Morgunblaðið - 18.08.2008, Síða 19

Morgunblaðið - 18.08.2008, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2008 19 Vinahót Óskar Jensen er 102 ára í dag. Hann og Carlos Soto, starfsmaður á Vífilsstöðum, halda sér í formi með hnefaleikum. Þeir sýndu tilþrifin eftir að Óskar fékk afmælisraksturinn sinn í gær. Ómar Blog.is Ransu | 17. ágúst 2008 Of og van í íslenskri myndlist Í sérblaði Fréttablaðsins um menningu og listir er rætt við nokkra menning- arvita um ofmetnustu listaverkin. Í myndlistinni er það Hannes Sigurðsson sem velur ofmetnasta listaverkið sem hann segir vera Mona Lisa. Mikið er ég sammála honum og vitna þá hér með í grein sem ég skrifaði í lesbók í vor um Monu Lisu. ... að frægð lista- verksins komi til af því að myndinni var stolið árið 1911 og í 2 ár hengdi Louvre- safnið myndir af Monu um gjörvalla Evr- ópu og sendi tilkynningar í hús „Hefur þú séð þetta málverk?“ með mjólkurpóst- inum. Þegar verkið komst svo til skila var það orðið frægasta málverk heims og óvart fyrsta markaðssetta listaverkið. Mig langar að taka þátt í þessum leik á blogginu mínu með Ísland í huga. Meira: ransu.blog.is Ómar Ragnarsson | 17. ágúst 2008 Fyrir fjórtán árum í Kópavoginum Hið breska mál um há- vaðakynlífið er ekkert nýtt fyrir Íslendinga. 1994 kom upp sams konar mál í blokk í Kópavoginum, og þurfti ekki drynjandi tón- list til að gera allt vitlaust, parið sá sjálft um að halda vöku fyrir blokkaríbúum heilu næturnar að sögn með óhljóðum úr eigin börkum. Málið fjaraði út en þó minnir mig að það hafi ekki verið fyrir atbeina dómsvaldsins. Á sínum tíma afgreiddi ég málið með eft- irfarandi stöku: Þau listdans í lostanum stíga / Hann lætur ei deigan síga / tímunum saman / tryllt er það gaman / en þarf maðurinn aldrei að míga? Meira: omarragnarsson.blog.is HÆSTIRÉTTUR er okkar æðsta dóm- stig og á að njóta virð- ingar og trausts al- mennings sem ein meginstoð sjálfstæðis og fullveldis þjóð- arinnar. Hæstarétt skipar ágætisfólk sem kann sín fræði. Þess óska ég af einlægni að gömul hefð verði hald- in, að deila sem minnst um dóma og úrskurði Hæstaréttar. Þrátt fyrir þessa fallegu hugleið- ingu um æðsta dómstól landsins áskil ég mér rétt blaðamannsins í mér til þess að vera ögn kvikind- islegur í bland við hrósið. Þá minnist ég þess að merkur fræðimaður í lögum og spjallkunn- ingi minn meðan hann lifði, sagði í mín eyru eitt sinn að sárt þætti sér að brautskráðir væru upp á „prae“ lagajúristar (svo!) sem ekki hefðu „common sense“. Hér er vert að staldra við. Ekki er fyrir það að synja að fólk getur lok- ið alls kyns skóla- prófum í fræðum og vísindum án þess að hafa dómgreindina í lagi. Ég fylli þann flokk sem er það blöskrunarhella að Hæstiréttur (raunar fáskipaður) veigrar sér við að setja hömlur á ferðir og atferli manns sem fyrrverandi sambúð- arkona hans óttast að muni hrjá sig og ofsækja, enda reynslunni ríkari af hrottaskap hans á sambúðarárum þeirra. Hví var ekki hægt að leyfa nálgunarbann í þessu tilfelli, smá- vægilega frelsisskerðingu miðað við aðstæður og málsatvik? Ekki ætla ég að bregða hlutaðeig- andi dómurum um dómgreind- arleysi. Kvikindisskapur minn er ekki nógu grófur til þess. En varla er ofsagt að þeir höfðu alla burði til þess að leysa úr málinu með öðrum ráðum. Má ekki hugsa sér að e.k. „salómonsdómar“ séu gildir að krist- inna manna sið í máli af þessu tagi? Eða hvað? Eru kúgunarmeðul karla gegn konum og börnum afsakanleg? Og þá hvernig? Vitaskuld á gerandi í ofbeld- isverkum lögvarinn rétt. Hann á varnarrétt í dómsmáli og þann rétt að fagmannlega sé að því staðið að lækna hann af ofbeldishneigðinni. En þolandi í ofbeldismálum á sýnu meiri rétt. Friðhelgi einkalífs og heimilis er stjórnarskrárvarinn grundvallarréttur hvers manns- barns. Friðhelgi einkalífs er eitt af þessum hreinu og kláru hugtökum lagamáls sem við skynjum sem hlut- kennd og áþreifanleg. Friðhelgi að okkar lögum er ókleyfur kjarni, hvorki margræður né óhlutbundinn. Úr því að við viðurkennum og virðum ríkisvaldið, þ. á m. dóms- valdið, er það skylda valdstjórn- arinnar að verja friðhelgi ein- staklinga og heimila. Þolendur ofbeldis, misneytingar og ofsókna eiga sitt undir virkri löggæslu og dómgreind dómaranna, þegar á þá reynir. Viðleitni sérfræðinga til þess að skýra ástæður ofbeldisverka og lækna ofbeldishneigð er annað mál. Full ástæða er til að efla rannsóknir á því sviði. Eftir Ingvar Gíslason »Hví var ekki hægt að leyfa nálgunarbann í þessu tilfelli, smávægi- lega frelsisskerðingu miðað við aðstæður og málsatvik? Ingvar Gíslason Höfundur er fyrrv. alþm. og ráðherra. Kvikindisleg athugasemd um „common sense“ SEM starfskona í Kvennaathvarf- inu undanfarna mánuði hef ég tekið á móti, sinnt og tekið viðtal við fjölda kvenna sem beittar hafa verið svæsnu líkamlegu, andlegu og kyn- ferðislegu ofbeldi í hjónabandi/ sambúð. Þær eiga það allar sam- merkt að vera niðurbrotnar, nið- urlægðar og úrræðalausar. Heima situr sá sem brotið framdi á „sam- eiginlegu“ heimili „þeirra beggja“. Komið hefur fyrir að ofbeldismað- urinn skipti um skrá og reyni þann- ig að meina konu aðgang að heimilinu, fyrst hún fór. Gildir þá einu hvort konan hafi jafnvel þurft að flýja heimili sitt í skyndi með börn þeirra beggja. Það er átakanlegt að horfa upp á áverk- ana sem sumar kvennanna bera og hlusta á sögur þeirra. Það er ekki síður átakanlegt að horfa á baráttu þeirra fyrir réttlátri málsmeðferð. Sú bar- átta getur virkað sem óyfirstíganlegt skref á þeirri stundu. Hvað tekur við? Hvað bíður konu sem vill leita réttar síns vegna ofbeldishegðunar maka/sambýlismanns? Hún þarf að leggja fram sönnun um að á sér hafi verið brotið. Áverkavottorð, eða með framburði hugs- anlegra vitna. Á þeim klukkustundum sem líða fyrst eftir að brotið hefur átt sér stað er það möguleiki að það sé konunni hreinlega ofviða að síga það skref. Taka leigubíl, eða aka t.d. á slysa- deild og þurfa að segja fyrir framan fjölda manns að hún hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi í nánu sambandi. Áverkar, eins og mar, hverfa og þessi aðgerð má þá ekki bíða of lengi. Ákveði kona að stíga skrefið og leggja fram kæru á hendur ofbeldis- manninum er það einnig stórt skerf. Það er erfitt að kæra maka, föður barna – það eru ennþá ákveðin tengsl og tilfinningar til staðar. Kona getur upplifað það sterkt að hún sé að svíkja manninn. Á meðan á yfirheyrslu stendur rifjast upp barsmíðar, svik, niðurlæging, brostnar vonir um hjónaband/samlífi/ sambúð. Konan fyllist skömm. Hvernig gat hún látið þetta gerast …? Konan stendur frammi fyrir erfiðum aðstæðum sem taka m.a. til búsetu, fjárhagslegrar afkomu, umgengnisréttar við börn o.fl. Eðli ofbeldissambands Gleymum því aldrei að ofbeldismaðurinn er sá sem stjórnar og þá stjórn lætur hann ekki af hendi. Þú semur ekki við ofbeldismann. Stjórn- unin heldur áfram þrátt fyrir að konan hafi ákveð- ið að taka skrefið út. Ofbeldið tekur á sig nýjar myndir. Maðurinn tefur mál, hótar og notar oft umgengni við börn sem vopn. Ástandið getur var- að svo árum skiptir. Við segjum nei við ofbeldi Hvernig ætlum við að sýna það í verki hér heima að við segjum nei við ofbeldi gegn konum? „… það er viðurhlutamikil ákvörðun að fjarlægja mann af heimili sínu og meina honum að koma þangað ,“ segir Birgir Ármannsson, formaður allsherjarnefndar, m.a. í grein sinni í 24 stundum 14. ágúst sl. Vissulega viljum við öll vera viss um að stjórnvald beiti okkur ekki þvingun, en við hljótum einnig að kalla á eitthvað sem gæti heitið „almenn skynsemi“, innan dómskerfisins og skýr skilaboð til þeirra sem ofbeldinu beita. „Aust- urríska leiðin“ myndi tvímælalaust hjálpa til. Hví ekki í það minnsta að fjarlægja manninn af heimili þar sem börn hafa fasta búsetu? Ég skora á allsherjarnefnd að taka málið aftur til umræðu í samvinnu við þá aðila í samfélaginu sem gleggst til þeirra mála þekkja. Eftir Sigrúnu Völu Valgeirsdóttur » ...ofbeldismaðurinn er sá sem stjórnar og þá stjórn lætur hann ekki af hendi. Þú semur ekki við ofbeldismann. Sigrún Vala Valgeirsdóttir Höfundur er tímabundið starfskona Kvennaathvarfsins. Heimilisofbeldi á Íslandi – „austurríska leiðin“ Guðrún Emilía Guðnadóttir | 17. ágúst 2008 Laxerolía og nytsemi hennar Ekki er hægt að kynna sér alþýðuheilsufræði í mörg ár án þess að fá áhuga fyrir laxerolíu vegna þess, hve margvíslega lækn- ingahæfileika hún hefur. Þá á ég ekki við hin gam- alkunnu innvortis áhrif sem allir þekkja, heldur útvortis, á húðina og vefina undir henni. Notkunarvenjur laxerolíunnar eru þessar … Meira: milla.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.