Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 39 vi lb or ga @ ce nt ru m .is GE kæliskáparnir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir -hágæðaheimilistæki Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is Amerískir GE kæliskápar *Tilboðið gildir meðan birgðir endast. GCE21MGTFBB – Stærð: h 176 x b 90,9 x d 60,7 sm – Svartir 372 ltr. kælir og 180 ltr. frystir Ískalt vatn og klakar ávallt í boði. Verð áður kr. 328.000 stgr. Verð frá kr.: 229.600* AFSLÁTTUR 30% - kemur þér við Bensíndropinn dýr hér þrátt fyrir lækkanir ytra Olíuhreinsistöðin færist nær umhverfismati Teddi segist eiga timbur út þessa jarðvist Makríllin vanmetin lúxusfæða Megas loksins á Iceland Airwaves Gönguskíðagarpar njóta sumarblíðunnar Hvað ætlar þú að lesa í dag? MEGAS og Senuþjófarnir, sem sendu nýverið frá sér plötuna Á morgun, hafa staðfest þátttöku á tónlistarhá- tíðinni Iceland Airwaves sem haldin verður um miðjan október. Þetta mun verða í fyrsta skipti sem Megas kem- ur fram á hátíðinni, og ætti því að vera nokkurt fagnaðarefni fyrir aðdáendur hans. Þá hefur fengist staðfest að reggí- sveitin Hjálmar ætli að vera með en hún hyggur á útgáfu á sinni fjórðu plötu á fjórum árum núna í haust. Þá eru strákarnir í Motion Boys sem hafa nýlokið upptökum á sinni fyrstu breiðskífu búnir að staðfesta þátttöku, auk hljómsveitarinnar Mun- ich frá Danmörku en hún átti einn stærsta smell ársins á X-inu í fyrra. Sigurvegarar Músíktilrauna, Agent Fresco, verða einnig með ásamt rokk- urunum í Ælu og Jeff Who? og systk- inunum í Bloodgroup. Síðast en ekki síst mun Ultra Mega Technobandið Stefán væntanlega gera allt vitlaust eins og seinustu tvö ár. 700 flytjendur víðs vegar að úr heiminum sóttu um að fá að spila á há- tíðinni í ár og hefur nokkrum þeirra verið boðið að spila. Tilkynnt verður um hvaða flytjendur er að ræða á næstu dögum. Umsóknarfrestur fyrir íslenska listamenn rennur út í næstu viku, hinn 15. ágúst. Nú þegar hafa yfir 100 flytjendur sótt um, en ekki verður tekið við umsóknum eftir að frest- urinn rennur út. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar. Morgunblaðið/Kristinn 700 umsóknir frá erlendum flytjendum bárust www.icelandairwaves.com Megas á Iceland Airwaves

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.