Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 13 Birki Svartir blettir marka núverandi útbreiðslu birkis en græn svæði mögulega útbreiðslu ef aðeins núverandi veð- urfar setti því mörk. Birkiskógar og kjarr þekja nú 1,2% landsins en gætu þakið 40% við áðurnefnd skilyrði. Hopa Reiknaðar breytingar á Langjökli, Hofsjökli og sunnanverðum Vatnajökli frá árinu 1990 til 2190. Morgunblaðið/Ómar Útbreiðsla suðlægari botnfiska eins og ýsu, lýsu, skötusels og ufsa hefur í hlýindum sl. ára aukist til norðurs auk þess sem stofnarnir hafa stækk- að. Stofn kolmunna hefur stækkað og makríll verið veiddur innan 200 mílna lögsögu Íslands. Aukin hlýnun getur þó takmarkað út- breiðslusvæði og framleiðni nor- rænna tegunda sem hefur áhrif á heildarvistkerfið. Þá er talið að fjölg- un marglytta og eitraðra svifþörunga megi rekja til hlýnunar sjávar. Ýsan færist norðar Spáð er að við lok aldarinnar verði loftslagsskilyrði hér á landi fyrir um 80 nýjar tegundir varpfugla. Nú verpa hér reglulega 75 tegundir fugla og 25 aðrar tegundir teljast óreglu- legir varpfuglar. Ólíklegt þykir þó að allar 80 tegundirnar berist til lands- ins eða finni búsvæði til hæfis. Við lok aldarinnar verður þó orðið of hlýtt fyrir vissar tegundir á borð við þórshana og stuttnefju og mun þrengja verulega að varpi t.d. snjó- tittlings og hrafnsandar. Fleiri varpfuglar Hlýnandi veðurfar mun hafa í för með sér uppskeruauka á öllum fóður- og matjurtum sem eru í ræktun hér á landi. Þá munu nýjar fóðurjurtir, svo sem hafrar, hveiti og vetrarkorn, eiga stóraukna möguleika auk þess sem nýjar nytjajurtir, á borð við ýmsar káltegundir, grasker og asíur, gætu orðið auðræktaðar fyrir árið 2050. Þá gætu trjátegundir á borð við eik, ask, hlyn og beyki átt erindi í ræktun næstu áratugina en þær hafa fram til þessa verið á jaðri þolsviðs síns. Margt nýtt í ræktun Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is RENNSLI frá ís- lenskum jöklum mun aukast mikið á fyrri hluta þess- arar aldar, sam- fara hraðri bráðn- un þeirra. Einnig gera spár ráð fyr- ir aukinni úrkomu með hækkandi hitastigi. Því eru horfur á mjög auknu afrennsli frá jöklunum næstu áratugi, sem nær hámarki eftir 50-80 ár. Á því tímabili verður hægt að framleiða meiri orku með þeim virkj- unum sem fyrir eru. Eftir þetta há- mark mun viðbótin hins vegar minnka þar til jöklar eru horfnir. Eftir það er svo óvíst hvernig rennsli helstu vatnsfalla heldur sér, en hreinar jökulár munu minnka mjög mikið. Árni Snorrason, vatnaverk- fræðingur og einn höfunda skýrslu vísindanefndar, segir þetta í raun vera tímamótaniðurstöður. Íslenskar vatnsaflsvirkjanir hafi hingað til ver- ið hannaðar eins og framtíð vatnabú- skaparins verði eins og fortíðin. „Með þessu er verið að draga það fram að framtíðin verður líklega ekki eins og fortíðin og það hefur ýmsa möguleika í för með sér,“ segir Árni. Önnur vinnubrögð í framtíðinni Hann segir vísindamenn einbeita sér að því að skýra myndina af næstu áratugum sem mest, enda skipti það miklu máli fyrir orkugeira, land- búnað og samgöngur svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar sé mjög erfitt að segja fyrir um fjarlæga framtíð, enda fari hún mjög eftir því hversu réttar úrkomusviðsmyndir dagsins í dag séu. Um framtíð vatnsaflsvirkjana seg- ir hann marga þætti ráða úrslitum. Með meira rennsli aukist t.d. fram- burður jökulánna, sem fylli uppi- stöðulón fyrr en ella. Hins vegar myndist jaðarlón við hopandi jökl- ana. Þau geti tekið mikið af setinu í sig, þannig hreinsað frárennslið og lengt líftíma uppistöðulónanna. „Ég held að með þessum rannsóknarnið- urstöðum takist okkur að fá fólk til að átta sig á því að í framtíðinni þarf að gera hlutina aðeins öðruvísi en í dag. Ég held að Íslendingar séu að bregðast mjög hratt við þessum breyttu aðstæðum.“ Framtíð vatnsins er ólík fortíðinni Meiri orka úr sömu virkjunum á 21. öld Árni Snorrason „HÉR hafa færustu vísindamenn landsins á þessu sviði lagt saman í þessa skýrslu og niðurstöðurnar eru ótvíræðar og líka ábendingar um hvað beri að gera. Þessi skýrsla er traustur grunnur að standa á fyrir allt annað sem þarf að gera,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf- isráðherra. Nefndin, sem m.a. samanstendur af veðurfræðingum, jarðfræðingi, sjávarlíffræðingi og verkfræðingi, var skipuð haustið 2007 á grundvelli stefnumörkunar ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Vonast er til að draga úr áhrifum hlýnunar og halda henni innan við 2°C á þessari öld. „Þessi skýrsla sýnir okkur að lofts- lagsbreytinga er farið að gæta á Íslandi. Hlýnunin hér hefur á undanfarinni öld verið jafnmikil og annars staðar í heiminum,“ segir Þórunn. Innihald skýrslunnar kom ekki á óvart Að sögn Þórunnar var ekkert í skýrslunni sem kom henni á óvart heldur staðfesti það sem haldið var um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi. Spurð til hvaða að- gerða verði gripið segir hún við fyrstu sýn blasa við að stoppa þurfi í þekkingargötin, líkt og höfundar skýrsl- unnar benda á. „Það þarf að rannsaka náttúruna betur, vakta hana betur. Við þurfum að leggja meira fé til slíkra verkefna. Að öllum líkindum þurfum við líka að leggja nýtt mat á áhættu af náttúruvá og ekki bara reyna að bregðast við hættu sem gæti skapast t.d. vegna hækkaðs yfir- borðs sjávar, heldur reyna eftir mætti að koma í veg fyrir að af slíku hljótist mikið tjón.“ ylfa@mbl.is Niðurstöðurnar ótvíræðar Hlýnun hér á landi jafnmikil og annars staðar í heiminum Þórunn Svein- bjarnardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.