Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 17
|fimmtudagur|7. 8. 2008| mbl.is daglegtlíf Eftir Lilju Þorsteinsdóttur liljath@mbl.is Þórhalli Óskarssyni er ekki fisjað sam-an, enda fisflugmaður. Hann hefurhaft bakteríuna frá 17 ára aldri, en þábyrjaði hann að fljúga svifdrekum á gamla mátann. „Ég flýg núna mótorsvifdreka sem flokkast undir fis. Ég þurfti alltaf að fara upp á fjall með svifdrekann, en með þeim mótorknúna get ég tekið á loft á jörðu niðri,“ segir Þórhallur. „Það er alls ekki erfitt að fljúga þessu, eig- inlega bara eins einfalt og það getur verið. Mað- ur hefur bensíngjöf og færir svo þyngdina til. Í Fisfélagi Reykjavíkur er kennt á fisvélar og fólk þarf að standast sérstakt fispróf til að fá skír- teini.“ Ekki þarf langa flugbraut til að koma mótors- vifdreka á loft. „Þeir sem þurfa minnst komast af með um 30 metra, en flestir þurfa 50-100 metra til að taka af stað. Svo lendir maður hér og þar, til dæmis ef maður sér þokkalega tún- bleðla eða vegspotta.“ Þórhallur segir kostn- aðinn við fisflug vera afstæðan. „Það er hægt að fá notaðar græjur á tiltölulega góðu verði. Þá byrjar maður smátt og eykur smám saman við sig. Það er eins með þetta og margt annað, mað- ur getur haft þetta dýrt og ódýrt.“ Þórhallur segir mótorsvifdreka komast ansi langt. „Maður kemst alveg eins og bensínið dugar. Ef ég flýg beint, kemst ég hvert á land sem er í einum rykk. Ég hef til dæmis flogið til Ólafsfjarðar. Það tók mig um það bil 3,5 tíma með útúrdúrum.“ Þórhallur er ekki í neinum vafa um það hvað sé heillandi við fisflugið. „Það er að sjá landið frá öðru sjónarhorni. Ísland er svo fallegt úr lofti. Ég hef alltaf verið með smá flugbakteríu og finnst mjög heillandi að vera þarna uppi og horfa yfir landið.“ Vinsælt sport Að sögn Þórhalls hafa vinsældir fisflugs auk- ist undanfarin ár. „Já, þetta er alltaf að verða vinsælla og félagsskapurinn hefur þanist út. Við höfum ekki annað húsnæðisþörfinni fyrir ný flygildi en það stendur vonandi til bóta. Það er í bígerð að byggja ný skýli undir þau, og við erum búnir að fá úthlutað svæði uppi á Hólmsheiði,“ segir Þórhallur. Hann nefnir að flestir mótorsvifdrekar hér- lendis eru tveggja manna. „Það er hægt að fá einmenningsfis líka, en ef það er stærra en tveggja manna flokkast það ekki lengur sem fis. Hámarks flugþyngd er 450 kíló og ofrishraði er 65 km/klst. að hámarki.“ Fyrir forvitnis- og flughræðslusakir, spyr blaðamaður hvort þetta sé hættuleg íþrótt. „Það hafa ekki verið nein banaslys á fisum hérlendis hingað til, en auðvitað getur allt svona sport verið hættulegt ef fólk fer ekki varlega. Flyg- ildin hérna eru tiltölulega örugg. Það hafa orðið einhver óhöpp en lítið um meiðsl. Ætli þetta sé ekki álíka hættulegt og að vera á skellinöðru, hraðinn er ekki mikill. Ef það drepst á mót- ornum er hægt að lenda fisinu á mjög litlum hraða,“ segir Þórhallur og sannfærir blaða- mann því um öryggi fisflugs. Morgunblaðið/Ómar Vel útbúinn Þórhallur Óskarsson byrjaði 17 ára gamall að fljúga svifdrekum. Græja Flestir þurfa 50-100 metra flugbraut. Mælar Fólk þarf að standast sérstakt fispróf. Flýgur á fisi um loftin blá Hægt er að fljúga hvert á land sem er á mótor- svifdreka. Það er tiltölulega auðvelt að læra á hann og auðvitað heillandi að sjá fagra landið okkar úr lofti. Fólk með flugbakteríuna ætti því að kynna sér málið. Hjálminn á Fisflug er nokkuð örugg íþrótt. „Ef ég flýg beint, kemst ég hvert á land sem er. Svo lendir maður hér og þar, ef maður sér þokka- lega túnbleðla eða vegspotta.“ Í veðurblíðu sumarsinssaknaði Pétur Stef- ánsson þess að hafa hár á höfðinu: Nú er gott í heimi hér, hlýtt og sólarglenna. – Verst að skallinn á mér er alveg hreint að brenna. Arnþór Helgason hafði ekki undan neinu að kvarta: Nú er sunnlenskt sumar. Sólin vermir oss. Gleðjast fljóð og gumar, geitur, kýr og hross. Hreiðar Karlsson orti í fallegu veðri í Aðaldal: Kringum bæði hóla og hæðir hæglát flæðir. Dalalæðan léttri slæðu landið klæðir. Jón Arnljótsson var einnig á ferð um landið: Inn til dala finn ég frið fæ þó margt að heyra. Laufaþyt og lindanið leggur mér í eyra. Kristján Bersi Ólafs- son orti í tilefni af fregn- um um skemmtanasiði norðanlands þegar til stóð að tyrfa torgin á Ak- ureyri: Á Akureyri sólin sífellt skín. Svolar neyta þess og í sig skvetta. En íbúarnir tyrfa torgin sín til þess að mýkra verði á þau að detta. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af sól og skalla Þeir sem þurfa að grenna sig eftir sumarsukkiðættu að fræðast um nýja stafrófsmegrunar-kúrinn. Hann er einfaldur og virkar pottþétt. Samkvæmt hinu mjög svo óáreiðanlega vefriti happy woman magazine hafa „vísindamenn“ upp- götvað, að sé hvaða mat sem er, frá A-Z, að M und- anskildum, blandað saman við mótverkandi staf (MS), verði í heilanum efnaviðbragð er nefnist Kel- tazar. Keltazar-viðbragðið hitar fitufrumur líkamans og breytir honum þannig í hálfgerðan fitubrennsluofn. Samsetning sérhljóða og samhljóða truflar einnig fæðuinntöku og hreinsar meltingarfærin. Keltazar-viðbragðið hressir við lífefnafræði- og steinefnajafnvægi í frumum og vefjum líkamans. Auk þess samlagar það ómissandi snefilefni, ensími og steinefni í blóðrásinni, án þess að ofreyna melt- ingarfærin. Árangurinn verður: Heilbrigður og hrukkulaus líkami! Athugið að það er enginn mótverkandi stafur við M, farið því gætilega. Dæmigerður matseðill fyrir einn dag í stafrófsmegruninni: Morgunmatur: Egg með Rúsínum. Hádegismatur: Grillmatur með Tómötum. Kvöldmatur: Blómkál með Osti. Til að megrunin heppnist þarf: -Að kunna stafrófið vel. -Að ganga 7-10 kílómetra daglega. -Borða ekki stærri skammta en 120 grömm. -Drekka 12-16 vatnsglös á dag. Efasemdamönnum svarað Ritstjórar happy woman magazine settu saman spurt & svarað lista fyrir efasemdarfólk: Spurning: Eiginmaðurinn minn er vísindamaður. Af hverju hefur hann aldrei heyrt minnst á þessa bylting- arkenndu megrun? Svar: Vísindi eru einkamál. Spurning: Þið mælið með 7-10 kílómetra göngu daglega og litlum matarskömmtum. Er það ekki raunveruleg ástæða þyngdartapsins frekar en þessi stafrófsvitleysa? Svar: Nei. Spurning: Ehhh, megrun sem byggist á stafrófinu hljómar eins og eitthvert bull. Eruð þið viss um að þetta sé ekki eitthvert tískufyr- irbrigði? Svar: Stafrófið er ekki nýtt af nálinni. Það hefur verið til í þúsundir ára og við höfum ekki haft neina ástæðu til að vantreysta því enn sem komið er. Stafrófsmegrunarkúrinn Stafrófsmegrun Á mynd- inni er listi yfir stafi og mótverkandi stafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.