Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is W ater, water everyw- here, not a drop to drink...“ (Það er allt á floti alls stað- ar, ekkert nema sjór..), söng ljóshærður Englend- ingur fyrir 52 árum og fylgdi þá fast eftir lögunum „Singing the Blues“ og „Rebel Rock“ sem höfðu komizt í fyrsta sæti brezka metsölulistans ár- ið áður. Tommy Steele var mættur á sviðið og þar með höfðu Bretar eign- azt sína fyrstu poppstjörnu. Thomas William Hicks fæddist í Bermondsey, Suður-London 17. des- ember 1936, annar í röð sjö systkina, en aðeins fjögur þeirra komust á legg. Foreldrar hans voru Elizabeth Ellen Bennett og Thomas Walter Hicks. Thomas William var ekki hraust barn. Hann lagðist í lungna- bólgu hvað eftir annað, en virðist hafa sigrazt á henni, því einsog hann söng síðar meir var ekki að sjá að lungun háðu honum hið minnsta. Tommy og móðir hans voru flutt um tíma frá London í stríðinu vegna loftárása Þjóðverja, en mest af þeim upplifði hann þó í borginni. Tónlistin tók allt yfir Þrátt fyrir erfiða bernsku var Thomas William glaðvært ungmenni og lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Strax í barnaskóla sýndi hann ríka frásagnargáfu og þegar hann eltist langaði hann að leggja skriftir fyrir sig. Til að safna í reynslusjóð fyrir rithöfundarferilinn fór hann til sjós. Hann lenti í sjávarháska og var lagð- ur inn á spítala, þar sem hann sá gít- ar í fyrsta skipti. Upp frá því hafði hann gítar alltaf við hendina og tón- listin gekk af rithöfundinum dauð- um, þó ekki alveg, því Tommy Steele samdi marga af textum sínum sjálf- ur og skrifaði bækur síðar meir. Hann spilaði og söng til sjós og þeg- ar hann kom í land spilaði hann og söng skiffletónlist á krám og kaffi- húsum í Soho. Í Bandaríkjunum heyrði hann tónlist Buddy Holly og varð ekki samur aftur, rokkið náði tökum á honum, hann lét af skiffle- söngnum og gerðist fyrsti brezki rokkarinn. Haustið 1956 náði Thomas athygli umboðsmannsins John Kerry, sem taldi hann geta orðið svar Breta við Elvis Presley. Nafninu var breytt í Tommy Steele; eftirnafnið var sótt til afa hans, Thomas Stil-Hicks, skrifað upp á framburðinn og e skeytt við. Tommy Steele hætti til sjós og skaust upp á brezka stjörnu- himininn sem söngvari rokksveit- arinnar The Steelmen, en komst á toppinn einn og óstuddur. John Kerry kom honum á plötusamning við Decca. Brezkir rokkarar gerðu talsvert af því að hljóðrita bandarísk lög og gefa út á plötu áður en banda- ríska útgáfan barst til Bretlands og þannig voru mörg af lögum Tommy Steele tilkomin. Fyrir kom að bæði bandaríska og brezka útgáfan voru samtímis á brezka metsölulistanum. Þótt Tommy Steele ógnaði ekki veldi Presley varð hann geysivinsæll, bæði heima fyrir og erlendis, og það var ekki fyrr en Cliff Richard náði hátindinum að Steele þokaðist af toppnum. Dagur með Presley Allt fram á þetta ár var talið að Elvis Presley hefði aðeins einu sinni gist Bretland og þá staldrað við á flugvelli í Prestwick, þar sem ým- islegt er haft uppi við af því tilefni. Í útvarpsviðtali í vor skýrði leik- húsmaðurinn Bill Kenwright frá því að Presley og Steele hefðu talazt við í síma 1958 og Presley í framhaldinu komið til London og eytt þar degi með Tommy Steele. Steele staðfesti söguna með semingi og sagðist hafa heitið Presley því að þegja: „Við vor- um tveir ungir menn sem elskuðum báðir tónlist. Ég lofaði að láta aldrei neitt uppi um þessa samveru okkar og vona að mér fyrirgefist að sagan er komin fram í dagsljósið.“ For- ráðamenn Prestwickflugvallar hafa krafizt þess að fá í hendur sönn- unargögn um þessa Lundúnaferð Presley, að öðrum kosti halda þeir fast við sérstöðu flugvallarins sem eini staður í Bretlandi sem Presley hafi stigið fæti á. Úr rokki í söngleiki Þegar Tommy Steele fann á sjö- unda áratugnum að rokkið var að fjara út, færði hann sig farsællega yfir í söngleiki, þar sem hann átti bæði í West End og á Broadway ekki síður góðan feril en í rokkinu. Hann lék líka í kvikmyndum og hélt vinsældum sínum og vel það, þótt þær væru með svolítið öðrum blæ en þegar rokkóðir aðdáendur þyrptust að honum. Eitt frægasta söngleikjaframtak hans er að koma söngleiknum Syngjandi í rigningunni (Singin’in the Rain) á svið í West End 1983, þrjátíu árum eftir að kvikmyndin var frumsýnd vestanhafs. Þar með skaut Steele Bandaríkjamönnum ref fyrir rass, sem létu sér nægja orð Gene Kelly fyrir því að ekki væri hægt að setja verkið upp á sviði, þar sem aðalleikarinn yrði holdvotur í aðalatriðinu og hann gæti ekki mætt þannig í næsta atriði! Tíu árum síðar dró Steele sig í hlé frá öðrum leikhúsverkefnum en Kvöldi með Tommy Steele, sem er sá einleikur sem lengst hefur gengið á brezku leiksviði. En 2003 birtist hann aftur sem annar en hann sjálf- ur, í hlutverki Ebeneezer Scrooge í söngleiknum Skröggur og endurtók leikinn á tveimur næstu jólum, fyrst í Manchester og síðar í London Pal- ladium. Fyrr á þessu ári, kominn á 72. aldursár, lék hann Dagfinn dýra- lækni í samnefndum söngleik. Morgunblaðið/Ómar Listin Elanor Rigby, stytta gerð af Tommy Steele árið 1982 til heiðurs Bítlunum. Tommy Steele varð ekki samur aftur, þegar hann heyrði tónlist Buddy Holly, rokkið kom yfir hann, hann kastaði skifflesöngnum fyrir róða og gerðist fyrsti brezki rokkarinn. Syngjandi sæll og glaður Í HNOTSKURN »Á söngferlinum söng Tommy Steele inn á 11 plöturmeð The Steelmen og 22 á sólóferli sínum. Hann lék í 12 kvikmyndum. »Meðal söngleikja sem Tommy Steele kom fram í viðhvað beztan orðstír og eru ekki nefndir í greininni eru H.C. Andersen, Half A Sixpence, Cinderella og Some like it hot. »Þetta er frá okkur (brezku þjóðinni), sagði ElísabetEnglandsdrottning, þegar hún sæmdi Steele heiðurs- orðunni OBE. »Upp úr 1970 skrifaði Steele skáldsögu; The FinalRun, sem fjallar um flóttann frá Dunkirk. Hann skrif- aði einnig sögu fyrir börn; Quincy, sem var kvikmynduð 1979 og lék Steele þá titilhlutverkið. »Tommy Steele hefur líka getið sér orð sem málari ogmyndhöggvari og eru frægustu höggmyndir hans Bermondseystrákurinn og Eleanor Rigby, sem hann gerði til heiðurs Bítlunum og gaf Liverpoolborg. »Sjálfsævisaga Steele, Bermondseystrákurinn: Minn-ingar um horfinn heim, kom út 2006. »Tommy Steele kvæntist Ann Donoghue 1960. Húnvar dansmær frá Yorkshire og þau Steele kynntust baksviðs í Chiswick Empire. Þau eiga eina dóttur; Emmu Elizabeth Hicks; f. 27. marz 1969. © Hulton-Deutsch Collection/CORBIS Leikarinn Í hlutverki Skröggs á leiksviði í London.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.