Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vááá, þetta er sko æðisleg gleði, við ætlum sko bæði að vera hinsegin þegar við verðum stór, ég hommi og Sigga lesbía. VEÐUR Fjölmiðlamenn gengu í fyrrakvöldalltof langt í spurningum sínum við Ólaf F. Magnússon borgarstjóra um einkalíf hans og persónulega hagi.     Stjórn-málamenn og aðrar opinberar persónur í okkar litla samfélagi hafa getað gengið út frá því að fá að hafa einkalíf sitt í friði fyrir fjöl- miðlum, jafnvel þótt þeir megi þola óvægna umfjöll- un um stefnu sína og störf.     Þessi markalína hefur oftast veriðvirt og það er áhyggjuefni ef það er að breytast.     Það vekur raunar alveg sérstakafurðu að það séu fréttamenn Ríkisútvarpsins, sem harðast ganga fram í því að spyrja borgarstjórann persónulegra spurninga um einkalíf hans.     Spurningarnar voru eingöngureistar á kjaftasögum.     Borgarstjóri komst ágætlega frásvörunum. Hann sagði að svona lágkúru ætti ekki að varpa út í loftið.     Hanna Birna Kristjánsdóttir, verð-andi borgarstjóri, gerði líka rétt í því að vilja ekki ræða efnislega ein- hverjar kjaftasögur um borgarstjór- ann í Kastljósi. Hún sagði réttilega að hans einkalíf væri hans einkalíf.     Allir eiga rétt á að einkalíf þeirrasé látið í friði. Það á við um stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn og alla aðra, jafnvel þótt þeir séu þátt- takendur í opinberu lífi.     Markalínuna þarna á milli á aðvirða. STAKSTEINAR Ólafur F. Magnússon Yfir markalínuna SIGMUND                            ! " #$    %&'  ( )                  * (! +  ,- . / 0     + -                         12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                   :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).?       !           !               !                                *$BCD                !   "#       $! % &  ' (  (   !   &# ) ! *! $$ B *!   " #  $ %  # %  &  '% (' <2  <!  <2  <!  <2  " &%$  ) *+,'-  CEB F               '   "#  "%*  +"# ,* &#   6  2  '   -        !   .   "%*  '     &#   B  '   -  /   "$   !    .     '   0  &#   ! ./ '00 '% 1 ' , ') 2    Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ „ÉG held að það sé óhætt að segja það upphátt að það er verið að spila þetta eftir eyranu,“ sagði Franz Árnason, forstjóri Norður- orku, um sameig- inlegt umhverfis- mat sem umhverfisráðherra ákvað að fram- kvæmt skyldi vegna álvers á Bakka og tengdra framkvæmda. Á fundi umhverfisnefndar Alþing- is sl. fimmtudag með fulltrúum hagsmunaaðila var bent á að reglur skorti um hvernig standa ætti að sameiginlegu umhverfismati. Sama dag fóru fulltrúar hagsmunaaðila á fund Skipulagsstofnunar m.a. til að leita leiðbeininga um framkvæmd hins sameiginlega mats. „Það fékkst engin lausn á fund- inum hjá Skipulagsstofnun, nema að farið yrði í einu og öllu að reglum sem ekki eru til,“ sagði Franz. Hann sagði að samkvæmt lögum um um- hverfismat ætti að viðhafa samráð um matið og það gilti þá einnig um sameiginlegt mat. Það mundi Skipu- lagsstofnun örugglega gera, en með reglum sem hún þyrfti að smíða jafnhliða framkvæmd umhverfis- matsins. Franz sagði hagsmunaaðila ætla að láta skoða lagalega stöðu sína því ákvörðun ráðherrans þýddi að und- irbúningsframkvæmdum seinkaði um ár. Hann sagði ljóst að sameig- inlegar umhverfismatsskýrslur yrðu ekki tilbúnar fyrr en undir lok næsta árs. Því yrði ekki hægt að fram- kvæma frekari rannsóknarboranir á Þeistareykjum næsta sumar eins og áformað var. Verkefnum sem búið var að ákveða á þessu ári verður lok- ið samkvæmt áætlun. gudni@mbl.is Umhverfismat spilað eftir eyranu  Ætla að kanna lagalega stöðu sína Franz Árnason MARÍUDAGUR verður í Strand- arkirkju í Selvogi í dag, 17. ágúst, kl. 14. Strandarkirkja í Selvogi var í öndverðu helguð Maríu mey og það er gömul hefð að halda Mar- íumessu um miðjan ágúst til að minnast helgisagn- arinnar um himnaför henn- ar. Mörg af feg- urstu tónverkum kristinnar kirkju hafa verið samin Maríu til dýrðar. Pétur Pétursson prófessor pre- dikar í messunni í Strandarkirkju í dag og séra Sigurður Árni Þórð- arson og Hulda María Mikaels- dóttir djákni þjóna fyrir altari. Eftir messu flytur Ásdís Egils- dóttir dósent erindi sem hún nefn- ir Drottning dýrðar. Björg Þór- hallsdóttir sópransöngkona og Elísabet Waage hörpuleikari sjá um tónlistarflutninginn og leiða safnaðarsöng. Þær flytja m.a. úr- val af Maríuljóðum við lög ís- lenskra og erlendra tónskálda. Í veitingastofunni T-bæ í Sel- vogi er hægt að kaupa veitingar. Einnig getur fólk haft með sér nesti og verið úti undir berum himni ef veður leyfir, segir í til- kynningu. Maríudagur í Strandar- kirkju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.