Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 15 RÚSSNESKI nóbelshöfundurinn og andófsmaðurinn Alexander Solzhenítsýn var jarðsettur í dómkirkju Donskoj-klaustursins í Moskvu í gær og var forseti Rússlands, Dímítrí Medvedev (t.v.), meðal viðstaddra. Solzhenítsýn, sem lést á sunnudag, var einn þekktasti gagnrýnandi sovétkerfisins. Síðustu árin var hann and- vígur Vesturlöndum og studdi oft þjóðernisstefnu nú- verandi valdhafa. Reuters Solzhenítsýn jarðsettur í Moskvu Eftir Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur sigrunhlin@mbl.is BRESKI Íhaldsflokkurinn birti í gær skýrslu þar sem fram kom að 70% ríkisspítala hefðu kallað til meindýraeyði að minnsta kosti 50 sinnum á rúmlega tveggja ára tíma- bili, frá janúar 2006 fram í mars 2008. Alls komu upp 20.000 tilfelli en 80% höfðu þurft að láta eyða maurum, 77% músum og 66% rott- um. Að auki hefur þurft að láta eyða flóm, veggjalúsum, kakkalökkum og geitungum víðsvegar um sjúkrahús- in, á sjúkrastofum, göngudeildum og jafnvel í skurðstofum. Fréttasíða BBC vitnaði í reynslusögur sem borist höfðu frá lesendum og starfs- fólki þar sem ástandinu var lýst. Meðal annars var sagt frá rottum í mötuneyti sjúkrahúss í London og flóafaraldri á barnadeild á sjúkra- húsi í Surrey-sýslu. Sex sjúkrahús sögðust hafa fengið fleiri en 800 heimsóknir frá meindýraeyðum á þessu tveggja ára tímabili. Af þeim spítölum sem svöruðu könnuninni voru sjúkrahús Nott- ingham-háskóla verst. Þar hafði meindýraeyðir verið kallaður til oft- ar en þúsund sinnum á tímabilinu. Allir þeirra 127 spítala sem svöruðu höfðu kallað á meindýraeyði ein- hvern tímann á þessu tveggja ára tímabili en alls er 171 sjúkrahús rekið af ríkinu á Bretlandi. Talsmenn Notthingham-spítal- anna sögðu að þar sem samstæðan væri sú stærsta á Englandi væri eðlilegt að þeir væru með hæsta hlutfall meindýrasmita. Þar að auki væri líklegt að skráningu væri þar öðruvísi háttað. Í flestum tilvikum voru meindýr- in á svæðum fjarri sjúklingum en þó ekki alltaf. Í einu tilviki voru vespur á fæðingardeildinni og fljúgandi maurar á stærri stofum. Á öðrum spítala voru rottur á sængurkvenn- adeildinni og vespur í skurðstofum. Á barnadeild einni voru flugur, mýs, silfurskottur, bjöllur og skor- dýr sem bíta. Yfirmönnum sjúkrahúsanna virðist standa á sama Yfirmenn slógu á áhyggjur þess efnis að meindýrin ykju sýkingar- hættu. Þó eru meðal annars rottur og flær þekktir smitberar. Bresk sjúkrahús hafa þar að auki glímt við bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Þar sem rottur nærast yfirleitt á matarafgöngum og sorpi er ljóst að hreinlæti hlýtur að vera ábótavant þar sem þær þrífast. Heilbrigðisyfirvöld tóku athuga- semdum íhaldsmanna þess efnis að meindýrin ykju sýkingarhættu með miklum efa. Talsmaður þeirra sagði að í löndum þar sem heilbrigðis- kerfið væri gott væru líkur á því að meindýr bæru með sér sýkingar á spítölum mjög litlar. Talsmaður samtaka sjúklinga sagði hins vegar að niðurstöðurnar væru viðbjóðslegar. „Ef þessir spít- alar væru veitingastaðir væri þeim lokað,“ sagði hann. Meindýrafár á breskum ríkissjúkrahúsum Reuters Meindýr Mýs eru meðal dýra sem hafast við á breskum sjúkrahúsum. GRASIÐ er grænna hinum megin við öryggisgirðinguna, sannindi sem komu berlega í ljós í stórborg- inni New York ekki alls fyrir löngu. Víkur sögunni til Verrazano- brúarinnar þar sem viðvörunar- bjöllurnar voru hljóðar þegar hópur útsjónarsamra geita gróf sig undir rammgerða girðingu sem ætlað er að halda hryðjuverkamönnum frá öðrum brúarendanum. Hinar útsjónarsömu geitur voru fluttar í varðhald eftir að upp komst um gröft- inn og þær síðan afhentar hern- um, eftir að kveð- ið var upp úr um að þar væru hvorki ólöglegir innflytjendur né útsendarar hryðjuverkamanna á ferð. Leiða má líkur að því að geit- unum 13 hafi verið farið að leiðast þófið, en þeim var ætlað að halda ill- gresi og annarri óværu í skefjum á graslendi skammt frá brúnni, sem skilgreint hefur verið sem mögulegt skotmark hryðjuverkamanna. Ströng eftirlitsgæsla er við brúna, sem stendur við hið fornfræga Wadsworth-virki, en það kom mikið við sögu í sjálfstæðisbaráttunni við Breta. baldura@mbl.is Geiturnar sjá við hryðjuverkavörnum Ein geitanna. NÝHERJI hf. sími 569 7700 www.nyherji.is Fislétt, öflug og hagkvæm Fljúgðu í gegnum námið með ThinkPad ThinkPad fartölva er frábær kostur fyrir skólafólk. Hún er nett, létt og ótrúlega öflug. Allt að 5 klukkustunda rafhlöðuending, skarpur skjár og vef- myndavél. Góð afköst á frábærum kjörum. ThinkPad fartölvur eru hugsaðar fyrir kröfuharða notendur. Yfirburðatækni, gæði, lág bilanatíðni og öryggi eru í fyrirrúmi. ThinkPad fartölvur hafa unnið til 1200 verðlauna á heimsvísu fyrir hönnun og virkni. LENGRI RAFHLÖÐUENDING VÖKVAÞOLIÐ OG UPPLÝST LYKLABORÐ FALLVÖRN GAGNABJÖRGUN MEÐ EINUM TAKKA INNBYGGÐ VEFMYNDAVÉL E N N E M M /S ÍA /N M 34 93 3 Sölustaðir ThinkPad eru: Verslanir Nýherja í Reykjavík og á Akureyri, verslanir Símans, Elko, TRS, Tölvun, Omnis, Tengill, Netheimar, Martölvan, Ráðbarður og Hrannarbúðin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.