Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Iss, þú hefur aldeilis verið heppinn, Haarde minn, þetta er bara alveg meinlaus ÁL-kuti í bakinu á þér, ekki miðborgar-hnífstunga. VEÐUR Hvernig eigum við að koma ánýrri skipan í Rússlandi“ var yfirskrift ritgerðar nóbels- verðlaunahafans Alexanders Solzhenítsyns, sem birtist í stór- blaði í Moskvu árið 1989. Um það leyti var verið að leggja drög að nýrri stjórnarskrá fyrir Sovétríkin og vildi Solzhenítsyn reifa sínar hugmyndir, sem snerust meðal ann- ars um staðbundið lýðræði.     Í ritgerðinni erSolzhenítsyn gagnrýninn á Vesturlönd og ber þar einna hæst skilning hans á frelsi. Hann segir að frelsið eigi ekki að vera hömlu- laust og leggur mesta áherslu á ábyrgðina sem fylgir því. Fyrir vik- ið var deilt á hann af öðrum útlög- um, sem uppnefndu hann sumir „Ayatollah Solzhenítsyn“.     Í útvarpsviðtali við Árna Berg-mann í fyrradag kom fram að Solzhenítsyn leggur til í ritgerðinni að Sovétmenn fari íslensku leiðina. Honum fannst offramboð á fjöl- miðlum á Vesturlöndum, sem væru ábyrgðarlausir með stöðug upp- hlaup og mannskemmandi slúður um fólk og málefni. „Hann sagði að vissulega væri hægt að beita sjálfs- aga og takmarka sig í þessum efn- um. Og bætti við: Sjáið bara Íslend- inga! Þeir hafa ekki nema eina sjónvarpsstöð, sem sendir ekkert út einn dag í viku og er gefið frí heilan mánuð á ári!“     Að vísu voru þetta úreltar upplýs-ingar árið 1989. Og óneitanlega skondið að taka neyslusamfélagið á Íslandi sem dæmi um sjálfsaga og hófstillingu.     En Íslendingar eru frjálsir. Ogþað er munaður sem Solzhenít- syn leyfðist ekki lengst af ævi sinn- ar. Smám saman lærist hverri kyn- slóð að frelsinu fylgir ábyrgð. STAKSTEINAR Alexander Solzhenítsyn Solzhenítsyn, Ísland og frelsið SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                  *(!  + ,- .  & / 0    + -                      12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                           :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?                                                     *$BC                      !"    #      $  % &   '       (    )     "  '       *! $$ B *! ! "  # $ " $ %  &$ '& <2 <! <2 <! <2 !%$#  ( ) *+,&-  DB E                  B   " 2  *&          $ &      + $  /       (      $  $     & %      (    $  <7  (        !"  &    #      #       (    ),  !"     '       ./  &00  &$ 1 & ,&( ) Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR Borgarfjörður | Níutíu ár eru liðin frá því að fyrsta dráttarvélin kom til Íslands. Haldið er upp á tíma- mótin á Dráttarvéladegi á Hvann- eyri næstkomandi laugardag. Dagskrá Dráttarvéladags á Hvanneyri stendur frá 11 til 15.30. Þar verður hægt að sjá nokkrar elstu og yngstu dráttarvélar landsins og brugðið á leik með þeim. Afhjúpuð verður elsta dísildrátt- arvél landsins sem nú hefur verið gerð upp. Landbúnaðarsafn Ís- lands býður þeim sem eiga gamlar dráttarvélar að sýna þær. Klukkan 16 hefst samkoma við Hvítárbrú í tilefni af því að 1. nóv- ember næstkomandi verða liðin 80 ár frá því að brúin var vígð. Brúin var mikið mannvirki á sinni tíð og gerbreytti samgöngum og mannlífi í Borgarfjarðarhéraði. Saga brúarinnar verður rifjuð upp og sagt frá mannlífi við brúna. Afhjúpað verður upplýs- ingaskilti. Borgfirskir fornbílar verða á ferð um brúna og tjöld brúarsmið- anna og ýmsir aðrir munir og myndir verða til sýnis í Ferjukoti. Dráttar- vélar í níutíu ár Áttatíu ár frá vígslu Hvítárbrúar Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is VITA, ný íslensk ferðaskrifstofa, hefur störf í dag. Dótturfélag Icelandair Group, Iceland Travel, rekur stofuna en hún mun bjóða skíðaferðir, sól- arferðir og borgarferðir. Meðal áfangastaða VITA verða Balí, Ítalía og Kanaríeyjar. Framkvæmdastjóri VITA og Iceland Travel, Helgi Eysteinsson, segir stofuna ætla að veita við- skiptavinum sínum sem allra mesta og besta þjón- ustu. „Við reynum að tileinka okkur það að bjóða upp á mestu gæðin sem þekkj- ast í þessu,“ segir Eysteinn. Áhersla ferðaskrifstofunnar verður að hans sögn á beint flug, tryggan flugkost og fjöl- breytt úrval gististaða. „Bara byrjunin“ Helgi er sannfærður um að þótt nú kreppi að í þjóðfélaginu verði nóg eftirspurn eftir þjón- ustu ferðaskrifstofunnar. Hann vill meina að þar sem Ísland er eyja dragi minna úr eftirspurn í flugferðaþjónustu en ella. Þá telur hann að áfangastaðir sem eru Íslendingum að góðu kunnir og framúrskarandi þjónusta á sanngjörnu verði muni tryggja gengi stofunnar. Helgi horfir bjartsýnn til framtíðar. „[Þessar ferðir] í vetur eru bara byrjunin,“ segir Helgi, „við ætlum okkur stóra hluti þegar líður að sumrinu.“ Þá mun VITA fjölga þeim áfangastöðum sem stof- an býður upp á ferðir til og jafnvel gæti ferðaskrif- stofan siglt á mið lúxusferðaþjónustu þegar fram líða stundir. Ný ferðaskrifstofa tekur til starfa Ferðaskrifstofan VITA hyggst bjóða bestu þjónustu sem völ er á í ferðageiranum Helgi Eysteinsson Eftir Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður | Fimm þúsund gestir hafa heimsótt Sögumiðstöðina Eyr- byggju í Grundarfirði í sumar. Fimm- þúsundasti gesturinn kom þangað með fjölskyldu sinni um versl- unarmannahelgina og var leystur út með gjöfum. Gestakomur í Sögumiðstöðina hafa aukist talsvert frá fyrra ári. Þá tvo mánuði sem Eyrbyggja hefur verið opin í sumar hefur innlendum ferða- mönnum fjölgað um 49% og erlend- um um rúm 84%. Með því að 5.000 gestir hafa sótt miðstöðina heim í júní og júlí hefur aðsóknarmet verið sleg- ið. Ekki hafa svo margir gestir komið á heilu sumri frá því Sögumiðstöðin hóf starfsemi fyrir fimm árum. pou Heppni Ingi Hans Jónsson leysir Ívar Smárason út með gjöfum. Aðsóknarmet slegið í Sögumiðstöðinni Í HNOTSKURN »Sögumiðstöðin Eyrbyggjavar stofnuð til að efla vit- und íbúa og kynna fyrir þeim sögu svæðisins og menningar- arf. Þar er safn, upplýsinga- miðstöð, funda- og sýning- araðstaða og Bæringsstofa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.