Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er fimmtudagur 7. ágúst, 220. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Guð hefur uppvakið oss í Kristi Jesú og búið oss stað í him- inhæðum með honum. (Ef. 2, 6.) Það er til marks um stórbættaumferðarmenningu að fólk skuli koma sjálfviljugt inn á lög- reglustöðvar eftir helgarfyllerí og blása í áfengismæli hjá lögreglu, til að vita hvort það sé orðið nægilega edrú til að geta keyrt heim. Lög- reglan hér og hvar hefur boðið upp á þessa þjónustu og sjálfsagt er að nýta sér hana. Það er hins vegar ekki alveg einhlítt að maður sé albú- inn í langan akstur þótt áfengið sé horfið úr líkamanum því þreytan eft- ir miklar vökur og læti getur setið eftir og steinrotað ökumanninn á skammri stund. Dæmigert er að allir farþegarnir í bílnum séu steinsofn- aðir eftir 10 mínútna akstur og þá þarf ökumaðurinn að þrauka án stuðnings. Og það gæti komið að því að hann dytti út líka og þá er stór- hætta á ferð. Víkverji á afar erfitt með að keyra langar vegalengdir án þess að finna fyrir ökusyfju, hvernig sem á því stendur. Þó er eins og þetta hafi skánað með árunum. Sem betur fer er Víkverji mjög meðvitaður um ástandið og er fyrir löngu búinn að koma sér upp ágætis varnarkerfi sem felst einfaldlega í því að berjast aldrei við syfjuna, heldur stöðva bíl- inn á öruggum stað og leggja sig í smátíma. Fimmtán mínútur segir Umferðarstofa, en Víkverji þarf ekki nema þrjár til fjórar. Að aka með op- inn glugga hefur ekkert að segja. Langbest er að stoppa og leggja sig. Hér fyrir skömmu var Víkverji á leið frá Hellu til Reykjavíkur og þurfti að leggja sig þrisvar á leiðinni. Þetta segir allt um úthaldsleysi hans. Og eitt sinn var hann heilar átta klukku- stundir að koma sér frá Skaftafelli til Reykjavíkur. x x x Birtufarið um þessar mundir erVíkverja mjög að skapi. Nú er orðið dimmt seint á kvöldin en samt albjart snemma að morgni. Og ekki skemmir að það er sæmilega hlýtt. Semsagt nægilega dimmt fyrir kertaljós á síðkvöldum og nógu heitt til að minnka kyndikostnaðinn. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Akranes Melkorka Líf Jóns- dóttir fæddist 7. apríl sl. Hún vó 12 merkur og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Dagný Ósk Hermannsdóttir og Jón Sævar Baldursson. Hvammstangi Drengur fæddist 17. júlí sl. Hann vó 4.180 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans er Guð- mundur Helgason og Sigrún Dögg Pétursdóttir. Reykjavík Andri Hrannar fæddist 26. maí sl. Hann vó 3.600 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Elvar Daði Eiríksson og Kristín Steingrímsdóttir. Nýirborgarar Krossgáta Lárétt | 1 viðbragðs- fljótur, 8 land, 9 skoðun, 10 munir, 11 köngull, 13 bind saman,15 auð- brotin, 18 hryggð, 21 reyfi, 22 matskeið, 23 fýla, 24 þolanlegur. Lóðrétt | 2 bitur kuldi, 3 grasgeiri, 4 samþykk, 5 eyddur, 6 veik, 7 varmi, 12 sekt, 14 stök, 15 sæti, 16 kófdrukkni, 17 vissu, 18 gamla, 19 flöt, 20 heimili. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 virkt, 4 gráða, 7 keyra, 8 tregt, 9 fát, 11 róar, 13 Ægir, 14 áleit, 15 garn, 17 tákn, 20 ótt, 22 fliss, 23 ertan, 24 reiði, 25 trana. Lóðrétt: 1 vikur, 2 reyta, 3 traf, 4 gott, 5 ágeng, 6 aftur, 10 áheit, 12 Rán, 13 ætt, 15 gæfur, 16 reipi, 18 áætla, 19 nenna, 20 óski, 21 tekt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Nytsamt bruðl. Norður ♠1064 ♥K765 ♦Á54 ♣543 Vestur Austur ♠-- ♠K975 ♥G109843 ♥2 ♦G986 ♦D1072 ♣Á102 ♣9876 Suður ♠ÁDG832 ♥ÁD ♦K3 ♣KDG Suður spilar 6♠. Slemman snýst í stórum dráttum um trompkónginn, sem þarf að liggja fyrir svíningu. En fleira hangir á spýtunni. Útspilið er hjartagosi. Trompkóngurinn liggur rétt, en það skapar vandræði að austur skuli vera með öll trompin og aðeins eitt hjarta. Ekki gengur að taka fyrsta slaginn heima á ♥Á, því þá verður ekki hægt að komast nógu oft inn í borð til að ná af austri trompunum. Rétta tæknin er að fara upp með hjartakóng í upphafi og spila síðan spaðatíu í öðrum slag. Legan sannast strax og þá má nota ♦Á sem innkomu til að klára tromptökuna. Þetta er auðvelt á blaði, en erfitt í reynd. Spilarar læra það snemma á ferlinum að nýtni er dyggð og bruðl hinn versti löstur. Og hvað er það ann- að en bruðl að henda ♥D undir kóng- inn í fyrsta slag? Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 O–O 6. Be2 e5 7. O–O Rc6 8. Be3 Rg4 9. Bg5 f6 10. Bh4 g5 11. Bg3 Rh6 12. dxe5 fxe5 13. Rd5 Rf7 14. h3 Rd4 15. Hc1 Re6 16. Re1 Rh8 17. Bg4 Rg6 18. Rc2 Rgf4 19. Kh2 Kh8 20. b3 Bd7 21. Bf5 Rc5 22. Bxd7 Dxd7 23. f3 Rce6 24. b4 a5 25. a3 axb4 26. axb4 b5 27. Rce3 Rd4 28. cxb5 Hfc8 29. Bxf4 gxf4 30. Rf5 Rxf5 31. exf5 Hab8 32. Dd3 Hxb5 33. Hxc7 Hxc7 34. Rxc7 Hxb4 35. Re6 Bf6 36. Hc1 Bh4 37. Hc7 De8. Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Búdapest í Ungverjalandi. Ungverski alþjóðlegi meistarinn David Berczes (2458) hafði hvítt gegn landa sínum Ervin Toth (2418). 38. f6! e4 39. f7! og svartur gafst upp. Hvítur á leik. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Skilaboðin eru til staðar, þú þarft bara að lesa þau. Að hitta fólk af tilviljun hefur mikla þýðingu. Þú ert næmur á töfra vatnsmerkjanna: sporðdreka, fiska og krabba. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það veitir þér mikla ánægju að koma öðrum til að hlæja. Krabbar skilja húm- orinn þinn mjög vel. Í kvöld áttu í vand- ræðum með fararskjóta - fáðu far. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Sá sem þú hefur dálæti á er of upptekinn af erli dagsins til að hugsa um þig á þann hátt sem þú óskar þér. Leiddu huga hans að öðru, og óskir þínar rætast. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Meirihluta lífsins lifum við á hraða og í skyndi. Þig langar að bjóða upp á ann- an möguleika. Úthugsuð áætlun og frum- leg hugmynd ná athygli rétta fólksins. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er skrýtinn dagur ef ekkert vek- ur forvitni þína. Í dag dregst þú að spenn- andi margbreytileika sem mætir á svæðið, líklega í formi fisks. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ert með plan, áætlun, punkta um það sem þú vilt tala á fundinum. Þú getur alveg eins rifið það í tætlur. Allt mun ganga upp eins og þú vildir. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú ert að læra heilmikið á sviði vissr- ar lífskúnstnar. Hvort sem þú þarft að eiga við leigusalann eða loka fyrir vatns- inntakið, þá ertu betri í því en í síðustu viku. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Ekki reyna að kreista fram galdrana - það er ekki hægt. Þú getur búið í haginn fyrir þá eða séð þá eiga sér stað. Ekkert undravert gerist undir stjórn. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert í góðum málum. Ekki miða þig við aðra. Sá sem þú heldur að allt sé fullkomið hjá, er kannski í vondum mál- um undir niðri. Ekki setja aðra á stall. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Hugsanamynstur geta virkað eins og net. Þér finnst þú vera fastur en í raun ertu frjáls sem fuglinn. Reyndu að brjóta það upp og tileinka þér meiri létt- úð. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er ekki alltaf mikið vit í hvöt þinni að sækja í sumt fólk og forðast annað. Eðlishvötin hefur ekki brugðist þér hingað til, svo þú getur treyst henni. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú óg ástin þín eruð á leiðinni á sama áfangastað, en eruð ekki alltaf sam- ferða. Það er gott fyrir hjartað að sam- þykkja að það og halda áfram að elskast. Stjörnuspá Holiday Mathis 7. ágúst 1727 Eldgos hófst í Öræfajökli, hið síðara á sögulegum tíma. Fyrstu dagana var öskufall svo mikið „að engi sást munur dags og nætur,“ eins og getið er um í Ferðabók Olavíusar. Gosinu fylgdi vatnsflóð og fór- ust piltur og tvær stúlkur í því. 7. ágúst 1772 Útilegumennirnir Fjalla- Eyvindur (Jónsson) og Halla (Jónsdóttir) voru handtekin á Sprengisandi og færð til byggða í Mývatnssveit. Ey- vindur slapp fljótlega og frels- aði Höllu skömmu síðar. 7. ágúst 1909 Matjurta- og skrautgarðurinn á Núpi við Dýrafjörð var form- lega stofnaður og honum gefið nafnið Skrúður. Upphafsmað- urinn, séra Sigtryggur Guð- laugsson, valdi þennan dag vegna þess að þá voru rétt 150 ár frá því að Björn Hall- dórsson í Sauðlauksdal setti niður kartöflur hér á landi, fyrstur manna. 7. ágúst 1960 Vilhjálmur Einarsson stökk 16,70 metra í þrístökki og setti Íslandsmet sem enn stendur. Þetta var næst lengsta stökk í heimi á þessum tíma. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá… Tveir duglegir bræður þeir Krist- inn og Hilmar A. Kristinssynir héldu tombólu og söfnuðu 4.060 krónur sem þeir gáfu Rauða krossi Íslands. Hlutavelta THEODÓRA Þorsteinsdóttir, söngkona og skóla- stjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar, á í dag hálfr- ar aldar afmæli. Í tilefni dagsins býður hún vinum og vandamönnum til grillveislu milli klukkan 18:00 og 21:00 að heimili sínu Kveldúlfsgötu 23 í Borgarnesi. Dagurinn hefst að sögn Theodóru á heimsókn bandarísks frændfólks en svo tekur við undirbúningur afmælisveislunnar. „Maður vonast bara til að fá gott veður og fullt af fólki svo það verði líf og fjör í garðinum.“ Árið 1991 tók Theodóra við stjórnartaumum Tónlistarskóla Borgarfjarðar en hún hefur þó aldrei sagt skilið við sönginn. Hún lærði við Söngskólann í Reykjavík og síðar í Vínarborg og hefur meðal annars komið tvívegis fram í Carnegie Hall í New York með Óperukórnum í Reykjavík. Í fyrra skiptið söng hún einsöng í óratoríunni Elía en seinna skiptið söng hún með allri fjölskyldunni í Carmina Burana. Þá hélt hún einsöngs- tónleika þegar hún varð fertug fyrir tíu árum í Borgarneskirkju. Söngurinn er bæði atvinna og áhugamál afmælisbarnsins en hún hef- ur einnig ánægju af því að ferðast um landið með fjölskyldunni. „Bara mjög vel, maður er svo sem ekkert endilega fimmtugur í anda,“ segir Theodóra og hlær aðspurð hvernig tímamótin leggist í hana. Henni líði vel og hún eigi góða að í Borgarnesi, vini og fjöl- skyldu, og þar sé gott að búa. skulias@mbl.is Theodóra Þorsteinsdóttir fimmtug Líf og fjör í garðinum ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn foreldra, á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.