Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING BRJÓST, nánar tiltekið geirvarta á málverki eftir ítalska málarann Giovanni Battista Tiepolo, er orðið að stórfelldu opinberu vandamáli á Ítalíu. Sá sem mest hefur barmað sér, er sjálfur forsætisráðherrann, Silvio Berlusconi, en hann hefur horn í síðu brjóstsins. Réttara væri þó að segja að brjóstið hafi haft horn í síðu hans því listaverkið er staðsett í opinberum vistarverum hans þar sem þingfréttir eru sagðar og sjón- varpsviðtöl við forsætisráðherrann ítalska eru tekin. Berlusconi fékk það svo loksins fram fyrir skömmu að yfir geirvört- una væri málað og hún hulin klæðum þar sem hann taldi hana geta farið fyrir brjóstið á viðkvæmum sjón- varpsáhorfendum. Þetta staðfesti talsmaður ráðherrans í viðtali við ítalska blaðið Corriere della Sera um helgina. „Brjóstið, þessi litla geirvarta, er alltaf í sjónvarpinu, á öllum blaða- mannafundum sem hér eru haldnir,“ sagði talsmaðurinn. Hann sagði enn- fremur að „brjóstaaðgerðin“ hefði verið gerð að undirlagi ímyndarsér- fræðinga forsætisráðherrans. Antonio Paolucci, forstjóri safna Vatíkansins var þó ekki skemmt, og sagði það löngu liðna tíð, jafnvel í Vatíkaninu, að list sem sýndi nakta líkama væri ritskoðuð. Brjóstamál Berlusconis Forsætisráðherrann lét mála dulu yfir óþægilega geirvörtu Ritskoðun Berlusconi og brjóstið. UM 20 þúsund listamönnum frá 80 löndum hefur verið boðið til Peking í Kína í tilefni af Ólympíuleikunum. Listamennirnir munu taka þátt í um 300 sýningum og viðburðum, að því er menningarmálaráðuneyti Kína hefur greint frá. Má af list- viðburðum nefna söngsýninguna Di- vas in Beijing, þ.e. Prímadonnur í Peking, í nýbyggðu leikhúsi borg- arinnar en þar þenja m.a. radd- böndin sópransöngkonurnar Renee Fleming, Sumi Jo og Angela Ghe- orghiu. Vefurinn Artinfo segir er- lenda listamenn verða tvöfalt fleiri en íþróttamenn á ÓL. 20.000 lista- menn á ÓL LISTASMIÐJA fyrir börn 10-14 ára verður starfrækt um helgina í Verksmiðjunni á Hjalt- eyri. Smiðjan verður opin frá kl. 10-15 báða dagana, en leiðbein- endur verða þau Gúst- av Geir Bollason, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og Þórarinn Blöndal. Ekkert þátttökugjald er í smiðjuna en skráning er hjá Aðalheiði í síma 865- 5091. En fleira er á dagskrá í Verksmiðjunni um helgina. Á laugardag verður Arna Valsdóttir með sönggjörning kl. 15, kl. 15.30 báða dagana verður leiðsögn um sýninguna Start og kl. 18 á laugardag syngur kammerkórinn Hymnodia, sem Eyþór Ingi Jónsson stjórnar. Myndlist Listasmiðja og söngur á Hjalteyri Úr verksmiðjunni. SCHUBERTTÓNLEIKAR verða í kvöld kl. 20 í Skálholti, en það er Skálholtskvartettinn sem leikur. Á efnisskránni er Kvartett í g-moll, Kvart- ettþáttur í c-moll og Kvintett fyrir tvær fiðlur, víólu og tvö selló í C-dúr. Skálholtskvartettinn skipa þau Jaap Schröder og Rut Ing- ólfsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir fiðlu- og víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Sérstakur gestur kvart- ettsins í kvöld er hinn rómaði sellóleikari Bruno Cocset. Tónleikarnir eru liður í Sumartónleikum í Skálholti. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Tónlist Schubert í Skálholti og allir velkomnir Jaap Schröder ENN býður Ljós- myndasafn Reykja- víkur til kvöldgöngu úr Kvosinni. Að þessu sinni verður gengið um Rauðarárholt og nefnist gangan „Úr sveit í borg“. Gangan hefst kl. 20 á horni Einholts og Háteigsvegar þar sem gamla Ofnasmiðjan/Rými eru til húsa. Leiðsögumaður er Sigurlaug Þ. Ragn- arsdóttir listfræðingur. Í göngunni verða sýndar gamlar myndir úr hverfinu. Rölt verð- ur um söguslóðir Sunnuhvols, Háteigs, Engla- borgar, Klambra og rifjaðir upp leikir krakk- anna í Stórholtinu. Þátttakan er ókeypis og allir velkomnir. Saga Gengið á slóðir Stórholtskrakka Skólagarðar á Klambratúni. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is HÚSARÚSTIR, fjallshlíð, kaup- félag, malargryfja, netið, eyði- býli … þetta eru sýningarstaðir myndlistar átta listamanna í Döl- unum um þessar mundir. Sýningin er hugsuð sem safn átta sýninga sem allar eiga sér stað á sama tíma, á nokkrum stöðum á svæðinu frá Búðardal til Reykhóla, nánar tiltekið á Skarðsströnd, í Saurbæ og á Króksfjarðarnesi. Sólveig Að- alsteinsdóttir er sýningarstjóri: „Þetta er fyrst og fremst löng- unin til að skipta um vinnuum- hverfi en það var líka annað til- efni,“ segir Sólveig um hugmyndina að baki sýningunni. „Þóra Sigurð- ardóttir og Sumarliði maður henn- ar eiga jörðina að Nýp og hafa haldið uppi menningarstarfi þar á sumrin sem tengist svæðinu. Það er ástæðan fyrir valinu á sveitinni, og hún er falleg eins og allar sveitir landsins.“ Viðfangsefni verkanna eru á staðnum Sólveig segir að leiðarljósið við sköpun sýningarinnar hafi verið að fá listamennina til að koma á stað- inn og dvelja í lengri eða skemmri tíma, velja sér viðfangsefni og sýn- ingarsvæði. Viðfangsefni verkanna eru því á staðnum. „Þóra sýnir í litlu samkomuhúsi og verkið fjallar um samkomuhúsið. Kristinn Guð- brandur Harðarson sýnir til dæmis í malargryfju en líka á vefnum. Málverkin sem hann sýnir eru mál- uð eftir ljósmyndum sem hann tók á staðnum í vetur og styðjast við ferðasögu sem hann birtir á vefn- um.“ Sólveig kveðst hafa valið þessa listamenn saman þar sem þeir hafi allir fjallað um staði og svæði í verkum sínum og sæki í þennan efnivið. „Sigurður Guðjónsson hef- bensínstöðvum á svæðinu, til dæm- is í Búðardal, Skriðulandi, Bjarkar- lundi og Reykhólum eru bæklingar og ratkortið með. Sýningin var opnuð um síðustu helgi; öll verkin eru á sínum stað og hægt að ganga að þeim alla daga vikunnar, nema verkin sem eru í Kaupfélaginu og þarf að kveikja á og slökkva. Þau verða sýnd aftur núna um helgina milli kl. 14 og 18, báða dagana,“ segir Sólveig. Gera sér dælt við Dalina Átta myndlistarmenn sýna í rústum, fjallshlíð, malargryfju, hlöðu, eyðibýli og kaupfélagi JÓN Verk eftir Magnús Pálsson í túnbrekkunni ofan við Nýp. Verkið gerði Magnús í minningu langafa síns, séra Jóns Bjarnasonar, sem bjó á Nýp árin 1874-1882. TENGLAR .............................................. www.kgh.is/dalirogholar ur til dæmis gjarnan tekið víd- eómyndir í yfirgefnum húsum. Hann sýnir nú í Kaupfélaginu á Króksfjarðarnesi. Hann tók vídeó innan í Kaupfélaginu, sem lagðist af fyrir ári, en vinnur með það og sýnir aftur inni – gegnum gluggann.“ Sólveig segir verk listamannanna átta ekki bara ólík heldur séu sýn- ingarstaðirnir líka jafn fjölbreyttir. „Sumir eru úti undir beru lofti, jafnvel uppi í fjallshlíð, og maður veit aldrei hvað kemur næst. Því gáfum við út ratkort af svæðinu sem er á vefnum en í verslunum og Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÉG er búin að stefna að því lengi að fara í þetta nám og á þessum stað, og styrkurinn gerir það að verkum að draumur minn getur orðið að veruleika,“ segir Eva Þyri Hilmarsdóttir, ein þriggja ungra píanóleikara sem í dag hljóta styrki úr Minningarsjóði um Birgi Einarsson, en sjóðurinn styrkir efnilega píanónema til framhaldsnáms. Eva Þyri hlýtur tvær milljónir króna en hinir styrkþegar dagsins, þeir Krist- ján Karl Bragason og Hákon Bjarnason hljóta eina og hálfa milljón hvor. Allt á þetta unga fólk langt og strangt nám að baki, Eva Þyri lauk til dæmis píanókennaraprófi og burtfararprófi í pí- anóleik hér heima áður en hún fór í fimm ára nám til Danmerkur, þar sem hún lauk diploma- prófi og einleikaraprófi. Hún tekur nú kúrsinn á Lundúnir, nánar tiltekið Konunglegu tónlistar- akademíuna. Hún segir námið dýrt og því komi styrkurinn sér gríðarlega vel. „Það er gíf- urlegur heiður fyrir mig að hljóta þennan styrk,“ segir hún. Í meðleik og kammermúsík Í Konunglegu tónlistarakademíunni ætlar Eva Þyri að stunda kammermúsík og meðleik. „Ég veit að þetta nám er mjög gott í London og ég þekki kennara þar. Námið er mikið til með- leikur með söng, það er sérhæfingin í náminu, en líka kammermúsík í öllum sínum myndum.“ Eva Þyri segir það ekki alveg liðna tíð að það þyki ekki eins fínt að fara í kammermúsík eins og að verða einleikari. „Þetta nám er hins vegar miklu fjölbreyttara og maður fær meira að gera. Ég er búin að klára einleikarapróf en ég sé það starf ekki fyrir mér sem lifibrauð. Kammermúsíkin er líka skemmtileg og margir möguleikar í boði.“ Eva Þyri hlakkar líka til að dvelja í stórborginni; þar er jú hægt að sækja tónleika eins og manni sýnist … „maður þarf nú samt líka að gefa sér tíma í að æfa sig,“ segir hún og hlær. En hvaða gjafmilda fólk stendur að Minning- arsjóðnum? Skömmu eftir að Birgir Einarsson apótekari lést 30. nóvember 1994 ákvað ekkja hans, frú Anna Einarsson, að stofna sjóð til minningar um hann. Aldrei kom annað til greina en að sjóðurinn yrði helgaður tónlist sem verið hafði snar þáttur í lífi Birgis allt frá blautu barns- beini. Tónlistin var samgróin honum alla tíð, þótt hann spilaði ekki sjálfur á hljóðfæri. Meðal fyrri styrkþega má nefna Ástríði Öldu Sigurðardóttur, Víking Heiðar Ólafsson og Guðrúnu Dalíu Salómonsdóttur. Þrír ungir og efnilegir píanóleikarar fá styrki úr Minningarsjóði um Birgi Einarsson Þetta er gífurlegur heiður Draumur að veruleika Eva Þyri Hilmarsdótt- ir segir að styrkurinn komi sér vel. Eric Hattan, Hildigunnur Birg- isdóttir, Hreinn Friðfinnsson, Kristinn G. Harðarsson, Magnús Pálsson, Sigurður Guðjónsson, Þóra Sigurðardóttir og Sólveig Aðalsteinsdóttir, sem jafnframt er sýningarstjóri. Þau sýna:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.