. Þá komu fram spurningar um skattalegar afleiðingar samrunans fyrir hluthafa. Vegna þess að ekki er um samruna Kaupþings og SPRON að ræða, í skattalegum skilningi, heldur kaup Kaupþings á SPRON, getur aðgerðin haft skattalegar af- leiðingar fyrir einhverja hluthafa. Þótti einhverjum fundarmanna svör stjórnenda við þessum spurningum ekki nægilega ýtarleg, en Guð- mundur Hauksson, forstjóri SPRON, sagði málið of flókið til að hægt væri að gera því skil í stuttu máli. Hins vegar ætti enginn hlut- hafi á því von að fá háan reikning frá skattyfirvöldum vegna samrunans. Sjálfstæð eining í Kaupþingi Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að málið væri nú kom- ið í hendur samkeppnisyfirvalda og Fjármálaeftirlits. „Fari svo að þau leggi blessun sína yfir samrunann gæti hann orðið að veruleika í haust. Hafa ber hins vegar í huga að það er alls ekki gefið að yfirvöld samþykki samrunann og þá er hugsanlegt að þau setji fyrir honum skilyrði sem eru aðilunum, Kaupþingi eða SPRON, óásættanleg.“ Gangi samruninn eftir er hugs- unin sú að vörumerki SPRON verði áfram nýtt og að útibúanet SPRON verði rekið sem sjálfstæð eining inn- an Kaupþings. Viðskiptavinir SPRON muni því áfram geta átt sam- og viðskipti við þá starfsmenn SPRON sem sinnt hafi þeim til þessa. Mun Ólafur Haraldsson, framkvæmdastjóri hjá SPRON, stýra útibúaneti SPRON innan Kaupþings. Morgunblaðið/Kristinn Ómyrkur í máli Sumir fundarmanna vönduðu stjórn og stjórnendum SPRON ekki kveðjurnar á fundinum í gær. Samruni samþykktur  Mikill meirihluti hluthafa í SPRON samþykkti í gær samruna við Kaupþing  Nokkur ólga var meðal fundarmanna og var stjórn SPRON harðlega gagnrýnd ÁHRIFA krepp- unnar gætir víða þessa dagana og hefur starfsfólk bensínstöðva í Borgarnesi feng- ið að finna fyrir því í sumar. Þar hefur tíðni bens- ínstuldar aukist undanfarið samhliða hækkandi bensínverði og er lögreglan í Borg- arnesi nú með í vinnslu fjögur til- felli þar sem bílstjórar stinga af frá bensíndælunni án þess að borga. Þótt alltaf geti komið fyrir að menn gleymi sér einfaldlega segir lögreglan að þarna sé um greini- lega fjölgun að ræða. Málin eru þó auðleyst því öryggismyndavélar ná yfirleitt bæði bílstjóra og bílnúmeri á mynd. Er þá haft samband við þá seku og þeim boðið að borga áður en málið fer lengra. unas@mbl.is Bensínþjófar í Borgarnesi ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var send í Ásgarðsskála í gær vegna manns sem hlotið hafði augnskaða er hann var að opna bjórflösku fyr- ir annan mann. Flöskutappinn hafði skotist í auga mannsins og bað læknir í Laugaási um að þyrla yrði látin sækja hann. Var hann fluttur til Reykjavíkur til aðhlynningar á Landspítalanum. Hlaut augn- skaða af tappa KARLMAÐUR sem grunaður er um aðild að fjölda innbrota í hús á höf- uðborgarsvæðinu í júní og júlí sætir áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 22. ágúst. Hæstiréttur staðfesti úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í gær. Maðurinn var handtekinn í júlí, grunaður um nokkur innbrot og úrskurðaður í gæsluvarðhald sem nú hefur verið framlengt. Maðurinn viðurkennir brot sín og segist framfleyta sér á þeim. Hann er erlendur ríkisborg- ari, án atvinnu og með lítil tengsl við Ísland, segir í úrskurðinum. Hæstiréttur staðfesti einnig úr- skurð um að karlmaður, sem ný- lega var dæmdur í 15 mánaða fang- elsi fyrir fjölmörg afbrot, sæti gæsluvarðhaldi til 27. ágúst eða þar til áfrýjunarfresti lýkur. Brotaferill mannsins hefur verið samfelldur frá því í janúar þar til hann var handtekinn í júní. Sæta áfram varðhaldi Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is Á FÉLAGSFUNDI Ljósmæðra- félags Íslands [LMFÍ] í gærkvöldi var samþykkt samhljóða að fela stjórn félagsins að efna til atkvæða- greiðslu meðal félagsmanna þar sem óskað verði eftir heimild til boðunar fjögurra verkfalla. Verkföllin verða tímabundin og stigmagnandi frá 4. september og enda síðan með allsherjarverkfalli frá 29. september ef ekki verður bú- ið að semja fyrir þann tíma. „Þetta er fyrst og fremst til þess að gefa viðsemjendum nasasjón af því hvað gerist ef ljósmæður mæta ekki í vinnuna,“ sagði Guðlaug Einarsdótt- ir, formaður LMFÍ, í gærkvöldi. Hún sagði að neyðarþjónusta yrði tryggð samkvæmt undanþágulistum sem ríkið gefi út. Þessa lista eigi að uppfæra árlega en þeir hafa samt ekki verið uppfærðir í þrettán ár. Hvorki sónarþjónusta né mæðravernd „Fæðingarþjónusta verður veitt í verkfalli og fæðingarþjónusta við sængurkonur að hluta en að öllum líkindum verður hvorki hægt að veita sónarþjónustu né mæðra- vernd,“ sagði Guðlaug. Kosið verður um verkfallið frá 11.- 15. ágúst. Helmingur félagsmanna þarf að kjósa svo kosningin teljist gild og það ræðst af einföldum meirihluta hvort af verkföllum verð- ur. Meðalgrunnlaun ljósmæðra eru 73.000 kr. lægri en sex efstu félaga BHM. Guðlaug sagði það markmið samninganefndar félagsins að koma skilaboðum áleiðis til ráðamanna um að ljósmæðrum sé alvara í kjarabar- áttunni. „Við höfum engar skýringar fengið frá ríkisstjórninni eða við- semjendum okkar. Þetta er skýrasta birtingarmynd launamismununar í íslensku samfélagi,“ sagði Guðlaug. Ljósmæður undirbúa verkföll  Að öllum líkindum verður ekki hægt að veita sónarþjónustu og mæðravernd í verkfalli  Undan- þágulistar ekki uppfærðir í 13 ár  Meðalgrunnlaun 73.000 kr. lægri en sex efstu félaga BHM Í HNOTSKURN »Laun ljósmæðra eru lægrihér á landi en gengur og gerist í nágrannalöndunum. »Nám ljósmæðra er eitt þaðlengsta innan BHM en launin með þeim lægstu. Morgunblaðið/Kristinn Verkfall Á félagsfundi var samþykkt samhljóða að boða til kosninga um verkfall. Frá vinstri, Guðlaug Einarsdóttir, formaður LMFÍ, og Bára Hildur Jóhannsdóttir, formaður kjaranefndar LMFÍ. Fáist samþykki Samkeppnis- og Fjármálaeftirlits fyrir samruna SPRON og Kaupþings munu hlut- hafar í SPRON fá greitt í bréfum í Exista og Kaupþingi. Munu þeir fá 60% kaupverðsins í bréfum í Ex- ista og 40% í bréfum í Kaupþingi. Er í samrunaáætluninni miðað við markaðsverð á bréfum félag- anna þriggja hinn 30. júní síðast- liðinn, en bætt var 15% ofan á markaðsverð SPRON á þeim tíma- punkti. Er því gert ráð fyrir kaup- genginu 3,83, sem þýðir að félagið er metið á rúma 19 milljarða króna. Miðað við 763 krónur á hvern hlut í Kaupþingi og 7,52 krónur fyrir hvern hlut í Exista munu hluthafar í SPRON fá, fyrir hverja krónu að nafnvirði í félag- inu, um 0,002 hluti í Kaupþingi og 0,306 hluti í Existu. Þeir sem greiddu atkvæði gegn samrunatillögunni á fundinum í gær munu hins vegar geta krafist þess að fá bréf sín innleyst í reiðufé í stað þess að ganga að áð- urnefndum skilmálum. Fá greitt í bréfum Exista og Kaupþings

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.