Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ásókn hefuraukist ístörf á leikskólum og elli- heimilum, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær. Þá ríkir meiri bjartsýni meðal skóla- stjórnenda í grunnskólum Reykjavíkur en á sama tíma í fyrra, þegar illa leit út með mönnun skólanna. Sömu sögu er að segja af sjúkrahúsum. Undanfarin ár hefur haust- ið borið í sér kvíða, því for- eldrar hafa óttast að ekki tækist að manna leikskólana. Dæmi voru um það í vetur að leikskólabörn þyrftu að vera heima einn dag í viku, með til- heyrandi röskun og óhagræði fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Leiðbeinendum fjölg- aði í grunnskólunum, þar sem menntaðir kennarar skiluðu sér ekki til starfa og skólaliða vantaði líka. Á elli- og hjúkrunarheim- ilum hefur verið þungt hljóð í mönnum undanfarin ár, enda starfsemi þeirra ógnað vegna skorts á fólki í umönn- unarstörf. Auðvitað hlýtur að vera fagnaðarefni ef þessi staða lagast. En sá fögnuður er blendinn. Staðreyndin er sú, að fólk flýði þessi störf vegna þess hversu illa launuð þau eru. Þeir sem gæta og upp- fræða yngstu borgarana fá smánarlaun fyrir og þeir sem búa elstu borgurum þægileg heimili sitja við sama borð. Núna leitar fólk aftur í þessi störf, ekki vegna þess að kjörin hafi batnað, þótt slíkt geti að vísu átt við um kennarana, heldur vegna þess að ekki er lengur nægt framboð af betur launuðum störfum. Það er af sem áður var, að fólk geti gert miklar kröfur og valið milli fjölda starfa, eins og haft var eftir viðmælendum blaðsins í gær. Það er hin kaldranalega stað- reynd, sem erfitt er að fagna. Fólk í atvinnuleit þarf að slaka á kröfunum og þá leitar það aftur í umönnunarstörfin. Allir vonast til að íslenskt efnahagslíf komist sem fyrst upp úr öldudalnum. En reynslan hefur sýnt, að um leið og staðan batnar leitar fólk aftur úr verst launuðu störfunum. Þá blasir aftur við mannekla á leikskólum, elli- heimilum, frístundaheimilum skóla og alls staðar þar sem fólk vinnur umönnunarstörf. Eigum við að bíða þess að sú staða komi enn einu sinni upp, eins og það sé eitthvert nátt- úrulögmál? Góðærið var ekki nýtt til að bæta kjör þeirra sem verst stóðu. Auðvitað er erfitt að ráðast í úrbætur á sam- dráttartímum, en er betra að gera ekki neitt og láta næsta góðæri enn á ný koma sér á óvart? Er betra að láta næsta góðæri enn á ný koma sér á óvart?} Mikilvægu störfin Erling Ásgeirs-son, formað- ur bæjarráðs í Garðabæ, fjallar í grein í Morg- unblaðinu í gær um sérkennilegt mál, sem kom upp í vor. Þá bannaði samgönguráðuneytið, sem fer með sveitarstjórnarmál, Garðabæ að veita öllum íbú- um í bænum eldri en 70 ára fastan afslátt af fasteigna- sköttum. Rökstuðningurinn í úr- skurði ráðuneytisins var sá, að fastur afsláttur, þ.e. ekki tekjutengdur, væri ekki í samræmi við ákvæði í lögum um tekjustofna sveitarfélaga um að sveitarstjórnum sé heimilt að veita tekjulágum lífeyrisþegum afslátt af fast- eignagjöldum. Ráðuneytið kemst að þeirri niðurstöðu að fasti afslátturinn „komi öllum lífeyrisþegum til góða, án til- lits til þess hvaða tekjur þeir hafa“ – og sé þess vegna í and- stöðu við lögin. Rök bæjaryfirvalda í Garðabæ fyrir að veita öllum öldruðum húseig- endum afslátt af fasteignagjöld- unum eru augljós – að stuðla að því að fólk geti búið lengur heima hjá sér og þurfi ekki að flytja á stofnun. Tekjulágir ellilífeyrisþegar fá viðbótarafslátt. Ef túlkun samgöngu- ráðuneytisins á löggjöfinni er rétt, liggur í augum uppi að breyta þarf lögunum. Ragn- heiður Elín Árnadóttir al- þingismaður hefur sagzt munu beita sér fyrir laga- breytingu, sé hún nauðsynleg. Sveitarfélög hljóta að eiga að ráða því sjálf, hvort þau lækka skatta á einhverjum hópi skattgreiðenda ef mál- efnalegar ástæður liggja að baki, eins og hér er klárlega tilfellið. Um leið og lögum yrði breytt til að heimila slíkt með skýrum hætti, mætti skoða hvort ekki eigi að af- nema ákvæði um lágmarks- útsvar sveitarfélaga, með sömu rökum – þau eiga að ráða skattlagningunni sjálf. Sveitarfélög eiga að ráða því sjálf hvort þau lækka skatta} Bannað að lækka skatta H agstofa Íslands heldur úti mik- ilvægum upplýsingum um ald- urssamsetningu Íslendinga, í fortíð, nútíð og framtíð. Sam- kvæmt spá Hagstofunnar mun þjóðin eldast á komandi áratugum og er það í samræmi við þróun í hinum vestræna heimi. Í ljósi þessara upplýsinga er fróðlegt fyrir fá- menna þjóð eins og Ísland er, að velta sér- staklega fyrir sér hvernig eigi að ala önn fyrir þjóð sem er að eldast en ekki síst að velta hinu fyrir sér, hvernig eigi að nýta þá reynslu og kraft sem býr í eldri kynslóðinni. Skoðum tölurnar aðeins. Íslendingar voru rúm 313 þúsund í upphafi árs. Þar af eru um 187500 sem eru á bilinu 20 til 64 ára. Þar er að finna það fólk sem heldur uppi þjóð- félaginu, ef svo má segja, fólk sem er að krafti á vinnu- markaði. Þó má ekki gleyma því, að í yngri hópnum eru margir sem enn eru að bæta við sig menntun á ýmsum sviðum. Samt sem áður, er þetta verulegur hópur af fólki og ef við berum saman þetta aldursbil við þá sem eldri eru, kemur í ljós, að ríflega 36 þúsund eru 65 ára eða eldri sem samsvarar til rúmlega 11% af landsmönnum. Ef horft er til ársins 2020 er gert ráð fyrir því að lands- menn verði orðnir tæplega 353 þúsund og þar af 15% yfir 65 ára aldri. Sé árið 2050 skoðað er heildartalan tæplega 438 þúsund og þá er hlutfall eldri kynslóðanna komið yfir 20%. Að sama skapi minnkar heldur aldurshópurinn frá 20 til 64 ára. Á sama tíma blasir við, að eldri borgarar árið 2050 verða sennilega afar sprækir og vonandi margir hverjir afskaplega tilbúnir til að taka virkan þátt í þjóðfélaginu. Á þessar staðreyndir verður að líta þegar við veltum fyrir okkur hvernig við ætlum að halda sama stigi á velferðarkerfinu þá og nú. Það þarf að horfa sérstaklega á þennan ört vaxandi hóp sem eldri borgarar eru. Nú dett- ur mér ekki í hug að gera lítið úr því mikla starfi sem Landssamtök eldri borgara og að- ildarfélög þeirra inna af hendi. Þar er mikil áhersla á kjaramál og ýmis álitaefni sem því tengjast, ef marka má þær upplýsingar sem er að finna á heimasíðu þeirra. En ég vil horfa á málið í enn stærra samhengi. Fámennar þjóðir þurfa að nýta allt sitt. Við Íslend- ingar verðum að byggja á reynslu og þekkingu þeirra sem eldri eru um leið og krafti þeirra sem færri árin telja. Það þarf að leita leiða til að auka framleiðni þjóð- arinnar til að standa undir auknum kröfum í mennta- málum og velferðarmálum. Það þarf að athuga hvort ekki sé hægt að losa enn þá meira um efri aldursmörk í starfi á öllum sviðum. Það getur vel verið að 75 ára göm- ul kona vilji ekki vinna fullan vinnudag, en hún vill kannski vinna hluta úr degi. Hún er kannski afar fær sérfræðingur á sínu sviði og vill vera til ráðgjafar í ein- stökum málum. Gerum henni það kleift. Við þurfum á reynslunni að halda og sennilega munum við líka þurfa á fleiri vinnandi höndum að halda. olofnordal@althingi.is Ólöf Nordal Pistill Leysum reynsluna úr læðingi Olíuverðið breytir framleiðsluháttum FRÉTTASKÝRING Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is S tór fyrirtæki skipta jafnan niður framleiðslu sinni til margra landa eftir því hvað er hagkvæmast hverju sinni. Bílahlutir eru einatt hannaðir á einum stað, settir saman á öðrum og bílnum sjálf- um ekið á þeim þriðja. Eilífar hækk- anir á heimsmarkaðsverði á olíu hafa nú valdið því að flutningar eru skyndilega orðnir mikilvægari þáttur í flæði alþjóðaviðskipta en áður. „Alþjóðaðavæðingin hefur gert það að verkum að menn velja staðsetn- ingu eftir hagkvæmni. Þegar flutn- ingar eru ódýrir hætta þeir eiginlega að skipta máli í framleiðsluferlinu. Því getur borgað sig að senda vatn í flösku yfir hálfan heiminn til að keppa á markaði án þess að það bitni sér- staklega á verðinu. Svona er þetta með fullt af vörum. Þetta er hins veg- ar að breytast núna þegar flutnings- kostnaðurinn eykst svo mikið,“ segir Jón Ormur Halldórsson, for- stöðumaður náms í alþjóða- viðskiptum og dósent við Háskólann í Reykjavík. Framleiðsla verður staðbundin Í dag kostar um 8.000 bandaríkja- dali að flytja 12 metra gám frá Shanghai til Bandaríkjanna. Í upp- hafi áratugarins kostuðu slíkir flutn- ingar 3.000 bandaríkjadali. Að því er fram kom í grein í banda- ríska dagblaðinu The New York Tim- es á sunnudag telja margir hagfræð- ingar ekki ástæðu til að ætla að alþjóðavæðingin muni snúast upp í andhverfu sína með síhækkandi olíu- verði. Þó virðast ýmis fyrirtæki reyna að færa framleiðsluna nær neytend- unum til að geta haldið verðinu lágu. Tesla Motors, frumkvöðull í hönn- un rafknúinna ökutækja, ákvað ný- lega að smíða rafknúinn sportbíl fyrir bandaríkjamarkað. Upphaflega var ætlunin að framleiða stórar rafhlöður í Taílandi og ferja þær svo til Evrópu og setja þær þar í bílana. Þaðan myndu bílarnir koma að mestu til- búnir til aksturs á bandarískum hrað- brautum. Þegar framleiðslan hófst í vor ákvað fyrirtækið að smíða rafhlöð- urnar og setja þær í bílana nálægt höfuðstöðvum sínum í Kaliforníuríki. Þannig sparaðist gríðarlegur flutn- ingskostnaður á hvert ökutæki enda sagði einn forstjóra fyrirtækisins kostnaðinn vera „skelfilegan“. Í maí opnaði sænski húsagagna- framleiðandinn IKEA fyrstu verk- smiðju sína í Bandaríkjunum til að forðast að þurfa að ferja allar vörur þangað með tilheyrandi kostnaði. Mikilvægi ráðstafana af þessum toga gæti aukist mikið haldist olíuverðið áfram hátt. Það er í það minnsta mun óhag- kvæmara í dag að ferja venjulegt straubretti fram og til baka um ver- öldina í framleiðsluferlinu en áður. „Ég held að þróunin muni hafa talsverð áhrif á hvernig fyrirtæki skipuleggja framleiðsluna, verð til neytenda sem mun hækka og einnig viðskipti með landbúnaðarvörur. Við höfum vanist því á síðustu árum að það eru til ferskir ávextir og græn- meti algjörlega án tillits til árstíðar. Það er vegna þess að eitt svæði tekur við af öðru eftir því sem árstíðirnar færast til. Þetta held ég að verði dýr- ara en áður,“ segir Jón. Aðeins einn þáttur Þó að mikilvægi flutningskostn- aðar hafi aukist horfa fyrirtæki til margvíslegra þátta um hvar þau vilja reisa verksmiðju. Gengi gjaldmiðla skiptir t.d. máli sem og kostnaður vinnuafls. Það er hins vegar ljóst að fyrirtæki geta ekki aðeins grætt á því að vera „græn“ heldur sparað tölu- vert mikið fé um leið. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Flutningar Með hækkandi olíuverði reyna nú mörg fyrirtæki að lágmarka flutningskostnað sem hingað til hefur litlu máli skipt í framleiðsluferli. Efnahagsástand er erfitt á Íslandi og flutningafyrirtækin eiga erfitt með að greina nákvæmlega hver áhrif olíuverðs eru á reksturinn. „Það eru allir að reyna að spara olíu eins og hægt er. Við finnum auðvitað fyrir samdrætti í flutn- ingum en hver nákvæm áhrif olíu- verðsins eru er erfitt að segja til um. En það er ljóst að þau eru mikil og ég efast ekki um að mörg fyr- irtæki reyni að endurskipuleggja vinnuferlana hjá sér með það að augnamiði að spara sem mesta ol- íu,“ segir Anna Guðný Aradóttir, forstöðumaður samskiptasviðs Samskipa. Halldór Kristmannsson, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs Eim- skips, segir fyrirtækið reglulega skoða leiðir til að hagræða sigl- ingakerfi sínu. „Fyrirtækið hefur oft breytt kerfinu og hefur reynslu af slíku í upp- sem niðursveiflum. Þetta er skoðað mjög reglulega og olían ekki beinn áhættuþáttur í okkar rekstri.“ ÁHRIFIN ERU MIKIL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.