Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 32
Tískan er mögnuð, bjórinn enn bannaður, nektardans er í alvörunni listgrein og leigubíll kostar bara 350 … 34 » reykjavíkreykjavík Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is KLUKKAN var hálfníu á laug- ardagsmorgni þegar Snæbjörn Arn- grímsson, forleggjari hjá Bjarti og dönsku útgáfunni Hr. Ferdinand, hélt með fjölskyldu sinni til Kastrup þaðan sem leiðin lá til Ítalíu. Þau voru stödd í lest á leið til flugvall- arins þegar piltur nokkur gefur sig á tal við Snæbjörn. „Hann spyr mig á ensku hvort þetta sé Nörreport og svo heldur hann áfram að þvæla eitthvað í mér með ansi furðulegum spurningum. Og á meðan ég, Susan og krakkarnir erum öll að fylgjast með þessu sam- tali kemur maður aftan að okkur og tekur töskuna, en við uppgötvuðum ekkert fyrr en á Kastrup,“ segir Snæbjörn, en tvær fartölvur voru í töskunni. Þegar þau fóru á lögreglustöðina þóttu lögregluþjónunum aðferðirnar kunnuglegar. „Þetta er trikk sem þeir nota mikið, fá menn inn í ein- hver samtöl sem meika engan sens, maður verður upptekinn af ein- hverju rugli á meðan maður er rændur af samstarfsmanni blaðr- arans.“ Matreiðslubók endurgerð En sem betur fer glötuðust engin meistaraverk. „Það hefur verið rúm- lega 48 klukkustunda vinna að end- urgera pdf-skjal af bók sem er að fara í prentun til Ítalíu, Silfurskeið- inni, ítalskri matreiðslubók – ég átti ekki back-up af nýjustu útgáfunni. Þá týndi ég líka kápu af nýjustu Steve Larson-bókinni, en ég mundi utan að hvernig ég hafði gert hana,“ segir Snæbjörn sem átti afrit af öll- um öðrum gögnum tölvunnar. Hins vegar voru einhver handrit í tölvunni sem forleggjarinn ætlaði að lesa syðra, eitthvað sem gæti vissu- lega dúkkað upp hvar sem er núna. Það er nóg að gera hjá Snæbirni þessa dagana með Hr. Ferdinand, en þrátt fyrir að vera fluttur út þá fer samt enn þá mestur tími í bóka- útgáfuna Bjart, enda skapi fjar- lægðin ekki svo stór vandamál leng- ur, nú á netöld. Fartölvu forleggjara stolið Snæbjörn Arngrímsson lenti í hremmingum á leið til Ítalíu Morgunblaðið/Þorkell Fyrirhyggja Snæbjörn var með afrit af flestu sem var á tölvunum tveimur.  Eins og fram kemur í viðtalinu við Eyþór Inga hér til hliðar á síðunni, verður ekki lagt í aðra þáttaröð af Band- inu hans Bubba á næsta ári. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins standa hins vegar yfir þreifingar á Stöð 2 um nýja þætti sem snúast um hæfileikaleit, og freistandi er að ætla að hér sé um að ræða íslenska útgáfu af America’s Got Talent, þáttum sem hafa leitt af sér svæð- isbundnar útgáfur um heim allan og eru nú yfir tuttugu lönd búin að tryggja sér rétt á að framleiða eig- in útgáfu af sögðum þætti. Það er að sjálfsögðu hinn mikli meistari hæfileika- og raunveruleikaþátta, Simon Cowell, sem er höfundur að þáttunum. Ef miðað er við óhemju- miklar vinsældir Idol og X-Factor hér á landi, eigum við Íslendingar ekki þennan þátt hreinlega skilið? Ný hæfileikaleit í und- irbúningi á Stöð 2?  Athyglisverð umræða hefur skapast á bloggsíðu bassaleikarans Jakobs Smára Magnússonar. Málið hófst á því að Jakob kallaði hljóm- sveitina Ingó & Veðurguðina „það versta sem komið hefur fram í ís- lenskri dægurlagatónlist [...] síðan Árni Johnsen opnaði fyrst á sér munninn með gítar að vopni.“ Fjöldi fólks hefur skrifað at- hugasemdir, þar á meðal Jens Guð sem segir að hljómsveitir á borð við Í svörtum fötum og Á móti sól séu einnig „þunnur þrettándi“. Magni Ásgeirsson svarar Jens fullum hálsi og segir m.a. að Á móti sól hafi spilað fyrir 15 þúsund manns í Eyjum. Áhugasamir geta kynnt sér málið á jakobsmagg.blog.is. Þunnur þrettándi? Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „PLATAN er í bígerð,“ segir Eyþór við blaða- mann, talandi frá Sundlaug Dalvíkur, þar sem hann er við störf. Eyþór sigraði í þættinum Bandið hans Bubba með glæsibrag í vor en dvel- ur nú á heimaslóðum þar sem hann undirbýr sína fyrstu breiðskífu en hún mun einvörðungu innihalda frumsamið efni. Náttúrulegur gangur „Ég er að vinna í efni í heimahljóðveri hér fyr- ir norðan,“ segir Eyþór. „Svo þegar Fiskidagurinn mikli er að baki kem ég suður og ætla að taka eitthvað upp. Ég er að gramsa í demóum og svona.“ Eyþór segist enn ekki geta sagt til um útgáfu- dag eða útgefanda og leggur áherslu á að hann sé ekkert að flýta sér við þetta. „Ég læt tónlistina leiða mig áfram og passa mig að vera ekki að setja mig í neinar stellingar gagnvart henni. Það er ekki mitt að ákveða að þetta eigi að vera svona eða hinsegin eða þá að neyða fram einhverja áferð eða stíl. Það er mik- ilvægt að þetta hafi sinn náttúrulega gang.“ Eyþór segir minnsta mál að semja lög, þau komi óheft úr honum en erfiðara sé með textana. „Maður er svona að klastra þeim saman. Það gengur fremur erfiðlega. Hugsanlega sækir maður sér einhverja aðstoð í þeim efnum.“ Fordómar Eyþór segir að þátturinn hafi eðlilega opnað ýmsar leiðir fyrir sig og gert sig að nafni, t.a.m. sé mun meira að gera í spileríi hjá honum í dag og hann er búinn að vera iðinn við kolann í sum- ar, bæði einn og svo með blúsbandi frá Ólafs- firði. „Þar höfum við verið að taka frumsamið efni í bland við ábreiður.“ Eyþór segir að þátturinn hafi þannig breytt ýmsu í sínu lífi en um leið finni hann fyrir vissum fordómum sem sigurvegarar í viðlíka sjónvarps- þáttum hafa þurft að kljást við. „Að því leytinu til er þetta sem tvíeggjað sverð,“ segir hann. „Ég þarf að eyða þeim for- dómum og svo þarf ég líka að vinna að því að skapa mér nafn. Og það er verkefni sem ég er að fara í á næstu mánuðum.“ „Tónlistin leiðir mig áfram“  Eyþór Ingi Gunnlaugsson, sigurvegari í Bandinu hans Bubba, undirbýr sína fyrstu plötu sem út kemur á næsta ári  Segir textagerðina erfiðasta þáttinn Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Náttúrulegur Eyþór Ingi leyfir hlutunum að hafa sinn gang í undirbúningi fyrstu plötu sinnar. „Það verður ekki plata á þessu ári,“ segir Páll Eyjólfsson, Palli Papi, umboðsmaður Eyþórs. „Hún kemur út á næsta ári, það get ég hins veg- ar staðfest.“ Páll segir að vinna í málum Eyþórs standi nú yfir og hann muni ekki fara framhjá fólki í haust. „Við ætlum að gefa út smáskífur reglulega, líkt og við gerðum með „Hjartað þitt“ (lag sem kom út í vor og er eftir Bubba Morthens).“ Palli segir það ekki ákveðið hvort og hvernig Bubbi komi að væntanlegri breiðskífu en hann fylgist hins vegar náið með Eyþóri. Páll hafnar því að það verði of seint að plata komi ekki út fyrr en á næsta ári. „Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af því að hann gleymist eða detti upp fyrir,“ segir hann. „Ekki nokkrar. Við skulum ekki gleyma því að drengurinn er ekki nema átján ára gamall. Hann hefur gríðarlega hæfileika og þetta á ekki að vera neitt kapphlaup. Hann flytur í borgina í haust og við ætlum að vinna þetta hægt og bít- andi í vetur.“ Hvort að hér sé komin næsta ofurstjarna Ís- lands segist Páll ekki vera yfirlýsingaglaður maður. „En hann hefur það sem þarf til. Það er alveg klárt.“ Í öðrum fréttum, en tengdum, staðfesti Þór Freysson, framleiðandi þáttanna Bandið hans Bubba að ekki yrði framhald af þættinum. Gríðarlegt efni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.