Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Garður | Leikmenn gamla stórveld- isins Víðis í Garði taka sjálfir upp veskið til að geta tekið þátt í Evrópu- keppni. Annarrar deildar liðið fer til Frakklands um helgina til að leika í forkeppni Evrópukeppninnar í inn- anhússknattspyrnu – Futsal – fyrir hönd Íslendinga og er fyrsta liðið sem það gerir. Stjórn félagsins og leikmenn líta á þetta sem ævintýri en þjálfarinn er staðráðinn í því að vinna og komast að minnsta kosti í aðra umferð. Stemning er í kringum liðið vegna góð árangurs þess. Víðismenn stóðu sig vel í innan- hússknattpyrnunni sl. vetur. Þeir komust í undanúrslit en töpuðu þar fyrir ÍBV. Hins vegar tefldu Eyja- menn fram ólöglegum leikmanni og Víðir komst í úrslitaleikinn sem þurfti að endurtaka. Þar tapaði liðið fyrir Val og hafnaði í öðru sæti. Leiðin var grýtt Valur er nú í miklum önnum og af- salaði sér réttindum til að taka þátt í Evrópukeppninni í innanhússknatt- spyrnu. Þá var röðin komin að Víðis- mönnum. „Leiðin sem við fórum var grýtt en þótt ekki hafi mikið verið um það rætt þá var það alltaf fjar- lægur draumur hjá okkur að taka þátt í Evrópukeppninni,“ segir Einar Jón Pálsson, formaður Víðis. Þegar sú staða kom upp að félagið gæti tekið þátt í Evrópukeppninni þurfti að huga að ýmsum málum. Ákveðið var að skrá liðið til leiks að ósk leikmanna og aðstandenda liðs- ins enda voru þeir tilbúnir til að taka sér frí úr vinnu og greiða hluta ferða- kostnaðar úr eigin vasa. „Markmiðið er að leyfa leikmönn- unum að upplifa það hvernig það er að leika í Evrópukeppni. Ég veit að út úr þessu verkefni fáum við ánægð- ari leikmenn sem hafa um eitthvað sérstakt að tala við börnin og barna- börnin þegar þeir verða eldri. Með þessu erum við líka að koma félaginu og Garðinum á spjöld sögunnar,“ segir Einar Jón. Leikið til sigurs Leikmannahópur Víðis er sam- hentur, að sögn Georgs Sigurðssonar leikmanns, og vildi komast í þetta ævintýri í Evrópu. „Það er alltaf gaman að komast út með strákunum. Svo er þetta í fyrsta skipti sem ís- lenskt lið tekur þátt í þessu móti og við verðum að reyna að standa okkur fyrir klúbbinn og landið,“ segir Georg. Steinar Ingimundarson er að gera góða hluti með Víðisliðið. Það vann sér rétt til keppni í annarri deild í fyrra og er þar í þriðja sæti, í góðum málum, og hefur möguleika á að vinna sig strax upp í fyrstu deild. Hann lítur ekki á ferðina til Frakk- lands sem skemmtiferð. „Við förum í þetta til að ná árangri. Við teljum okkur alveg eiga möguleika á því,“ segir Steinar. Hann hefur raunar litlar upplýsingar um liðin frá Frakk- landi, Kýpur og Armeníu sem Víðir mun leika við á sunnudag, mánudag og miðvikudag. „Við erum í fínu líkamlegu standi og erum á miðju keppnistímabili. Strákarnir fá þarna tækifæri til að taka þátt í ævintýri og leggja sig sérstaklega mikið fram.“ Hann vekur athygli á því að leik- mennirnir hafi notað verslunar- mannahelgina til að æfa innanhúss- knattspyrnu og það sýni að menn séu að fara í þetta af fullri alvöru. Þeir munu einnig nota tímann til að æfa sig á grasi í ferðinni, til að koma und- irbúnir í seinasta hluta Íslandsmóts- ins hér heima. „Allt fer þetta í reynslubankann og menn koma sterkari til baka,“ segir þjálfarinn. Markmið hans er að sigra í for- keppninni enda fer sigurliðið eitt áfram á næsta stig, sem er riðla- keppni í Rúmeníu í september. Evrópukeppninni lýkur síðan með úrslitakeppni á vormánuðum. Taka þátt í ævintýri Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Skemmtilegt Tuttugu til tuttugu og fimm manna hópur leikmanna og aðstoðarliðs hjá Víði fer til Frakklands um helgina til að taka þátt í forkeppni Evrópumótsins. Margir eru um hverja stöðu því fimm eru inná í einu.  Stemning í Garðinum vegna góðs gengis Víðis í annarri deildinni  Liðið tekur þátt í Evrópukeppni Futsal fyrir hönd landsins fyrst íslenskra liða  Þjálfarinn ætlar sér sigur í forkeppninni Í HNOTSKURN »Futsal er knattspyrna semleikin er innanhúss sam- kvæmt samræmdum alþjóð- legum reglum. Vinsældir Fut- sal hafa aukist ár frá ári og nú eru mót KSÍ leikin eftir þess- um reglum. »Knattspyrnufélagið Víðir íGarði var í efstu deild á ár- unum 1985 til 1987 og aftur 1991 en hefur annars flakkað á milli neðri deilda. Liðið lék til úrslita í bikarkeppni KSÍ 1987 og varð í öðru sæti. „ÞETTA verður óvenjuleg upplifun fyrir strákana, getur ekki orðið annað en skemmtilegt. Ég er enn að heyra sögur frá pabba og fé- lögum hans frá gullaldarárum Víð- is,“ segir Eva Rut Vilhjálmsdóttir, starfsmaður leikskóla. Hún er talin einn harðasti stuðningsmaður Víð- is ásamt Jóni Ögmundssyni að- stoðarskólastjóra. Hún ræðir um Evrópuævintýri Víðismanna. Eva er dóttir Vilhjálms Einarssonar sem lék með Víði á árum áður. Hún á raunar tvo bræður í liðinu nú, Björn Bergmann og Einar Karl, auk frænda. Fyrirliði liðsins, Knútur, er sonur Jóns. Margir strákar úr Garðinum eru í Víðisliðinu þótt þar séu einnig er- lendir leikmenn og úr öðrum byggðarlögum. Jón og Eva Rut segja þetta mikilvægt. Þessir strákar leiki með hjartanu og leik- gleðin smitist til hinna. Þá komi bæjarbúar frekar til að fylgjast með leikmönnum sem þeir þekkja og geta tengt sig við. Jón segir að leikmennirnir kunni að meta það þegar fólk sýni þeim áhuga. Vel hefur gengið í tvö ár og fólk flykk- ist á völlinn og stemningin í bæn- um góð. Eva fer oft á völlinn með því hug- arfari að reyna nú að stilla sig einu sinni. „Það endar alltaf með ein- hverju góli,“ viðurkennir hún. Pabbi er enn að segja sögur MUN meira var keypt af áfengi í vik- unni fyrir verslunarmannahelgi en í sömu viku fyrir ári. Samtals seld- ust 783 þúsund lítrar af áfengi í ár en í sömu viku í fyrra seldust 698 þúsund lítrar. Er þetta aukning um 12,2%. Fram kemur á vef ÁTVR, að 127 þúsund viðskiptavinir hafi komið í vínbúðirnar í vikunni fyrir verslun- armannahelgina, en í sömu viku í fyrra komu 113 þúsund viðskiptavin- ir, sem er fjölgun um rúm 12%. Föstudaginn fyrir verslunar- mannahelgi komu 44 þúsund við- skiptavinir í vínbúðirnar en 38 þús- und heimsóttu búðirnar sama dag fyrir ári. Í vínbúðina í Vestmannaeyjum komu um 1.400 viðskiptavinir föstu- dag og laugardag um verslunar- mannahelgi í fyrra, en í ár heimsóttu um 2.100 viðskiptavinir búðina. Aukningin er því um 55% milli ára. Á Akureyri komu um 3.600 viðskipta- vinir sömu daga fyrir ári en 4.300 í ár og er aukningin milli ára því um 20%. Meiri áfengis- sala í ár Jókst um 12,2% fyrir verslunarmannahelgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.