Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Ásgeiri. „Eitt af mínum fyrstu verkum var að fara í gegnum fjármál fyrirtækisins og þá blasti við að rafræna greiðslukerfið hafði kostað mikið,“ segir hann. Skömmu áður en Reynir tók við starfi bárust skilaboð frá Smartkortum, sem þá hafði verið yfirtekið af SPRON og nafni þess breytt í Curron, um að samstarfinu við Smart Transit væri slitið og þróun verkefnisins fyrir Strætó væri lokið af þeirra hálfu. „Í staðinn buðu þeir okkur annað kerfi, byggt á grunni sem þeir þróuðu fyrir aðra viðskiptavini. Strætó lét framkvæma kostnaðargreiningu og í ljós kom að árlegur kostnaður yrði varla undir 140 milljónum,“ segir Reynir. Hann bendir á að um svipað leyti hafi mikið verið rætt um að framhaldsskólanemar fengju ókeypis í strætó. Það hafi breytt öllum forsendum. „Tekjur Strætó af fargjöldum drógust saman um meira en helming þegar fargjöld námsmanna voru felld niður. Í rauninni bauðst okkur að reka kerfi fyrir um 140 milljónir á ári til að innheimta 200-300 milljónir. Það gefur augaleið að það svarar ekki kostnaði,“ segir hann. Jafnframt bendi ýmislegt til þess að innan fárra ára geti de- bet- og kreditkort gert sama gagn og vonast var til að smart- kortin gerðu. „Mat okkar var því að best væri að Strætó drægi sig út úr verkefninu. Stjórn fyrirtæk- isins féllst á það og við höfn- uðum tilboði Curron,“ útskýrir hann. Strætó ætlaði þó að nota vél- búnaðinn sem hafði verið keyptur til að prenta skipti- miða. Það reyndist þrautin þyngri. „Þegar farið var að vinna með vélbúnaðinn kom í ljós að hann hafði verið sérstaklega forritaður til að vinna eingöngu með hugbúnað Smart Transit, þrátt fyrir að samningar hafi kveðið á um að öll kerfi ættu að vera opin. Það varð til þess að við urðum að fá hugbún- aðarsérfræðinga til að hakka sig inn á vélbúnaðinn. Þannig fengum við hann til að virka.“ Reynir segir að bókfærður kostnaður Strætó af verkefninu hafi verið 252 milljónir. Þar af hafi um 100 milljónum verið eytt í þennan vélbúnað í vagn- ana. Male fullyrðir að ástæður Strætó fyrir að draga sig út úr verkefninu séu ekki gildar. „Strætó sagðist hafa gefið kerf- ið upp á bátinn vegna þess að rekstrarkostnaður var svo hár. Það var miðað við tilboð sem Curron, áður Smartkort, gerði í rekstur kerfisins. Ég skal alveg taka undir það að tillaga þeirra var fráleit, mig minnir að hún hafi verið nærri milljón evrur á ári. Smart Transit bauðst hins vegar til að reka kerfið fyrir brot af þessari fjárhæð, um 80,000 evrur á ári. Þetta tilboð var ekki virt viðlits!“ segir Male. „Strætó dró sig út úr verk- efninu og það breytti auðvitað öllum forsendum hjá okkur,“ segir Ómar Einarsson hjá ÍTR. „Við mátum það engu að síð- ur svo að við hefðum varið of miklu í verkefnið til að hætta við allt saman. Við byggjum á því sem var gert og værum ekki komin þetta langt ef ekki væri fyrir það sem á undan er gengið. Svo má ekki gleyma því að þetta var þróunarverkefni. Við vorum að reyna að búa til lausn sem ekki var til. Svona kerfi eru engin hilluvara,“ útskýrir hann. „Hugsanlega vorum við bara of stórhuga.“ Litið til baka SPRON tók yfir Smartkort vegna slæmrar skuldastöðu. Smart Transit varð gjaldþrota. Telenor sömuleiðis. Þegar allt er tekið saman hefur snjallkortaverkefnið kostað fleiri hundr- uð milljónir en skilað sáralitlu. Peningarnir fóru í tækjakaup, ráðgjöf, verkefnastjórn og verkgreiðslur. Anna Skúladóttur, sem fór fyrir stýrinefndinni, segir hug- myndina að baki verkefninu þó standa fyrir sínu. „Staða fyrirtækjanna sem komu að verkinu var hins vegar ekki nógu sterk og tæknin flæktist fyrir fólki. Þegar verið er að fást við svona stór og flókin verkefni verða þrætueplin mörg. Deilur verða enn þyngri þegar fyrirtæki eru komin í þrot eins og í þessu verkefni.“ Lagt var upp með verkefnið þegar netbólan var þanin til hins ýtrasta. Miklar væntingar voru bundnar við þessa hug- mynd. Menn ætluðu að þróa tæknilausnir sem ekki eiga sér hliðstæðu og bjóða upp á einstæða þjónustu; sumum virtust gull og grænir skógar innan seilingar. Þegar upp var staðið höfðu margir samvirkandi þættir þau áhrif að verkefnið skilaði ekki því sem til var ætlast. Skýringarnar á hvers vegna fór eins og fór eru nærri jafn margar og mennirnir sem komu að verkinu. oddnyh@mbl.is hvort Smartkort ættu að reka gagnagrunninn. Ákveðið var að stofna borgarfyrirtæki, S-kort, til að reka grunninn. Það jafn- gilti því að kippa undirstöðunum undan fyrirtækinu og stela viðskiptahugmyndinni sem það byggðist á,“ segir Þorsteinn. Björn Hermannsson lýsir þessu á annan hátt: „Það lá ekki ljóst fyrir hvort Smartkort væri hugbúnaðarfyrirtæki eða rekstrarfyrirtæki. Það leit á sig sem rekstrarfyrirtæki og vildi stjórna miðlæga gagnagrunninum. Ég leit hins vegar svo á að það væri hugbúnaðarfyrirtæki og að samningurinn við það snerist um að koma á koppinn ákveðnu kerfi. Ekki um rekstur á því.“ Hann segir að ætlun Reykjavíkurborgar hafi verið að stofna fyrirtækið S-kort um reksturinn, og bjóða hann svo út eftir nokkur ár. Hann fullyrðir að Smartkort hafi vitað af þessum áætlunum en rekur ekki minni til þess að fyrirtækið hafi gert við það athugasemdir. Um nauðsyn þess að stofna rekstrarfélag um verkefnið seg- ist Björn hafa talið það í hæsta máta óeðlilegt að fyrirtæki á borð við Smartkort stjórnaði og ætti gagnagrunn sem skipti Reykjavík svona miklu máli. „Ég hafði auðvitað að markmiði að tryggja hagsmuni Reykjavíkurborgar og það var ekki kveðið skýrt á um rekstur á grunninum í samningnum um verkefnið,“ segir hann. Lítill árangur Eins og gefur að skilja vannst ekki mikið í verkefninu á meðan þessu fór fram. Í fyrrnefndri greinargerð um verkefnið frá 2006 er það skýrt svona: „ … við innleiðingu og þróun kerfisins komu upp ýmis mál, bæði tæknilegs eðlis og af öðrum toga, sem leiddi til þess að ákveðið var að bíða með aðkomu fleiri stofnana þar til kerfið væri komið í virkni.“ Í júní 2006 var svo loksins farið af stað með tilraunaverkefni um rafrænan aðgang í strætisvögnum. Ásgeir Eiríksson segir prufukeyrslurnar hafa gengið ágætlega. „Það voru nokkur atriði sem átti eftir að leysa en engin óyf- irstíganleg vandamál. Kerfið bauð upp á ýmsa möguleika. Það hefði gert okkur kleift að fylgjast nákvæmlega með eftirspurn eftir þjónustu Strætó og laga framboðið að því. Auk þess hefði verið hægt að þróa það áfram til að bæta þjónustu með ýmsum hætti. T.d. hefði verið hægt að láta farþega vita hvaða stoppi- stöðvar væru næstar, hvenær vagnar væru væntanlegir og tengja vagna umferðarljósum,“ segir Ásgeir. Árið 2007, eftir að meirihlutaskipti urðu í borginni, brá svo við að Ásgeiri var sagt upp störfum sem forstjóra Strætó. „Ég fékk svo sem aldrei neinar skýringar á því hvers vegna ég var látinn fara en mér fannst það mjög miður. M.a. var ég ósáttur við að fá ekki tækifæri til að ljúka þessu verkefni. Það var loksins farið að sjá fyrir endann á því,“ segir hann. Reynir Jónsson tók við starfi framkvæmdastjóra Strætó af Þá segir hann fyrirtækið hafa útvistað verkefni til verktaka í Ástralíu. „Þannig voru menn hinum megin á hnettinum að vinna að óleysanlegu verkefni með ónothæfum tækjum.“ Þorsteinn segir að þegar hér var komið sögu hafi starfs- menn Smartkorta verið orðnir mjög ósáttir við verkefnisstjór- ann Björn Hermannsson. „Það vissu allir að rangar ákvarðanir ógnuðu tilvist félags- ins. Starfið byggðist á framtíðarvæntingum sem voru smám saman að renna út í sandinn. Fyrirtækið stóð við allt sitt en verkefnisstjórn og starfsumhverfi var með þeim hætti að ómögulegt var að ljúka verkinu,“ segir hann. Upp úr sýður Ágreiningurinn milli Smartkorta og Smart Transit virðist svo hafa stigmagnast. M.a. virðist verkaskipting ekki hafa ver- ið nægilega skýr. Smartkort segja Smart Transit hafa reynt að sölsa undir sig gagnagrunn sem þau áttu, samkvæmt samn- ingum við Reykjavíkurborg; Smart Transit halda því hins veg- ar fram að Smartkort hafi ekki haft burði til að leysa verk- efnið. Fljótlega dró til tíðinda. „Smart Transit gerði samn- ing við Reykjavíkurborg sem hljóðaði upp á 150,000 evrur. Upphaflega átti samningurinn að vera fyrir 100,000 evrur en aðilar frá Smartkortum höfðu samband við okkur og sögðu að við þyrftum að greiða þeim 45,000 evrur til að taka þátt í verkinu. Því ætti að bæta við reikninga til Reykjavík- urborgar. Okkur fannst þetta undarlegt fyrirkomulag en satt best að segja töldum við að spilling væri varla til á Íslandi þannig að við gerðum ekki at- hugasemdir við það,“ segir Male frá Smart Transit. Seinna segist hann hafa kom- ist að því að Smartkort hafi líka krafist þess að danska fyr- irtækið Telenor, sem sá Strætó fyrir vélbúnaði, léti fé af hendi rakna. „Þeir heimtuðu enn hærri fjárhæðir af Telenor,“ fullyrðir Male. „Þá fóru að renna á mig tvær grímur. Ég hafði samband við verkefnisstjórann, Björn Hermannsson, og sagði honum hvernig málum væri háttað. Hann benti okkur á að greina stýrinefndinni frá þessu, sem við og gerðum. Ég sagði nefnd- inni hvað hafði gerst og sýndi henni gögn og reikninga sem studdu mál mitt.“ Male segir viðbrögð stýri- nefndarinnar hafa komið sér í opna skjöldu. „Það vildi enginn gera neitt. Líklega hefur einhver pólitík sem ég ekki skil legið þar að baki, en þessu var bara sópað undir teppið, öllu saman,“ full- yrðir hann. Male segir að eftir að hann ræddi við nefndina hafi fyr- irtæki hans verið sett út í kuld- ann. „Stýrinefndin tók ekki mark á ráðgjöf okkar eftir þetta og það var ekki gengið frá öllum greiðslum við okkur. Reykjavíkurborg skuldar okkur ennþá talsvert háar fjárhæðir. Við veltum fyrir okkur að sækja borgina til saka en höf- um einfaldlega ekki fjárhags- legt bolmagn til þess. Þetta vissu borgaryfirvöld og gengu fram í trausti þess.“ Í póstsamskiptum Smart Transit og verkefnisstjórnarinnar kemur fram að Reykjavíkurborg taldi fyrirtækið hafa reynt að hafa fé af borginni með því að smyrja ofan á reikninga til hennar. Borgin krafðist endurgreiðslu á því sem hún taldi of- greitt. Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður segir borgina hafa fengið ábendingu um misferli frá aðila að verkefninu. „Við sáum þó ekki tilefni til opinberrar rannsóknar. Það var orð gegn orði og erfitt að skera úr um hvað hafði gerst.“ Auk þess segir hún að rækilega hafi verið farið yfir störf Smart Transit og þeir fengið greitt fyrir alla vinnu sem þeir inntu af hendi. Borgin hafi svo vegið og metið stöðu málsins og ákveðið að starfa áfram að verkefninu með Smartkortum. Minnisblað verkefnisstjóra til stýrinefndar Reykjavík- urborgar sýnir þó að hugmyndir voru uppi um að slíta sam- starfinu við Smartkort. Í því segir að trúnaðarbrestur hafi orð- ið í verkefninu og skilgreindar eru nokkrar mögulegar leiðir til að halda því gangandi. Ein þeirra er að kóði Smartkorta verði yfirtekinn og þriðja aðila falið að þróa hann áfram og halda honum við. Tekið er fram að óvíst sé hvort hugbúnaður Smartkorta fáist afhentur og fela þurfi lögfræðingi að skera úr um hvort þróun- arsamningurinn leyfi það. Þótt niðurstaðan hafi verið að Reykjavíkurborg héldi áfram samstarfi við Smartkort virðist ýmislegt sem sagt hafa gengið á. „Allt í einu fóru menn að tala um að það mætti deila um Kristbjörg Stephensen, borgarlögmaður Reykjavíkurborg hefði ef til vill átt að fylgjast betur með þróun verkefnisins. Annars er það einfaldlega þannig að því fylgir viss áhætta að taka þátt í þróun- arverkefnum, sérstaklega þegar þau eru unnin í samstarfi við lítil fyrirtæki. Nick Male, fyrrum framkvæmdastjóri Smart Transit Smartkort hafði ekki tæknilega burði til að leysa þetta verkefni. Auk þess komu bæði Reykjavíkurborg og Smartkort óheiðarlega fram við Smart Transit. Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri ÍTR Verkefnið varð of stórt og flókið. Líklega hefði verið betra að ÍTR þróaði kerfi bara fyrir sig. Hugsanlega vorum við líka of snemma á ferðinni, tæknin var ekki orð- in nógu góð. Það hafði auk þess mikil áhrif að Strætó dró sig út úr verkefninu. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó Það tókst aldrei að komast fyrir tækni- lega vankanta. Jafnframt hefur annars konar tækni fleygt fram, þannig að þessi kerfi eru orðin úrelt. Ákvörðunin um að gefa framhaldsskólanemum ókeypis í strætó breytti auk þess öllum fjárhags- legum forsendum fyrir Strætó. Þorsteinn Geirsson, fyrrum framkvæmdastjóri Smartkorta Verkefnisstjórnin var meginástæða þess að þetta gekk ekki sem skyldi. Auk þess stóð Reykjavíkurborg ekki við skuldbind- ingar sínar og breytti tæknilegum for- sendum einhliða og án samráðs. Hvað fór úrskeiðis? Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.