Morgunblaðið - 23.08.2008, Side 12

Morgunblaðið - 23.08.2008, Side 12
12 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR %$&  (  )* + "  , " -" ' +    ! " #        $ %   $ $ Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „VIÐ finnum að lántakendum með tvær fasteignir gengur illa að selja og því var ákveðið að fara þessa leið til þess að aðstoða þá sem koma illa út úr núverandi aðstæðum á markaði,“ segir Einar Örn Stefánsson, kynningar- og markaðsfulltrúi hjá Íbúðalánasjóði. Íbúðalánasjóður heimilar nú þeim sem eiga tvær húseignir og hafa ekki getað selt aðra þeirra að fresta afborgunum af lánum. Sjóðurinn heim- ilar lántakendum að fresta greiðslum af lánum sjóðsins á annarri eða báðum eignum. Sama rétt eiga þeir sem eru að byggja og eru með lán hjá Íbúðalánasjóði á nýbyggingunni eða þeirri eign sem ekki hefur tekist að selja. Hvíli lán frá Íbúða- lánasjóði á annarri eigninni eingöngu er hægt að sækja um greiðslufrest á því láni. Finna fyrir greiðsluerfiðleikum Að sögn Einars kemur þessi breyting í kjölfar samþykktar ríkisstjórnarinnar um að veita Íbúða- lánasjóði 5 milljarða króna lánsfjárheimild vegna leiguíbúða. Íbúðalánasjóður hefur fundið verulega fyrir því undanfarið að fólk er í greiðsluerfiðleik- um og fólk óskar í miklum mæli eftir því að lán þess verði fryst. Hvíli lán frá Íbúðalánasjóði á tveim eignum verður heimilað að frysta lán á þeim báðum. Miðað er við að fjárhæð láns að lokinni frystingu, með áföllnum vöxtum og áætluðum verðbótum, fari ekki yfir 90% af veðsetningu kaupverðs eignar eða ásettu söluverði eignar. Ef kaupverð liggur ekki fyrir á nýbyggingu er miðað við endurstofnsverð að viðbættu lóðarmati. Þegar lán hefur verið fryst þarf ekki að greiða fastar afborganir. Þegar fryst- ingu er aflétt bætast vextir og verðbætur við höf- uðstólinn og greiðslubyrði er umreiknuð. Þetta er bundið þeim skilyrðum að fasteign hafi verið keypt eftir 1. júlí 2007 og reynt hafi verið að selja aðra eignina. Íbúðalánasjóður rýmkar heimildir  Heimilar frestun afborgana hjá eigendum tveggja húseigna  Komið til móts við þá sem glíma við greiðsluerfiðleika  Gildir um fasteignir keyptar eftir 1. júlí 2007 Á KNATTSPYRNUÆFINGU hjá Íþróttafélag- inu Fylki í Árbæ í vikunni reyndu þessar fimu stúlkur færni sína í svokölluðum kóngulóar- gangi. Þrátt fyrir að búa ekki að ríkulegum fóta- kosti áttfætlnanna má ráða úr broshýrum andlit- um stúlknanna að verkefnið hafi ekki vafist mikið fyrir þeim. Hvort þessi gangtegund nýtist hinum upp- rennandi knattspyrnukempum á sparkvellinum skal ósagt látið en það er næsta víst að fjöldi fóta hefur lítið að segja í hinni göfugu íþrótt knatt- spyrnu. skulias@mbl.is Morgunblaðið/hag Fótfráar Fylkisstúlkur æfa kóngulóargang Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is Í FYRRA voru 37% þeirra sem lentu í vinnuslysum útlendingar og allir þrír sem látist hafa í vinnuslysum á árinu eru útlendingar. Vísbendingar eru þó um að hlutfallið muni lækka í ár vegna færri stórframkvæmda á borð við Kárahnjúka, og hefur hlut- fall útlendinga í vinnuslysum fækkað í 27% það sem af er ári. Frá 2006 hafa sjö útlendingar látist á móti fimm Íslendingum. Fulltrúar stéttarfélaga sem rætt var við voru allir sammála um að efla þyrfti fræðslu meðal útlendinga. Þá skýrðist slysatíðnin af skorti á fræðslu, ólíkri starfsmenningu og jafnvel að einhverju leyti af tungu- málaörðugleikum. Víða pottur brotinn „Manni sýnist það á þessari slysa- tíðni að það sé víða pottur brotinn í þessum efnum,“ segir Finnbjörn A. Hermannson, formaður Samiðnar. Hann hefur áhyggjur af því að ann- ars vegar séu útlendingar ekki nægi- lega upplýstir um öryggisatriði og hins vegar að ekki sé gengið hart eftir að þeir noti öryggisbúnaðinn. „Í mörgum tilfellum eru menn að koma frá svæðum þar sem ekki er alveg sama öryggi og hjá okkur. Það þarf að upplýsa þá betur um hætt- urnar hérna,“ segir Finnbjörn. Að hans mati er lykilatriði að fræða út- lenda starfsfólkið betur og segir hann ábyrgðina vera atvinnurek- enda. Í svipaðan streng tekur Sigurður Bessason, formaður Eflingar. Hann segir aðalatriðið að efla upplýs- ingaflæði til útlendinga auk þess sem hann segir mikilvægt að gera kröfur um öryggisreglur verktaka í verksamningum. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, telur aukna slysatíðni hjá útlendingum óásættanlega þró- un. „Það kemur vissulega til greina að auka skyldur atvinnurekenda í þessum efnum. Ég mun láta fara yfir það með Vinnueftirlitinu hvort ákvæði laga og reglna eru fullnægj- andi eða ekki og eins, til að tryggja samræmingu öryggismála, hvort ákvæði laga um skyldur verkkaupa svara kalli tímans að þessu leyti,“ segir Jóhanna, spurð um mögulegar auknar skyldur atvinnurekenda í fræðslumálum. Öðruvísi starfsmenning ástæðan fyrir vinnuslysum?  Stéttarfélögin vilja meiri fræðslu meðal útlendinga Morgunblaðið/RAX HANNA Birna Kristjánsdóttir, nýr borgarstjóri Reykjavíkur, segist ekki taka afstöðu til þess hvort fara eigi í prófkjör eða upp- stillingu, enda sé sú ákvörðun í höndum flokks- manna í Reykja- vík, þegar hún er spurð spurð hvernig eigi að móta lista Sjálfstæð- isflokksins fyrir næstu kosningar. „Þegar ég var ung og var að byrja í stjórnmálum var ég þeirrar skoðunar að prófkjör væri leiðin. Prófkjörsleið gerir mikið fyrir flokkinn og skerpir hlutina. […] Því er samt ekki að leyna að prófkjör getur verið mjög erfitt fyrir fram- bjóðendur. Það er með meiri þol- raunum sem stjórnmálamenn fara í gegnum að takast á við samherja sína um hylli kjósenda í sama flokki. Prófkjörin gefa frambjóðendum hins vegar skýrasta umboðið og það er mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að hafa skýrt umboð,“ segir Hanna Birna. Prófkjör var haldið fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar en stillt var upp á listann fyrir kosningarnar vorið 2002. Í prófkjöri ræðst nið- urstaðan á atkvæði hins almenna flokksmanns en í uppstillingu eru frambjóðendur valdir af sérstakri nefnd. thorbjorn@mbl.is Skýrt umboð með prófkjöri Hanna Birna Kristjánsdóttir ÁGÚSTA Þorsteins- dóttir sundkona er lát- in 66 ára. Ágústa fæddist í Reykjavík 17. apríl 1942. Hún hóf að æfa sund 1955, 13 ára gömul. Ári síðar setti hún 11 Íslandsmet og vann með því gull- merki ÍSÍ. Ágústa keppti fyrir Íslands hönd í 100 metra skriðsundi á Ól- ympíuleikunum í Róm árið 1960. Hún setti alls 52 Íslandsmet í sundi á ferli sínum og var fjórum sinnum tilnefnd til kjörs íþróttamanns ársins. Ágústa var ein af fremstu sundkonum Norðurlanda í sinni grein. Ágústa var fyrsti handhafi Páls- bikarsins sem gefinn var af Ásgeiri Ásgeirssyni, þáverandi forseta Ís- lands árið 1958. Auk þess að keppa í sundi lék hún á yngri árum handbolta með KR. Árið 1988, eftir tveggja áratuga hlé frá íþróttum, hóf Ágústa að leika keilu og keppti með Aftur- göngunum. Með þeim varð hún Íslands- meistari 11 sinnum. Hún lék allt til loka síðustu leiktíðar, vor- ið 2008. Hún varð einnig þrisvar sinnum Ís- landsmeistari einstak- linga kvenna, árin 1992, 1995 og 1996 og setti nokkur Íslandsmet. Hún lék í mörg ár fyrir Íslands hönd með landsliðinu í keilu og var sæmd heiðursmerki KLÍ á 10 ára afmæli félagsins. Ágústa lést á gjörgæsludeild Landspítala 21. ágúst síðastliðinn. Hún lætur eftir sig eiginmann, Guðjón Þór Ólafsson og tvö upp- komin börn. Ágústa Þorsteinsdóttir Andlát

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.