Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2008 43 Lögga, læknir og lögfræðingur Kippan AF HVERJU GET ÉG EKKI BARA JÁTAÐ EN SAGT AÐ UM STUNDAR- BRJÁLÆÐI HAFI VERIÐ AÐ RÆÐA VEGNA ÞESS AÐ ÞAÐ ER EKKERT Í LÆKNASKÝRSLUNNI SEM BENDIR TIL NEINS SLÍKS ÞAÐ VÆRI SAMT FRÁBÆRT EF ÞÚ GÆTIR HALDIÐ ÞVÍ FRAM AÐ UM STUNDARHEIMSKU HAFI VERIÐ AÐ RÆÐA ÉG HEYR I Í SJÓNU M! ÉG KENNDI HONUM AÐ BORÐA HEIMA- VERKEFNIN MÍN RÚNAR VAR ALHLIÐA- ÍÞRÓTTAMAÐUR EN ÁKVAÐ AÐ SÉRHÆFA SIG Í LETI OG BJÓRDRYKKJU Velvakandi ÞAÐ er varla hægt að greina litla fuglinn sem veldur þessum gusum í Ráð- hústjörninni, en þarna er starri á ferð að skola af sér rykið. Morgunblaðið/Ómar Í baði við Ráðhústjörnina Fíknir, forvarnir og ferðamála framtíð HVERNIG er menn- ingin á Íslandi miðað við mörg önnur lönd. Ís- lenskir tónlistarmenn eru sumir orðnir heims- þekkt vörumerki en það enn þekkt hvað við Ís- lendingar eru ýmist mjög lokaðir eða þá að öfgarnar fara langt úr hófi. Það er gömul saga að landinn er ekki kom- inn í stuð fyrr en eftir kvöldmat á laug- ardögum þegar búið er að birgja sig upp af áfengi. Verðum við þá fyrst eðlileg og opin? Ég er ekki opinn sjálfur frekar en aðrir landar mínir. En ég hef ekki áhuga á að fela mig í áfengi eða öðrum efnum, heldur vil ég vera ég sjálfur í skjálfta eða stolti. Það er skrýtið með okkur Íslend- inga að við erum vinnufíklar, en ekki „barna-fíklar“, eða „fjölskyldu-fíklar“. Nei, vinnum heldur sem mest og það þarf engan tíma fyrir framtíð þessar þjóðar, „börnin“. Nú skríður yfir okk- ur kreppa, þá fyrst skapast stundir foreldra með börnum sínum. Einelt- isfíklar láta fórnarlömbin ef til vill í friði, vegna hungurs sem komið er með gerendur í einelti. Sjálfsvíg tengd einelti og sami vandi hefur verið með Byrgismál. Öll stjórn- kerfi alþýðunnar sem í grunninn eru heimilin, síðan skólinn, þá félags/ heilbrigðis/menntamálaráðuneyti og það valdamesta, forsætisráðuneytið. Enginn vill bera ábyrgð og þetta er orðið öngþveiti. Það verður þá líklega bara töff að fá kreppuna. Er töff að vera fíkill? Nei það er mestur þokki og persónutöfrar í því að vera allsgáður og hafa laugardagskvöld helst á öllum dögum og öllum stundum. Sjáið er- lendis þar sem eru tónlistar/ fjöllistamenn við iðju sína úti á torgum. Af hverju er þetta ekki til á Íslandi, við sem erum með fjöllistamenn á heimsmælikvarða. Það þarf örugglega einhver að taka frum- kvæðið í götumenning- unni á Íslandi og það hefur lítill hópur gert í miðbænum á Akureyri undanfarnar vikur með vinnuheitinu „Skapandi sumarstarf“, hópur sem vann til verðlauna í fjöl- listakeppni (sjá umfjöll- un í Morgunblaðinu fyr- ir stuttu). Ljóð, tónlist, djassballett, eróbikk í einleik og t.d. aflraunir við kaffikringlur. Ferða- menn jafnt sem heimamenn urðu for- vitnir. Forvarnir fíkna, öfga og hroka þarf að byrja á „núlli“, fara út á göturnar þar sem „yfirvöld vinna ekki“, en auð- vitað samvinna við lögreglu, og þar sem fjölskyldan getur mætt saman og þarf jafnvel að „kynnast uppá nýtt“ án áfengis, aðeins vatn, hafragraut og rúgbrauð í nesti og ná helst góðu jarð- sambandi með ferskar vindáttir, sjáv- arseltu, gróður, moldarlykt í vitin. Þ.e.a.s. bestu vímuefni sem við eigum. Það sem ég þekki til fíknar (tóbak), er að við þurfum að finna hjá okkur styrkleikana en ekki veikleikana. Að finna sér áhugamál óskylt fíkninni, að dreifa huganum, en ef það gengur ekki, þá að leita betur eða að fá aðstoð til þess. Atli Viðar Engilbertsson, fjöllistamaður og talsmaður Fárs- ins, forvarnarstofu.      Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Ferðakl. Flækjufótur í samvinnu við Bændaferðir fer í 8 daga ferð til Þýskalands 22.-29. sept. nk. Eigum nokkur sæti laus. Allar uppl. í síma 898-2468. Allir velkomnir í ferð með Flækjufæti. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofa félagsins er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 10-11.30. Einnig er op- ið í Gjábakka á miðvikudögum kl. 15-16. Sími félagsins er 554-1226. Félagsvist er spiluð eins og verið hefur. Sjá nánar á www.febk.is. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur sunnudagskvöld kl. 20. Dans- hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Púttkennsla er við Hlaðhamra á mánudögum og föstudögum kl. 14. Áhöld lánuð á staðnum. Uppl. í síma 586-8014 eftir hádegi. Félagsstarf Gerðubergs | Á morgun kl. 9-16.30, vinnustofur opnar, m.a tréút- skurður og fjölbreytt handavinna, frá há- degi spilasalur opinn. Mánud. 25. ágúst kl. 16 er fundur hjá Gerðubergskórnum, nýir félagar velkomnir. Þriðjud. 2. sept. hefst glerskurður, umsj. Vigdís. Fimm- tud. 4. sept hefst myndlist, umsj. Nanna, s. 575-7720. Alla virka daga er fjölbreytt dagskrá kl. 9-16.30, m.a. opn- ar vinnustofur, spilasalur, (vist, brids og skák), kórstarf, o.m.fl. Unnið er að gerð haust- og vetrardagskrár, óskað er eftir ábendingum um hvers konar frístund- astarf. Uppl. á staðnum, s. 575-7720 og gudrun.jonsd@reykjavik.is. Hraunbær 105 | Skráning er hafin á námskeið, myndlist byrjar 1. sept., gler- skurður 2. sept, útskurður 15. sept., postulín 18. sept, handavinna og leikfimi eru byrjuð. Skráning og fleiri uppl. á skrifstofu eða í síma 411-2730. Hæðargarður 31 | Listasmiðjan er opin. Hugmyndabankinn opinn. Hvað er það besta við Hæðargarð? Hverju má breyta? Hvað má laga? Hvað ber að gera öðruvísi? Viltu kvarta yfir ein- hverju? Ertu með góða hugmynd sem þú vilt koma í framkvæmd í fé- lagsstarfinu í vetur? Kíktu við í vikunni, s. 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Ringó og pútt á flötinni við Gerðarsafn miðvikud. kl. 12 og laugard. kl. 13. Línudans í Húnabúð, Skeifunni 11, Rv. kl. 17. Uppl. í síma 564- 1490 og 554-5330. Vitatorg, félagsmiðstöð | Nú erum við byrjuð að skrá í námskeið vetrarins t.d. bútasaum, postulínsmálun, leirlist, gler- skurð og glerbræðslu, bókband. Allir vel- komnir óháð aldri eða búsetu. Komum saman í góðum félagsskap. Hringdu og kynntu þér málið, uppl. í síma 411-9450. Kirkjustarf Fríkirkjan Kefas | Almenn samkoma kl. 20 þar sem Bryndís Svavarsdóttir pré- dikar. Á samkomunni verður lofgjörð og boðið til fyrirbæna. Að samkomu lokinni verður kaffi og samvera auk þess sem verslun kirkjunnar verður opin. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Mánudaga spiluð félagsvist kl. 13. Kaffi miðvikudaga. „Stund“ í kirkjunni kl. 11. Súpa. og brids klukkan 13. Föstudaga spilað „brids“, aðstoð fyrir dömur, kl. 13. Kaffiveitingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.