Morgunblaðið - 07.08.2008, Side 4

Morgunblaðið - 07.08.2008, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ekki alls staðar samband ÞRÁTT fyrir fréttatilkynningu um að Síminn og Fjarskiptasjóður hafi komið á símasambandi á öllum hringveginum finnast enn kaflar án sambands. „Það eru dauðir punktar á stöku stað,“ segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi samgöngu- ráðuneytisins. Hann segir algeng- ustu skýringuna þá að vegarkafl- inn liggi þannig að hann lendi í skjóli eða lægð. „Oft er nægilegt að fara út úr bíl með símann til að ná sambandi, fara upp á næstu hæð á vegi eða víkja aðeins frá vegi til að fá samband,“ útskýrir Jóhannes, sem segir að verið sé að kanna hve margir blettirnir séu. Hver sam- bandslaus kafli sé þó ekki stór, ein- ungis 50-100 metra langur. Í útboði Fjarskiptasjóðs voru skilgreindar lágmarkskröfur um að GSM-þjónusta yrði veitt á 90- 97% hringvegarins. Vika er síðan boðað var til blaðamannafundar í Norðurárdal í tilefni þess að „GSM- væðingu hringvegarins [lauk] þeg- ar Síminn hf. [kveikti] á nýjum sendi“, eins og sagði í frétta- tilkynningu. Á fundinn mætti sam- gönguráðherra ásamt forstjóra Símans og voru þeir sammála um að farsímasamband á hringveg- inum væri mikilvægt öryggistæki fyrir vegfarendur. „Töluvert hefur skort á að samband náist á þjóð- vegum og á hellstu fjallvegum og því er það okkur mikil ánægja að ljúka þessu verki og gefa lands- mönnum færi á að ferðast hringinn í kring um landið í góðu sam- bandi,“ sagði Sævar Freyr Þráins- son, forstjóri Símans. andresth@mbl.is Oft er nóg að stíga út úr bílnum „VIÐ tæmum laugarnar einu sinni á ári og þá er hreinsað og dyttað að, botninn og brúin stillt af og farið yfir flísar og fúgur,“ segir Ásgeir Sig- urðsson, rekstrarstjóri Laugardalslaugar, um það starf sem nú er unnið í tómri innilauginni. Hann segir viðhaldið í ár með hefðbundnum hætti. Það væsti ekki um Inga Björn Kárason og Denis Grbic á botni laugarinnar þegar ljósmynd- ara bar að garði. skulias@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Vinna hörðum höndum á sundlaugarbotni Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is AÐ SÖGN Kjartans Þorkelssonar, sýslumanns á Hvolsvelli, mun fara fram lögreglurannsókn á því hvort lög hafi verið brotin við flutning á fólki með bátum milli Bakkafjöru í Landeyjum og Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær voru dæmi um að fólk greiddi allt að 7.000 krónur fyrir ferð til Eyja. Ferðin hófst við ósa Markarfljóts þar sem 6-8 fóru saman án nokkurs björg- unarvestis í lítinn gúmmíbát. Honum var síðan siglt að trillu og þurfti fólkið að stökkva milli bátanna. Fleiri á ferðinni til Eyja Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að um helgina hafi fleiri boðið upp á bátsferðir til Eyja en þeir sem hér er rætt um. Þannig hafi tveir litlir bátar strandað í Bakkafjöru og sé annar báturinn ónýtur eftir strandið. Eigandi ónýta bátsins segir öldu hafa komið á hann og hafi báturinn við það strandað. Segist eigandinn, sem er reyndur sjómaður, hafa farið þrjár ferðir með kunningja sína til Eyja og hafi sex verið um borð í hverri ferð. Hafi þeir allir verið vel búnir örygg- isbúnaði. Inntur eftir því hvers vegna hann hafi auglýst ferðirnar á netinu, þar sem hver bátsferð var sögð kosta 2.500 krónur á mann, segir hann að aðstæður hafi breyst og auglýsingin með. Aldrei hafi verið ætlunin að hagnast á bátsferðunum og það hafi hann heldur ekki gert. Haft var samband við tvo Eyja- menn sem stóðu að flutningunum sem um var fjallað í gær, en hvorugur þeirra vildi tjá sig frekar um málið við Morgunblaðið. Lögregla í siglingamál  Lögreglan á Hvolsvelli hefur rannsókn á því hvort lög hafi verið brotin með því að sigla með fólk frá Bakkafjöru í Landeyjum til Vestmannaeyja um helgina Í HNOTSKURN »Að sögn Helga Jóhann-essonar, hjá Siglingastofn- un, þurfa skip í farþegaflutn- ingum að hafa farþegaleyfi. »Eitt skip, Herjólfur, hefurleyfi til að sigla með far- þega til Vestmannaeyja. »Lögreglan á Hvolsvellirannsakar nú hvort lög hafi verið brotin í siglingunum til Vestmannaeyja um versl- unarmannahelgina.Morgunblaðið/Brynjar Gauti Siglingar Aðeins Herjólfur hefur leyfi til að sigla með farþega til Eyja. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is BRESKA lávarðadeildin hefur neitað að taka fyrir erindi Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar vegna meiðyrðamáls Jóns Ólafs- sonar, sem hann höfðaði gegn Hannesi í Bretlandi. Lagalávarð- arnir svonefndu eru efsta dómstig Bretlands. Þessi ákvörðun lávarðadeildar- innar, sem er órökstudd, þýðir það að Jón getur farið af stað með upp- haflega málsókn sína gegn Hann- esi. Hann getur nú farið með málið fyrir undirrétt og gert kröfu um skaðabætur vegna meiðyrða þrátt fyrir að yfirréttur [The Royal High Court] hafi í desember 2006 ógilt upprunalegan dóm sem Jón aflaði sér fyrir undirrétti sumarið 2005, því með sínum dómi veitti yfirrétt- urinn Jóni jafnframt undanþágu frá því að birta stefnu. Leystu Jón undan skyldu „Með því að veita undanþáguna þá leysti dómurinn Jón undan þeirri skyldu að birta stefnu. Dóm- urinn gerði þetta á grundvelli sér- reglu í breskum réttarfarslögum sem dómurinn taldi að væri til staðar. Þessi regla er í algjöru ósamræmi við íslenskar réttar- farsreglur,“ segir Heimir Örn Her- bertsson, lögmaður Hannesar. Hannes áfrýjaði þeirri niðurstöðu yfirréttarins frá 2006 að veita Jóni undanþágu og áfrýjunardómstóll [court of appeals] staðfesti ákvörð- un yfirréttar um undanþáguna. Hannes fór í kjölfarið þess á leit við lávarðadeildina að hún kannaði hvort breskar reglur heimiluðu að undanþágan væri veitt. Nú hafa lá- varðarnir hafnað því að taka erindi hans fyrir. „Málið er einfaldlega það að ef Hannes hefði beðist afsökunar bréflega á sínum tíma, eins og ég bauð honum í upphafi, þá hefði þetta aldrei þurft að fara þessa leið,“ segir Jón Ólafsson. „Ég vona að Hannes velji þá leið að semja. Annars fer málið að öllum líkindum af stað á ný,“ segir hann jafnframt. Jón segir kostnað sinn vegna málarekstursins verulegan. „Ég hef borið minn kostnað en ég hef auk þess þurft að greiða lögmanns- kostnað Hannesar fram að því er dómur yfirréttar féll í desember 2006, ef minni mitt brestur ekki.“ Lávarðar höfnuðu kröfu Hannesar Jón Ólafsson Heimir Örn Herbertsson  Jón getur haldið málarekstri áfram  „Hefði aldrei þurft að fara þessa leið“ Hannes birti á þáverandi vef- síðu sinni, www.hi.is/~hann- esgi, skrif á ensku þar sem hann vísaði til umfjöllunar dag- blaða um að Jón hefði hagnast á fíkniefnaviðskiptum. Jón gat sýnt fram á tjón á Englandi og gekk útivistardómur sumarið 2005. Sá dómur var síðan ógilt- ur af yfirrétti [The Royal High Court of Justice] í desember 2006, þar sem stefna hafði ekki verið réttilega birt. Dómurinn beitti hins vegar um leið sér- reglu sem heimilaði Jóni að halda málarekstrinum áfram. Rót og framvinda HUGARAFL, samtök fólks í bata sem átt hefur við geðræna erfiðleika að stríða, efnir til þögulla mótmæla á morgun, föstudaginn 8. ágúst, við kínverska sendiráðið á Víðimel 29, á milli klukkan 13.00 og 13.30. Kveikj- an að mótmælunum er afstaða kín- verskra yfirvalda til geðfatlaðra í tengslum við Ólympíuleikana, sem settir verða í Peking á föstudaginn. Fyrir skömmu gáfu stjórnvöld í Peking út tilmæli í 57 liðum til gesta á leikunum þar sem eru nefndir þeir hópar sem eru „óvelkomnir“ til Kína. Á þeim lista er m.a. fólk með geð- sjúkdóma. Þessu vill Hugarafl mót- mæla með þögulli samstöðu. Hugarafl mótmælir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.