Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Við manninn mælt Eftir Pétur Blöndal Þ að setur enginn fyrir sig að vaða yf- ir Atlastaðaósinn að húsinu í Atla- tungu í Fljótavík til að fá kaffi og spjall við Herborgu Vernharðs- dóttur. Hún er reyndar kölluð Bogga og er lýst sem málglaðri og síreykjandi. Þegar hún opnar dyrnar lítur hún á ókunnug- an manninn og segir: „Ég er fífl, hef alltaf ver- ið það og ætla að vera það áfram.“ Svo hverfur hún inn í húsið og skilur dyrnar eftir opnar. Blaðamaður eltir þessa lágvöxnu konu inn – ekkert smátt við hana. Minna má það ekki vera en vaða ósinn fyrir slíka konu! Fjalir á moldargólfi Bogga mætir fyrst manna á vorin á Horn- strandir og fer síðust á haustin. Enda segir hún að biblían á náttborðinu sé slitið eintak af Sléttuhreppi, fyrrum Aðalvíkursveit, 1702- 1952. „Þetta er heilabúið úr manni.“ – Hvað er það sem heillar við Hornstrandir? „Veistu það, ég get ekki svarað þessu. Þó að ég yrði tvö ár að segja það, þá myndir þú aldrei skilja það,“ segir hún og hlær ógurlega. „Það er það hlægilega við það,“ bætir hún síðan við alvarleg í bragði. Amma Boggu tók á móti henni þegar hún fæddist 29. janúar 1932. Þegar Bogga var orð- in fullorðin og heimsótti hana með börnin sín fjögur sagði gamla konan: „Það var ekki sjón að sjá þig þegar þú fæddist. En ég vissi að þú ættir eitthvað eftir.“ Og Bogga segir að í fæð- ingunni hafi sér legið á eins og alltaf. „Ég kem fram eins og ég fæddist – með frekjuna hangandi utan á mér.“ Hún lítur rannsakandi á blaðamann. „Sumir segja að ég sé með kjaft!“ Bogga flutti þriggja og hálfs árs í Tungu, þar sem fjölskyldan bjó í tíu ár á leigujörð. Síð- an keyptu foreldrar Boggu jörð af Geirmundi Júlíussyni og fluttu aftur yfir ósinn. Ári seinna fór Fljótavík í eyði. „Þá var enginn viðlaga- sjóður svo fjölskyldan hraktist úr nýbyggðu timburhúsi á öræfum í moldarkofa í menning- unni á Fljóti í Hnífsdal,“ segir Bogga með þunga og slær í borðið. „Þar voru fjalirnar á moldargólfi. Ég hef ekki orðið fyrir jafn- miklum vonbrigðum á ævinni.“ Þá var Bogga nýfermd. „Ég var mátulega mikið fífl. Presturinn var búinn að reyna að laga mig,“ segir hún og hlær. „Fyrirgefðu, ég tala við þig eins og ég hafi alltaf þekkt þig.“ Kona sem getur allt Á Fljóti bjó fjölskyldan í sex til sjö ár en Bogga segist „eiginlega aldrei“ hafa búið þar sjálf. „Tveimur dögum síðar fór ég á Bakka í Hnífsdal. Ég átti að passa tveggja ára barn en gerði það aldrei. Ég var kaupakona, gekk í öll störf, og það er erfiðasti tími sem ég hef lifað. Sem betur fer var ég svo vitlaus að ég gerði mér ekki grein fyrir því.“ Eftir stutta umhugsun segir hún: „Ég stalst oft í orfið í Tungu. Fullorðna fólk- ið mátti ekki vita það. Ég var frökk, ótrúlegt að ég skuli vera á lífi – þó þetta heil!“ Hún bætir við með bliki í augum: „Skrifaðu þarna í bókina: Hún er galin!“ Ekki er hún galnari en svo að hún getur allt. Það segir að minnsta kosti systurdóttir henn- ar, Guðný Hólmgeirsdóttir. Og ekki þarf annað en að virða innanstokksmunina fyrir sér, ljósa- krónur úr brotajárni, könnustand úr rekaviði, prjónadúk á stofuborði og vegg flísalagðan með skeljum og steinum. Allt hefur hún búið til. „Ég eignaðist sex börn og eldaði fyrir þau af skyldurækni. Það er ýmislegt hægt ef mað- ur nennir því! Svo saumaði ég allt á börnin mín, skóna líka. Og ég á mann. Ég skal segja þér hvað hann er, hann er engill. Ég plataði hann til að byggja þessa höll,“ segir hún og breiðir úr sér við borðið. Og hún saumaði líka fyrsta mannbæra flug- drekann á Íslandi. „Seglið var saumað eftir viskíauglýsingu sem Ingólfur [Eggertsson, eiginmaður Herborgar] sá í amerísku vís- indablaði. Ég flaug meira að segja svona flug- dreka sjálf, renndi mér fram af Seljalands- dalnum við Ísafjörð. Þú hefðir átt að sjá hvernig fólkið hrundi úr lyftunni og datt í brekkunum. Haddi [sonur Herborgar] flaug fyrst og ég var skjálfandi á beinunum, en svo hugsaði ég: „Jæja, þetta verður að vera svona.“ Og það voru smíðaðar flugvélar í kjall- aranum hjá mér af Ingólfi og strákunum. Þetta voru fiktrófur. Þannig var það, Ingólfur las vís- indarit og dundaði sér einstaka sinnum við að búa til börn.“ Aldrei neitt leyndarmál Svona er þessi fjölskylda. Ef Bogga hrindir því ekki framkvæmd, þá gerir Ingólfur það eða börnin. Hann gerði auðvitað virkjun í Fljótavík og það er heitur pottur í garðinum, sem fyrst var kyntur með eldivið en er nú rafkyntur. „Svo dúxaði hann í bréfaskóla í Bandaríkj- unum – á milli þess sem hann bjó til börnin auðvitað,“ segir hún hlæjandi. Kannski urðu börnin til þegar þau ferðuðust um landið á Opel og þvældust um hálendið. „Við lögðum sætin aftur og sváfum í bílnum,“ segir hún. „Þegar við fórum í Öskju heyrði ég einn segja: „Hver andskotinn, þessi var fluttur á vörubíl.“ Ég skrúfaði niður rúðuna og kallaði: „Nei!“ Og það eru talstöðvar milli húsanna í Fljóta- vík, nokkurs konar sveitasími. „Það þýðir ekki að bjóða einum bæ í partí,“ segir Bogga. Einu sinni heyrðist til hennar panta fjögur karton af sígarettum. En hvenær tók hún upp á því að reykja? „Þegar ég varð óviti,“ svarar hún al- vörugefin. Annars máttu krakkarnir í hverfinu ým- islegt á heimili Boggu fyrir sunnan, sem segir að molar, Andrésblöð og mjólk hafi verið vin- sælast við eldhúsborðið. „Mömmurnar voru svo strangar við þau en allt mátti hjá Boggu. Þar var aldrei neitt leyndarmál.“ Þrátt fyrir að hún hafi leyft sér og börn- unum ýmislegt hefur hún aldrei drukkið áfengt. „Bróðir konunnar sem ég var hjá í Hnífsdal fór einu sinni sem oftar á sjóinn fjög- ur um nóttina og kom heim tólf tímum síðar, búinn að róa, leggja línu og draga. Hann var örþreyttur og unga fólkið gaf honum brenni- vín, tókst að fylla hann og dró hann á eftir sér heim dauðadrukkinn. Svo ældi hann um nótt- ina. Ég segi alltaf: „Það bjargaði því að ég varð ekki fyllibytta.“ Ég hef aldrei smakkað vín. En ég amast aldrei við því. Karlinn minn fer vel með vín. Og ef fólk verður leiðinlegt þá bara forða ég mér. Það var svo mikil ásókn í að koma víni ofan í mig á tímabili að ég varð að segja að ég væri nýbúin. Nú þekkist slíkt ekki. En ég veit að áfengi fer enn illa með suma – sjálfskaparvíti er ekki best.“ Skepnur ekki vitlausar Bogga varð lítið vör við stríðið, enda voru Bretarnir í Aðalvík. Á stríðsárunum flugu þó margar flugvélar yfir en þær lentu aldrei í Fljótavík. Einu sinni voru þær sex flugvél- arnar. „Þá söng í öllu. Ég vildi að ég ætti kvik- mynd af því. Beljurnar voru ekkert óvanar flugvélum en þær hlupu upp að húsunum í Tungu og það spýttist drullan aftur úr þeim. Samt voru þær ekkert frá Tungu. En verndina fengu þær frá húsunum. Sjáðu vitið! Þegar fólk talar um vitlausar skepnur þá tek ég í ennið á því og segi: „Ert það ekki þú sem ert vitlaus?“ Hún bætir við eftir stundarþögn. „Bóndi getur skilið þetta.“ Bogga fékk samanlegt níu mánaða kennslu á Látrum. „Ég er löngu búin að komast að því að ég er ekki vitlausari en hver annar. Maður get- ur drepist án þess að vita hvern Egill Skalla- grímsson drap, hvaða dag og klukkan hvað. Hitt er lífsins skóli. Og ég er svo lánsöm að eiga engil fyrir mann. Við hittumst þegar ég var 16 ára gömul og hann er enn sami engill- inn. Ég meina þetta – ég er ekki að hræsna. Við eigum vel saman þó að við séum mjög ólík.“ Og afkomendurnir koma og fara frá Fljóta- vík yfir sumartímann á meðan Bogga situr sem fastast. „Hefur þetta fólk ekkert að gera, bara að leika sér, hefði afi minn sagt. Ég kom oft í vinnuferðir hingað. Nú er ég bara að leika mér.“ Hún brosir. „Ef ég má ekki gera að gamni mínu, þá get ég eins lagst út af.“ Bogga eins og hún fæddist Ljósmynd/Pétur Blöndal Samrýmd „Það vantar manninn minn,“ segir Bogga við skeljavegginn sem hún bjó til og skimar eftir Ingólfi. „Hann er meira en helmingurinn af mér.“ »Ég hef aldrei smakkað vín.En ég amast aldrei við því. Karlinn minn fer vel með vín. Og ef fólk verður leiðinlegt þá bara forða ég mér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.