Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Sakamál Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is B lóðblettir voru á teppum og svefnpokum í tjald- inu þar sem litla tíu vikna stúlkan hafði leg- ið. Móðir hennar vissi strax hvað hafði gerst. Hún hafði séð villihundinn, dingóinn, laumast út úr tjaldi fjölskyldunnar og þótt hún sæi ekki að hann bæri neina byrði þá hlaut hann að hafa tekið barnið. Rétt 28 ár eru liðin frá því að Az- aria litla Chamberlain hvarf úr tjald- inu á ferðamannastaðnum Ayers Rock í Ástralíu. Mikil leit hófst strax sama kvöld, spor villihundsins voru rakin og enginn efaðist um orð móð- urinnar, Lindy Chamberlain. Hún, Michael eiginmaður hennar og tveir synir, Aidan 6 ára og Reagan 4 ára, áttu samúð heimsbyggðarinnar. Almenningsálitið snerist hins veg- ar harkalega gegn Lindy. Af hverju var hún svona ákveðin og rökföst þegar hún hefði átt að vera miður sín? Af hverju grét hún ekki í við- tölum? Gat verið að hún hefði sjálf myrt dóttur sína? Allar ásakanirnar voru mjög svipaðar þeim sem móðir Madeleine litlu McCann þarf að þola nú um stundir. Hér á landi hefur móðursýki almennings og fjölmiðla aldrei náð viðlíka hæðum en ofstop- inn sem greip fólk þegar lítill hundur hvarf á Akureyri sýnir að Íslend- ingar lúta líklega sömu lögmálum í stjórnleysinu og aðrar þjóðir. Kapp fremur en forsjá Saga Lindy Chamberlain er öm- urlegt dæmi um hvernig vanhæfni lögreglu og tilhneiging almennings til að túlka hálfsannleika og lygar á versta veg getur lagt líf fólks í rúst. Þótt ekkert benti til annars en að villihundur hefði tekið barnið tókst lögreglunni að finna blóð á mæla- borði í bíl fjölskyldunnar, sem síðar reyndist vera olíukenndur vökvi sem finna mátti í flestum slíkum bílum. Teppi úr tjaldinu, með fótsporum villihundar á, var sent í rannsókn og kom þaðan án nokkurra ummerkja um sporin. Þegar rifinn fatnaður litlu stúlkunnar fannst í óbyggð- unum spunnust sögur um að hann hefði verið snyrtilega brotinn sam- an, þótt vitni segði að svo hefði ekki verið. Sérfræðingur lögreglunnar sagði ekkert munnvatn úr villihundi greinanlegt á fatnaðinum en síðar kom í ljós að þar sem ekkert próf var til svo hægt væri að ganga úr skugga um þetta hafði hann sjálfur búið slíkt próf til og því engin reynsla af notk- un þess. Menn sögðu líka fullum fetum að ástralskur villihundur gæti ekki haldið á 10 vikna kornabarni. En þó hafa slíkir hundar sést hlaupa með stóra héra í kjaftinum langar leiðir og þeir hafa jafnvel borið kengúrur. Föt Azariu litlu voru ekki bitin í sundur heldur klippt, sagði einn sér- fræðingur. Hann hafði prófað að hengja innpakkaðan kjötbita á þyngd við barnið í kjaft höfuðkúpu af villihundi en umbúðirnar rifnuðu ekki eins og föt stúlkunnar. Lindy Chamberlain hreytti út úr sér að þessi rannsóknaraðferð væri svipuð og að setja ristaða brauðsneið á milli gervitanna og ætlast til að þær bitu hana í sundur. Athugasemdin þótti hnyttin en auðvitað líka til marks um kaldlyndi konunnar. Vinsælasta kenningin var á þá leið að Lindy Chamberlain hefði myrt dóttur sína um miðjan dag af því að dóttirin var andlega fötluð. Sem ekki var rétt. Svo átti hún að hafa gengið um með lík hennar í fanginu til að villa um fyrir öðru fólki á tjaldstæð- inu. Sem stóðst ekki, því annar ferðalangur hélt á barninu um stund og margir heyrðu það ambra og gráta og sáu það hreyfa sig. Loks átti hún að hafa falið lík barnsins í myndavélatösku í bíl þeirra hjóna og grafið það á meðan aðrir leituðu að því. Sérfræðingar lögreglu fundu ummerki um blóð í bílnum, en síðar reyndust þær rannsóknir meingall- aðar. Fjölmiðlar héldu því fram fullum fetum að nafnið Azaria þýddi í raun „fórn í eyðimörkinni“. Og hirtu fæst- ir um að geta raunverulegu merk- ingarinnar: „Blessuð af Drottni.“ Ef þeirrar merkingar var getið fylgdi sögunni að hjónin væru Sjöunda dags aðventistar og sú trú þeirra gerð tortryggileg á ýmsan hátt. Þau voru sögð djöflatrúar og fjölmiðlar trylltust þegar lítil líkkista fannst á heimili þeirra. Hún var nokkurra ára gömul og hafði verið eins konar leik- munur þegar heimilisfaðirinn vann að áróðri gegn reykingum en sú staðreynd komst illa til skila. Chamberlain-hjónin lágu undir ámæli vegna þess að þau skildu dótt- ur sína eftir í tjaldinu hjá sofandi fjögurra ára bróður sínum á meðan Lindy gaf eldri drengnum mat við varðeld nokkra metra í burtu. Sú gagnrýni er nánast samhljóða þeirri sem beinist að McCann-hjónunum fyrir að hafa skilið Madeleine eftir með öðrum sofandi börnum í hót- elherbergi, stutt frá kvöldverð- arborði þeirra. Lögreglan fann Azariu litlu ekki, né dingóinn sem átti að hafa tekið hana. Þá beindist athygli lögregl- unnar að móðurinni. Á sama hátt beindist athygli portúgölsku lögregl- unnar að Kate McCann þegar leitin að Madeleine bar ekki árangur. Kate hefur nánast alltaf haldið stillingu sinni opinberlega og því dæmd harð- brjósta móðir, rétt eins og Lindy. Lindy dæmd fyrir morð Fyrsta niðurstaða dánardóm- stjóra, í febrúar 1981, var að villi- hundur hefði tekið barnið. Lög- reglan og embætti saksóknara hélt rannsókninni hins vegar áfram og málið var tekið upp í september sama ár. Sérfræðingur hélt því fram að blóðið við hálsmál samfestings sem barnið var í hefði komið úr sári þegar barnið var skorið á háls. Ekki bitið á háls. Hvert vitnið á fætur öðru styrkti framburð Lindyar. Barnið hefði ver- ið lifandi þegar Lindy fór með það í tjaldið og hún hefði farið til baka ör- skömmu síðar að athuga með líðan þess þegar grátur barst frá tjaldinu. Sérfræðingar sýndu að próf á blóð- rauða, sem átti að sýna einkenni ungbarnablóðs, sýndi sams konar svörun við blóði fullorðinna eða jafn- vel kókómjólkinni sem var í bílnum! Vitni sýndu líka fram á að villi- hundar gætu hæglega náð bráð sinni úr umbúðum og það með ummerkj- um sem líktust því helst að klippt hefði verið á klæðið. Sá framburður virtist lítil áhrif hafa, rétt eins og framburður vitna um að villihundur hefði léttilega dregið þriggja ára barn út úr aftursæti bíls. Eftir löng réttarhöld var Lindy Chamberlain dæmd sek um morðið á dóttur sinni og dæmd í lífstíðarfang- elsi. Michael eiginmaður hennar var dæmdur samsekur, en hlaut 18 mán- aða skilorðsbundið fangelsi. Hann hugsaði um drengina þeirra tvo og litlu stúlkuna þeirra, sem fæddist innan fangelsisveggjanna skömmu eftir að dómur féll. Dingóinn tók litlu stúlkuna – og rökhugsun Ástrala  Saga Lindy Chamberlain lýsir vanhæfni lögreglu og móðursýki almennings og fjölmiðla  Upphrópanir um fjölskyldu Azariu minna um margt á umfjöllun um mál Madeleine McCann Í mömmufangi Michael og Lindy Chamberlain, umkringd fjölmiðlafólki, halda uppi stórri mynd af Lindy með Azariu litlu í fanginu. AP Villtur Ástralski dingóhundurinn er villidýr sem hefur oftar en einu sinni ráðist að börnum. Sumir efast samt enn um sögu Lindy Chamberlain. Sakamál Azaria litla hefur aldrei fundist, en allt bendir til að hún hafi orðið áströlskum villihundi að bráð. Stjórnmál Hvítir þjóðernissinnar í Bandaríkjunum binda vonir við að kjör Obama efli samtök þeirra. Listir Frakkinn Pilippe Petit hló að hættunni og lögreglunni í New York þegar hann gekk á línu milli Tvíburaturnanna. VIKUSPEGILL»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.