Morgunblaðið - 21.08.2008, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 21.08.2008, Qupperneq 34
Með meinleysislegum rollum, titrandi smá- blómum og stöku hreindýri inni á milli … 34 » reykjavíkreykjavík Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is TILKYNNING um þjófnað á skemmtistaðnum Organ barst um miðjan þriðjudag samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu höfuðborg- arsvæðisins. Ómar Ómar Ágústsson hafði skipulagt tónleika hipphopptónlist- armannanna Poetrix og Dabba T á skemmtistaðnum sem áttu að fara fram í gærkvöldi og tjáði hann blaðamanni að svo virtist sem hátal- arar og tæki til hljóðblöndunar hefðu verið tekin ófrjálsri hendi. Reiknar Ómar Ómar með að takist að útvega nýjan búnað og hefur tón- leikunum sem vera áttu í gær verið frestað til föstudags. Engar upplýsingar um málið var að finna á heimasíðu staðarins og Gylfi Blöndal skemmtanastjóri varð- ist allra fregna af atvikum þriðju- dagsins. „Ég get sagt það að tón- leikahaldið heldur áfram. Staðurinn verður opnaður aftur um helgina í góðum fíling,“ sagði hann þegar blaðamaður náði af honum tali. Skemmtistaðurinn Organ var opnaður í Hafnarstræti versl- unarmannahelgina 2007 og hefur síðan þá skipað sess sem einn helsti skemmti- og tónleikastaður bæj- arins. Staðurinn rúmar um 300 gesti. Græjum stolið frá Organ  Hátalarar og hljóðblöndunartæki tekin ófrjálsri hendi  Tónleikahaldi frestað en fer aftur af stað um helgina www.myspace.com/org- anreykjavik Ómar Ómar Ágústsson Sævar Daníel / Poetrix Morgunblaðið/Valdís Thor Stjórinn Gylfi Blöndal segir staðinn verða opnaðan aftur um helgina „í góð- um fíling“. Myndin var tekin í tilefni af afmælistónleikum staðarins nýlega.  Strákarnir okk- ar tóku Pólverj- ana í gærmorgun með glæsibrag og í fyrsta skipti í handboltasögu vorri virðast ól- ympíumedalíur innan seilingar. Liðið er á miklu flugi en enginn eins og fyrirliðinn, hinn stórkost- legi Ólafur Stefánsson, sem virð- ist vera kominn á stig sem er hulið okkur jarðneskum mönnum. Í við- tali við sjónvarpið eftir Pólverja- leikinn talaði hann um að hlutir væru að birtast sem „voru bara hugsanir og tilfinningar“ og einnig talaði hann um að „þótt þú deyir hérna á vellinum, þá deyrðu lif- andi“. Þá sagði hann: „Við vorum að klifra þetta fjall og það voru tvær leiðir í dag. Önnur var *bíb* og hin var upp.“ Andlegir leiðtogar eins og Yoda úr Stjörnustríði eða Morpheus úr Matrix komu óneitanlega upp í hug- ann eftir þessar yfirlýsingar og klárt að Spánverjarnir steinliggja á morgun undir forystu jafn innblás- ins leiðtoga. Áfram Ísland! Heilagur Ólafur  Er dagurinn styttri hjá hundum? Af hverju eru fjögur hólf fyrir þvottaefni? Og á ég eftir að end- urholgast sem skítafluga? Þessar spurningar eru á meðal þeirra sem Pétur Jóhann Sigfússon ætlar að takast á við í nýjum einleik sem settur verður upp í Borgarleikhús- inu í febrúar. Verkið nefnist Sann- leikurinn um lífið og er eftir engan annan en Sigurjón Kjartansson. Ef að líkum lætur mun verkið slá í gegn, enda Pétur og Sigurjón á meðal allra fyndnustu manna lands- ins – og þótt víðar væri leitað. Já sæll já fínt! Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „ÞETTA er bara almenn leti. Það er því miður ekki hægt að tala um ein- hverja dramatík,“ segir Freyr Eyj- ólfsson Geirfugl þegar hann er innt- ur eftir skýringum á því hvers vegna heil fimm ár séu liðin frá síð- ustu Geirfuglaplötu. „Menn hafa bara verið í öðru eins og gengur. Í öðrum plötum og öðr- um verkefnum. Börn eru þá komin á kreik og tíminn verður alltaf minni og minni. Þessi hljómsveit er eig- inlega meira eins og saumaklúbbur, hún samanstendur af gamalli menntaskólaklíku og er rekin af ein- skæru metnaðar- og kæruleysi!“ Póstmódernískur aulabrandari Platan nýja heitir Árni Bergmann og lýsir Freyr titlinum sem póst- módernískum aulabrandara. „Árni Bergmann gaf út skáldsög- una Geirfuglarnir árið 1982 þannig að við snúum höfundi og titli ein- faldlega við og notumst við upp- runalegu bókarkápuna sem umslag. Okkur fannst þetta kjörið tækifæri til að heiðra Árna með veglegum hætti, enda einn sá merkasti rithöf- undur og fræðimaður sem við eig- um. Við Geirfuglar erum miklir aðdáendur Árna.“ Freyr segir að þetta sé alltaf sama „helvítis“ klíkan sem skipi sveitina, eina breytingin sé að nú sé Ragnar Helgi Ólafsson búinn að færa sig yfir á gítar og Stefán Magnússon er tekinn við bassanum, en hann sá áður um gítarleik. „Einhverra hluta vegna höfum við alltaf verið að vandræðast með bassaleikara. En annars flakka hljóðfærin fremur frjálslega á milli okkar.“ Freyr segir að nokkur kúvending hafi orðið á tónlist Geirfuglanna á þessum árum. „Við stungum polkann í bakið og erum farnir að spila rokk. Ég myndi lýsa plötunni sem fjórtán laga rokk- plötu með ljúfsárum undirtóni. Það er einhver melankólísk Bergman- stemning yfir henni.“ Freyr segir að textarnir fjalli þannig um meðvirkni, misheppn- aðar valdaránstilraunir og annan heimsósóma. Aðpurður hvort með þessu sé hljómsveitin að endurspegla ástand- ið í þjóðfélaginu í dag svarar Freyr snöggt: „Ég ætla rétt að vona ekki! Enda hefur þessi hljómsveit og öll hennar verk alltaf verið bölvuð tímaskekkja. Þetta er útdauð tónlist í takt við tíðarandann eins og við segjum svo gjarnan.“ Árni Bergmann skreið saman á u.þ.b. einu og hálfu ári, gnægð var af efni og þeir félagar hafa snurfus- að þetta í rólegheitum. Enginn asi var í kringum plötugerðina, sem hagaði sér því rétt eins og dægiljúft saumaklúbbskvöld. „Þetta er alíslenskur heimilisiðn- aður og við sjáum um allt verkferlið. Ragnar Helgi hannaði t.a.m. káp- una. Öll lögin eru okkar utan að Val- geir Guðjónsson á eitt lag, „Næstsíð- asti geirfuglinn“. Ég hafði lengi verið að nauða í Valgeiri um að semja fyrir okkur lag sem myndi bera titilinn „Síðasti geirfuglinn“. Hann varð við þeirri bón en þegar hann afhenti mér lagið sagði hann mér að enn væri bið í þann síðasta. Þetta væri því sá næstsíðasti.“ „Alvöru“ hljómsveit Í haust verður hægt að sjá Geir- fuglana á sviði Borgarleikhússins en þeir sjá um undirleik í söngleiknum Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson „Þá verða Geirfuglarnir að skríða úr hreiðrum og þykjast vera alvöru hljómsveit,“ segir Freyr og kímir. Geirfuglarnir munu fagna plöt- unni nýju á Menningarnótt, næst- komandi laugardag, með útgáfu- tónleikum í Iðnó. Ljúfsár tímaskekkja Geirfuglarnir gefa út nýja plötu eftir fimm ára hlé Morgunblaðið/Golli Úr hreiðrinu Geirfuglarnir horfast í augu við miskunnarlausan veruleikann. Tuskuapi leysti Halldór Gylfason af hólmi, en hann hafði öðrum hnöppum að hneppa er ljósmyndara bar að garði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.