Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Steinn HermannSigurðsson fæddist í Reykjavík 9. september 1946. Hann lést á Líkn- ardeild Landsspít- alans í Kópavogi 31. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru sr. Sigurður Einarsson og Hanna Karlsdóttir. Systk- ini Steins samfeðra voru: Áslaug, Gunn- vör Braga, Sig- urður Örn og Hjör- dís. Steinn kvæntist Maríu Guð- björnsdóttur, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Einar, f. 1965, í sambúð með Soffíu Sig- rúnu Gunnlaugsdóttur, f. 1974. Börn þeirra eru Fjóla María og Viktor Kolbeinn. Frá fyrra hjóna- bandi Auði Sif og Stein Hermann. 2) Hanna, f. 1973, sonur hennar er Pétur Guðbjörn. Steinn átti einnig Þráin, f. 1969, í sambúð með Eyþóru Geirsdóttur. Börn þeirra eru Rakel Eva og Kristín Lea. Seinni kona Steins var Guðný V. Gunnarsdóttir. Hún á Einar Gunnar, í sambúð með Ingunni Svölu Leifsdóttur. Þau eiga Ísak Loga. Frá fyrra sambandi Andra. Steinn og Guðný skildu. Steinn lauk hefð- bundnu grunn- skólanámi og fór í Iðnskólann á Sel- fossi og lærði þar bifreiðasmíði. Að námi loknu starfaði hann hjá Kaup- félagi Árnesinga ásamt sjómennsku. Árið 1968 hóf hann leigubílaakstur og vorið 1970 fór hann að aka rútu fyrir Guðmund Jónasson. Veturinn 1976 flytur hann á Selfoss, þá hafði hann í félagi við aðra keypt Sérleyfisbíla Selfoss sem síðar urðu SBS hf. Þar starfaði hann sem framkvæmdastjóri til ársins 1997. Um þriggja ára skeið starf- aði hann fyrir Kaupfélag Árnes- inga sem umboðsmaður Sam- vinnutrygginga. Árið 1997 flytur Steinn til Reykjavíkur og hefur leigubílaakstur að nýju á BSR og starfaði við það til dauðadags. Útför Steins fór fram í kyrrþey. Ekki grunaði mig að svo stutt væri í að ég myndi þurfa að setja niður minningarorð um pabba. Alla tíð var hann sá sem ég treysti á bæði í blíðu og stríðu. Á stundum sem þessum koma upp ótal minningar. Það er búin að vera undarleg tilfinning þessa síð- ustu daga hvað þessar minningar koma oft upp og eru bæði sterkar og góðar. Samband okkar var alltaf gott og áttum við margar góðar stundir saman. En eitt einkenndi þessa sam- veru, það er að við unnum mikið sam- an, meira og minna í 20 ár. Þegar ég varð tvítugur fór ég að vinna við að keyra rútu og var pabbi þá minn yf- irmaður, gekk það samstarf vel, en það er ekki sjálfgefið þegar feðgar vinna mikið saman. Fyrir um 10 árum snerist dæmið við. Ég skipti um starfsvettvang og í kjölfarið fór pabbi að vinna mikið fyrir mig, bæði á sín- um leigubíl eða á rútu. Það samstarf gekk líka afbragðsvel. Ég sagði stundum við hann að nú væri komið að skuldadögunum, ég hefði gert allt fyrir hann og hann væri núna í mínum sporum. Ekki þurfti ég að hafa áhyggjur af því að hann stæði sig ekki. Skilaði öllu sínu vel og gott bet- ur. Snyrtimennskan og reglusemin var með ólíkindum, sér í lagi varðandi bíl- inn. Stundum þótti manni nóg um og eru til brandarar í fjölskyldunni í þessa veru. Má þar nefna að barna- börnunum þótti það merkilegt hvað afi þeirra þurfti oft að þvo og þurrka. Oft byrjuðu heimsóknir til okkar á því að það var verið að þurrka bílinn fyrir utan. Svo voru sérstök þvottastígvél í bílnum og hárbursti til að greiða sér eftir þvott. Þrátt fyrir reglusemi af þessu tagi var nú óregla líka í hans lífi. Áfengið var dyggur húsbóndi hjá honum og tók oft mikinn toll í hans lífi. Barátta hans við Bakkus var oft hörð og óvægin. Margir lögðu hönd á plóg við að aðstoða hann í þessari bar- áttu. En þrátt fyrir allt töpuðust mörg stríðin og alltaf var það jafnsárt að sjá hvað baráttan var vonlítil. Síðasta barátta hans var á öðrum vettvangi, þá hafði annar óvæginn sjúkdómur tekið sér bólfestu hjá honum. Eins og fyrr tapaði hann því stríði eftir stutta en snarpa baráttu. Það var undravert að fylgjast með því hvað hann tók þessu samt með mikilli ró og virtist undir þetta búinn. Því var ekki fyrir að fara hjá mér, höggið var mikið og á ég eftir að sakna þín, elsku pabbi minn. Ég ætla að kveðja þig eins þú kvaddir mig gjarnan eftir nær dagleg samtöl okkar, „megi Guð vera með þér.“ Þinn sonur, Sigurður E. Steinsson. Það blés ekki byrlega við fyrstu kynni okkar Steins. Í farmiðasölunni á BSÍ um verslunarmannahelgina 8́7 stóðum við stelpurnar í afgreiðslunni og afgreiddum unga farþega sem flestir voru á leið á Laugarvatn eða í Húsafell. Eftir að fregnir bárust af því að fullt væri orðið á tjaldstæðun- um á Laugarvatni vísaði ég samvisku- samlega öllum á að kaupa frekar far með Sæmundi í Húsafell. Að stuttum tíma liðnum birtist Steinn í farmið- asölunni kafrjóður af reiði með Win- stoninn rjúkandi í munnvikinu og fékk ég vel útilátinn pistil um þetta mjög svo illa til fundna sjálfsákvörð- unartökuvald mitt. Ég reis öndverð gegn þessari árás, svaraði fullum hálsi og við áttum þarna okkar fyrsta orðaskak – og ekki það síðasta. Þarna kynntist ég fyrst þeim eiginleika Steins að geta stokkið upp á nef sér fyrirvaralaust. Öðrum ekki síður ein- kennandi eiginleika kynntist ég svo daginn eftir þegar hann einstaklega ljúfur á manninn bað mig afsökunar á atvikinu daginn áður. Ári síðar var hann orðinn tengda- faðir minn, fyrsta barnabarnið á leið- inni og allt vildi hann fyrir okkur gera. Hann kom með á fasteignasöl- una þegar skrifað var undir kaupin á fyrstu íbúðinni, opnaði fyrir mér bíl- hurðina, hífði mig kasólétta út og leiddi upp tröppurnar því það var mikil hálka. Umhyggjan söm við sig þá sem endranær. Á þessum árum fór smám saman að síga harðar á ógæfu- hliðina í baráttu Steins við Bakkus. Stundum gat það gerst seinni árin að afmælis- og jólagjafir væru seint á ferðinni en einhvern veginn gerði það ekkert til því þegar þær komu fylgdu þeim alltaf svo hlý og falleg orð sem voru skrifuð af ósvikinni einlægni og umhyggju. Börn kunna líka lagið á því sem marga fullorðna brestur – að sjá og skilja að alkóhólistinn er ekki bara alkóhólisti heldur fyrst og fremst manneskja eins og við öll erum, og sem slík auðvitað breysk. Steinn var einstaklega góður mað- ur og vildi öllum svo vel þótt hann væri sjálfum sér oft ekki góður. Við áttum gott samtal stuttu áður en hann lést þar sem við ræddum um þau gildi sem mestu skipta í lífinu. Þar vorum við hjartanlega sammála um að þegar komið væri að leiðarlokum skiptu peningar og veraldlegar vegtyllur engu máli heldur það veganesti sem við höfum gefið börnunum okkar. Þar fannst Steini að hann hefði getað gert miklu betur. Mér fannst hann þarna vanmeta þann góða arf sem hann hafði gefið þeim öllum. Víst voru fjar- verur miklar auk þess sem drykkjan tók á köflum allt of stóran toll. En hann hafði hjarta úr gulli og var sá traustasti í hverri raun og það vissi og fann allt hans fólk. Beri börn og barnabörn gæfu til að feta í þau fót- spor er það ómetanlegur arfur. Þegar leiðir okkar Sigga skildi fyrir mörgum árum breytti það engu um ræktarsemi Steins gagnvart mér. Áfram kom hann reglulega í heim- sókn, sýndi lífi mínu og líðan einlægan áhuga, samgladdist og samhryggðist eftir því hvernig vindar blésu. Mér finnst vel við hæfi að kveðja góðan dreng með sömu orðum og hann kvaddi ávallt með: Guð veri með þér. Áslaug Björt Guðmundardóttir. Það er skrítið að setjast niður og leita að réttu orðunum í minningar- grein um afa Stein. Okkar fyrstu minningar um hann eru síðan við bjuggum á Selfossi og hann kom í heimsókn á laugardagsmorgnum með pening fyrir blandi í poka. Hann var líka einn af fáum gestum sem vildu alltaf mikinn sykur í kaffið og skipti svo yfir í gervisykur fyrir nokkrum árum sem hann hafði meðferðis í boxi þegar hann kom í heimsókn. Við mun- um líka eftir jólaboðunum, fyrst í Þór- istúninu þar sem var spennandi dóta- skúffa í eldhúsinu og seinna í Reykjavík. Afi borðaði alltaf manna mest og dottaði svo eftir matinn. Afi Steinn átti alltaf fallega bíla og var mikill snyrtipinni með þá. Við minnumst ótal ferða þar sem var stoppað við hvert tækifæri til að þrífa bílinn. Hann hafði þann vana að líta alltaf yfir bílinn áður en hann gekk frá honum og strauk þá yfir rúður eða spegla ef þörf var á. Afi var alltaf svo góður og um- hyggjusamur. Öll símtöl, jólakort og afmæliskort voru öðruvísi en önnur, þau voru svo hlý og full af fallegum orðum. Nú viljum við kveðja afa á sama hátt og hann kvaddi okkur allt- af. Guð veri með þér, elsku afi. Auður Sif og Steinn Hermann. Steinn Hermann Sigurðsson er örugglega öllum eftirminnilegur sem honum kynntust. Ég var 18 ára gömul þegar ég sótti um vinnu hjá honum í Árnesti á Sel- fossi, en á þessum tíma var hann framkvæmdastjóri Sérleyfisbíla Sel- foss, sem einnig ráku Árnesti. Hann réði mig til vinnu og ég fann fljótt þegar ég fór að kynnast honum að þarna var enginn venjulegur mað- ur á ferðinni. Hann var stjórnsamur, skemmti- legur, skapmikill, stríðinn, snyrtileg- ur, stundum smámunasamur en alltaf sanngjarn og átti auðvelt með að hrósa þegar honum fannst það eiga við. Þegar hann var að leggja mér lín- urnar hvernig hann vildi að hlutirnir ættu að vera, var meðal annars alveg bannað að vera með tyggjó í vinnunni. Rökin sem hann færði fyrir því voru að það væri nú ekki mjög huggulegt þegar verið væri að afgreiða pylsu þá mundi maður missa tyggjóið í pylsu- pottinn. Mér fannst þetta ótrúlegt hug- myndaflug og var að sjálfsögðu aldrei með tyggjó í vinnunni því tilhugsunin um að missa tyggjóið í pylsupottinn var svakaleg! Við stelpurnar sem unnum í sjoppunni vorum duglegar að nýta okkur fríar ferðir til Reykja- víkur með rútunum og sátum þá oft- ast fremst við hliðina á bílstjóranum á rauða kassanum og spjölluðum. Eitt skiptið er Steinn að keyra frá Reykjavík, ég sat á kassanum og við erum að spjalla, þá gleymir hann að beygja inn í Hveragerði. Hann var rétt farinn fram hjá afleggjaranum þegar hálf rútan hrópar: „Á ekki að stoppa í Hveragerði?“ Steinn svarar sallarólegur: „Jú, ég fer inn á næsta afleggjara.“ Þetta sló hann ekkert út af laginu og hann lét eins og hann hafi alltaf ætlað að beygja þar inn. Við rifjuðum oft upp þetta atvik og mörg önnur skemmtileg þegar við hittumst. Eftir að Steinn fór að búa með Guðnýju vinkonu minni kom ég oft á heimili þeirra bæði á Selfossi og eftir að þau voru flutt til Reykjavíkur. Steinn var einstaklega gestrisinn, alltaf stutt í húmorinn og smá stríðni. Hann var alltaf áhugasamur um mig og mína, þó að hann virtist stundum hrjúfur ytra þá var hann tilfinninga- samur og næmur á fólk. Steini var treyst fyrir margvísleg- um trúnaðarstörfum og erfiðum verk- efnum á lífsleiðinni sem hann leysti vel, enda var hann afburðaklár og fljótur að sjá lausn á málum. Því miður var það svo að Bakkus var fylgdarmaður hans um langan tíma og markaði það djúp og erfið spor á hans líf og ástvini hans. Í sumar greindist hann með krabbamein sem tók hann á skömm- um tíma. Þegar ég hitti hann síðast var mjög af honum dregið, hann var samt sjálfum sér líkur, sló á létta strengi og gerði svolítið grín að sjálf- um sér og húmorinn var enn til stað- ar. Elsku Guðný og aðrir ástvinir Steins megi minningin um það góða og skemmtilega í fari hans verða öðru yfirsterkara. Innilegar samúðar- kveðjur til ykkar. Anna Guðmundsdóttir. Látinn er fyrir aldur fram góður kunningi og gamall sveitungi, Steinn Hermann Sigurðsson frá Holti undir Eyjafjöllum. Steini, eins og hann var oftast kallaður, var sonur þeirra heið- urshjóna séra Sigurðar Einarssonar og síðari konu hans, Hönnu Karls- dóttur. Séra Sigurður var þjóðkunnur útvarpsmaður, skáld, prestur og snill- ingur í mælskulist. Frú Hanna var tónlistarkennari, forystukona í söng- starfi kirkjunnar, kvenskörungur. Hjá henni lærði ég fyrst að spila eftir nótum. Prestshjónin voru listamenn og hugsjónafólk, langt á undan sinni samtíð. Haustið 1956 var stofnaður Tónlist- arskóli Rangæinga sem enn starfar í Hvolsvelli. Fyrsta veturinn sóttu krakkar undan Fjöllum spilatíma þar, meðal annars við Steini. Ekki lagði hann þó tónlistina fyrir sig, en hafði alltaf gaman af músík, einkum söng við harmónikkuspil. Snemma kom í ljós að Steini var skapríkur drengur, viðkvæmur og til- finninganæmur. Strax á barnsaldri var hann mikill fyrir sér. Slík hegðun er nú á dögum greind með lærðum hugtökum þroskasálfræðinnar. Í gamla daga dugði eitt orð: Óþægð. Ég kynntist Steina fyrst er hann gekk í Seljalandsskóla, þar kenndu honum Sigmundur á Ásólfsskóla og Sigurður faðir minn. Í Skógaskóla var hann síðan 1959–1962. Þar hnýttust vináttubönd sem dugðu ævina á enda, einkum við krakka úr Hlíðinni og Hvolhreppnum, stelpur og stráka. Í þeim gamla vinahópi var Svanfríður kona mín, milli þeirra hefur ætíð hald- ist tryggur og góður kunningsskapur. Ekki lagði Steini fyrir sig langskóla- nám, hann fékk snemma áhuga á bíl- um og vann alla sína starfsævi sem bílstjóri, bæði á rútum og leigubílum. Steini var vinmargur. Hann átti sér fylgikonu lengst af ævinnar, háls- mjóa, viðsjárverða og ísmeygilega. Margur góður drengur hefur farið illa af slíkum félagsskap, og svo var um Steina. Þegar sá gállinn hafði verið á hon- um um hríð, kom oft fyrir að síminn hringdi. Stundum kynnti hann sig með nafni, stundum þó alls ekki. Af hálkæringslegri röddinni þekkti mað- ur drenginn og strax varð ljóst hvern- ig í öllu lá. Og samtölin gátu orðið nokkuð löng um ólíkustu efni. Steini var margslunginn karakter, gat verið nokkuð hrjúfur á yfirborð- inu, en undir var viðkvæm sál. Góð- hjartaður var hann og greiðvikinn. Hann var höfðingi heim að sækja, það fundum við best þegar hann og Guðný kona hans buðu öllum skólasystkin- unum frá Skógum til veglegrar veislu heima hjá sér á Selfossi. Nú ekur Steini ekki lengur um vegi, götur eða stræti. Hér eftir ekur hann á farkostum eilífðarinnar á leið um móðuna miklu. Þegar vel lá á hon- um var hann brandarakarl og sögu- maður góður, hnyttinn og orðhepp- inn, hálfgerð þjóðsagnapersóna. Ef hann hefði heyrt sorgartal, er eins víst að hann hefði snúið því upp í hálf- kæringsskap og sagt eitthvað skond- ið. Nú, á tímum orkukreppu og elds- neytisokurs, hefði hann jafnvel getið spurt með sínu glaðlega brosi: Skyldi dropinn vera jafndýr hinum megin? Steini er kvaddur með harm í hjarta og þökk fyrir gamalt og gott. Afkomendum og aðstandendum eru sendar samúðarkveðjur. Njáll Sigurðsson. Steinn Hermann Sigurðsson ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Bernódus Sigurðsson frá Bólstað lést á dvalar og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 13 águst. Jarðsett verður frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 21. ágúst kl. 11.00. Sigurður Hólm Bernódusson, Ólöf Hilmarsdóttir, Jónína R. Bernódusdóttir, Ivan Nímó Pulic, Guðrún Bernódusdóttir, Einar Bragi Bergsson, Ingibjörg F. Bernódusdóttir, Valur Anderssen barnabörn og barnabörnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir JÓNÍNA HREFNA MAGNÚSDÓTTIR, frá Kirkjulækjarkoti, lést á Vífilsstöðum föstudaginn 15. ágúst. Hildur Magnúsdóttir, Jóhann Birkir Steinsson, Hjálmar Magnússon, Sigrún Björg Ingþórsdóttir, Hans Guðni Magnússon, Auðbjörg Vordís Óskarsdóttir, Ingigerður Magnúsdóttir, Sigurhans Wium Hansson, Daníel Magnússon, Annkatrine Nilsson, Benjamín Magnússon, Una Björg Gunnarsdóttir, Erling Magnússon, Erla Kristín Birgisdóttir, Hlynur Magnússon, Gerður Árnadóttir. ✝ Faðir minn, tengdafaðir og afi, VILHJÁLMUR H. JÓNASSON, lést þriðjudaginn 12. ágúst. Sveinhildur Vilhjálmsdóttir, Einar Jónsson, Þórunn og Valgerður Anna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.