Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 18
Framleiðsla vöru veldur mestu menguninni Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is Með aukinni vitund fólks um lofts-lagsbreytingar hafa komið framóskir frá neytendum um aðvörur verði sérstaklega lofts- lagsmerktar. Í Svíþjóð hefur undirbúningur á loftslagsmerktum matvælum verið í und- irbúningi í töluverðan tíma. Þá lagði tækni- ráð Noregs nýlega til við norsk stjórnvöld að tekin verði upp loftslagsmerk- ing á matvörum til að auð- velda framleiðendum og neytendum að draga úr neikvæðum áhrifum fram- leiðslu og neyslu á loftslag jarðar. En hvað felst eig- inlega í loftslagsmerking- unum? Finnur Sveinsson við- skipta- og umhverfisfræðingur hefur fylgst grannt með þróun mála í Svíþjóð. Hann seg- ir loftslagsmerkingu aðeins taka út einn um- hverfisþátt af mörgum – þ.e. loftslagsbreyt- ingarnar. Hún eigi að upplýsa neytendur um loftslagsáhrif vörunnar, þ.e. hversu miklum koltvísýringi hún sleppi út við vinnslu og flutning. Hins vegar taki hún í engu á þátt- um á borð við efnanotkun og öðrum skaðleg- um áhrifum á vistkeðju, líffræðilegri fjöl- breytni og fleiru. Frestun í Svíþjóð Að sögn Finns eru England, Svíþjóð og Holland komin einna lengst í þessari þróun. Sjálfur er hann þó ekki sannfærður um að loftslagsmerkingar séu rétta leiðin. „Til stóð að taka nú í júlíbyrjun upp lofts- lagsmerkingar undir umhverfismerkingu Krav-samtakanna í Svíþjóð, en Krav þykir standa mjög framarlega á þessu sviði. Um- sagnir frá fagaðilum um merkingarnar voru hins vegar ekki jákvæðar sem varð til þess að Krav treysti sér ekki til að taka upp loftslagsmerkingu matvæla að svo stöddu.“ Hann segir að mengun sé óhjákvæmilegur fylgifiskur framleiðslu matvæla og því sé stóra spurningin hvaða tilgangi loftslags- merkingar eigi að þjóna. „Almennt sleppir framleiðsla á einu kílói af kjöti um tíu sinni meira af gróðurhúsalofttegundum en fram- leiðsla á einu kílói af grænmeti. Til dæmis er mun meiri losun af gróðurhúsaloftteg- undum við framleiðslu á nautakjöti sam- anborið við kjúkling. Er þá verið að beina neyslu fólks í ákveðin farveg með loftslags- merkingunum? Er verið að bera saman kjúkling og naut eða eiga allir að verða grænmetisætur?“ Ein háværasta gagnrýnin á loftslagsmerk- ingar hefur þá verið að með því sé verið að beina fólki frá því að kaupa vörur frá fjar- lægum löndum. Finnur telur að með þessu sé verið að einfalda hlutina um of. „Það á vissulega að minnka flutninga eins mikið og hægt er en við matvælaframleiðslu standa flutningar einungis fyrir nokkrum prósent- Finnur Sveinsson Krafan um að merkja matvæli og aðrar vörur þannig að neytandinn geti áttað sig á áhrifum hennar á loftslagið verður stöðugt háværari. En hvað felst í slíkum merkingum og eru þær af hinu góða?                         um af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá öllu framleiðsluferlinu. Mesta mengunin er af framleiðslunni og þannig getur jafnvel verið jákvæðara að kaupa túlípana frá Kenía í stað Hollands ef hollenska framleiðslan er orkufrekari.“ Umdeildar merkingar „Þó að loftslagsbreytingar séu vissulega eitt stærsta vandamál sem við stöndum frammi fyrir þá tengjast öll umhverf- isvandamál á einhvern hátt. Því skýtur skökku við að ætla eingöngu að merkja loftslagsáhrifin en ekki aðra umhverfisþætti. Samt sem áður verður að gera þetta stærsta umhverfisvandamál okkar sýnilegt með einhverjum hætti.“ Þegar Finnur er inntur eftir því hvort ætla megi að loftslagsmerkingar verði tekn- ar upp fyrir íslenska framleiðslu segir hann það hægara sagt en gert. Gagnabankar sem innihaldi upplýsingar um loftslagsáhrif ákveðinna vörutegunda byggi allir á erlend- um upplýsingum og því þyrfti að gera sér- stakan gagnabanka yfir íslenskar afurðir. „Hérlendis hafa loftslagsáhrif þorskveiða að einhverju leyti verið skoðaðar en ekki með það fyrir augum að loftslagsmerkja fiskinn. Fyrir aðrar vörur hafa ekki verið gerðar nokkrar rannsóknir sem heitið getur.“ Hann segir slíkar rannsóknir engu að síð- ur geta verið mikilvægt skref fyrir íslenska framleiðslu. „Í dag er talað um að íslenskur landbúnaður sé svo vistvænn þó engin töl- fræði liggi á bak við slíkar fullyrðingar. Rannsóknir þess efnis myndu hins vegar vonandi sýna fram á að íslenskur landbún- aður sé raunverulega vistvænn.“ Finnur segir að neytendur geti nú þegar haft töluverð áhrif með því að kaupa um- hverfismerktar vörur sem fást í auknum mæli í íslenskum verslunum. neytendur 18 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ „Það þarf ekki allt að vera umhverf- ismerkt til að vera umhverfisvænt. Litlu ákvarðanir sem fólk tekur dags- daglega eru þær sem telja mest,“ seg- ir Finnur og tínir til nokkur atriði sem íslenskir neytendur geta haft í huga: Að kaupa frekar umhverfismerktar matvörur Svanurinn, Evrópublómið, Fálkinn, Blái engillinn og Tún eru við- urkenndar umhverfismerkingar sem finna má á vörum hérlendis. Þessar vottanir taka tillit til ákveðinna atriða sem hafa áhrif á umhverfið, þ. á m. loftslagið. Að borða meira grænmeti en áður Og að minnka um leið kjötneyslu hefur áhrif þar sem framleiðsla á grænmeti mengar mun minna en framleiðsla á kjöti. Að keyra minna Það segir sig sjálft að göngu- eða hjólatúr er umhverfisvænni en að fara akandi. Einnig ættu neyt- endur að taka tillit til eldsneytiseyðslu þegar hugað er að bifreiðakaupum. Litlu atriðin skipta máli Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Ekki eru allar fartölvur bara fartölv-ur eins og sannast til að mynda áHP Compaq 2710p sem er fartölvaog spjaldtölva í senn, en slíkar eru tölvur sem hægt er með einu handtaki breyta í eins konar klemmuspjald sem maður síðan skrifar á með sérstökum penna. Spjaldtölvur voru vinsælar hjá framleið- endum fyrir nokkrum árum, en náðu ekki telj- andi vinsældum hjá tölvukaupendum og hurfu því nánast af markaði. Þessi nýja vél HP markar því ákveðin tímamót og er greinilegt að fleiri hyggjast feta sömu slóð, til að mynda Lenovo sem er einmitt með slíka vél í smíðum. 2710p er með Intel Core 2 Duo U7600 ör- gjörva sem er 1,2 GHz og með 2 MB L2 cache. Í vélinni er 2 GB minni og 100 GB harður diskur, en skjárinn er 12,1 tomma WXGA. Hann er vel bjartur og svo skýr að hægð- arleikur er að nota hann utanhúss, en þar sem hann er snertiskjár er hann eilítið grófur. Ekki er ástæða til að tína til nema það sem þegar er nefnt, enda skiptir það mestu, en því má bæta við að vélin styður a, b, g og n þráð- lausa staðla (n-staðallinn skilar hraða upp á allt að 300 Mbita á sek.). Einnig er í vélinni innbyggð myndavél og fingrafaralesari. Ekk- ert geisladrif er í vélinni en hægt að kaupa sérstakt utanáliggjandi drif og að auki er hægt að kaupa aukarafhlöðu sem smellt er undir vélina. Rafhlöðuending er annars fárán- lega góð; ég náði rúmum 4 tímum, en mér skilst að annað eins bætist við með aukaraf- hlöðunni sem ég náði ekki að prófa. Vélin er straumlínulöguð og nett og af- skaplega þægileg í notkun. Uppsetning á henni tók reyndar ótrúlega langan tíma, en þar er Windows Vista um að kenna; fyrst þurfti að velja 32 bita eða 64 bita útgáfu og síðan tók óratíma að sækja viðbætur og upp- færslur. Eftir það virkaði það þó allt fínt og reyndar betur en mig minnti að Vista væri; greinilegt að mikil vinna hefur verið lögð í reklasmíði. Þessi nýja fartölva HP er ekki bara sérdeil- is skemmtileg fyrir það að hægt er að breyta henni í spjaldtölvu með einu handtaki, heldur er hún líka framúrskarandi fartölva, létt og skemmtileg með frábæra hönnun. Eini ókost- urinn við hana er það hve hún er dýr. HP Compaq 2710p fæst meðal annars í HP búðinni og á fartolvur.is og kostar þar 349.900 kr. Ekki bara fartölva Fis Þessi magnaða far- tölva frá HP er smá, kná og fjölhæf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.