Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 2
FRAMKVÆMDUM við endurbyggingu efri hluta Skólavörðustígs lauk í gær. Af því tilefni efndu verslunareigendur til hátíðar í sam- vinnu við Reykjavíkurborg og Ístak og má hér sjá Eggert Jóhannsson feldskera gera sig klár- an fyrir hátíðarhöldin. Sett var snjóbræðsla í götu og gangstéttir og er þar með komið sam- fellt upphitað göturými frá Skólavörðuholti niður í Kvos. Þá voru göturnar endurnýjaðar ásamt lögnum veitufyrirtækja. Framkvæmdir hófust í byrjun mars og voru verklok upp- haflega áætluð 31. júlí þannig að verkið hefur dregist nokkuð. Í verkið fóru m.a. 1.600 fer- metrar af malbiki, 300 metrar af vatnslögnum og 250 metrar af fráveitulögnum. Morgunblaðið/Friðrik Skólavörðustígurinn tekur stakkaskiptum 2 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is „NÚ ER farið að ganga þokkalega,“ segir Guð- mundur Björnsson, verkefnastjóri hjá Háfelli, inntur eftir hvernig vinna gangi við Héðinsfjarð- argöngin. „Við erum komnir framhjá vatnsæðinni í Ólafsfirði. Við erum komnir í gott berg og það gengur vel.“ Fyrri hluta ganganna, þ.e. milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar, lauk í mars en nú er unnið að seinni leggnum sem er á milli Héðinsfjarðar og Ólafs- fjarðar. Að sögn Guðmundar er búið að sprengja tæplega 3.500 metra frá Ólafsfirði og tæplega 900 metra frá Héðinsfirði. Samtals er þessi hluti gang- anna 6.900 metrar og má því áætla að um 64% hans sé nú lokið. Þegar vel gengur eru sprengdar allt að þrjár sprengingar á dag og mjakast verkið áfram um fimm metra við hverja sprengingu. Stundum þarf þó að hægja á vinnunni til að styrkja göngin. Felst styrkingin í því að boraðir eru bergboltar og steypu sprautað á gangaveggina. Sem kunnugt er tafði opið berglag með miklu vatnsrennsli verkið mjög. Þurfti að dæla sérstöku efni í bergið til að þétta það, en venjulegt sement kom að litlum notum þar sem vatnið var ekki nema tæplega 2°C. Verulegur aukakostnaður fylgir því að nota efnið en Guðmundur treysti sér ekki til að nefna neinar tölur í því sambandi. Hinn mikli kuldi vatnsins virðist hafa komið mönnum í opna skjöldu en Guðmundur segir að al- mennt megi búast við því að vatn í fjöllum sé milli 9 og 16°C. Vinna við göngin langt á eftir áætlun „Við höfum tafist alveg gríðarlega út af vatns- aga Ólafsfjarðarmegin. Við erum á áætlun frá Siglufirði en leggurinn frá Ólafsfirði er mánuðum á eftir [áætlun],“ útskýrir Guðmundur. Hann segir að lauslega megi áætla að þessi leggur sé sex mán- uðum á eftir áætlun en heildarverkið um þrjá mánuði. „Við erum að ljúka nýrri áætlun í ljósi þessa og verður hún lögð fram á næstu tveimur vikum. Miðað við hvernig þetta lítur út í dag erum við komnir eitthvað fram á árið 2010,“ segir verk- efnastjórinn spurður um verklok, sem upphaflega áttu að vera í desember 2009. Hann ítrekar að ver- ið sé að leita leiða til að stytta þann tíma. Um 90-100 manns starfa að jafnaði að verkinu, þar af milli 60 og 70 Tékkar. Verkið er unnið af Háfelli og tékkneska verk- takafyrirtækinu Metrostav. Að sögn Guðmundar hefur samstarfið gengið prýðilega og ber hann Tékkum vel söguna. Komnir framhjá vatnsaganum  Vinna við Héðinsfjarðargöng gengur nú betur  Verulegur aukakostnaður vegna mikils vatnsrennsl- is  Enn á eftir að sprengja 2.500 metra  Ekki útlit fyrir að hægt sé að opna göngin fyrr en árið 2010 Í HNOTSKURN »Skipta má gangagerðinni ítvo hluta. Fyrri hlutinn er á milli Siglufjarðar og Héðins- fjarðar (3.700 m) og seinni hlutinn milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar (6.900 m). »Undir kvöld á föstudaginnlanga í ár var lokið við að sprengja síðasta haftið í þeim hluta ganganna sem liggur frá Siglufirði og í Héðinsfjörð. » Í upphafi var áætlaðurheildarkostnaður 7 millj- arðar króna. »Vinna er í höndum tékk-neska fyrirtækisins Met- rostav og Háfells. Morgunblaðið/Þorkell Héðinsfjörður Vinna við göngin gengur nú vel. SVANDÍS Svavarsdóttir, borg- arfulltrúi Vinstri grænna, er ósátt við að nýr meirihluti ætli að kynna til sögunnar niðurstöðu eða sátt um framtíð REI á aukafundi borg- arstjórnar á fimmtudag. „Þá eru Hanna Birna Kristjáns- dóttir og Óskar Bergsson að kynna sína sátt, en ekki niðurstöðu þeirr- ar þverpólitísku vinnu sem átt hef- ur sér stað síðustu mánuði, vegna þess að henni er ekki lokið,“ segir hún. „Ef þau ætla að tilkynna nið- urstöðuna, þá eru þau að taka stefnumótunarvinnuna úr þeim sáttafarvegi sem hún var í.“ Svandís segir að með niðurstöðu stýrihópsins hafi verið kveðið á um að mikilvægt væri að klára málið í þverpólitískri sátt. „Þar kom fram að umfram allt ætluðum við að halda útrásinni áfram og halda REI áfram í 100% eigu Reykjavíkur og sáttin yrði innan þess ramma. Ef Hanna Birna og Óskar ætla að kynna sátt þá er hún á milli Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks, og þar með hafa þau markað upphaf nýs kafla í sögu REI.“ pebl@mbl.is REI tekið úr sátta- farvegi? Svandís gagnrýnir Hönnu Birnu og Óskar VIÐ upphaf Hólahátíðar síðastliðið föstudagskvöld afhentu hjónin Mar- grét Sigtryggsdóttir og Jón Að- alsteinn Baldvinsson, vígslubiskup Hólastiftis, Hólum að gjöf eftirgerð af kórkápu Jóns biskups Arasonar. Eftirgerð kápunnar gerði Ólína Bragadóttir Weightman, sem býr í Englandi og hefur sérhæft sig í kirkjuútsaumi. „Mér var það strax ljóst að með samþykki mínu var ég að taka að mér einstætt verk, veru- lega mikið og vandasamt og í því myndi reyna til hins ýtrasta á hæfni mína og þekkingu í kirkjuútsaumi,“ skrifar Ólína í upplýsingablaði um kápuna og gerð hennar. Vígslubiskupshjónin gefa kápuna í minningu um dóttur sína, Sigrúnu, tónlistarkennara, kórstjóra og org- anista, en hún lést 35 ára að aldri fyrir fáum árum og lét eftir sig eig- inmann og þrjú börn. Sr. Jón Að- alsteinn vígir kápuna og ber hana í fyrsta sinn í hátíðarguðsþjónustu í Hóladómkirkju í dag, sunnudag. Hátíðarguðsþjónustan hefst í Hóladómkirkju klukkan 14 í dag og kl. 16.30 verður samkoma í kirkj- unni þar sem Páll Skúlason, fyrr- verandi rektor HÍ, flytur hátíð- arræðu, Matthías Johannessen skáld flytur ljóð og flutt verður ým- is tónlist. gudni@mbl.is Kórkápa Jóns biskups afhent Ljósmynd/jt Listsaumur Ólína (t.v.) og hjónin Margrét og Jón við kápuna góðu. Ólína Bragadóttir Weightman hefur unnið að gerð kápunnar í þrjú og hálft ár og varið til þess um 3.600 vinnustundum. Í útsaumnum eru myndir af dýrlingum á boðungum og á kraganum mynd af Kristi á dómsdegi. Útsaumurinn er gull- og blómaútsaumur, gullið á bak- grunni og útlínum og marglitur blómasaumur á manna- og dýramyndum, á hlutum og gólf- um. Notaðir eru gullþræðir og gullperlur og undir útsaumnum er tvöfalt og stundum fjórfalt efni og undir gullþráðunum er misþykkt bómullarband, ís- lenskur lopi og filt. Frumgerð kápunnar er á Þjóðminjasafninu og sýnd í grunnsýningu þess. Þrjú og hálft ár og 3.600 vinnustundir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.