Morgunblaðið - 07.08.2008, Síða 26

Morgunblaðið - 07.08.2008, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Rannveig LiljaSveinbjörns- dóttir, Lillý, fædd- ist á Húsavík 19. maí 1938. Hún lést á Líknardeild Landspítalans Kópavogi þann 25. júlí sl. Foreldrar hennar voru Fjóla Guð- mundsdóttir hús- móðir f. 10.07. 1908, d. 6.7. 1978, og Sveinbjörn Helgason, vélstjóri, f. 26.12. 1908, d. 26.12. 1989. Rannveig var eina barn þeirra. Rannveig giftist eftirlifandi eign- inmanni sínum, Pétri Bjarnasyni, húsasmið frá Jaðri í Suðursveit, þann 19. maí 1960. Foreldrar Péturs voru Þóra Sigfúsdóttir, húsmóðir, f. 13.9. 1903, d. 4.03.1989, og Bjarni Gíslason, bóndi, f. 18.5. 1905, d. 5.8.1991. Rannveig og Pétur eignuðust 4 börn. Þau eru 1) Sveinbjörn Fjölnir, f. 1957, maki Birna Ims- 1982, sambýlismaður Eðvar Ólaf- ur Traustason, f. 1978. Barn þeirra er Egill Breki, f. 2007. b) Elva, f. 1986, sambýlismaður Þor- varður Andri Hauksson, f. 1985. Barn þeirra er Aron Emil, f. 2007. c) Bjarki, f. 1994. 4) Olga Björk, f. 1963, sambýlismaður, Sigurður B. Sigurþórsson, f. 1962. Börn þeirra eru a) Brynjar, f. 1994, b) Rannveig Lilja, f. 2003. Rannveig fluttist 9 ára gömul til Reykjavíkur. Hún gekk í Verslunarskóla Íslands og vann við verslunarstörf þar til hún eignaðist börnin. Meðan börnin voru ung var hún heimavinnandi framan af en gerðist svo dag- mamma í nokkur ár. Hún hóf síð- an störf á leikskólanum Kvista- borg og vann þar í hartnær 20 ár, fyrst við ræstingar og síðar sem starfsmaður á deildum skól- ans, eða þar til hún lét af störfum 65 ára að aldri. Útför Rannveigar fer fram frá Bústaðarkirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 11. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. land, f. 1970. Barn þeirra er Esja, f. 2006. Sveinbjörn var áður kvæntur Guð- rúnu Magnúsdóttur, f. 1961. Börn þeirra eru: a) Magnús Ingi, f. 1986, b) Birgitta Rún, f. 1992. Fyrir átti Sveinbjörn dótt- urina Bryndísi, f. 1980, sambýlismaður Brynjar Halldórsson, f. 1981, með Herdísi Hallvarðsdóttur, f. 1956. 2) Þóra Birna, f. 1958, maki Júníus Guðjónsson, f. 1960. Börn þeirra eru: a) Harpa Lilja, f. 1987, sambýlismaður Davíð Már Steinarsson, f. 1986. Barn þeirra er Lovísa Lillý, f. 2008, b) Pétur, f. 1992. Þóra Birna var áður gift Magnúsi Lúther Alexíussyni, f. 1955. Dótt- ir þeirra er Ingibjörg, f. 1980, sambýlismaður Magnus Ø. Mad- sen, f. 1978. 3) Fjóla, f. 1961, maki Pétur Sverrisson, f. 1959. Börn þeirra eru: a) Dagný, f. Elsku hjartans mamma mín, nú ert þú farin eftir hetjulega baráttu við krabbamein sem að lokum hafði bet- ur. Ég reyndi að búa mig undir kveðjustundina þegar ég vissi að tími okkar væri að styttast en það er eins og það sé ekki hægt því þegar kallið kom var svo sárt að sjá á eftir þér. Þrátt fyrir mikla sorg og söknuð þá er ég samt þakklát að stríði þínu sé lokið og eftir sitja minningarnar um allar góðu stundirnar sem við áttum saman í þessu jarðlífi. Ég vona að ég hafi gert allt sem mér var unnt til að styðja þig í þessari baráttu. Við átt- um margar notalegar stundir saman þar sem ég sat hjá þér og hélt í hönd- ina þína, oft án þess að tala nokkuð, við bara nutum þess að vera saman. Þú varst einstök manneskja sem alltaf hugsaðir fyrst um að gleðja aðra og þótti þér alltaf betra að gefa en þiggja. Þú varst líka föst fyrir og það var ekki auðvelt að snúa þér þeg- ar þú ákvaðst eitthvað. Þú varst mjög heimakær og oft þurfti mikið til að koma þér af stað en þegar á hólminn var komið varst þú hrókur alls fagn- aðar og skemmtir þér manna best. Ég hef svo margt að vera þakklát fyrir mamma mín. Ég er svo þakklát fyrir hvað þið pabbi voruð mikill hluti af lífi mínu og hvað börnin mín fengu að vera í miklum samvistum við ykk- ur. Það finnst mér dýrmætast af öllu. Við Brynjar bjuggum hjá ykkur á meðan við vorum að byggja og þú fylgdist með honum þroskast og dafna. Þessi samvera styrkti sam- band okkar og tengdi okkur sterkari böndum og þú áttir alltaf mjög mikið í Brynjari mínum, sem við kölluðum svo oft „dondarondann“ hennar ömmu. Á 65 ára afmælisdaginn þinn sýndi ég þér svo sónarmynd af 11. barnabarninu þínu. Þú grést gleði- tárum. Þessi litla stúlka fékk svo nafnið þitt, Rannveig Lilja, sem ég veit að þér þótti afskaplega vænt um. Þegar að því kom að hún þyrfti að fara til dagmömmu þá buðust þið pabbi til að passa hana þar til hún færi í leikskóla. Ég veit að Rannveig Lilja býr enn að þessum samveru- stundum með ykkur því þið gáfuð henni allan þann tíma sem þið höfðuð og hún fékk 100% þjónustu, svo mikið er víst, litla „ástar-sponsið“ hennar ömmu. Af öllum samverustundunum okk- ar í gegnum árin þá er ég þakklátust fyrir fyrstu utanlandsferðina ykkar pabba með mér, Sigga og Brynjari til Kaupmannahafnar í júli 2002. Þessi ferð varð til þess að þið pabbi fóruð síðan í 3 bændaferðir næstu 3 árin á eftir og skoðuðuð ykkur um á falleg- um og framandi stöðum. Síðasta ut- anlandsferðin þín var líka til Kaup- mannahafnar en hana fórum við systkinin með ykkur pabba haustið 2006. Þar áttum við góðan tíma sam- an í heimahúsi á Amager. Mér þykir svo leitt, mamma mín, að við gátum ekki haldið uppá 70 ára afmælið þitt eins og við vorum búin að skipuleggja en svona fór það bara. Jæja hjartagullið mitt mig langar að þakka þér fyrir alla samveruna. Ég mun halda þétt utan um pabba á þessum erfiðu tímum. Betri mann hefðir þú ekki getað fengið. Hann stóð eins og klettur við hlið þér alla tíð. Þangað til við sjáumst aftur… sofðu rótt, elsku mamma mín, og Guð veri með þér. Þín elskandi dóttir, Olga. Elsku amma Lillý, mig langar að þakka þér fyrir þessi 14 ár sem við fengum saman. Ég met það svo mikið að hafa átt ömmu eins og þig, því þú varst mér alltaf svo góð. Ég á eftir að sakna þín alveg ógurlega því við vor- um svo góðir vinir. Mér fannst svo gaman að fara með ykkur afa í allar sumarbústaðaferðirnar og líka þegar við fórum öll saman, í fyrstu utan- landsferðina ykkar, til Kaupmanna- hafnar. Það var alveg frábær ferð. Ég á eftir að sakna þess að spila aldrei aftur við þig Ólsen ólsen sem við gerðum svo oft þegar ég var í pössun hjá ykkur. Ég er svo glaður hvað þú varst hress á fermingardag- inn minn og tókst mikinn þátt í hon- um með mér. Elsku amma mín, nú veit ég að þér líður vel og þú ert laus við alla verki. Ég bið góðan Guð og alla englana hans að passa þig. Guð, allur heimur, eins í lágúog háu, er opin bók, um þig er fræðir mig, já hvert eitt blað á blómi jarðar smáu er blað, sem margt er skrifað á um þig. Þá allt til lífsins vorið fagra vekur það von til þín í brjósti glæðir mér, og þegar aftur haustá og húma tekur það hvetur mig að leita skjóls hjá þér (Valdimar Briem.) Sofðu rótt, elsku amma mín. Þinn, Brynjar. Ef ég spóla aftur í tímann til þess dags sem Lovísa Lillý var skírð hefði ekki hvarflað að mér að aðeins ætti ég einungis tæpa 4 mánuði eftir með þér, elsku amma mín. Þann dag varstu svo glöð en samt svo vanmátt- ug, þér fannst það svo skrýtið að ver- ið væri að skíra í höfuðið á þér, þér þótti þú ekki eiga það skilið. Frá því að ég komst að því að ég gengi með stelpu þá kom aldrei neitt annað til greina en að það væri lítil Lillý á leið- inni. Lovísa mín ber Lillýjar nafnið með rentu og hefur hún það að hún getur verið alveg ótrúlega ákveðin, rétt eins og þú varst. Ef það var ein- hver hlutur sem þú beist í þig þá var þér ekki haggað. Þó svo ákveðni sé mjög lýsandi fyr- ir þig, elsku amma mín, að þá er hjartahlýa henni yfirsterkari. Þú varst hrókur alls fagnaðar hvert sem þú fórst. Það fyrsta sem kemur í huga mér er útskriftarkvöldið mitt í fyrravor. Mikið þakka ég fyrir þá kvöldstund. Þú skemmtir þér kon- unglega og hafðir á því orði að svona vel hafðir þú ekki skemmt þér til fjölda ára. Þú þurftir svo sannarlega á því að halda eftir erfiðan vetur. Ég tárast við tilhugsunina að fleiri verði jólin ekki með þér. Ég kvíði hreinlega jólanna þar sem ég kann ekki annað en að halda jólin með þér. Hvernig verða þau hátíðleg án þín, elsku amma mín? Þegar þið afi renn- ið í hlaðið hérna á aðfangadag þá byrja jólin. Síðasti aðfangadagur var erfiður. Þú varst svo hrædd og grétum við saman yfir öllu saman. Það er svo sárt að rifja það upp. Þú áttir svo bágt með að sætta þig við það að komið var að þeim tímapunkti að börnin þín tæku við jólaboðinu. Þú hafðir ekki máttinn í að standa í þessu og vildir seint viðurkenna það. Ég hef lifað í mikilli afneitun gagn- vart veikindum þínum og aldrei leiddi ég hugann að því að þú værir að fara að kveðja. Það var ekki fyrr en nokkrum dögum áður en þú dróst síðast andann sem ég áttaði mig virkilega á því. Ég lifði alltaf í þeirri trú að þú færir aftur heim með afa í Keldulandið. Í hjarta mínu lifir minning um fal- lega konu sem ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst. Ég tel það forréttindi að eiga þig sem ömmu því ömmur eins og þú vaxa ekki á trjánum. Mér finnst með hæfi að kveðja þig með vögguvísunni sem þú söngst allt- af fyrir mig í svefninn í Keldulandinu því ófáar eru næturnar sem maður gisti hjá ykkur afa, enda unni ég mér hvergi annars staðar að heiman nema hjá ykkur. Það áttum við sameigin- legt að vera báðar mjög heimakærar. Með miklum söknuði kveð ég þig elsku amma Lillý mín, vita máttu að ég elska þig af öllu mínu hjarta. Sofðu unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt, sem myrkrið veit, – minn er hugur þungur. Oft ég svarta sandinn leit svíða grænan engireit. Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, Meðan hallar degi skjótt, Að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Sigurjónsson.) Þín, Harpa Lilja. Hvernig á maður eiginlega að skrifa minningargrein sem maður vonaðist alltaf til að þurfa aldrei að skrifa … það er erfitt, mjög erfitt! Það er líka erfitt að hugsa til þess að næstu jól verður engin amma Lillý við endann á borðinu í Reykjabyggð- inni … engin amma Lillý að taka myndir á filmumyndavél … eða að segja afa að vera ekki með puttann fyrir flassinu … engin amma Lillý að geta hvað er í pökkunum áður en þeir eru opnaðir … engin amma Lillý að lesa upp happaþrennuleikinn ann- an í jólum … og það sem verst er eng- in amma Lillý til að faðma og tala við um hitt og þetta. Elsku amman mín, ég sakna þín! Elsku amman mín, ég er svo þakk- lát fyrir að hafa flogið yfir hafið og fengið yndislegar stundir með þér rétt áður en þú kvaddir … ómetan- legt. Jafnómetanlegt og allar þær óteljandi minningar sem ég á um þig … ég geymi þær eins og gull við hliðina á gullskónum mínum … þess- um rauðu manstu? En elsku amman mín … það hjálpar mér í gegnum sorgina að hugsa til þín dansandi á bómullarhnoðrunum þarna uppi og að ég viti að við munum hittast aft- ur … hvenær sem það nú verður. Þangað til segi ég, takk elsku amman mín fyrir allt. Þín, Ingibjörg (Ingí pingí.) Það var fyrir u.þ.b. 35 árum að for- eldrar mínir Dagbjört og Hrafnkell stóðu frammi fyrir ákveðnum vanda sem fólst í því hvað gera ætti við mig, frumburðinn, þegar móðir mín færi að vinna að loknu fæðingarorlofi. Mörg voru víst heilabrotin, en svo taldi móðir mín í sig kjark. Við bjugg- um í kjallaranum í Keldulandi 13 og á efstu hæðinni bjuggu hjón ásamt stálpuðum börnum sínum, húsfreyj- an var heimavinnandi – og mjög elskuleg. Það varð úr að ég fór í pöss- un til Lillý, fyrst til reynslu en svo æxluðust hlutirnir þannig að ég fór ekki á leikskóla næstu árin. Ég var bara hjá Lillý á meðan móðir mín var í vinnunni og oftar en ekki vorum við tvö að dúlla okkur yfir daginn. Súkkulaðibúðingur var gjarnan útbú- inn að ósk undirritaðs, bílarnir taldir og tegundir greindar úr eldhúsglugg- anum, dagblöðunum flett fram og til baka, fílósóferað var á „Rauð“- koppnum notadrjúga og margt, margt fleira. Auðvitað man ég slitrótt af því sem okkur fór á milli, en hlýjuna skynjaði ég og ummælin hafa alltaf verið á einu vegu. Lillý væri góð kona sem sinnti sínum og því sem hún tók sér fyrir hendur af alúð. Eftir að ég fór í grunnskóla og við fluttum úr Keldulandinu minnkuðu tengslin við Lillý og fjölskyldu, þó ekki hafi þau rofnað. Ég bjó í Kaupmannahöfn fyrir fáeinum árum og í Tívolíinu átti ég ánægjulega kvöldstund með Lillý, Pétri og Olgu í fyrstu utanlandsferð þeirra hjóna. Á seinni árum hef ég stundum velt fyrir mér hlutfalli milli meðfæddra gena og uppeldis í persónugerð hvers og eins. Hvað svo sem slíkum pæl- ingum áhrærir tel ég að Lillý eigi drjúgan hlut í mér og fyrir það vil ég þakka. Að endingu sendi ég, foreldrar mínir og bræður Pétri og fjölskyld- unni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Aðalsteinn Hrafnkelsson. Elsku amma Lillý. Við viljum kveðja elsku ömmu okk- ar og minnast hennar með nokkrum vel völdum orðum. Það sem einkenndi ömmu Lillý var hversu ljúf og hjartahlý hún var, hún tók alltaf svo vel á móti okkur og okk- ur leið alltaf vel í návist hennar. Amma skapaði yndislega hefð sem haldin var árlega annan í jólum, þá bauð hún börnum, barnabörnum, langömmubörnum og fylgifólki í helj- arinnar matarboð þar sem ávallt var kalkúnn og aðrar kræsingar á borð- um. Þessa hefð þótti okkur mjög vænt um og beðið var eftir þessu allt árið, amma keypti alltaf happaþrennur fyrir alla sem hengdar voru á jóla- dagatal og svo kallaði amma upp af- mælisdagana og við náðum okkur í happaþrennu og biðum spennt eftir að sjá hvort vinningur væri á þrenn- unni. Einnig var fjölskyldumynda- taka og það var ávallt mikið fjör á meðan á henni stóð, þessari hefð munum við halda gangandi um kom- andi ár og minnast hennar elsku ömmu okkar. Amma og afi fóru árlega í sum- arbústaði víða um land, þó einkum í Munaðarnes og var það fastur liður hjá þeim. Það var nú ekki sjaldan sem við fórum með, og það gleymist nú seint allt fjörið sem fylgdi þeim ferðum og hlæjum við oft að. Þegar einhver nýr kom í fjölskyld- una var amma fljót að spyrja um af- mælisdag viðkomandi og fór svo beint í afmælisdagbókina og fann út hvað stjörnurnar sögðu um afmælis- daginn. Einnig var hún ótrúlega minnug á alla vini okkar þó að hún hefði aldrei hitt þá. Er sumarið kom yfir sæinn Og sólskinið ljómaði um bæinn og vafði sér heiminn að hjarta, ég hitti þig, ástin mín bjarta. Og saman við leiddumst og sungum með sumar í hjörtunum ungu, hið ljúfasta úr lögunum mínum, ég las það úr augunum þínum. Þótt húmi um heiðar og voga, mun himinsins stjörnudýrð loga um ást okkar, yndi og fögnuð, þótt andvarans söngrödd sé þögnuð. (Sigfús Halldórsson.) Elsku langamma okkar, við viljum þakka þér fyrir allar þær góðu stund- ir sem við áttum með þér. Það var mjög gaman að fá að kynnast þér og þótt stundirnar væru ekki margar voru þær yndislegar og ljúfar. Langamma hafði mikinn áhuga á okkur frændum og vorum við algjörir gullmolar í hennar augum. Við sendum þér stóran fingurkoss upp til himna. Elsku amma við minnumst þín með þakklæti og gleði og erum viss um að þú eigir eftir að „stríða“ okkur í árlega jólaboðinu eins og langi var vanur að gera. Elsku afi okkar, við vitum að amma á eftir að passa þig og vaka yf- ir okkur öllum. Dagný, Eddi og Egill Breki, Elva, Andri og Aron Emil og Bjarki. Rannveig Lilja Sveinbjörnsdóttir Elsku amma Lillý, núna ert þú dáin og komin til Guðs. Hann ætlar að passa þig fyr- ir okkur. Ég skil þetta ekki alveg og er að velta því fyrir mér hver á núna að vera amman hans afa? Ég ætla að passa hann afa fyrir þig og bjóða honum oft á bleika stólinn svo hann verði ekki leiður. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Guð geymi þig, elsku amma mín. Þín, Rannveig Lilja. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.