Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sólveig GuðrúnJónasdóttir fæddist 2. júní 1938 á Helluvaði í Mý- vatnssveit. Hún lést í Tyrklandi 21. júlí sl. Foreldrar hennar voru Jónas Sig- urgeirsson, bóndi á Helluvaði í Mývatns- sveit, f. 4.12. 1901 á Helluvaði, d.18.10. 1996, og Hólmfríður Ísfeldsdóttir hús- freyja, Helluvaði í Mývatnssveit, f. 16.7. 1907 á Kálfaströnd, d. 22.8. 1996. Systkini hennar eru Þórhildur Arnhildur, f. 1. júní 1930, Elín Inga, f. 29.10. 1934, Sigurgeir, f. 22.10. 1946, Ingólfur Ísfeld, f. 3. apríl 1948. Maki Sólveigar Guð- rúnar var Þokell Pétursson frá Ár- hvammi í Laxárdal, f. 17.5. 1936, d. 20.5. 1996. Börn þeirra eru: 1) Hólmfríður, f. 1.7. 1958, maki hennar er Guðmundur Ágúst Jóns- son, f. 29.6. 1959. Börn þeirra eru Grétar, f. 1985, Rán, f. 1988 og Hrannar, f. 1995. 2) Regína, f. 16.10. 1959, börn hennar frá fyrra sambandi eru Guð- mundur Helgi Jó- hannesson, f. 1979, og Regína Sólveig Jóhannesdóttir, f. 27.5. 1981, d. 15.okt 1982. Maki Regínu er Aðalsteinn Gísla- son, f. 23.12. 1961. Dætur þeirra eru Heiða Elín, f. 1990, og Sólveig Guðrún, f. 1993. Sonur Guðmundar Helga er Elmar Örn, f. 2001. 3) Jónas, f. 28.10. 1961, maki hans er Hólmfríður Sif Svein- björnsdóttir, f. 2. júní 1976. 4) Drengur, óskírður, f. 14. apríl 1966, d. 30. apríl 1966. 5) Stúlka, fædd andvana 28.12. 1969. Útför Sólveigar Guðrúnar Jón- asdóttur fer fram frá Húsavík- urkirkju í dag, fimmtudaginn 7. ágúst 2008, klukkan 14. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elskuleg mágkona og svilkona, við ætlum með þessum fáu fátæklegu orðum hvorki að rekja lífshlaup þitt né uppruna, aðeins að fá að kveðja þig hinstu kveðju, með þakklæti fyrir allt og allt. Ung giftist þú Þorkeli (Kela) bróð- ur okkar og stóðst við hlið hans trú og trygg alla hans ævidaga þó að á stundum hafi á móti blásið, er hann veiktist af sjúkdómi er hann barðist við í mörg ár og að lokum dró hann til dauða fyrir tólf árum. Við vitum að það var erfiður tími fyrir þig, en þú stóðst eins og kletturinn úr hafinu og hélst fjölskyldunni saman alla tíð. Þau voru ófá skiptin sem við nutum hlýju og gestrisni ykkar hjóna er við heimsóttum Norðurland, í Ár- hvammi, Laxárvirkjun og síðast á Húsavík, fyrir það viljum við þakka hér. Það verður okkur alltaf minnis- stætt er við komum svangir að sunn- an eftir ferðalag að fá að koma í eld- húskrókinn í Holtagerðinu og fá nýtt soðibrauð og sultu ásamt kaldri mjólk, en þú kunnir þá list að steikja það öðrum fremur. Við vitum að þú gekkst ekki heil til skógar nú seinni ár, þurftir að fara í margar erfiðar að- gerðir og dveljast á spítulum þess á milli, en aldrei heyrðum við eina kvörtun um heilsuleysi sem lýsir þér kannski best. Það er alltaf erfitt fyrir aðstand- endur þegar dauðinn sækir fólk heim, en eitt er víst að bróðir okkar hefur glaðst að fá að sameinast elskunni sinni á ný, enda vart hægt að ímynda sér samhentari hjón. Nýlega fórst þú í sólarferð ásamt fjölskyldu þinni og áttir þar góða daga. Jafnvel á sólar- strönd hrannast upp óveðursský sem urðu til þess að þú áttir ekki aftur- kvæmt til okkar heima á ný, heldur helst í aðra sólarferð þar sem sólin hnígur aldrei til viðar, til móts við Kela þinn sem við vitum að þú hefur saknað alla tíð frá því að hann hvarf á braut úr þessum heimi. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Samfylgd þín og samverustundir eru þakkaðar hér. Minningin fyllir hugann birtu og yl. Elsku Fríða, Regína og Jónas, tengdabörn og barnabörn, við vottum ykkur öllum okkar innilegustu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja ykk- ur og vernda í sorg ykkar og söknuði. Hafdís og Aðalsteinn, Vigdís og Hallgrímur. Mig langar að minnast móðursyst- ur minnar, Sólveigar Guðrúnar, eða Buggu eins og hún var oftast kölluð. Bugga lést hinn 21. júlí sl. á sjúkra- húsi í Tyrklandi. Í tilefni af sjötugs- afmæli hennar og fimmtugsafmæli Fríðu elstu dóttur hennar hélt fjöl- skyldan til Tyrklands. Þar nutu þau ánægjulegra samvista þar til heilsa Buggu gaf sig og hún var flutt á sjúkrahús, þaðan sem hún átti ekki afturkvæmt. Bugga hafði glímt við heilsuleysi um nokkurra ára skeið en hún tók öllum áföllum af æðruleysi og lét ekki bugast. Í þeirri baráttu naut hún dyggrar aðstoðar barna sinna og annarra fjölskyldumeðlima. Í því sambandi er sérstaklega vert að nefna dvöl dætra hennar ásamt dótt- urdætrunum Rán og Heiðu Elínu við sjúkrabeð Buggu úti í Tyrklandi. Eitt áfall á ævi Buggu var henni þó hvað erfiðast en það var að missa eigin- mann sinn langt fyrir aldur fram. Bugga bjó allan sinn aldur í Suður- Þingeyjarsýslu, fyrst í Mývatnssveit, síðan í Laxárdal og Aðaldal og loks á Húsavík, en þangað flutti fjölskyldan í byrjun áttunda áratugarins. Mér er minnisstætt vorið 1973 en þá var fermingarveisla Regínu haldin í ný- byggðu húsi stoltrar fjölskyldu í Holtagerði 3, en í því húsi bjó Bugga til dauðadags. Það var Buggu án efa kærkomið þegar Regína flutti ásamt fjölskyldu sinni til Húsavíkur í Holta- gerði 3. Á þann hátt var Buggu unnt að búa áfram í fallega húsinu sínu með þessu frábæra útsýni yfir bæinn, Skjálfandaflóa og Kinnarfjöll. Á tímamótum sem þessum þegar náinn ættingi fellur frá koma upp í hugann margar minningar. Móður- fjölskylda mín hefur ávallt verið sam- heldin og skipulagt ýmsar fjölskyldu- samkomur, en þar var Bugga ávallt hrókur alls fagnaðar. Þetta átti jafnt við um hinar árlegu vor- og jólahrein- gerningar á Helluvaði eða fjölskyldu- ferðir sem farnar voru mörg ár á meðan heilsa afa og ömmu leyfði slík ferðalög. Mér er enn í fersku minni framlag Buggu í undirbúningi sam- eiginlegra kvöldverða stórfjölskyld- unnar í eldhúsinu í Gamla-Húsi eða hennar þáttur í ríkulegu nesti fjöl- skylduferða, þar sem teknar voru upp úr töskum tertur og aðrar kræs- ingar sem hefðu sómt sér vel í hvaða stórveislu sem er. Á seinni árum hef- ur fjölskyldan komið saman á sumrin á nokkurs konar fjölskyldumótum, oftast á Kálfaströnd, ættaróðali ömmu. Þar hafa ungir sem aldnir, þar á meðal Bugga, skemmt sér saman í þessu fagra umhverfi, í túnfæti eins fallegasta bæjarstæðis á landinu. Einnig langar mig að minnast heim- sókna fjölskyldu minnar á heimili Buggu þegar ég var lítil. Móttökurn- ar voru alltaf myndarlegar og ekki var Bugga lengi að reiða fram veislu- kaffi. Þar sem ég er jafngömul Reg- ínu og bara ári yngri en Fríða vorum við alltaf sem bestu vinkonur, þannig að slíkar heimsóknir voru notaðar til ýmissa leikja, jafnt úti sem inni. Ég sá Buggu síðast í lok maí og þá mátti sjá að hún ætti við erfið veikindi að stríða, en ég átti ekki von á að þetta yrði okkar síðasta samverustund. Elsku Fríða, Regína, Jónas og fjöl- skyldur, ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Elín G. Guðmundsdóttir (Ella Gunna). Elsku Bugga okkar. Það eru svo margar ljúfar minningar sem við systkinin eigum um þig og Kela heit- inn sem tengjast Holtagerðinu á Húsavík. Við vorum alltaf velkomin þegar við komum norður. Það var svo spennandi að fá að setjast á eldhús- bekkinn og borða soðið brauðið sem þú bakaðir af þinni snilld. Ekki skemmdi berjasultan fyrir. Rósirnar þínar voru svo stórar og fallegar að við dáðumst að þeim. Elsku Bugga. Þú hafðir einstaka lund og hlýju. Brosið þitt svo fallegt og hjartað stórt. Það var svo gaman að opna jólakortin frá þér. Þau voru svo fallega skrifuð og við sáum hvað þér þótti vænt um okkur. Nú ertu komin til Kela þíns og laus við veikindi. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Minning um þig mun lifa í hjörtum okkar. Elsku Fríða, Regína, Jónas, Guð- mundur Helgi, tengda- og barna- börn, við vottum ykkur öllum dýpstu samúð á þessari erfiðu stundu. Jóna, Regína og Trausti Aðalsteinsbörn. Sólveig Guðrún Jónasdóttir ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HJARTAR HJARTARSONAR, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar Karitasar, líknardeildar í Kópavogi og deildar 13D á Landspítalanum við Hringbraut. Guð blessi ykkur öll. Jensína Guðmundsdóttir, Drífa Hjartardóttir, Skúli Lýðsson, Ingibjörg Hjartardóttir, Sigurður Ólafsson, Vilborg Arinbjarnar, Anna Ásta Khan Hjartardóttir, Hrafn Sabir Khan, Björn Grétar Hjartarson, Guðmundur Ingi Hjartarson, Sigríður Sigmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HELGA EYJÓLFSSONAR frá Árbæ, Borgarfirði eystra. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahúss Seyðisfjarðar. Ágústa Sveinsdóttir, Jóhann Frímann Helgason, Þorkell Helgason, Lukka Sigríður Gissurardóttir, Magnús Bjarni Helgason, Ósk Helgadóttir, Stefán Tryggvason, Anna Helgadóttir, Guðni Sigmundsson, afa- og langafabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL H. PÁLSSON, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut, miðvikudaginn 6. ágúst. Bryndís Guðmundsdóttir, Hildur Pálsdóttir, Hafsteinn Garðarsson, Gísli Pálsson, Katrín Pálsdóttir, Ingibjörg Pálsdóttir, Steinar Berg Ísleifsson, Birna Pálsdóttir, Helgi Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Heittelskuð eiginkona mín, dóttir, móðir, tengda- móðir, amma og systir, AÐALBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, Stapaseli 15, Reykjavík, lézt á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, sunnu- daginn 3. ágúst. Hún verður jarðsungin frá Seljakirkju, mánudaginn 11. ágúst kl. 13.00. Sigurjón Norberg Ólafsson, Steinunn Guðmundsdóttir, Steinunn Björg Sigurjónsdóttir, Guðmundur Kjærnested, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, Fanney Hermannsdóttir, barnabörn, systkini og aðrir ástvinir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir og afi, MAGNÚS GUÐMUNDSSON, Jörfabakka 16, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 2. ágúst, verður jarðsunginn frá Laugarnes- kirkju mánudaginn 11. ágúst kl. 13.00. Þuríður Pétursdóttir, Pétur Magnússon, Eva Björk Magnúsdóttir, Guðjón Þór Magnússon og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, dóttir og systir okkar, HJÖRDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR, Furulundi 6c, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar föstudaginn 25. júlí. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn 8. ágúst kl. 14.00. Héðinn Ósmann Skjaldarson, Kristján Hjörtur Oddgeirsson, Oddgeir Kristjánsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Baldvin Kristjánsson, Guðfinna Jóna Kristjánsdóttir, Gunnþór Oddgeirsson, Halldóra Kristjánsdóttir, Hannes C. Pétursson, Helga Hólmfríðardóttir, Anton Gunnarsson, Óskdís Kristjánsdóttir og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.