Morgunblaðið - 18.08.2008, Page 6
6 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heimsferðir bjóða frábært stökktu tilboð á síðustu sætunum til
Costa del Sol, 21. ágúst í 1 eða 2 vikur og 28. ágúst í viku.
Þú bókar og tryggir þér sæti og 4
dögum fyrir brottför færðu að vita
hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og
tryggðu þér sumarfrí á frábærum
kjörum á vinsælasta
sumarleyfisstað Íslendinga.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Costa del Sol
Allra síðustu sætin!
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
frá kr. 59.990
21. eða 28. ágúst
Verð kr. 59.990
Netverð á mann, m.v. 2-4 í
herbergi / stúdíó / íbúð í viku, 21.
eða 28. ágúst. Aukavika kr. 15.000
(aðeins í boði í brottför 21. ágúst).
Stökktu til
Gegn hatursglæpum
Lagt er til í áfangaskýrslu um hatursglæpi að lögreglumenn fái fræðslu
um slík afbrot Refsimörk hegningarlaga vegna hatursglæpa verði hækkuð
TILLÖGUR um ýmsar aðgerðir til að fækka hat-
ursglæpum er að finna í nýrri áfangaskýrslu um
stöðu og þróun hatursglæpa á Íslandi og innan að-
ildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu
(ÖSE). Skilgreiningar á hatursglæpum geta verið
mismunandi eftir löndum. ÖSE segir hatursglæp
vera verknað sem skilgreinist sem brot eða afbrot
samkvæmt hegningarlögum. Sá sem framdi brotið
þarf að hafa valið fórnarlambið vegna þess að það
tilheyrði ákveðnum hópi eða brotamaður taldi það
tileyra ákveðnum hópi. Þótt talað sé um haturs-
glæp þá er það mismunun, en ekki hatur, sem ligg-
ur að baki afbrotinu. Skýrslan er birt á heimasíðu
lögreglunnar.
Í tillögunum, sem byggja á greiningu á stöðu
mála á Íslandi og í nágrannalöndunum, kemur m.a.
fram að löggæsluyfirvöld þurfi að mæta þróuninni
á þessu sviði með því að efla þjálfun og fræðslu. Í
skýrslunni er bent á að lögreglumenn hér á landi
fái hvorki sérstaka kynningu né sitji námskeið um
hatursglæpi eða hvernig bregðast eigi við slíkum
brotum. „Ætla má að bæta þurfi þekkingu lög-
reglumanna á þessum málaflokki í ljósi þess
hversu fáir hatursglæpir eru skráðir á Íslandi,“
segir m.a. í skýrslunni. Því er talið að bæta þurfi
skráningu hatursglæpa, bæði söfnun upplýsinga
og flokkun. Þá er lagt til að aflað sé upplýsinga um
stöðu mála sem tengjast hatursglæpum innan
refsivörslukerfisins. Eins verði skráðar aðgerðir
íslenskra stjórnvalda og annarra sem hafa það að
markmiði að koma í veg fyrir eða fækka haturs-
glæpum.
Lagt er til að í VIII. kafla í almennum hegning-
arlögum verði ákvæði um heimild til að þyngja
dóm ef sannað þykir að sakborningur hafi mis-
munað fórnarlambi. Eins er lagt til að refsimörk
vegna brota á greinum 125, 180 og 223 a í hegning-
arlögum verði hækkuð, og að breyting verði gerð á
65. grein stjórnarskrárinnar. Þar segir að allir
skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda
án tillits til ýmissa atriða sem talin eru upp. Lagt
er til að þeim atriðum verði fjölgað. gudni@mbl.is
SKÓGRÆKTARFÉLAG Íslands samþykkti á nýafstöðn-
um aðalfundi ályktun um að skógrækt og skógarreitir fái
sinn sess í skipulagslögum. „Við erum að þrýsta alvarlega
á stjórnvöld til að koma í veg fyrir þann núning sem orðið
hefur undanfarin ár vegna skerðingar á útivistarsvæðum
og skóglendum,“ sagði Brynjólfur Jónsson, framkvæmda-
stjóri félagsins. Þá ályktaði félagið einnig um að sett verði
ný skógræktar- og landgræðslulög. Eins var samþykkt
ósk um að komið verði upp steingervingasafni á Vestfjörð-
um. Þar er að finna merkilegar menjar í jarðlögum um
forna skóga.
73. aðalfundur Skógræktarfélagsins var haldinn 15.-17.
ágúst sl. í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Auk venjulegra að-
alfundarstarfa heimsóttu fundarmenn m.a. Sanda í Dýra-
firði, þar sem afhjúpað var nýtt skilti. Toyota á Íslandi hef-
ur styrkt skógrækt þar í um tvo áratugi og færði Magnús
Kristinsson, stjórnarformaður Toyota, Skógræktarfélagi
Dýrafjarðar nestisborð fyrir skóginn og keðjusög að gjöf.
Magnús Gunnarsson var kjörinn formaður félagsins og
var formaður í fyrsta sinn kjörinn beinni kosningu.
Skógræktin fái sinn fasta
sess í skipulagslögum
Skógræktarfélag Íslands vill
fá sett ný skógræktarlög
Ljósmynd/Skógræktarfélag Íslands
Toyota-skógur Páll Samúelsson og Magnús Kristinsson
við skiltið sem afhjúpað var í skóginum í Dýrafirði.
Eftir Birki Fanndal Haraldsson
Mývatnssveit | Mikið sólfar hefur
verið við Mývatn í sumar og tíð á
margan hátt gjöful. Þannig náðu
bændur heyjum sínum á mettíma
vel verkuðum. Sá hængur er þó á
annars góðu sumri að mjög lítil úr-
koma hefur verið lengst af og nú er
svo komið að farið er að stórsjá á
gróðri. Tún eru að hvítna upp, út-
haginn sölnar og á rofsvæðum
Austurfjalla og á Suðurafrétti
rjúka moldarmekkir hátt til himins
þegar bætir eitthvað í vind.
Mikill þurrkur
við Mývatn
Morgunblaðið/Einar Falur
SVO illa vildi til í gærdag að kona
datt af hestbaki norðan við Skaga-
strönd.
Að sögn lögreglunnar á Blöndu-
ósi hlaut hestakonan meiðsl í
mjöðm og var þegar flutt á heil-
brigðisstofnunina á Blönduósi til
nánari skoðunar.
Þaðan mun hún hafa verið flutt
til Reykjavíkur til frekari aðhlynn-
ingar.
Meiddist við
fall af hestbaki
UNGIR sem aldnir skemmtu sér prýðilega um
helgina á árlegri hátíð Prýðifélagsins Skjaldar,
félags íbúa Skerjafjarðar sunnan flugvallar.
Að öðrum atriðum ólöstuðum var hápunkt-
urinn fótboltakeppni barna, sem Pétur Marteins-
son, meistaraflokksmaður í KR, stýrði af miklum
myndarskap. Um kvöldið var svo komið að þeim
fullorðnu, sem grilluðu og skemmtu sér fram eft-
ir kvöldi.
Hverfishátíð íbúa Skerjafjarðar sunnan flugvallar
Prýðisgóður dagur í Skerjafirðinum
Morgunblaðið/Frikki
Morgunblaðið/Frikki
SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð-
isins fékk tilkynningu um eld í gas-
kút kl. 12.30 í gærdag. Gaskúturinn
var festur við gasgrill í heimahúsi
við Álfatún í Kópavogi.
Húsráðandi hafði sjálfur reynt að
skrúfa fyrir gasið en eldurinn jókst
við tilraunir mannsins. Að sögn
slökkviliðs logaði talsverður eldur
þegar að var komið. Var hann
slökktur með vatni, skrúfað fyrir
og kúturinn kældur. Talið er að ör-
yggislok á kútnum hafi lekið.
Talsverður
eldur í gaskút