Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Bænastund múslíma Uighurar í Idgah-moskunni í borginni Kashgar. FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is STJÓRNVÖLD í Beijing segjast hafa handtekið alls rösklega 80 meinta hryðjuverkamenn í Xinjiang- héraði (Austur-Túrkestan á máli sjálfstæðissinna) í vestanverðu land- inu á fyrri helmingi þessa árs. Þau fullyrða að aðskilnaðarsamtök Uig- hura vilji grafa undan ólympíuleik- unum með hryðjuverkum. Er hryðjuverkahættan raunveru- leg eða reynir Beijing-stjórnin að réttlæta aðgerðir gegn Falun Gong- liðum og öðrum óánægðum borgur- um með því að ýkja ógnina? Mikið er í húfi og fleira en ólymp- iuleikar. Xinjiang er um 15 sinnum stærrra en Ísland og auðugt af olíu og gasi, miklu skiptir fyrir Kínverja að tryggja yfirráð sín þar. Á mánudag stálu tveir Uighurar, 28 og 33 ára, í Kashgar öskubíl, óku honum inn í hóp 70 lögreglumanna við hótel í miðborginni og fleygðu heimatilbúnum handsprengjum að mönnunum, að lokum beittu þeir hnífum. 16 lögreglumenn létu lífið og álíka margir særðust. Uighurarnir tveir voru þegar handsamaðir á staðnum og ráðamenn voru fljótir að bendla Sjálfstæðishreyfingu Austur- Túrkestan, ETIM, við árásina. Málið er allt með nokkrum ólík- indum og minnir lítið á aðgerðir al- Qaeda. Árásinni var beint gegn fulltrúum Kínverja sem Uighurar líta á sem hernámsþjóð en ekki gegn óbreyttum borgurum sem oftast eru fórnarlömbin þegar íslamistar láta til sín taka með handahófskenndum sjálfsvígsrárásum. Ef notaður er stimpillinn hryðjuverk um árásina gætu menn líklega endurskoðað sög- una og kallað andspyrnuna gegn Þjóðverjum í hernumdum ríkjum seinni heimsstyrjaldar hryðjuverk. Sumir fréttaskýrendur giska á að um hafi verið að ræða einangraða hefnd af hálfu ættbálks en ekki að- gerð sjálfstæðissinna. Kínverjar segja að minnst ein af mörgum sam- tökum sjálfstæðissinna hafi mælt með hryðjuverkum og heilögu stríði. Langflest samtök Uighura eru þó friðsamleg og fordæma ofbeldi. Óánægjan með yfirráð Kínverja í Xinjiang stafar ekki síst af því að yfirvöld eru talin mismuna Uighur- um og reyna að grafa undan menn- ingu þeirra. Vaxandi fjöldi kín- verskra innflytjenda eykur enn á óttann við að þjóðin muni að lokum drukkna í kínverska hafinu. Hryðjuverkaógn aðeins yfirvarp? Efasemdir eru um að sjálfstæðissamtök Uighura séu yfirleitt ofbeldisfull, ógni í reynd yfirráðum Kínverja í Xinjiang-héraði og hyggist trufla ólympíuleikana í Beijing með morðárásum ELLEFU menn voru í gær ákærðir fyrir stórfelldan stuld á persónuupp- lýsingum. Þeir brutust inn á þráð- laus net hjá fjölda fyrirtækja og stálu alls 41 milljón kredit- og debet- kortanúmera. Þetta mun vera stærsta mál sem komið hefur á borð bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Þrír mannanna voru bandarískir ríkisborgarar en hinir voru frá Eist- landi, Úkraínu, Kína og Hvíta-Rúss- landi. Michael Sullivan, saksóknari í Boston, sagði að hinir meintu þjófar væru ekki tölvusnillingar heldur tækifærissinnar sem hefðu leitað uppi þráðlaus net hjá fyrirtækjum sem stunda viðskipti á internetinu og síðan notað ólöglegan hugbúnað til að þefa uppi kortanúmer viðskipta- vina fyrirtækjanna. Með því að skrá stolnu upplýsing- arnar á segulrönd auðra korta tókst þjófunum að taka tugþúsundir doll- ara út úr hraðbönkum. Dómsmála- ráðuneytið segir ómögulegt að meta fjárhagslegan skaða einstaklinga og fyrirtækja á þessu stigi málsins. Talsmaður fyrirtækisins Veri- Sign, sem sér um öryggismál vef- verslana og veitir þeim sérstaka vottun, segir að upplýsingar um kredit- og debetkort séu hreint ekki öruggar á internetinu. Hann segir að skaði þeirra sem kortanúmerum var stolið af fælist ekki síst í því að láns- traust þeirra biði hnekki og það gæti tekið mörg ár að vinna það til baka. sigrunhlin@mbl.is Stálu korta- númerum Þjófar brutust inn á net fyrirtækja og komust yfir kortanúmer viðskiptavina Í HNOTSKURN » 41 milljón kortanúmeravar stolið með því að brjót- ast inn á þráðlaus net banda- rískra fyrirtækja. » Ellefu hafa verið ákærðiren málið er hið umfangs- mesta sem komið hefur upp í Bandaríkjunum. HERINN í Máritaníu rændi í gær völdum og fangelsaði bæði forsætis- ráðherra landsins, Yahya Ould Ah- med Waqhf og forsetann, Sidi Ould Cheikh Abdallahi. Hermenn í höf- uðstaðnum Nouakchottt lokuðu út- varps- og sjónvarpsstöð landsins. Bæði Afríkusambandið og Evrópusambandið hafa fordæmt valdaránið. Leiðtogi hermannanna er fyrrverandi yfirmaður varðliðs for- setaembættisins, Ould Abdel Aziz hershöfðingi. Gefin var út stutt til- kynning og sagt að við stjórninni tæki nú „ríkisráð“ undir forystu hans. Talsmaður Abdallahi forseta sagði að ástæðan fyrir valdaráninu virtist vera að forsetinn hefði með sérstakri tilskipun rekið fjóra af æðstu mönnum hersins úr embætti, þ. á m. Aziz. Máritanía er fátækt múslímalýð- veldi með um fjórar milljónir íbúa á strönd Vestur-Afríku, suðaustan við Vestur-Sahara. Pólitísk kreppa hefur verið í Máritaníu frá því á mánudag þegar 48 þingmenn gengu úr stjórn- arflokknum. Tæpum tveimur vikum áður hafði þingið samþykkt van- traust á ríkisstjórnina. kjon@mbl.is Valdarán hersins í Máritaníu Forsetinn hafði rekið nokkra hershöfðingja NEYSLA á spergilkáli, öðru nafni brokkólí, getur hugsan- lega lagfært skemmdir sem verða á blóð- æðum vegna syk- ursýki, að sögn fréttavefs BBC. Vitnað er í nið- urstöður vísindamanna við War- wick-háskóla. Þeir telja að efni í kálinu er nefnist sulforaphane ýti undir framleiðslu ensíma sem verndi æðarnar. Fólk með sykursýki er allt að fimm sinnum líklegra en aðrir til að fá sjúkdóma í hjarta- og æðakerfi sem tengjast skemmdum æðum. Sagt er frá rannsókninni í ritinu Diabetes. Paul Thornalley prófess- or, sem fer fyrir rannsóknarteym- inu, segir mikilvægt að kanna hvort neysla á spergilkáli geti gagnast sjúklingunum. kjon@mbl.is Spergilkál til bjargar Hverjir eru Uighurar? Þeir eru múslímaþjóð sem á rætur að rekja til Mið-Asíu. Alls búa um átta milljónir Uighura í Xinjiang í vestanverðu Kína, þeir eru um 40% íbúanna. Einnig búa milljónir Uighura í Pakistan, Rússlandi og víðar. Hvað vilja þeir? Flestir Uighuar í Xinjiang eru ósáttir við yfirráð Kína og tvær hreyfingar mæla með fullum aðskilnaði. Stjórn- völd segja að um hryðjuverkasamtök sé að ræða og Bandaríkjamenn hafa þær á alþjóðlegum hryðjuverkalista. S&S INDVERSKIR nemendur í borginni Ahmedabad, bæði hindúar og múslímar, báðu saman fyrir heimsfriði í gær. Mikið hefur verið um átök milli hindúa og múslíma í landinu og nýlega létu tugir manna lífið í sprengjutilræðum í Ahmedabad. Þess var minnst víða um heim í gær að liðin voru 63 ár frá því að kjarnorkusprengju var varpað á borgina Hiroshima í Japan í síðari heimsstyrj- öldinni. Reuters Beðið fyrir heimsfriði í Ahmedabad SYFJAÐUR eplasali í Kabúl í Afganistan situr upp við vegg við vegkantinn og bíður eftir viðskiptavinum. Þrátt fyrir stríðsástand í landinu sunnan- og austanverðu ríkir víða friður í Afganistan og lífið gengur sinn vanagang. Markaðirnir eru líflegir í Kabúl og börn sem fullorðnir hafa viðurværi sitt af því að selja ýmsan varning, til að mynda grænmeti og ávexti. Reuters Lúinn sölumaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.