Morgunblaðið - 07.08.2008, Side 23

Morgunblaðið - 07.08.2008, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 23 SÚ fjárfesting- arstefna Fjárfesting- arfélagsins Giftar að taka frekar tillit til hagsmuna annarra en hagsmuna hinna raunverulegu eigenda er orsök þess að ekk- ert er nú eftir af þeim fjármunum eigna- haldsfélags Sam- vinnutrygginga sem færðir voru yfir til Fjárfestingarfélagsins Giftar í júní 2007, en í bráðabirgða- útreikningi endur- skoðanda eign- arhaldsfélags Samvinnutrygginga kemur fram að þá hafi eigið fé trygging- anna numið 32,7 millj- örðum króna. Það má fullvíst telja að eigið fé Giftar sé nú uppurið og verður því engum fjármunum skipt á milli tryggingataka Sam- vinnutrygginga eins og margoft er búið að lofa og fyrirheit gefin um að tryggingartakar mættu vænta þess að allt að 100.000 kr. gætu komið í hlut hvers og eins. Þann 11. desember 2007 keypti Fjárfest- ingarfélagið Gift 23,1 milljón hluti í KB banka á genginu 867 eða fyrir um 20 millj- arða kr. Þetta eru hlutir sem bankinn hafði leyst til sín vegna erfiðleika Gnúps fjárfesing- arfélags. Þar sem þessir hlutir voru orðnir eigin hlutabréf KB banka voru miklir hagsmunir fyrir bank- ann að selja þau fyrir áramót því annars hefðu þau dregist frá eigin fé bankans við áramót vegna upp- gjörsreglna. Þá hefur Gift keypt 400 milljón hluti á þessu ári í Exista, sennilega á genginu 11,50 til 13. Kaupin á hlutunum í KB banka og Exista hafa varla verið hugsuð til þess að gæta hagsmuna tryggingataka Samvinnutrygginga. Eignarhaldsfélag Sam- vinnutrygginga hefur haft mjög sérstaka stjórnskipan. Stjórn- endur félagsins telja félagið sam- vinnufélag þegar það hentar til að geta stjórnað félaginu og kosið sjálfa sig í stjórn án þess að þurfa að sanna umboð sitt. En síðan er félagið gert upp sem hlutafélag og ársreikningum skilað sem slíkum. Hins vegar hefur ekki verið gengið endanlega frá ársreikningum fyrir Fjárfestingarfélagið Gift vegna síðastliðins árs og ekki liggur upp- gjör fyrir vegna fyrri helmings þessa árs. Það má teljast líklegt að marg- lofaður skiptafundur sem átti halda til að skipta verðmætum milli 50 þúsund fyrrverandi trygg- ingataka Samvinnutrygginga verði nú haldinn hjá skiptaráðanda og sá fundur verði þá ekki haldinn til þess að deila út verðmætum. Það verður því margt sem Finn- ur Ingólfsson og Valgerður Sverr- isdóttir verða að svara fyrir á næstunni. Meðal annars það hver naut góðs af því að félagið keypti skuldabréf fyrir 840 milljónir með fasteignaveði og fjármagnaði kaupin með bankaláni. Sé sú ályktun röng að eigið fé félagsins sé orðið neikvætt skora ég á þá sem telja sig hafa haft um- boð til að stjórna félaginu og ráð- stafa fjármunum tryggingatak- anna að upplýsa hver staðan sé. Ekkert eftir til skipta til trygg- ingataka Samvinnutrygginga Þorsteinn Ingason skrifar um fé Sam- vinnutrygginga » Sé sú álykt- un röng að eigið fé félags- ins sé orðið nei- kvætt skora ég á þá ... að upp- lýsa hver staðan sé. Þorsteinn Ingason Höfundur er fv. útgerðarmaður og fiskverkandi. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í BRÉFI til Morgunblaðsins spyr dugnaðarforkurinn og formaður MND-félagsins Guðjón Sigurðsson mig hvort hann ætti að hætta að taka lyfin sín. Nei, Guðjón, ekki hætta að taka lyfin þín! Grein mín í Morgunblaðinu 25. júlí um of- neyslu lyfja á Ís- landi og frjáls- legar ávísanir lyfja til fólks af hendi lækna var alls ekki til þess ætluð að koma fárveiku fólki í upp- nám eða kasta rýrð á veikindi þess. Hvergi í grein minni tala ég um að fólk þurfi engin lyf! Hafi Guðjón upplifað grein mína þannig harma ég það. Eitthvað segir mér þó að við tvö séum sammála en greinin mín fjallaði bara alls ekki um lækn- ingar með lyfjum sem vissulega eru líka stundaðar í detox-meðferðinni í Póllandi af pólskum læknum. Sum- ir þurfa auðvitað lyf og ég skrifa það í greininni, Guðjón minn. Ef einhver ber virðingu fyrir dugnaði þínum og sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma þá er það ég. Í grein minni tala ég hvergi um að allir sjúklingar þurfi ekki lyf, ég tala hvergi um það að allir sjúk- dómar séu fólki sjálfu um að kenna. MND er ekki lífsstíls- sjúkdómur! Ég harma hugarfar Guðjóns í garð þess sem ég er að gera með fólki í Póllandi því ég legg mig alla fram um að koma því til hjálpar í oft á tíðum erfiðum veikindum, eins og flogaveiki, Parkinson og jafnvel MS. Árangurinn er misjafn að vísu en fer eftir því hversu langt geng- inn sjúklingurinn er af sjúkdómn- um. Því fyrr sem fólk fer í detox- meðferð í Póllandi sem og rist- ilskolanir, sem væru betur teknar aftur upp í Hveragerði, því meiri líkur er á árangri. Það hef ég sann- færst um. Ég óska Guðjóni Sigurðssyni alls hins besta og tel mig alls ekki öfga- manneskju þó svo að ég vilji skýr- ingar á ofnotkun lyfja í íslensku samfélagi. Skrifaði reyndar að með því að spara á einu sviði væri hægt að hjálpa alvarlega veikum sjúk- lingum betur, t.d. þeim þeim sem glíma við MND. En svona er hægt að mistúlka allt ef fólk vill. Auðvitað á hann að taka lyfin sín áfram ef hann telur þau virka í baráttunni við erfiðan sjúkdóm. Ég þekki hins vegar dæmi þess að MND-sjúklingur fékk ekki nið- urgreidd náttúrulyfin sem hún vildi taka, frá Tryggingastofnun, en kemísku lyfin fékk hún niðurgreidd þó svo að hún hafi ekki viljað taka þau til þess að byrja með. Á fólk ekki að hafa val þegar það er svo veikt? Það finnst mér í það minnsta. Ég óska eftir vináttu og aðstoð Guðjóns í viðleitni minni til þess að hjálpa fólki óhefðbundið með ár- angursríkum aðferðum. Okkur liði sennilega báðum betur. JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR, framkvæmdastjóri PPI – detox.is. Svar til Guðjóns Sigurðssonar um lyfjanotkun Frá Jónínu Benediktsdóttur Jónína Benediktsdóttir EFNAHAGS- ÁSTAND á Íslandi fer því miður stöðugt versnandi. Ísland er á athugunarlistum allra banka Norður-Evrópu og hefur verið sl. mán- uði. Svonefnt skulda- tryggingarálag ís- lenskra fjármálastofnana hefur hækkað mikið und- anfarið ár og lánakjör ríkissjóðs versnað mjög. Forsætisráð- herra hefur bent á að fjármálavandinn sé ekki séríslenskur enda lausafjárkreppa á al- þjóðlegum mörkuðum. Engu að síður er ástandið einna verst hér á landi og bendir fátt til annars en að mjög muni kreppa að hjá almenningi og fyr- irtækjum á næstu mánuðum. Atvinnu- leysi er spáð enda eiga fyrirtækin í erfiðleikum með að fjármagna rekst- ur sinn. Bankastofnanir ná ekki að sinna lánaþörf viðskiptavina sinna og skiptir þar engu hvort um er að ræða einkafyrirtæki eða opinbera aðila. Sveitarfélög hafa t.a.m. þurft að sækja lánsfjármagn til Lánasjóðs sveitarfélaga eða beint til erlendra banka. Ríkisstjórn við ofangreindar að- stæður ætti að leggja sig fram um að auka tiltrú erlendra aðila á íslensku efnahagsumhverfi, m.a. með sam- hentri efnahagsstefnu og trúverðugri stjórnarstefnu. Því er þó ekki að heilsa. Þvert á móti keppast ráð- herrar og stjórnarþingmenn við að takast á um hin stærstu og smæstu mál. Látum vera þótt stjórnarflokkar og ráðherrar séu ósammála um mót- töku flóttamanna, skipulag löggæslu- mála eða skipan dómara – þótt ekkert af framangreindu sé léttvægt – en þegar ráðherrar eru ósammála í öll- um grundvallaratriðum hlýtur slíkt að hafa afleiðingar. Engin stefna um grundvallaratriðin Í landinu situr ríkisstjórn sem hef- ur ekki komið sér saman um nokkurt grundvallaratriði. Svo virðist sem stjórnarsáttmáli hafi verið gerður um almenn áhersluatriði en ekki gert upp um mismunandi áherslur flokkanna í atvinnu-, utanríkis-, umhverfis- eða efnahagsmálum. Á meðan ráðherrar annars stjórnarflokksins tala um mikilvægi þess að standa vörð um krónuna telja ráðherrar hins stjórn- arflokksins gjaldmiðilinn ónýtan og að honum verði að skipta út. Hvernig ætli greiningardeildir erlendra banka meti slíkan grundvall- arágreining? Eða um- mæli viðskipta- og bankamálaráðherra um að til greina komi að fela fagmönnum stjórn Seðlabankans? Á meðan varaformaður Sjálf- stæðisflokksins lætur þau ummæli falla í Við- skiptablaðinu að nú þurfi ríkisstjórn og að- ilar á orkumarkaði að tala skýrt um uppbygg- ingu orkufreks iðnaðar og ekki dugi að humma slíkt fram af sér, leggja ráðherrar Samfylking- arinnar hvern steininn af öðrum í götu slíkra verkefna. Hvaða mat skyldu alþjóðlegar fjár- málastofnanir leggja á raunverulegan vilja hér á landi til aukinnar verð- mætasköpunar? Alvörumál Það er líkt og ráð- herrar ríkisstjórn- arinnar geri sér ekki grein fyrir að yfirlýsingar þeirra og athafnir séu teknar til ítarlegrar skoðunar og hafi bein áhrif á mat al- þjóðlegra lánastofnana á framtíð- arhorfum hér á landi. Ábyrgðarleysi ráðherra virðist algjört. Þögn for- manns Samfylkingarinnar í þjóð- málaumræðunni er síðan kapítuli útaf fyrir sig. Hefur formaðurinn ekkert fram að færa í efnahagsmálum? Raunverulegar hættur steðja að ís- lenskum fjármálafyrirtækjum og þar með íslensku atvinnulífi og öllu vinn- andi fólki. Ríkisstjórnin verður að láta lítt merkilega pólitíska stund- arhagsmuni víkja fyrir hinu stóru við- fangsefni, sem felst í því að end- urvekja tiltrú á íslensku efnahagslífi. Það er skylda stjórnvalda að láta af innbyrðis erjum og takast af alvöru á við þann vanda sem við blasir. Ábyrgð ráðherra Eftir Pál Magnússon skrifar um ábyrgð og efnahagsmál Páll Magnússon » Þögn for- manns Sam- fylkingarinnar í þjóðmála- umræðunni er síðan kapítuli útaf fyrir sig. Hefur formað- urinn ekkert fram að færa í efnahags- málum? Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík Stofnfjáreigendafundur hjá Byr sparisjóði verður haldinn 27. ágúst á Hilton Nordica Hótel, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 17.00. Sparisjóðsstjórn Stofnfjáreigendafundur hjá Byr sparisjóði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.