Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 23
urhús séu góður kostur svo og lág- reist staðsteypt hús með járnbent- um plötum og steinsteyptum milliveggjum. Lakur kostur að hans dómi, svo og erlendra sérfræðinga, eru hins vegar hlaðin hús. Árið 1934 varð mikill jarðskjálfti á Dalvík sem hafði mikla eyðilegg- ingu í för með sér. Segja má að eðli skemmdanna hafi verið endurtekn- ing á því sem getið er hér að ofan. „Eins og áður stóðust timburhúsin jarðskjálftana hvað best en torfbæ- irnir hvað verst. Tjón á timb- urhúsum varð eingöngu vegna skemmda á undurstöðum þeirra. Vegna þess hversu áhrif jarð- skjálftanna voru mikil urðu mjög verulegar skemmdir á steinhúsum sem flest voru ójárnbent. Þó voru tvö hús á Dalvík sem voru gerð úr járnbentri steinsteypu og skemmd- ust þau ekki.“ Í kjölfar jarðskjálftanna var sett á laggirnar jarðskjálftanefnd. Steinn Steinsen, verkfræðingur og bæjarstjóri á Akureyri, var einn nefndarmanna og gerði hann til- lögur að því hvernig standa ætti að viðgerðum á skemmdum stein- húsum. Birti hann teikningar af fyrirkomulagi járnbendingar. Þar má sjá lárétta og lóðrétta bendingu í veggjum sem myndar net. Enn fremur skájárn við dyra- og glugga- op auk láréttra járna. „Þá kemur fram á teikningunum sérstök lykkjubending í veggjum við öll horn, þar sem notaðar eru L- laga lykkjur sem tryggja að járn gangi heil fyrir horn. Í stuttu máli má segja að þessar teikningar séu mjög framúrstefnulegar. Það er að- eins á allra síðustu árum að þær hugmyndir sem þar koma fram eru farnar að ryðja sér til rúms erlend- is.“ Þrátt fyrir þessar ótvíræðu ábendingar segir Ragnar að gert hafi verið ákveðið átak í byggingu hlaðinna húsa á Suðurlandi og náði það hámarki á árunum 1940 til 1960. „Það eru einkum þessi hlöðnu hús svo og steinsteypt ójárnbent hús sem skemmdust hvað mest í jarðskjálftunum í vor og fyrir átta árum. Reynslan gleymdist fljótt og var lítt eða ekki nýtt.“ Rannsóknir í þjóðarþágu Fyrsti jarðskjálftastaðallinn var ekki samþykktur hér á landi fyrr en árið 1976. „Aðdragandann má rekja til þess að skömmu áður hafði verið tekin upp kennsla til starfs- réttindaprófs (lokaprófs) í verk- fræði við verkfræðideild Háskóla Íslands. Þá komu til starfa sem prófessorar við deildina dr. Óttar P. Halldórsson og Júlíus Sólnes, en þeir höfðu báðir stundað sérnám erlendis á sviði jarðskjálftaverk- fræði. Þetta hafði í för með sér efl- ingu rannsókna og kennslu sem þjóðfélagið nýtur góðs af í dag. Það kann einnig að hafa ráðið nokkru að að allsnarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga haustið 1968 og fannst hann vel í Reykja- vík. Jarðskjálftinn á Kópaskeri 1976 olli miklu tjóni og vakti menn til umhugsunar. Eftir það hefur járnbending steinsteyptra húsa verið samkvæmt ákveðnum reglum. Í fyrstu kvört- uðu menn yfir að þetta hækkaði verð bygginga en reynslan hefur sýnt að járnbending steinsteyptra húsa hefur borgað sig.“ arnthorh@mbl.is Húsagerð Steinsteypt hús, sem ekki voru járn- bend, liðuðust í sundur í jarðskjálfta 2. júní 1934. Fyrir timbur- og steinhús voru torfbæ- irnir algengir, en þeir þoldu jarðskjálfta mjög illa. Bæjarhúsin í Arn- arbæli féllu saman í jarðskjálftanum 1896 og hús á Selfossi jafn- aðist nánast við jörðu. æviloka Í HNOTSKURN »Á Suðurlandi hafa frá upp-hafi Íslandsbyggðar orðið 83 jarðskjálftar sem valdið hafa tjóni. » Í þessum skjálftum er álitiðað 106 manns hafi týnt lífi. »Íslensku torfbæirnir stóðust jarðskjálftana illa. »Jarðskjálftarnir 1896 voruþeir fyrstu hér á landi sem mældust á erlenda jarð- skjálftamæla. »Fyrsti íslenski jarðskjálfta-staðallinn var settur árið 1976. »Jarðskjálftaverkfræði fæstvið margháttuð áhrif skjálfta á samfélagið svo sem hvers kon- ar mannvirki, stjórnsýslu, fé- lagslega starfsemi o.s.frv. »Markmiðið er að gera stjórn-völdum, tryggingafélögum og einstaklingum kleift að bregðast við afleiðingum jarðskjálfta með sem bestum hætti fyrir samfélagið. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2008 23 Alhliða söngnám á öllum námsstigum Unglingadeild - fyrir 12 til 16 ára. „Þvert á stíl“ - söngleikir, dægurlög, jazz, klassík. Einsöngsdeild - óperudeild - ljóðadeild - leikræn tjáning. Meðleikaradeild fyrir píanóleikara sem vinna með söngvurum. Masterklassar með Bjarna Thór og Gunnari Guðbjörns. Gestakennarar - David Bartleet og Anne Williams King. Heimasíða - songskoli.is • Veffang - songskoli@vortex.is Símar 552 0600, 893 7914 „Söngur er okkar hjartans mál“ Við leggjum áherslu á það sem skiptir máli í náminu. Góður skóli - Vel menntaðir kennarar. Styrkur Tónlistarsjóðs Rótarý Tónlistarsjóður Rótarý á Íslandi auglýsir eftir umsóknum um styrk. Tilgangur sjóðsins er að veita ungu tónlistarfólki sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði tónlistar viðurkenningu í formi fjárstyrks til frekara náms. Styrkurinn verður veittur í janúar 2009 og verður að upphæð kr. 500.000. Umsóknarfrestur er til 10. október næstkomandi Umsóknum skal skilað til skrifstofu Rótarýumdæmisins, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Netfang: rotary@simnet.is. M b l1 03 66 55 Íæsku heyrði ég sagt frá þvíað Miðbæjarskólinn í Reykja-vík, sem er frá árinu 1898,hefði verið reistur úr timbri vegna þess að menn töldu að stein- hús stæðust illa jarðskjálfta. Byggði það á reynslunni af jarð- skjálftunum á Suðurlandi sem urðu sumarið 1896. Ég bar þessa sögusögn undir fólk. Enginn virtist hafa heyrt þetta fyrr en mér var vísað á dr. Ragnar Sigbjörnsson, prófessor í jarð- skjálftafræði við Háskóla Íslands og forstöðumann Rannsóknastofn- unar Háskóla Íslands í jarð- skjálftaverkfræðum sem hefur að- setur á Selfossi. „Ég kannast við þessa sögu,“ svaraði hann, „og þetta er í góðu samræmi við það sem menn aðhöfð- ust og hugsuðu fyrst eftir jarð- skjálftana. Árið 1896 stóðust timburhúsin jarðskjálftana nema þar sem und- irstöðurnar gáfu sig. Ekkert mann- tjón varð í þessum húsum en fjórir týndu lífi í torfbæjum.“ Byltingarkennd hugmynd Í kjölfar jarðskjálftanna 1896 var sett á fót sérstök jarðskjálftanefnd. Birti nefndin tillögur um ráðstaf- anir sem gera mætti til þess að hindra að jafnmikið tjón yrði fram- vegis í jarðskjálftum á Íslandi. Nefndin lagði m.a. til að Íslend- ingar reistu timburhús og með til- lögunum fylgdu teikningar af einn- ar hæðar timburhúsum. „Fyrst í stað voru reist allmörg timburhús á Suðurlandi en svo var eins og þessi reynsla félli í gleymsku,“ heldur Ragnar áfram. „Maður nokkur, sem virðist hafa starfað algerlega sjálfstætt en ekki á vegum nefndarinnar, gerði til- lögu að svefnskála á jarðskjálfta- svæðum á Íslandi. Skálinn er gerð- ur úr timbri og er að nokkru sniðinn að íslenska burstabænum. Þessi teikning sker sig úr að því leyti að segja má að húsið sé ein- angrað frá undirstöðunni. Allar tengingar niður í und- irstöðuna eru með liðum þannig að húsið geti hreyfst fram og aftur. Undir húsinu er kúla sem það hvílir á. Kúlan er í skál þannig að þegar jörðin kippist til eyðist hreyf- ingarorkan með því að lyfta húsinu örlítið upp. Þar sem kúlan hvílir í skál leitar húsið alltaf aftur að jafn- vægisstöðu sinni.“ Þessi skáli var aldrei byggður. Ragnar segir að ekki sé vitað hver gerði teikninguna. „Mér finnst ým- islegt benda til að það hafi verið Ís- lendingur. Hann virðist hafa áttað sig ótrúlega vel á eðli jarðskjálfta og skynjað að þeir eru bylgjuhreyf- ingar. Því mætti halda að hann hafi kynnst jarðskjálftum af eigin raun. Teikningin hefur verið lögð fyrir en fengið heldur slæmar móttökur. Til þess bendir athugasemd sem höfundurinn skrifar aftan við teikn- inguna þar sem hann fullyrðir að tillagan sé góð. Hugmyndin sem þarna er sett fram byggir á því sem í dag hefur hlotið nafnið jarðskjálftaeinangrun og felst í því að einangra mannvirki frá hreyfingum jarðskorpunnar. Í dag eru til mannvirki erlendis sem einangruð eru með þeirri tækni sem fram kemur á teikningunni. „Þess má geta að sá búnaður sem settur var í Þjórsárbrúna og bjarg- aði henni frá eyðileggingu í jarð- skjálftunum árið 2000 flokkast sem jarðskjálftaeinangrun. Slíkur bún- aður er nú í öllum nýjum brúm hér- lendis á jarðskjálftasvæðum.“ Þessi einstæða teikning er varð- veitt hjá Siglingastofnun Íslands. Ljósmynd af henni hangir á skrif- stofu Ragnars á Selfossi. arnt- horh@mbl.is Húsið hvíldi á kúlu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.