Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Forn hús Í Flatey eru öll byggð hús í svipuðum stíl. Þorpið, sem samanstendur af nokkrum húsum, minnir helst á minjasafn, sem og raunar öll eyjan í heild sinni. Þar sem tími A ðkoman í Flatey minnir á forna tíma og líkist eyjan helst byggðasafni. Það fyrsta sem blasir við sjónum er frystihúsið við bryggjuna sem er í mik- illi niðurníðslu og minnir á gamla og erfiða tíma. Það spillir þó ekki fyrir gríðarlegri náttúrufegurð sem Flatey og nágrenni hennar búa yfir. Á fyrri hluta 20. aldar var mikil byggð í Flatey og aðstæður góðar. Þegar mest var voru fimm verslanir í þorpinu og var Flat- ey ekki aðeins kaupstaður fyrir eyjarnar í kring heldur kom fólk einnig frá landi til að versla. Fólk réri þá til Flateyjar á ára- bátum, fyrir utan frostaveturinn mikla, 1918. Þá kom fólk gangandi úr landi yfir í eyjuna. Í BA ritgerð sinni fjallar Heiðrún um lífið í Flatey á árunum 1900 til 1940. Í rit- gerðinni kemur fram að atvinnulíf blómstraði á þessum tíma. Flateyingar voru þekktir fyrir að vera hörkuduglegir og þeir voru eftirsótt vinnuafl um landið allt. Frá Flatey var einnig gert út, þar var nægur mannafli og mikið af fiski í sjónum. Útgerðin skapaði líka mikla vinnu í landi. Á veturna stóðu skipin í höfn þar sem gert var við þau. Þá var einnig mikil vinna fólgin í fiskverkuninni. Fiskurinn var salt- aður, þurrkaður og stakkaður og sinntu konur, börn og gamalmenni oftast þeim störfum. Flatey var á þessum tíma miðstöð Breiðafjarðarsvæðis og þangað sótti fólk ýmsa þjónustu og einnig félagslíf. Flat- eyingar voru duglegir við að halda uppi félagslífi, sérstaklega með dansleikjum og leiksýningum í Samkomuhúsinu. Við lok fyrri heimsstyrjaldar varð mikið verðhrun á afurðum sem Íslendingar höfðu selt af landi brott og hafði það mikil áhrif á samfélagið. Eyjamenn og aðrir sem atvinnu höfðu haft í Flatey fluttu í miklum mæli í stærri byggðakjarna og íbúum Flateyjar fækkaði ört. Árið 1942 var gerð tilraun til að blása lífi í atvinnulífið í Flatey. Hafist var handa við byggingu hafskipabryggju og fimm ár- um síðar var stofnað hlutafélag um Hrað- frystihús Flateyjar. Stofnfélagar voru 56 talsins, þeir stærstu Flateyjarhreppur, Kaupfélag Flateyjar og Sigurfari h/f. Bygging þess hófst árið 1948 og tveimur árum síðar var það tilbúið. Þremur árum eftir að það var tekið í notkun, árið 1953, hætti það hins vegar starfsemi eftir að hafa verið lýst gjaldþrota. Meðal ástæðna fyrir gjaldþroti frystihússins voru fiski- brestur, skakkaföll í útgerð og skortur á fjármagni. Í dag er búið í þremur húsum í Flatey allan ársins hring, Læknishúsi, Krákuvör og Sjávarslóð. Íbúarnir lifa á hlunnind- unum en í Flatey er haldið búfé, hænsn og einnig er mikið um æðavarp. Þeir taka einnig að sér hin og þessi störf. Til að mynda bjóða þeir upp á gistingu, leigja út húsnæði, sjá um pósthúsið, taka á móti gestum og hjálpa þeim með farangur. Aðalsmerki Flateyjar er fjölbreytt fuglalífið. Aðalfuglategundirnar í Flatey eru kría, rita, lundi, æðarfugl og teista en einnig er þar fjöldinn allur af smáfuglum. Þó svo að búfé, nokkur hænsn og fuglar séu nú einu húsdýrin í Flatey, fyrir utan einn gamlan og lúinn hund, hafa önnur dýr verið haldin þar. Um tíma voru kýr í Flatey og fjölmörg örnefni tengd svínum gefa til kynna að þar hafi einhvern tímann verið svínarækt. Heiðrún segir að það hafi einnig verið hestur í Flatey á sínum tíma. „Sagan seg- ir að hann hafi verið alinn á grjónagraut mestan part ævi sinnar og líkað lífið vel. Þar sem hann hafði aldrei séð annan hest, taldi hann sig eina hest í heiminum og hegðaði sér eftir því.“ Hún bætir því samt við að kannski sé það tilbúningur að það hafi verið eldað ofan í hestinn Niðjar fyrrum íbúa Flateyjar, sem ekki gátu selt húsin sín, njóta þess í dag að eiga hlut í þessum húsum. Yfir sumartím- ann eru húsin þéttskipuð. Samfélagið er lítið og vinalegt og allir þekkja alla. Á göngu um þorpið getur að líta fólk sem dundar sér við að gera að húsum sínum og búa til stíga og tröppur. Allt er það þó gert í stakri ró og enginn flýtir sér. Það er eins og tíminn nemi staðar, hann skipt- ir í það minnsta ekki máli. Það kostar sitt að viðhalda húsunum enda er skilyrði að þeim sé haldið vel við. Því reyna eyjabúar að gera smáhluti sjálfir en ráða ut- anaðkomandi aðeins til stærri verka. Að sögn Heiðrúnar eru allar stórar framkvæmdir tengdar Flatey sem lagt er út í unnar í sameiningu. „Í fyrra fengu Flateyingar gefins vatnstank og í sumar tóku íbúar sig til og lögðu vatnslögn frá bryggjunni og inn í þorpið. Áður fyrr fengu þeir vatn úr gömlu brunnunum, sem oft var litað mórauða og með járn- keim. Nú fyllir ferjan Baldur hins vegar á vatnstankinn í hvert sinn sem hún á leið hjá,“ segir Heiðrún. „Flateyingar eru samt sparir á vatnið, enda er það fljótt að klárast þegar svo margir eru þar saman komnir.“ Fjáröflunarnefnd Flateyjarkirkju starf- ar að fjáröflunarstarfi til stuðnings við- gerðum og endurbótum á kirkjunni. Flat- eyjarkirkja var vígð árið 1926. Það sem vekur athygli flestra eru myndir í lofti kirkjunnar sem Baltasar Samper málaði fyrst árið 1964. Hann málaði svo nýjar myndir í loftið ásamt eiginkonu sinni árið 1992, en þá höfðu þær gömlu skemmst vegna raka. Myndirnar sýna þætti úr at- vinnulífi og sögu h arhrepps. Þeir sem þekkja fjarðar gætu þekk myndunum. Mynd sinna daglegum st við bátasmíði, að k skinn. Bak við kirkjuna bókhlaða Íslending 1864. „Presturinn hana opna í smá s dagsmessu,“ segir sögn var bókasafn íbúa Flateyjar. Nú kosturinn hins veg Landsbókasafn og Magnússonar. Gunnar Sveinsso eyjabúi og mikill á Hann ritstýrir sím eyjarbók hinni nýj in út undanfarin á un fyrir endurbótu Símaskráin hefur m símanúmer. Þar er sögu húsanna, men leifagröft og marg Nú eru ekki ma í Flatey en um sum hverju húsi. Starfr pakkhúsi, Stórapa Samkomuhúsi, er v eru enn haldin böl forðum daga. Í kja Saltkjallaranum, v Aðkoman Gamla frystihúsið bl hafa Flateyingar hugsað sér að Pósthúsið Í Flatey er að finna allt til alls, meira að segja pósthús. Það þarf þó ekki að vera stórt til að þjónusta íbúana og er einungis opið í klukkustund á dag. Friður og ró Eitt af Sækir í Flatey Heiðrún naut þess að leika sér í Flatey sem barn. Enn þann dag í dag sækir hún eyjuna reglulega heim til að slaka á og komast frá erli borgarinnar. Breiðafjörður er víðáttumikill fjörður umlukinn fjöllum á þrjá vegu. Í firðinum eru fjöldi eyja, hólma og skerja. Á Flatey búa ekki margir, en fleiri koma þangað yfir sumartímann í fríum. Heiðrún Eva Konráðsdóttir lauk nýverið BA ritgerð í sagnfræði um samfélagið í Flatey á fyrri tímum. Hún fór með Guðnýju Hrafnkelsdóttur og Guðmund Rúnar Guðmundsson ljós- myndara og fræddi þau um eyjuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.