Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 25 ✝ Símon Sig-urjónsson var fæddur í Reykjavík 4. ágúst 1930. Hann lést á Grensásdeild LSH 30. júlí sl. Símon var sonur hjónanna Sigurjóns Símonarsonar bréf- bera, síðar verka- manns, og Hólm- fríðar Halldórsdóttur, konu hans. Símon var 5 í röðinni af sex systkinum, elst er Guðrún Kristín f. 7.9. 1920 og lifir hún bróður sinn, einnig lifir Jórunn Anna f. 18.7. 1934 bróður sinn, látin eru Hallborg f. 7.12. 1921, Kristján f. 7.4. 1925 og Sigurður f. 18.10. 1928 Símon kvæntist Rögnu Ester Guðmundsdóttir 21.3. 1953 og rúm- um mánuði seinna fæddist frum- burðurinn Sigurjón, sem er fæddur 24.4. 1953, hann er í sambúð með Höllu Björk Guðjónsdóttur og Halla á 3 uppkomna syni. Yngri sonurinn, Guðmundur, er fæddur 19.11. 1955, sambýliskona hans er Kristjana E. Guðbjartsdóttir, barnabörnin eru 2, en þau á Guð- mundur með fyrrverandi eig- inkonu sinni, Magneu Guðmunds- dóttur, þau eru Símon Ragnar og Ester Ágústa Guðmundarbörn og barnabarnabörnin eru 2. Símon og Ragna Ester bjuggu í Álf- heimum 30 í Reykja- vík frá 1959 til 2004 og fluttu þá í íbúð að Norðurbrú 2 í Garða- bæ, þar sem þau undu hag sínum mjög vel, en Ragna Ester lifir mann sinn. Hann hóf nám í framreiðslu á Hótel Borg árið 1946 Lauk sveinsprófi í iðninni 4. apríl árið 1949, starfaði á Hótel Valhöll á Þingvöllum, sama sumar, við framreiðslu undir stjórn Sigurðar B. Gröndal hótelstjóra, var síðan framreiðslumaður og síð- ar yfirframreiðslumaður á flagg- skipi Íslenska flotans, farþegaskip- inu Gullfossi, frá komu þess 10. des. 1950 til síðsumars 1954, en 6. nóv- ember 1954, þegar veitingahúsið Naust opnaði, hóf hann störf þar og starfaði óslitið til 1985, er hann lét af störfum af heilsufarsástæðum. Á þessum 31 árum í Naustinu fékk hann nafngiftina „Símon í Naust- inu“. Árið 1987 gerðist hann starfs- maður Alþingi og var þingvörður þar fram að starfslokum Útförin fer fram frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin kl. 13. Það er nótt í sálu minni, faðir minn og lærimeistari er horfinn á braut þar sem að hann hvílir í ljósi og yl. Pabbi minn, það er margs að minnast á svona stundu sem þessari og margar minningar rifjast upp. Alltaf leit ég upp til þín og oftast fór ég eftir ráðum þínum. Það var stoltur sonur sem stóð þér við hlið vorið 1972 þegar ég hóf nám í framreiðslu undir leiðsögn þinni og mér fannst ég heppnasti og stoltasti nemi í faginu að eiga þig að föður og lærimeistara. Margt brölluðum við saman og margar voru uppákomurn- ar hjá okkur feðgunum í Naustinu, besta vinnustað sem ég hef unnið á, einingin og samheldnin meðal starfs- fólks var stórkostleg og þar áttir þú þinn stóra þátt eins og svo oft í störf- um þínum að félagsmálum. Þú varst dellukarl fram í fingur- góma og þegar við fórum í golf í fyrsta og eina skiptið saman, þá kláruðum við 9 holurnar og settumst svo inn í golfskálann og fengum okkur kaffi og kleinur. Ég man eftir því þegar þú sagðir við mig, Mummi minn þetta get ég ekki, golfið er svo skemmtileg íþrótt að ég verð alla daga allan dag- inn í þessu og ekki vil ég vanrækja móður þína. Þar með var þínum golf ferli lokið. En þegar þú tókst þér eitt- hvað fyrir hendur þá gerðir þú það af þvílíku kappi að annað eins hefur ekki sést, Stærsta vindlamerkja-, frí- merkja- og smáaurasafn á Íslandi og þó víða væri leitað áttir þú. Það eru svo margar minningar sem gott er að eiga í hjarta mínu um okkur saman og ég geymi þær til æviloka pabbi minn. Þegar þú veiktist 1985 kom í ljós þinn sterki lífsvilji og elja þín og ekki sé minnst á kraftinn og orkuna sem hún mamma býr yfir með að hjálpa þér að ná fyrri styrk og lífi og alltaf var og er hún til taks fyrir okkur. Pabbi minn þakka þér fyrir allt og allt, þú varst og ert goðsögnin mín. Mamma mín megi guð gefa þér styrk, vaka yfir þér og vernda þig ævilangt. Ég elska ykkur bæði. Ykkar sonur, Guðmundur Símonarson (Mummi.) Elsku besti afi, langafi og vinur. Morguninn þegar pabbi hringdi og sagði að þú værir farinn var mér svo óraunverulegur. Það er erfitt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að hittast og eiga fleiri góðar stundir saman. Það er gaman að hugsa til allra góðu stundanna sem við áttum saman, frá því ég fæddist, helst man ég þá eftir skemmtilegu hljóðunum sem þú gerðir fyrir mig þegar ég var pínulítill snáði, öllum sundferðunum sem ég fór með ykkur ömmu, brosi þínu þegar við fórum í vélsleðaferðina upp á Langjökul fyrir nokkrum árum síðan, Öllum hlátrinum sem við áttum saman og tímanum sem þú hefur hjálpað mér í gengnum súrt og sætt. Það var yndisleg að koma með Ísa- bellu litlu til þín nokkurra daga gamla og sjá hversu ánægður þú varst og stoltur að fá að sjá hana og tala við hana. Ég trúi bara ekki enn þá að þú sért farinn. Veikindi þín undanfarna mánuði tóku mikið á mig og Örnu, og ég veit þér líður betur á nýja staðnum og að hún Halldóra langamma tekur vel á móti þér. Amma er búin að vera rosalega sterk og við munum passa hana með öllu okkar hjarta. Ég heyrði af því að þjónustan á barnum í himna- ríki hafi stóraukist og að það sé komið nýtt nafn á hann. Elsku besti afi. Við kveðjum þig með miklum söknuði og þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Amma þú ert alltaf í hjarta okkar og vertu áfram sterk. Þín, Símon, Arna Rún og Ísabella Rún. Elsku besti afi, langafi og besti vin- ur. Ég trúi því ekki enn þá að þú sért farinn og komir aldrei aftur. Það er svo sárt að hugsa til þess að við fáum ekki að hlæja saman aftur. En ég veit þó, eftir veikindi þín síðustu mánuði, ertu kominn á betri stað. Þegar ég hugsa um öll árin sem að við höfum átt saman, get ég ekki annað en verið glöð í hjarta mér og þakklát fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, kenndir okkur og einnig fyrir alla gleðina sem þú færðir okkur í lífinu. Þú varst án efa besti afi, langafi og vinur sem að nokkur hefði getað hugsað sér. Elsku afi, ég man líka þegar ég gisti hjá þér og ömmu í Álfheimum þá brölluðum við heilmargt saman, en það sem stóð mest upp úr var sunnu- dagaskólinn, þegar við fórum í fínustu sparifötin sem við áttum og löbbuðum í Langholtskirkju. Mér finnst eins og þetta hafi verið í gær en svo er víst ekki. Það eru svo margar minningar sem að koma upp í huga mér er ég sit hér, á afmælisdegi þínum, og hugsa um allt sem hefur drifið á daga okkar. Aldrei mun ég gleyma hve stoltur þú varst af langafastrákunum þínum og þeir ekki minna stoltir af þér. Ekki voru ófáar stundirnar sem að þið hlóguð saman þegar við heimsóttum ykkur í garðabæ. Það er nú ekki svo langt síðan þið Jón félagarnir fóruð í bíó og lífsgleðin skein úr augum þér þegar þið komuð til baka, það gladdi okkur mjög. Við munum passa ömmu fyrir þig, eins vel og við getum. Þegar við fengum fregnir af andláti þínu tók það mjög á mig og sagði Bjartur Snær þá við mig: „Mamma, þetta er allt í lagi við hittum langafa aftur seinna uppi á himninum,“ og því trúi ég. Við kveðjum þig með miklum sökn- uði. Þínir vinir, Ester Ágústa, Jón Gunnar, Bjartur Snær og Magni Fannar. Þegar undirritaður hóf nám í fram- reiðslu við veitingahúsið Naust árið 1956, var Símon einn af þeim meist- urum sem þar störfuðu. Fljótt varð mér ljóst að þar var á ferð mikill fag- maður og góður vinnufélagi, enda gamansemin aldrei langt undan. Sím- on hafði unun af sínu starfi sem bar- þjónn og var til að mynda einn af hvatamönnum að stofnun Barþjóna- klúbbs Íslands og varð jafnframt fyrstur til að gegna þar formannshlut- verki og sem slíkur fékk hann Kurt Sörensen formann danskra barþjóna til að koma að stofnun klúbbsins. Fyrir utan þjónastarfið átti Símon ýmis áhugamál og þar á meðal var ástríða fyrir gríðarstóru vindla- merkjasafni sem hann átti og hugsaði um af alúð. Samstarf okkar Símonar á Naustinu stóð í 24 ár, en vináttan ent- ist til dauðadags og er ég þakklátur fyrir þann stutta tíma sem við áttum saman nýverið á endurhæfingarstöð- inni við Grensás, þar sem hann eyddi síðustu ævidögunum. Við hjónin send- um Ester, Sigurjóni, Guðmundi og barnabörnum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Viðar Ottesen, Jóna Guðjónsdóttir. Þær sorglegu fréttir bárust okkur að morgni miðvikudags 30. júlí að Símon vinur okkar og félagi hefði lát- ist um nóttina, en alltaf verður manni bilt við að fá svona fréttir. Ég og kona mín heimsóttum Símon í hverri viku upp á Grensás og spjöll- uðum við saman um allt mögulegt, þó sérstaklega um þá daga þegar við vor- um að umdirbúa stofnun Barþjóna- klúbb Íslands, en svo viku seinna þeg- ar við ætluðum í heimsókn þá segir Ester konan hans að hann hafi fengið slag og verið fluttur upp á Borgarspít- ala eftir áfall sem hann hafi fengið um nóttina. Þar sem mér fannst hann hafa að vera að hressast þá komu þessar fréttir okkur alveg að óvörum. Við Símon hittumst fyrst í Naustinu til að ræða stofnun Barþjónaklúbbs Íslands ásamt nokkrum félögum. Var undirbúningsnefnd stofnuð og var þar sjálfkjörinn Símon Sigurjónsson og hafði hann allan veg og vanda af vænt- anlegri stofnun barþjónasamtaka á Íslandi. Síðar að loknum störfum und- irbúningsnefndar var hafist handa við stofnun Samtaka íslenskra barþjóna en það hét klúbburinn í upphafi, en síðar var því breytt í Barþjónaklúbb Íslands, skammstafað BCI. Stofn- fundur var 29. maí 1963 og fengum við okkur til aðstoðar forseta Alþjóða- samtaka barþjóna, Kurt Sörensen, sem var okkur mjög hjálplegur við stofnun klúbbsins. Í stjórn klúbbsins var að sjálfsögðu kjörinn formaður Símon Sigurjónsson og undirritaður varafor- maður. Þar fór Símon hamförum í störfum fyrir klúbbinn vítt og breitt um heiminn með samskipti landa á milli. Það varð allt að vera óaðfinn- anlegt sem Símon gerði fyrir klúbbinn og þegar bréfaskriftir fóru fram á milli landa og það oftast á ensku þá sagði Símon: Dalli, þú ferð yfir bréfin því þú ert svo góður í ensku, eða það hélt hann allavega. Allt varð að vera pottþétt við ferðuðumst mikið saman á mót og fundi og var Símon hrókur alls fagnaðar, kátur og gamansamur og hafði hann gaman af bröndurum og sagði marga góða en var heldur lengi að segja þá þar sem hann hló manna mest sjálfur á meðan hann sagði hin- um frá. Hafði hann sérstaklega gam- an af að segja frá einum góðum. Eitt sinn vorum við tveir saman á Ítalíu, nánar tiltekið í Torino. Þegar við vor- um að kveðja konurnar okkar þá sagði Símon við mína konu: „Hafðu engar áhyggjur, ég skal passa Dalla.“ Úti í Torino vorum við í veislu um kvöldið og urðum viðskila. Ég fór upp á hótel án Símonar svo hittumst við morgun- inn eftir í morgunmat. Segir Símon þá við mig: Hvar varstu í nótt? Þú komst ekki á hótelið. Víst kom ég á hótelið. Nei, það getur ekki verið ég sat fyrir utan dyrnar hjá þér í alla nótt. Hvaða dyr? spyr ég. Nú á herberginu þínu númer 205. Ha, hvað segirðu, Símon? Ég er á hebergi 105. Þá hló Símon dátt og kom gamansemin upp hjá honum og hann sagði: „Dalli, gerðu mér þetta aldrei aftur.“ Þessa sögu hafði hann gaman af að segja aftur og aftur oghló dátt í hvert sinn. Kæri Símon, það er svo margt sem kemur upp í huga manns og margs að minnast, kæri vinur. Það ræðum við um síðar. Guð blessi þig og þína fjöl- skyldu. Þinn félagi, Daníel Stefánsson. Þegar Símon Sigurjónsson er kvaddur kemur upp í hugann fagmað- ur og heiðursmaður sem lifir í minn- ingunni. Kynni okkar af Símoni hefj- ast í Barþjónaklúbbi Íslands. Fram að þeim tíma þekktum við eingöngu orðspor hans. Símon var að mestu hættur afskiptum af daglegri starf- semi Barþjónaklúbbsins þegar við gengum í hann og orðinn heiðurs- félagi. Hann hefur ritað nákvæma grein um aðdraganda að stofnun Bar- þjónaklúbbs Íslands, fyrstu kokkteil- keppni sem haldin var hérlendis og þátttöku fyrstu íslensku barþjónanna í alþjóðamóti. Þessa grein Símonar má nálgast á heimasíðu Barþjóna- klúbbsins, www.bar.is. Árið 2000 tekur Margrét Gunnars- dóttir við sem forseti Barþjóna- klúbbsins, og sá er einnig ritar þessa grein verður meðstjórnandi, kynnt- umst við þá Símoni fyrir alvöru. Nú var forseti klúbbsins kona í fyrsta skipti og Símon reiðubúinn þegar til hans var leitað og var Margréti til halds og trausts. Það var aðdáunar- vert hvað hann var duglegur að mæta við hin ýmsu tækifæri þrátt fyrir áföll og þá fötlun er af þeim hlaust. Þar naut hann stuðnings og hjálpar eig- inkonunnar og viljum við í Barþjóna- klúbbnum þakka Ester sérstaklega fyrir hennar þátt í að gera þetta mögulegt og hún er verðugur stað- gengill hans meðan hún treystir sér til að mæta. Á samnorrænu þingi barþjóna sýndi Símon hversu mikill heimsmað- ur hann var. Honum var að sjálfsögðu boðið til lokahófsins ásamt öðrum heiðursfélögum þar sem hann óvænt kveður sér hljóðs, röltir á sínum hraða í ræðustól og ávarpar samkom- una á „sinni skandínavísku“. Það var ekki að sökum að spyrja, ræðan hlaut slíkan hljómgrunn að allir viðstaddir risu úr sætum og klöppuðu fyrir okk- ar manni. Þarna fór uppistandari kvöldsins. Símon var framsýnn fagmaður sem dæma má bæði af verkum hans og þeim fagbókum sem hann safnaði á ferðum sínum erlendis. Þar má sjá bækur um vínfræði léttvín, sterk vín og kokkteila, efni sem var ekki farið að kenna hér á landi fyrr en mörgum árum seinna vegna þess að á Íslandi var lítil vínmenning. Símon miðlaði vel sinni þekkingu og kom síðar safni sínu fyrir þar sem fagmenn nútíðar og framtíðar geta notið góðs af því í bókasafni Menntaskólans í Kópavogi þar sem Hótel- og matvælaskólinn er til húsa. Þar sómir safnið sér vel undir nafni Símonar Sigurjónssonar. Við sem þetta ritum vitum að allir meðlimir Barþjónaklúbbsins fyrr og nú taka undir þegar við þökkum Sím- oni fyrir allt sem hann hefur lagt af mörkum. Hann var einn þeirra sem lögðu grundvöllinn að góðum fé- lagsskap með fagmennsku að mark- miði og með því að koma fagfólki á framfæri hérlendis sem erlendis. Heillaóskir bárust frá honum per- sónulega þegar góður árangur náðist á heimsmeistaramóti barþjóna í Vín- arborg 1993 og það var honum áhyggjuefni að sjá fækkun faglærðra framreiðslumanna og þá um leið fækkun í Barþjónaklúbbnum, með puttann á púlsinum til síðasta dags. Farðu í friði og Guð blessi þig, kæri vinur og félagi. Ester og fjölskyldu sendum við hugheilar samúðarkveðjur. F.h. Barþjónaklúbbs Íslands, Margét Gunnarsdóttir, Bárður Guðlaugsson. Vinurinn – fjölskylduvinurinn Sím- on – hefur lokið sinni jarðvist. Kynni Símonar og þess, sem hér „stýrir penna“ hófust í fyrstu ferð m/s Gullfoss Reykjavík-Leith-Kaup- mannahöfn-Leith-Reykjavík sumarið 1950, en þar um borð var Símon þjónn en undirritaður farþegi, ásamt hringtrúlofaðri unnustu og því óheim- ilt samkvæmt siðaregum að deila skipsklefa. Man ekki betur en vinur- inn Símon hafi verið leiður yfir ströngum reglum og haft meiri af- skipti af okkur en öðrum sem varð upphaf ævarandi vináttu. Marga góða kosti átti vinurinn Símon. Frásagnargáfa var einn af þeim. Ró og kímni voru honum í eðli borin. Sögurnar af tíkinni Fífí, sem komst löglega um borð í Gullfoss, þegar siglt var Bordeaux-Casa- blanca-Bordeaux voru ofarlega á óskalista barna okkar hjóna, sem öll dáðu og nutu samvistar við okkar góða heimilisvin – Símon. Að vera hlustandi var eitt af aðals- merkjum vinarins, sem fleiri en und- irritaður nutu. Líkamlegt áfall sem hann varð fyr- ir leiddi til þess að hann þurfti að ævi- starfið, þjónsstarfið, sem hann var þekktur fyrir jafnt innanlands sem utan, á hilluna. Erfitt var að finna nýtt starf sem hentaði en að lokum bauðst starf sem illa hafði gengið að manna. Þá kom einbeitni vinarins í ljós er hann beit á jaxlinn og sagði við sjálfan sig: „Ég skal.“ Þessi þrjóska hans varð svo til þess, að honum bauðst að verða starfsmaður Alþingis. Naut hann þess, meðan starfsaldur leyfði. Mörg og strembin urðu átök til að venjast fjölþættu breyttu líkamlegu ástandi. Erfiður var sálarlegur róður þegar hann þurfti að nota síma og varð – því miður – oftar en ekki fyrir neikvæðri athugasemd viðmælanda vegna þess hve blæstur hann varð á máli og lík- amlegt ástand misskilið. Ekki eru þeir margir, Íslending- arnir, komnir yfir miðjan aldur sem ekki hafa heyrt nafnið: Símon í Naustinu, enda hljómar það svo und- ur ljúft. Ester, kona Símonar, hefur af að- dáun aðstoðað bónda sinn hin síðari ár, svo hann kæmist í ferðir, innan- lands og ekki síður utan. Þeir sem til þekkja vita að mörg eru ljónin á vegi bæklaðs ferðalangs. Við hjónin sem og börn og fjöl- skyldur biðjum hinn æðsta að halda verndarhendi yfir eftirlifandi eigin- konu Símonar – Ester – sem og son- um og fjölskyldum þeirra og þökkum okkar góða vini, Símoni, rúmlega hálfrar aldar ómetanlega samfylgd. Snæbjörn Ásgeirsson og Guðrún Jónsdóttir. Símon Sigurjónsson SENDUM MYNDALISTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.