Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 37 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „ÞAÐ er allt á fullu,“ segir Örvar Þóreyjarson Smárason, aðspurður hvort það taki að hylla undir nýja plötu frá sveit hans múm en síð- asta plata sveitarinnar, Go Go Smear The Poison Ivy, kom út í fyrra. Væntanleg plata, sem kæmi út á næsta ári, verður fimmta breiðskífa múm en hún er með víð- förlustu íslensku hljómsveitum og á sér harðan kjarna aðdáenda í öll- um heimshornum. Einstök tónlist- in hefur bæði leitt til vinsælda og virðingar en múm er, ásamt Björk, Sigur Rós og GusGus, klárlega ein helsta útflutningsvara landsins, í hljómrænum skilningi. Samningslaus „Við höfum verið að taka upp úti um allt,“ heldur Örvar áfram. „Í sumarbústað, heima hjá okkur, í Slowblow-hljóðverinu, Sónet og í hljóðveri Sindra í Seabear. Svo er- um við að fara út til Eistlands að taka upp meira. Við spilum þar á Leigo festival á laugardagskvöldið. Hátíðin fer fram í sveitasælu og við spilum á fleka á miðju vatni á meðan áhorfendur standa á bakk- anum og fylgjast með flugeldasýn- ingu og eldkúnst. Við verðum svo í nokkra daga á sveitabýli og tökum upp hitt og þetta.“ Í Eistlandi verður m.a. tekið upp með háskólakórnum í borginni Tartu. Honum mun Högni Eg- ilsson, leiðtogi Hjaltalín, stjórna og mun hann auk þess spila eitthvað inn á plötuna. Högni hefur verið að spila nokkuð með múm að und- anförnu og fór meðal annars með sveitinni á túr til Bandaríkjanna en þess má geta að Gunnar Tynes, liðsstjóri sveitarinnar ásamt Örv- ari, stýrði upptökum á plötu Hjal- talín, Sleepdrunk Seasons, ásamt Benedikt Hermanni Hermanssyni, Benna Hemm Hemm. Drullugott! Örvar segir að platan verði ekki kláruð úti í Eistlandi, eitthvað sé nú eftir, en það styttist þó í að hún verði kláruð. „Það er hins vegar ekki búið að negla niður hver gefur út,“ segir Örvar í framhaldinu. „Við höfum sagt skilið við Fat Cat og erum því samningslaus, þannig séð. Titill plötunnar er líka enn sem komið er dulkóðaður. “ Þegar hann er spurður hvort einhver útgáfa sé að bera víurnar í hljómsveitina segir hann að ekkert sé hægt að segja um slíkt ennþá, þau mál séu á algeru frumstigi. Örvar hlær svo við þegar blaða- maður spyr hvernig platan „sándi“: „Hún sándar drulluvel! Þetta er nokkurs konar framhald af síðustu plötu, hvað hljóm og lagasmíðar varðar, enda svipaður hópur sem hefur verið að vinna að þessari. Sjálfum finnst mér platan hljóma eins og blanda af „Blue Moon“ með Elvis Presley og „Wicked Game“ með Chris Isaak en það er örugg- lega bara eitthvað rugl í mér!“Ljósmynd/Timothy Norris Fjör Örvar með múm á liðinni Coachella-hátíð. Hann segir næstu plötu sveitarinnar minna óneitanlega á verk Elvis Presley og Chris Isaak! Blanda af Elvis og Chris Isaak? Hljómsveitin múm tekur upp efni fyrir væntanlega plötu sína í Eistlandi / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI THE MUMMY 3 kl. 5:40 - 8 -10:30 B.i. 12 ára WALL• E m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ THE DARK KNIGHT kl. 8 - 10:50 B.i. 12 ára eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - T.V. - Kvikmyndir.is eee - L.I.B, Topp5.is/FBL SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI THE MUMMY 3 kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára THE DARK KNIGHT kl. 8 - 10:50 B.i. 12 ára WALL• E m/ísl. tali kl. 5:50 LEYFÐ MAMMA MIA Síðustu sýningar kl. 5:40 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI THE MUMMY 3 kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára WALL• E m/ísl. tali kl. 5:45 LEYFÐ THE LOVE GURU kl. 6 B.i. 12 ára THE DARK KNIGHT kl. 8 - 10:50 B.i. 12 ára POWER SÝNING KL. 11:1 0 Í KRINGL UNNI "VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ! THE DARK KNIGHT ER STÓRKOSTLEG. THE DARK KNIGHT ER SVO GÓÐ AÐ ERFITT ER AÐ ÍMYNDA SÉR AÐ SÚ ÞRIÐJA GETI ORÐIÐ BETRI. UNDIRRITAÐUR KIKNAÐI Í HNJÁLIÐUNUM... Á NÝJUSTU BATMAN-MYNDINNI" -T.S.K - 24 STUNDIR "ÞETTA ER BESTA BATMAN-MYNDIN, BESTA MYNDASÖGUMYNDIN OG JAFNFRAMT EIN BEST MYND ÁRSINS..." -L.I.B.TOPP5.IS "EINFALDLEGA OF SVÖL,THE DARK KNIGHT MUN SÓPA AÐ SÉR ÓSKARSVERÐLAUNUM. ÓTRÚLEGAR BARDAGASENUR OG ÓVÆNTAR FLÉTTUR Í HANDRITINU GERA MYNDINA FRÁBÆRA." -ÁSGEIR J. - DV THE DARK KNIGHT ER KOMINN Í EFSTA SÆTI Á VIRTASTA KVIKMYNDAVEF HEIMS,IMDB.COM, YFIR BESTU KVIKMYNDIR ALLRA TÍMA! HANN ER SNILLINGUR Í ÁSTUM NÝJASTA GRÍNMYND MIKE MYERS SEM FÆRÐI OKKUR AUSTIN POWERS MYNDIRNAR SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI FYRR OG SÍÐAR. 48.000 MANNS Á 15 DÖGUM. EIN BESTA MYND ÁRSINS! EKKI MISSA AF ÞESSARI!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.