Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 27 ✝ Magnús Karls-son fæddur í Reykjavík 14. nóv- ember 1931. Hann lézt á Landspítalanum í Fossvogi 27. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigurveig Magnúsdóttir, f. 8.11. 1888, d. 11.3. 1969, frá Gróubæ, Eyrarbakka, og Karl Þorbergur Þorvaldsson, tré- smíðameistari, f. 18.8. 1895, d. 25.7. 1982, frá Heiðakoti í Hrauns- hverfi, Eyrarbakka. Systkini Magnúsar eru Ásdís, f. 5.3. 1919, d. 11.10. 1940, Þórhildur Ragna f. 9.4. 1920, Karlotta, f. 15.8. 1921, d. 8.12. 1987, Magnea Gróa, f. 5.7. 1923, Guðlaug, f. 13.7. 1924, d. 2.4. 1975, Óskar f. 16. október 1925, d. 19.3. 1926, og Þorvaldur Óskar f. 25.1. 1930. Magnús kvæntist 8.11. 1975 Báru Vilborgu Guðmannsdóttur, f. 15.2. 1939, Hróbjartssonar, vél- stjóra, frá Austurkoti við Odd- geirshóla, Hraungerðishreppi, og k.h. Þorgerðar Sig- urgeirsdóttur frá Ísa- firði. Sonur Magnúsar og Báru er Guðmann Sigurgeir, f. 27.12. 1975, rafiðnfræð- ingur hjá Nýherja. Magnús stundaði ýmiss konar störf á unga aldri, var bif- reiðastjóri hjá Guð- mundi Jónassyni í há- lendisferðum á sumrin, en hóf nám í húsasmíði hjá föður sínum og starfaði eft- ir það við trésmíði. Síðar gekk hann til liðs við þá „Kerlingafjallabændur“ og sá um smíði skíðaskólans og dvalarhús- anna, Nýpanna. Um mörg sumur var hann ráðsmaður í Kerl- ingafjöllum. Hann hannaði og byggði rafstöð fyrir skólann í Ás- garðsá skammt frá skólanum til mikillar hagræðingar fyrir rekst- urinn. Magnús hefur átt við alvarleg veikindi að stríða mörg undanfarin ár . Útför hans verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 15. Fyrstu kynni mín af Magnúsi frænda voru veturinn 1935 þegar ég kom í heimsókn til Íslands frá Danmörku. Þá var haldið upp á þriðja afmælisdaginn minn heima hjá þeim í Bergstaðastræti 61. Þar voru stóru systurnar, Ásdís, Þór- hildur, Karlotta, Magnea Gróa (Stella) og Guðlaug, allar tilbúnar til að gera sitt ýtrasta fyrir litla frænda, sem aldrei fyrr hafði komið til Íslands. Svo voru litlu bræðurnir tveir, Valdi og Maggi, en þeir voru báðir eldri en ég. Auk pabba þeirra og mömmu voru þar líka afi og amma, sem höfðu fengið lítinn bú- stað á loftinu, og þar fékk ég að sofa hjá ömmu. Þegar við komum alkomin til Ís- lands þremur árum síðar var svo ánægjulegt að koma í heimsókn til frændfólksins, sem ég þegar hafði kynnst. Við vorum náskyld en ég varð að læra að hér á landi er sjald- an talað um „fætter“ eða „kusine“. Hér ná frændur og frænkur oft út í fleiri ættliði. Þannig eru Íslending- ar. En frændfólkið tók vel á móti Baunanum, sem þau reyndu að kenna íslensku. Ég get víst þakkað Magnúsi og systkinum hans að mér gekk ekki verr með að læra ís- lensku málfræðina í skólanum. Í Bessó (Bergstaðastrætinu) vor- um við Maggi yngstir en við vorum oft þrír saman að smíða mannvirki eða farartæki úr mekkanói eða bræða og mála tindáta, sem börð- ust eins og hermennirnir annars staðar í heiminum á þessum árum. Bræðurnir héldu áfram að smíða, en í tré, eins og pabbi þeirra. Minnstu systkinin verða stund- um að tjá sig með eigin vopnum til þess að standa sig gagnvart stórum systrum, sem reyna að hjálpa og stjórna. Maggi kunni að segja marga skrítluna, og hann notaði þokkalega smástríðni. Þegar stóra systir fór fram á að vera kölluð réttu nafni, komst Maggi ekki hjá því að stríða henni með því að þver- neita að fylgja óskum hennar. En hún var samt uppáhaldssystirin hans. Ég hrökklaðist úr landi aftur, og margt breyttist meðal frænda, og það tók tíma að kynnast á ný þegar ég loks kom heim aftur. Ég hélt að Maggi myndi vera einhleypur en svo frétti ég að hann hefði kynnst Báru og þau áttu indælan son og ég sá hann veita pabba sínum hjálp og umhyggju þegar hann átti bágt með súrefnið. Tækin frammi sýndu að ekki var allt í lagi og hjúkrunarkonurnar komu hlaupandi inn í herbergið hans. – Ég vil fá að tala, sagði Magnús frændi. Og ég vildi líka svo gjarnan tala við hann. Orðin urðu ekki mörg, en hér var þó það samband, sem táknar líf og vináttu. Ég ótt- aðist að hann yrði of lengi án súr- efnis og hugsaði að ég myndi koma bráðum aftur og þá gætum við tal- að meira. Nú hvíla orðin í minni okkar og megi þau varðveitast í hugum okk- ar. Megi Guð varðveita sérstaklega ykkur Báru og Guðmann og öll hin sem syrgja. Jóhann M. Þorvaldsson. Kæri frændi. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum fátæklegum orðum. Mamma hringdi á sunnudagsmorg- unninn 27. júlí til að láta okkur vita að þú værir búinn að kveðja þenn- an heim. Það kom okkur ekki mikið á óvart eftir löng veikindi, en það er samt alltaf erfitt að sætta sig við það. Þú varst alltaf „frændinn“ þó ég ætti þá fleiri. Þú varst yngsta barn ömmu og afa og bjóst hjá þeim á Bestó, þú varst heimagang- ur á Hjarðarhaganum á meðan þú varst laus og liðugur og var alltaf líf og fjör þegar þú komst í heim- sókn, það var gantast og hlegið og slegist í góðu. Þú stríddir mér þeg- ar ég komst á unglingsárin en varst samt sem áður einn af mínum bestu vinum. Ég var nokkuð baldin sem unglingur, en þú tókst til þinna ráða þegar ég ætlaði að gera ein- hverja vitleysu, þú lést mig t.d. fara að vinna í Kerlingarfjöllum eitt sumar sem varð alveg ógleyman- legt. Mikið af skemmtilegu fólki, líf og fjör alla daga. Þú varst alltaf til í að taka þátt í alls konar sprelli og vitleysu og reiddist ekki þó það bitnaði á þér. Þetta sumar breytti miklu fyrir mig og get ég aldrei þakkað þér nóg fyrir það. Mig minnir að það hafi verið haustið eftir þetta, þá var ég stödd í Fjöllunum og þú komst með dömu með þér, þetta var í fyrsta skipti sem ég hafði séð þig með konu, þetta var hún Bára. Mér leist strax vel á þessa konu, enda frábær í alla staði. Þið giftuð ykkur og byrjuð ykkar búskap á Bestó. Guðmann fæddist rúmu ári á eftir Snorra yngri syni mínum og hafa þeir allt- af haldið sambandi og þykir mér mjög vænt um það. Guðmann fædd- ist það seint að hann fékk ekki að kynnast ömmu og afa, enda held ég að Bára hafi alla tíð litið á mömmu sem nokkurs konar tengdamömmu enda var hún elst ykkar systkin- anna. Þegar við Halldór keyptum okk- ar fyrstu íbúð reyndust þið okkur sem bestu foreldrar, veittuð okkur góð ráð og hjálpuðuð okkur eins og þið best gátuð og fyrir það erum við mjög þakklát. Eins og gengur og gerist þá varð sambandið heldur minna á seinni árum. Þegar Ásdís frænka var í heimsókn árið 2005 komuð þið loks- ins í heimsókn á Hamarsteiginn og þó að þú værir orðinn mikill sjúk- lingur áttum við ógleymanlega kvöldstund, rétt eins og í gamla daga. Ég veit að Bára hlakkaði til að hætta að vinna og geta eytt tím- anum í yndislega sumarbústaðnum sem þið voruð búin að byggja ykk- ur, það varð nú eitthvað minna um það vegna veikinda þinna. Bára og Guðmann hafa staðið eins og klett- ar við hlið þér í veikindum þínum. Ég, Halldór, Þorsteinn, Snorri og fjölskyldur vottum Báru og Guð- manni okkar innilegustu samúð. Guðbjörg. Magnús var yngstur af sjö börn- um foreldra sinna, Sigurveigar Magnúsdóttur og Karls Þorvalds- sonar trésmiðs á Bergstaðastræti 61 í Reykjavík. Þetta var samheldin fjölskylda undir traustri forsjá föð- urins og naut einstakrar umhyggju móðurinnar. Magnús átti góða bernsku og æsku í hópi systkina sinna og jafnaldra í hverfinu. Þegar leið á unglingsárin ákvað hann að læra húsasmíði eins og faðir hans og eldri bróðir. Hann varð eins og þeir, snjall fagmaður, dugmikill og útsjónarsamur. Í tómstundum beindist hugur hans snemma að ferðalögum og útivist á fjöllum. Hann fór víða um óbyggðir og lítt kannaðar slóðir, gjarnan með görp- um á borð við Guðmund fjallabíl- stjóra Jónasson og félaga í Jökla- rannsóknarfélaginu. Þá var hann í hópi hugsjónamannanna sem byggðu upp skíðaskólann í Kerling- arfjöllum. Ég minnist Magnúsar á ungkarlsárum sínum þegar þessi glæsilegi knái piltur birtist í klæð- skerasaumuðum fötum úr dýrasta efni með hatt og staf. Magnús var jafnan glaður í bragði og með spaugsyrði á vör. Hann var hjálp- samur og vinsæll. Þegar árin liðu varð Magnús þekktur samræðusnillingur. Hvar sem hann kom á mannamót safn- aðist um hann fólk. Hann var haf- sjór af skemmtisögum og skrítlum og var ætíð glatt á hjalla í kringum hann. Það liðu mörg ár hjá Magn- úsi konulausum í frelsi óbyggð- anna, en loks kom þar að hann varð ástfanginn og það var gagnkvæmt. Þau Bára Guðmannsdóttir og Magnús náðu vel saman enda áhugamál þeirra svipuð, t.d. höfðu bæði áhuga á náttúru landsins. Í meðbyr og mótbyr hafa þau hjón síðan gengið götuna líf hans á enda. Þau hjón hófu búskap á Bergstaða- stræti 61, en keyptu síðan íbúð að Mímisvegi 8. Þeim varð eins barns auðið, efnilegs sonar sem reynst hefur foreldrunum sönn guðsgjöf. Eðli mála samkvæmt hlutu þau hjón að koma sér upp sælureit í sveit. Og völdu þá stað undir Hest- fjalli við Hvítá og nefndu sumarbú- staðinn Þey. Það var jafn indælt að heimsækja þau þangað og á Mím- isveginn, gestrisnin með eindæm- um og alltaf var maður vafinn ein- lægri góðvild og umhyggju. Slíkar minningar orna okkur á degi sem þessum. Síðari vinnuár sín í húsa- smíði gerðist Magnús m.a. sérfræð- ingur í slípun og viðhaldi á park- etgólfum. Það var áður en farið var að nota rykgrímur. Þetta mun, ásamt tóbaksreykingum, hafa vald- ið lungnaþembu sem ágerðist eftir því sem árin liðu. Magnús veiktist heiftarlega, dvaldi m.a. oftar en einu sinni á Reykjalundi. Þar kynntist hann fólki með sama sjúk- dóm og stofnaði ásamt þeim Félag lungnasjúklinga og var Magnús kosinn í fyrstu stjórn þess. Sjúk- dómurinn elnaði og Magnús varð loks bundinn súrefnisgjöf allan sól- arhringinn. Þessi barátta er búin að vera langvinn og erfið og allan tímann hefur Bára stutt hann með einstökum dugnaði og fórnfýsi. Sama er að segja um Guðmann son þeirra. Nú er þessu stríði lokið og Magnús fengið hvíldina. Við Þór- hildur vottum Báru og Guðmanni dýpstu samúð okkar. Þorsteinn Sigurðsson. Við kynntumst í vorferð Jökla- rannsóknafélagsins 1959. Mér leist ekki sem best á þennan náunga í fyrstu, hann hló hátt og var kjaftfor og skrollaði. Ég komst fljótt að því, að hann var bráðskemmtilegur gæðadrengur. Urðum við góðir kunningjar og miklir vinir þegar tímar liðu og áttum eftir að starfa mikið saman um ævina. Fyrst við Skíðaskólann í Kerlingarfjöllum, þar sem Magnús var bæði bygg- ingameistari og ráðsmaður í nokk- ur sumur, og seinna við Íþróttahús Háskóla Íslands, þar sem hann var umsjónarmaður síðustu starfsár sín. Leysti hann öll störf vel af hendi, var harðduglegur og ósér- hlífinn, laginn og útsjónarsamur. Hann var vinsæll vegna mannkosta sinna, var glaðvær og einstaklega orðheppinn, hispurslaus og heiðar- legur. Var hann alltaf tilbúinn að slá á létta strengi og naskur við að sjá spaugilegu hlið málanna, ekki síst ef það sneri að honum sjálfum. Var mikið hlegið á fundi okkar Fannborgarmanna, þegar Magnús svarar í símann og við heyrum að hann segir. „Ha, Valdimar, nei, ég er ekki Valdimar.“ Og svo eftir smá þögn. „Hvað, skrollar hann þá líka“? Mætti segja margar skemmtilegar sögur af honum með hnyttnum tilsvörum og glaðbeittri gamansemi, en það er því miður ekki pláss fyrir slíkt í stuttri minn- ingargrein. Hann var sannarlega gleðigjafi og gerði lífið léttara og skemmtilegra hvar sem hann fór. Ég er viss um, að hann kemur Sankti Pétri í gott skap, þegar hann gengur inn um „Gullna hlið- ið“. Magnús var lengi einhleypur, en það breyttist einn góðan veðurdag, þegar hann fékk senda föngulega ráðskonu í Kerlingarfjöllin, þar sem hann hafði verið skilinn eftir ásamt öðrum smið til þess að ljúka ákveðnu verkefni. Varð úr því hið besta hjónaband og hefur Bára séð um hann Magga sinn allar götur síðan. Og eins og í ævintýrinu eign- uðust þau prinsinn Guðmann, sem færði þeim mikla hamingju. Magnús barðist í mörg ár hetju- legri baráttu við erfiðan sjúkdóm sem nú hefur lagt hann að velli. Þann sjúkdómskross bar hann af undraverðu æðruleysi, kvartaði aldrei, gafst aldrei upp. Hann naut aðdáunarverðrar umhyggju Báru og Guðmanns, sem fylgdu honum við hvert fótmál og gerðu honum lífið bærilegra. Í örmum þeirra kvaddi hann þennan heim umvafinn hlýju og kærleika. Við Kristín kveðjum kæran vin með söknuði og vottum Guðmanni og Báru dýpstu samúð. Valdimar Örnólfsson. Vinur minn og nágranni, Magnús Karlsson, er látinn. Við mæðgur höfum átt Magnús sem nágranna í 18 ár og hefur aldrei borið skugga á þau kynni. Magnús var einstakur maður með afar hlýja nærveru. Maður, sem gleymist engum sem honum kynntist. Lundin var létt, hláturinn hvellur og húmorinn sér- stakur. Af svip hans stafaði hlýjum þokka, hann var ljúfur maður. Trygglyndi og umhyggja voru honum í blóð borin og fórum við mæðgur ekki varhluta af þeim góðu kostum hans. Magnús og Bára hafa reynst okkur ómetanlegir vinir. Þau voru samhent hjón sem báru virðingu hvort fyrir öðru. Við sökn- um nú góðra stunda þar sem gáskafull gleðin ríkti og Magnús naut sín. Í minningunni finnst okk- ur stríðnisglampinn aldrei vera langt undan. Það var skemmtilegt að hlusta á hnitmiðaðar og stuttar frásagnir hans um menn og málefni enda var hann góður sögumaður. Það var lærdómsríkt að vera vitni að því hvernig Magnús tók erfiðu hlutskipti sínu að búa við heilsubrest um nokkurra ára skeið. Lundin var áfram létt og frásagn- argleðin dofnaði ekki. Bára ann- aðist eiginmann sinn af einstakri natni og hjartahlýju. Ég votta Báru og Guðmanni ein- læga samúð og vona að birtan frá góðum minningum megi lýsa þeim á sorgarstund. Ragnhildur Hjaltadóttir. Magnús Karlsson ✝ Elskuleg frænka okkar, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Hringbraut 50, áður Lindargötu 57, Reykjavík, lést þriðjudaginn 29. júlí á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Blessuð sé minning hennar. Margrét Sigvaldadóttir og aðstandendur. ✝ Þökkum sýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, INGIBJARGAR HALLDÓRU JÓELSDÓTTUR. Fyrir hönd fjölskyldna okkar, Valgeir Ástráðsson, Emilía B. Möller, Sigurður Ástráðsson, Guðný Bjarnadóttir, Herdís Ástráðsdóttir, Þorvaldur Sigurðsson. ✝ KRISTRÚN MAGNÚSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, áður til heimilis í Kjarrhólma 22, Kópavogi, lést að morgni þriðjudagsins 5. ágúst. Kristrún verður jarðsungin frá Kópavogskirkju, mánudaginn 1. ágúst kl. 13.00. Magnús Jónsson, Rut Áse Tesdal, Höskuldur Pétur Jónsson, Theodóra Óladóttir, Níels Steinar Jónsson, Anna María Clausen, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.