Morgunblaðið - 23.08.2008, Side 4

Morgunblaðið - 23.08.2008, Side 4
4 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KÍNVERSK stjórnvöld hafa ákveðið að leita eftir samstarfi við Íslendinga um að koma upp viðvörunarkerfi í Kína vegna jarðskjálfta. Það yrði byggt á kerfi sem notað er hér á landi og var þróað af íslenskum vísindamönnum og sérfræð- ingum. Þetta kom fram á fundi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, með Hu Jintao, forseta Kína, í gær. Einnig var rætt um að sam- starf þjóðanna tveggja væri mikilvægur vitnisburður um hvernig smáar sem stórar þjóðir gætu unnið saman á árangursríkan hátt. Nú þegar hefði samstarf um nýtingu jarðhita til húshitunar skilað ár- angri og væri áhugi fyrir hendi að byggja hita- veitur í samvinnu við Íslendinga í fleiri kín- verskum borgum. Mun Ólafur Ragnar funda með stjórnendum eins stærsta orkufyrirtækis Kína að Ólympíuleikum loknum. Á fundinum kom einnig fram mikil ánægja með þróun viðræðna um fríverslun en Ísland er fyrsta Evrópuríkið sem vinnur að gerð slíks samnings við Kína. Þá rifjaði Ólafur Ragnar upp að á fundi forsetanna fyrir réttu ári hefði verið rætt um að auka samskipti og viðræður milli verkalýðsfélaga og almannasamtaka land- anna. Afar mikilvægt væri að fylgja því eftir næstu misserin. Þá bar gott gengi íslenska landsliðsins í handbolta á góma en kínverski forsetinn fagnaði sérstaklega árangri þess. ylfa@mbl.is Kína vill nýta íslenskt hugvit  Hu Jintao, forseti Kína, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, funduðu í gær  Ræddu m.a. nýtingu íslensks jarðskjálftakerfis og gott gengi íslenska handboltalandsliðsins Í HNOTSKURN »Á fundinum þakkaði for-seti Kína fyrir þá samúð sem Íslendingar sýndu kín- versku þjóðinni nýlega vegna jarðskjálfta þar í landi. »Ólafur Ragnar vék aðheimsókn sinni í Ólympíuþorpið í fyrradag og hversu ánægðir íslensku þátttakendurnir hefðu verið með allan aðbúnað og þjón- ustu. »Forsetarnir ræddu einnigum Special Olympics sem haldnir voru í Sjanghæ í fyrra og Paralympics sem haldnir verða í Peking í næsta mánuði. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Góður Á fundi forseta Íslands og Kína bar árangur handboltalandsliðsins m.a. á góma. Hu Jintao Sandgerði | Sandgerðingar fögnuðu í gær nýrri sundlaug ásamt sund- laugargarði og viðbót við íþrótta- miðstöð bæjarins. Framkvæmdin kostaði um 300 milljónir kr., að sögn Sigurðar Vals Ásbjarnarson- ar bæjarstjóra. Nýja sundlaugin er 25 metra löng og leysir af hólmi helmingi styttri laug. Í sundlaugargarðinum eru einnig heitir pottar, renni- brautir, gufubað og annað tilheyr- andi. Í nýrri byggingu eru bún- ingsklefar fyrir sundlaugina og aðstaða fyrir starfsfólk hennar og íþróttahússins. Þar er einnig leik- fimisalur og þreksalur sem er vel búinn tækjum. Íþróttahúsið stend- ur eitt eftir af eldri byggingunum. Áfram haldið á skólalóð Hjalti Guðmundsson verktaki byggði mannvirkið fyrir Eignar- haldsfélagið Fasteign ehf. og Sand- gerðisbæ. Sandgerðisbær tekur að- stöðuna á leigu og rekur. Sigurður Valur segir að upp- bygging íþróttaaðstöðunnar sé fyrsti hluti uppbyggingar á skóla- lóðinni. Sami verktaki er byrjaður á mikilli byggingu sem tengja mun saman íþróttamannvirkin og skóla- bygginguna. Þar verða kennslu- stofur og ýmis aðstaða. Áætlað er að sú bygging muni kosta um 800 milljónir kr., að sögn bæjarstjór- ans. helgi@mbl.is Stinga sér í nýja laug Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Opnun Ungmenni úr sunddeild Reynis stungu sér fyrst í nýju laugina. Fljótsdalshérað | Ormsteiti á Fljóts- dalshéraði lýkur á morgun, sunnu- dag, með svokölluðum Fljótsdals- degi. Skyndilega er kominn á dagskrána úrslitaleikur í hand- knattleik á Ólympíuleikunum. Í dag verður bæjarhátíð Egils- staða. Þar verður meðal annars dagskrá í tjaldinu og opið hús í Sláturhúsinu. Í kvöld er boðið til hreindýraveislu í tjaldinu og kvöld- vöku. Dagskrá sunnudagsins hefst snemma hjá Fljótsdælingum. Úr- slitaleikurinn í handknattleik karla á Ólympíuleikunum verður sýndur á breiðtjaldi í félagsheimilinu Vé- garði. Á Skriðuklaustri hefst aðal- dagskrá Fljótsdalsdags kl. 14 með stórtónleikum þar sem hljómsveitin Múgsefjun leikur. Hin fljótsdælska bítlahljómsveit Fljótsmenn hitar upp en 40 ár eru liðin frá því hún var stofnuð. Þá verða haldnir Þrist- arleikar þar sem keppt verður í fjárdrætti, steinatökum, poka- hlaupi og rabarbarakasti auk ann- ars. Keppt í fjárdrætti á Fljóts- dalsdegi ÝMSIR aðilar undirbúa handbolta- veislu vegna úrslitaleiks Íslendinga og Frakka á ÓL á morgun, sunnu- dag. M.a. býður Hafnarfjarðarbær bæjarbúum og öðrum handbolta- áhugamönnum að fylgjast með leiknum á risaskjá í íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum. Húsið opnar klukkan 7.15 f.h. og boðið verður upp á kaffi. Þá setur Nýherji upp risaskjá á vegum Bylgjunnar og Vodafone í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. Húsið tekur um 3000 manns og að- gangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Einnig verður bein útsending hjá RÚV á breiðtjaldi í Vetrargarð- inum í Smáralind. Útsending hefst kl. 7.15 og veitingastaðir Smára- lindar verða opnir. Söfnunarsími HSÍ Handknattleikssamband Íslands hefur opnað söfnunarsímann 9072800 og er hægt að hringja í númerið og styrkja landsliðið. Undirbúa handbolta- veislur Hægt að sjá úrslita- leikinn á risaskjám

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.