Morgunblaðið - 23.08.2008, Síða 2

Morgunblaðið - 23.08.2008, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „GLÆNÝTT malarlag er á veginum og það eru engin viðvörunarskilti þarna,“ segir Anna María Björnsdóttir, 17 ára gömul stúlka sem velti bíl sínum við Engidalsbrú í Skutulsfirði í fyrra- kvöld. Bíllinn endaði í sjónum og er gjörónýtur. Tvær vinkonur Önnu voru með henni í bílnum. Það er mikil mildi að allar þrjár sluppu ómeidd- ar. Náði að opna báða gluggana frammi í „Bíllinn byrjaði að rása til á veginum og ég reyndi eftir fremsta megni að ná stjórn á honum. Á endanum var skriðþunginn orðinn mjög mikill, ég rétt steig á bremsuna og við það fórum við út af,“ segir Anna. Á leið út í sjó tók bíllinn tvær stunguveltur og við það brotnaði rúða aftur í. Áður en bíllinn flaug í sjóinn tókst Önnu með naumindum að opna báða gluggana frammi í. Framhlið bílsins lenti í sjónum. Vinkonur Önnu skriðu út um gluggann aftur í en Anna fór hins vegar út gluggann bílstjóramegin. Þær syntu svo í land. Bíllinn fór á kaf og er gjörónýtur. „Þetta var virkilega óþægileg lífsreynsla og við vorum nokkuð skelkaðar. Sem betur fer lenti bíllinn í réttstöðu því hann hefði alveg eins getað lent öf- ugur í sjónum,“ segir Anna. „Virkilega óþægileg lífsreynsla“  Mikil mildi að 17 ára stúlka og vinkonur hennar sluppu ómeiddar er þær misstu bíl sinn út í sjó við Engidalsbrú  Bíllinn valt tvívegis áður en hann endaði í sjónum og er gjörónýtur Í HNOTSKURN »Anna og vinkonur hennarvoru á leið heim eftir að hafa verið á „rúntinum“. »Anna virðist hafa misststjórn á bílnum á nýrri klæðningu á veginum, en há- markshraði á þessum stað er 60 km hraði á klukkustund. »Bíllinn var að sögn Önnuekki á miklum hraða. »Klæðningin var óvenju-lega þykk og laus í sér. Klæðning sem þessi er í raun- inni bara lausamöl sem er þjöppuð saman með olíu. Ónýtur Bíllinn er gjörónýtur eftir hrakfarir stúlknanna en þær sluppu ómeiddar. Ljósmynd/Bæjarins besta FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „ÉG er mjög ánægður. Þegar ég fékk tíðindin hoppaði ég um og æpti af gleði,“ segir keníski hælisleitandinn Paul Ramses Odour sem verið hefur í flótta- mannabúðum í Róm síðan í júlímánuði. Þá hafnaði Útlendingastofnun því að taka mál hans til efnislegrar með- ferðar og sendi hann aftur til Ítalíu, fyrsta aðildarlands Dyflinnar- reglugerðarinnar sem hann kom til áður en hann leitaði hælis á Íslandi. Í gær skar Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hins vegar úr um, að mál Pauls skyldi tekið til efn- islegrar meðferðar hjá stofnuninni, á grundvelli nýrra upplýsinga sem breyttu forsendum málsins. Ákvörð- unin var tekin á grundvelli 2. mgr. 3. gr. í reglugerðinni, sem heimilar ríkjum að taka ábyrgð á umfjöllun um hælisbeiðni þó þau beri ekki ábyrgð á henni. Paul segist hafa fengið að vita það í gær að honum sé nú heimilt að snúa aftur til Íslands á meðan mál hans verður tekið fyrir. Hann hygg- ur á ferðalagið eins skjótt og auðið er og lætur ekki vel af aðstæðum sínum á Ítalíu. Viðmót þeirra sem fari með mál hælisleitenda þar sé allt annað og verra en á Íslandi og öllum fyrirspurnum eða beiðnum um aðstoð sé svarað af fálæti. „Þeim er alveg sama um hælisleitendur,“ seg- ir Paul. Hann kveðst hafa verið í reglulegu símasambandi við eigin- konu sína, Rosemary Atieno Athiembo. Þau hafi farið með bænir saman í gegnum símann. Hann seg- ist mjög þakklátur þeim sem hafa talað máli hans fram til þessa. Það sem beðið var um Katrín Theodórsdóttir, lögmaður Pauls segir umsóknina liggja fyrir og viðbúið að málið taki nokkra mán- uði héðan í frá. Hann gæti fengið stöðu flóttamanns eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Paul segist hafa tekið þátt í kosn- ingabaráttu í Naíróbí í desember sl., verið handtekinn í kjölfarið og sætt misþyrmingum í fangelsinu. Eftir það segist hann hafa verið eltur af öryggissveitum, síðast í maímánuði. Sumt af þessu segir Katrín þegar staðfest með gögnum en annað, svo sem misþyrmingarnar í fangelsinu, séu ekki til nein gögn um. „Þetta eru atriði sem verða skoðuð núna. Það er það sem beðið var um,“ segir hún. Æpti af gleði við tíðindin  Paul Ramses kemur aftur til Íslands á meðan mál hans fær efnislega meðferð  Viðbúið að málið taki nokkra mánuði héðan í frá, segir lögfræðingur Pauls Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölskyldan Rosemary Atieno og Fídel Smári bíða nú heimkomu Pauls. Paul Ramses „Staðhæfingar um dvalarleyfi Rosemary, eig- inkonu Pauls, í Svíþjóð hafa ekki reynst á rökum reistar. Stangast sú nið- urstaða á við það sem Útlend- ingastofnun var kynnt við með- ferð málsins, en Útlendingastofnun kannaði ekki mál hennar sér- staklega, þar sem hún sótti ekki um hæli. Paul upplýsti Útlend- ingastofnun um stöðu konu sinnar. Án dvalarleyfis á Schengen- svæðinu hefur Rosemary ekki heimild til að ferðast á svæðinu og þar með ekki til Ítalíu, yrði Paul þar áfram í hælismeðferð,“ segir Björn Bjarnason um úrskurðinn. Ráðuneytinu bárust einnig gögn um ættingja Pauls hér á landi, en sá upplýsingaskortur skekkti mynd stofnunarinnar af stöðu hans. Heildarmat á aðstæðum hjónanna, miðað við nýjar upplýsingar, réð úrslitum. „Ráðuneytið fann ekkert að málsmeðferð Útlendingastofn- unar,“ segir Björn ennfremur. Heildarmat á aðstæðum hjónanna Björn Bjarnason LANDBÚNAÐARSÝNINGIN á Hellu var sett í gær eftir örlitla seinkun vegna leiks Íslendinga og Spánverja á Ólympíu- leikunum í Peking. Gestir opnunarhátíðar sýningarinnar nutu bráðskemmtilegs leiks á breiðtjaldi í höllinni og að loknum glæsi- legum sigri íslenska landsliðsins var sýn- ingin sett að viðstöddu fjölmenni. Það má því segja að sýningin hafi byrjað með stór- kostlegum sigri. Ágætlega viðraði á sýningargesti og var veður skýjað en þurrt og stillt. Aðsókn á sýninguna var góð í gær og að sögn Jóhann- esar Hr. Símonarsonar, framkvæmdastjóra hennar, er hún betri en vonir stóðu til. Á landbúnaðarsýningunni er fjölmargt að sjá og er veðurspá fyrir daginn í dag prýði- leg. Meðal þess sem sjá má á sýningunni er ís- lenskt búfé, allt frá kúm til býflugna, vélar og tæki, fólk og mannlíf auk þess sem nefna má afþreyingu fyrir börnin. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Góð aðsókn á Landbúnaðar- sýninguna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.