Morgunblaðið - 23.08.2008, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.08.2008, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Svona hættu þessu væli, það verður engu lambi slátrað núna, hróið mitt. Þetta er ekki „týndi sonurinn“. VEÐUR Áhugavert var að fylgjast með við-brögðum fulltrúa minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur við þeim fregnum að framsóknarmaðurinn Guðlaugur G. Sverrisson hefði verið kjörinn stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.     Það kom skýrtfram að borg- arfulltrúar minni- hlutans þekktu hvorki haus né sporð á Guðlaugi. Höfðu bara aldrei heyrt hann nefnd- an. Þurftu að gúgla hann til að vita eitthvað í sinn haus.     Samt vissu þeir mætavel að mað-urinn var gjörsamlega óhæfur til að stýra starfi Orkuveitunnar. Bitlingur. Einkavinavæðing. Það var það sem þetta var.     Hann hefur enga sérþekkingu áorkumálum, sagði Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG.     Hafði stjórnarformaður OR í tíðREI-listans sérþekkingu á orku- málum? Bryndís Hlöðversdóttir er lögfræðingur og hefur unnið ýmis skrifstofustörf. Hún varð stjórn- arformaður OR af því að hún er í Samfylkingunni og naut trausts þá- verandi meirihluta.     Svona eins og Guðlaugur vélfræð-ingur fær embættið út á það að vera framsóknarmaður – og að vera treyst.     Eru borgarfulltrúarnir ekki komn-ir á ögn hála braut þegar þeir vilja útiloka fólk frá stjórnarstörfum í OR af því að það hafi ekki sérþekk- ingu á orkumálum?     Eða hvað finnst málfræðingnumSvandísi Svavarsdóttur og mat- vælafræðingnum Sigrúnu Elsu Smáradóttur um það? Eru þær vandanum vaxnar? STAKSTEINAR Guðlaugur G. Sverrisson Sérfræðingarnir SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                      ! ! *(!  + ,- .  & / 0    + -              "#   $"$ %$ %       "#     12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (    ! !                  "#    :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?    &%  %       %  %  &%                              *$BC                   ! "      *! $$ B *! '"( )$  $( $    #*  <2 <! <2 <! <2 ') !  $+!,$- !.  CDB E                   6 2        #     $ %  B  & '      (  )  *    *    #   ( +       , , (        /0 $"$11  ! $# "$2   #$+! Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR NÝLIÐUN rækju er enn mjög slök, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum Hafrannsóknastofnunar að lokinni árlegri stofnmæl- ingu stofnunar- innar á úthafs- rækju fyrir norðan og austan land. Samkvæmt fyrstu útreikning- um er heildarvísi- tala stofnstærðar úthafsrækju svip- uð í ár og í fyrra. Hún nálgast vísi- töluna 1999, sem var sú lakasta á tíunda áratugnum. Vísitalan var lægst 2004 en hækkaði lítillega til ársins 2007. Mælingin fór fram á rannsókna- skipinu Bjarna Sæmundssyni á tíma- bilinu 11. til 24. júlí. Byrjað var fyrir Austurlandi og haldið vestur fyrir. Meira var af rækju á miðunum norð- anlands miðað við undanfarin fjögur ár en minna austanlands. Niðurstöðurnar benda til þess að afrán þorsks á smárækju gæti verið talsvert á þessu ári eins og verið hefur nokkur undanfarin ár. steinthor@mbl.is Nýliðun rækju enn mjög slök Útlit fyrir mikið afrán þorsks á smárækju Stærð Rækjan var svipuð og undan- farin ár. Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is FRYSTITOGARINN Venus HF kom til hafnar í Reykjavík í gær eftir 40 daga veiðitúr í rússnesku lögsöguna í Barentshafi. Afli upp úr sjó var tæp- lega 700 tonn og frystar afurðir námu tæplega 290 tonnum. Aflaverðmætið í veiðiferðinni er um 162 milljónir króna. Þetta kemur fram á heimasíðu út- gerðarinnar HB Granda. Samkvæmt kjarasamningum má úthald frysti- togara ekki fara yfir 40 daga og þar sem ákaflega löng sigling er til og frá rússnesku miðunum náði Venus aðeins að vera rúmlega 28 daga á veiðum. ,,Það er alveg fimm sólarhringa sigling á miðin og reyndar tafði það okkur aðeins á útsiglingunni að rússneski sjóherinn var með heræfingar í Bar- entshafinu. Fyrir vikið var siglingaleiðinni næst ströndinni – og reyndar allt út á 250 mílur frá landi á sumum stöðum – lokað fyrir almennri skipaum- ferð. Við urðum því að fara norðar og austar en ætlunin var, segir Haraldur Árnason, 1. stýrimað- ur og afleysingaskipstjóri á Venusi HF. Lengst var farið norður og austur undir Novaja Semlja-eyjaklasann. Hann er í um 1.500 mílna fjarlægð frá Íslandi. Venus HF var eina íslenska skipið í rússnesku lögsögunni en nokkru áður hafði Sigurbjörg ÓF verið þar á ferðinni. ,,Aflinn var svo til aðallega þorskur og ýsa. Við vorum með um 570 tonn af þorski upp úr sjó og 113 tonn af ýsu. Aukaaflinn náði e.t.v. 10 tonnum og uppistaðan í þeim afla var steinbítur og hlýri. Fiskurinn var frekar smár og reynslan sýnir að það er hægt að fá skárri fisk á þessum slóðum fyrri hluta sumars,“ segir Haraldur. HB Grandi á enn eftir nokkuð af afla í rússnesku lögsögunni. Aflaverðmætið 162 milljónir króna Venus HF snýr aftur úr 40 daga veiðitúr í rússnesku lögsögunni í Barentshafi NÁMSMÖNNUM og fólki undir 25 ára aldri býðst nú að kaupa áskrift- arkort í Borgarleikhúsið á hálfvirði. SPRON og Borgarleikhúsið und- irrituðu í gær samstarfssamning þess efnis. Í samningnum felst einn- ig að SPRON styrkir sýningarnar Fólkið í blokkinni og Fýsn. Samningurinn er töluverð búbót fyrir Borgarleikhúsið en hann er metinn á þriðja tug milljóna. Samn- ingurinn gildir í eitt ár en í honum eru ákvæði um frekara samstarf. Þröskuldum rutt úr vegi Magnús Geir Þórðarson leik- hússtjóri segir að eitt helsta áherslu- atriði í nýrri stefnu Borgarleikhúss- ins sé að laða ungt fólk að leikhúsinu. Hann er því að vonum ánægður með að fá SPRON til liðs við leikhúsið með þessum hætti. „Við teljum að með þessum samningi sé verið að ryðja úr vegi stærsta þrösk- uldinum fyrir ungt fólk, verðinu á leikhúsmiðum.“ Hann bendir á að með niðurgreiðslum SPRON sé álíka dýrt að fara í leikhús og í bíó. Biðraðir mynduðust í miðasölunni í gær þegar hún var opnuð. „Við- brögð við kortunum voru með ólík- indum og þetta er stærsta opnun á leikári í sögu Borgarleikhússins,“ segir Magnús. skulias@mbl.is Morgunblaðið/Valdís Thor Röð Löng biðröð myndaðist við miðasölu Borgarleikhússins í gærdag. Leikhúsmiðar á verði bíómiða fyrir námsmenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.