Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTASKÝRING Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is ALLIR jöklar landsins hafa hopað frá árinu 1995 og munu hopa ört alla 21. öldina. Langjökull mun rýrna örast af stóru jöklunum og fer sem horfir verður jökullinn alveg horfinn um miðja næstu öld. Farglosunin sem verður í kjölfarið á jarðskorp- unni eykur framleiðslu kviku. Sökum rýrnunar Vatnajökuls má þannig bú- ast við að eldgosum fjölgi eða þau verði umfangsmeiri á Vatnajökuls- svæðinu á næstu áratugum. Langjökull hverfur Þetta eru aðeins nokkrar af fjöl- mörgum breytingum á náttúrufari sem útlistaðar eru í skýrslu vísinda- nefndar um loftslagsbreytingar á Ís- landi sem kynnt var í gær. Meginnið- urstaða nefndarinnar er sú að áhrifa loftslagsbreytinga gætir þegar í náttúru landsins og munu fyrirsjáanlegar loftslagsbreytingar hafa veruleg áhrif á náttúrufar. Segja má að Langjökull eigi á brattann að sækja en búist er við að rýrnun hans verði örari en hinna jöklanna. Búist er við að rúmmál hans muni minnka um rúman þriðj- ung fram til ársins 2040 en hálfri öld síðar verði aðeins 15% af rúmmáli hans, miðað við mælingar frá árinu 1990, eftirstandandi. Á þeim tíma verða 40% eftir af rúmmáli Hofsjök- uls og suðurhluta Vatnajökuls. Ótt- ast er að Langjökull verði með öllu horfinn um miðja 22. öld og Vatna- jökull og Hofsjökull búnir að hörfa upp á hæstu tinda. Skógarmörk birkis hækka Birki myndar mishá skógarmörk upp til fjalla og út til annesja. Talið er næsta öruggt að skógarmörk fær- ist ofar sem nemur allt að 150 metr- um fyrir hverja gráðu sem meðalhiti sumars og hausts hækkar um. Mun þetta með tímanum leiða til stækk- unar birkiskóga hérlendis en birki- skógar og kjarr þekur nú um 1,2% landsins. Þættir á borð við landnýt- ingu, náttúruhamfarir og veðurfar valda þessari litlu útbreiðslu en ef veðurfarið eitt setti birki mörk mætti búast við að birkiskógar og kjarr þekti allt að 40% landsins. Almennt er talið að hlýnandi veð- urfar hafi jákvæð áhrif á gróður- þekju landsins. Meirihluti íslenskra láglendisplantna er nálægt norður- mörkum sínum en með hlýnun eykst vaxtarþróttur þeirra. Þau neikvæðu áhrif fylgja þó líklega að rústamýrar, t.d. í Þjórsárverum, Eyjabökkum og Guðlaugstungum, hverfa. Þá er talið víst að eindregnar fjallaplöntur hopi eða hverfi úr flóru landsins. Nú þeg- ar er fjallkrækill á undanhaldi. Einn- ig er álitið að aukin skordýrabeit muni draga úr jákvæðum áhrifum hlýnunar á framleiðni og vöxt gróð- urs. Skordýrin eru þó ekki einu dýrin sem búist er við að muni fjölga sér hér á landi. Kanínur munu að öllum líkindum breiðast mikið út, verði ekki gripið til ráðstafana gegn þeim, auk þess sem hreindýr, hagamús, minkur og tófa munu njóta góðs af aukinni framleiðni vistkerfa. Einnig er búist við að um 80 nýjar tegundir varpfugla geti hafst við hér á landi í lok aldarinnar. Landið rís og hnígur Bráðnun jökla mun ekki aðeins auka framleiðslu kviku í jarðskorp- unni heldur einnig leiða til þess að landið rís víða um hálendið og við suðausturströndina. Fargléttingin vegna bráðnunar jökla getur hins- vegar valdið staðbundnu landsigi fjær jöklunum og mælist nokkurt landsig á suðvesturhluta landsins. Landris og landsig mun líklega halda áfram á sömu svæðum næstu áratugina. Talið er að landris við Jökulsá á Breiðamerkursandi geti numið allt að fjórum metrum á næstu hundrað árum. Á þeim landssvæðum þar sem landris eða -sig er óverulegt mun yf- irborð sjávar hækka að meðaltali í takt við hnattræna hækkun. Á suð- vestanverðu landinu verður yfir- borðshækkunin mest þar sem hnatt- rænnar hækkunar gætir í bland við landsig. Ísar hopa – eldar aukast  Áhrifa loftslagsbreytinga gætir þegar í náttúru landsins  Skógarmörk færast ofar en plöntur hopa  Suðlægari botnfiskar stefna norður  Nýjar fóður- og nytjajurtir gætu orðið auðræktaðar Bráðnun Breiðamerkurjökull hefur hopað hratt undanfarin ár og má gera ráð fyrir að sú þróun haldi áfram. Landris á svæðinu gæti numið allt að fjórum metrum næstu öldina, að mati vísindanefndarinnar. Talið er líklegt að tjón vegna veð- urtengdra náttúruhamfara aukist umtalsvert á 21. öldinni. Það má m.a. rekja til hækkandi sjáv- arborðs sem veldur aukinni tíðni hamfara á strandsvæðum og breytingu í dreifingu þurrka, flóða og storma. Sem dæmi um þetta tvöfald- aðist fjöldi náttúruhamfara í heim- inum á fyrstu sjö árum 21. aldar m.v. tímabilið 1987-1997. Hins veg- ar er talið að með hlýnandi veður- fari dragi úr tíðni snjóflóða á Ís- landi en hins vegar geti orðið alvarleg snjóflóð óháð meðalhita ársins. Snjóflóðahætta yrði enn viðvarandi yfir háveturinn. Gera má ráð fyrir að eldgosum á Vatnajökulssvæðinu fjölgi á næstu áratugum eða þau verði a.m.k. um- fangsmeiri. Þetta má rekja til þynningar jöklanna en hún veldur þrýstingslækkun í jarðskorpunni sem aftur eykur framleiðslu kviku. Þá munu meiri gróður, aukin út- breiðsla skóga og minnkandi beit auka hættuna á sinu- og skógar- eldum. Minnkandi snjóhula hefur einnig áhrif á áhættuna. Tjón vegna veðurtengdra hamfara eykst Loftslagsbreytingar á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.