Morgunblaðið - 23.08.2008, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.08.2008, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is SKEMMTIFERÐASKIP sækja í auknum mæli í ævintýraferðir norður á bóginn. Fjöldi þeirra skipa sem héldu áfram frá Íslandi til Grænlands, Svalbarða og Jan Mayen tvöfald- aðist frá árinu 2007 til 2008 og ekki ástæða til að ætla annað en að fjölgunin haldi áfram. Eftir því sem ísbreiðurnar dragast meira sam- an gefst skipunum færi á að sigla lengra inn firði og um fáfarnari slóðir en áður, en slíkar ferðir eru hinsvegar ekki hættulausar, að sögn Ásgríms Ásgrímssonar, yfirmanns vak- stöðvar siglinga. Landhelgisgæslan hefur um nokkurt skeið haft áhyggjur af aukinni umferð skemmti- ferðaskipa á hafísslóðum enda eru Íslendingar ábyrgir fyrir stóru leitar- og björgunarsvæði í Norður-Atlantshafi og því líklegt að Land- helgisgæslan þyrfti að sinna björgunar- aðgerðum ef sjóslys yrðu. Á þeim árstíma sem skipin eru mest á ferðinni stafar mikil hætta af borgarísjökum, jafnvel þótt ísbreiðurnar hopi, auk þess sem þokuveður er algengt. Þá eru hafsvæðin við strandlengju Grænlands að veru- legu leyti ókortlögð og dýptarmælingar ekki til ennþá, svo skipin renna þar blint í sjóinn í orðsins fyllstu merkingu. Í vikunni fór fram sameiginleg björgunar- æfing strandgæslu Bandaríkjanna og Land- helgisgæslunnar þar sem farið var yfir upp- hafsviðbrögð eftir að neyðarkall berst. Ljóst er að Íslendingar ráða ekki einir við slys af slíkri stærðargráðu og hefur Björn Bjarnason dóms- málaráðherra beitt sér fyrir því að efla sam- starf strandgæslustofnana á norðurslóðum. Í kjölfarið verður farið yfir næstu skref í björgunaraðgerðum. Skoða þarf nánar hvernig þorp við Grænlandsstrendur eru í stakk búin til að taka við þúsundum farþega skipanna ef til slyss kæmi og eins hver viðbúnaður yrði á Íslandi ef þeim sem tækju við farþegunum yrði beint hingað. Ætlun Landhelgisgæslunnar er að taka á þessu vaxandi verkefni af fullri al- vöru. Umferðin eykst í norðri Fjölgun skemmti- ferðaskipa gerir meiri kröfur til Land- helgisgæslunnar ÁRIÐ 2007 voru stofnuð Samtök strandgæslna við Norður-Atlantshaf. Mun Ísland taka við for- mennsku á aðalfundi þeirra nú í september, en hann verður einmitt haldinn á Grænlandi og verða skemmtiferðaskip þar ofarlega á baugi. Ásgrímur Ásgrímsson, yfirmaður vaktstöðvar siglinga hjá Landhelgisgæslunni segir að vakning sé að verða um öryggi skemmtiferðaskipa á norð- urslóðum, m.a. séu hagsmunaaðilar úr ferðaþjón- ustu orðnir meðvitaðari og vilji vera virkir í sam- starfi strandgæslnanna. Ásgrímur segir samstarfið afar mikilvægt, ekki síst þar sem Ís- lendingar hafi ekki yfir að ráða jafnöflugum flug- vélum og nágrannaþjóðirnar. Því sé nauðsynlegt að Landhelgisgæslan hafi yfirsýn yfir það hvar vélar með flugþol til leitar og björgunaraðgera eru til staðar og hvernig hægt sé að kalla þær til ef stórslys verður á sjó. Tvö slys urðu í fyrra þar sem skemmtiferðaskip rákust á ísjaka við Suðurskautslandið. Hætta á slíku hefur aukist í norðri vegna aukinnar umferð- ar skipa og aukinnar tíðni hafíssreks. Íslendingar í forystu strandgæslu við Norður-Atlantshaf REYKJANESBRAUT verður lokuð í dag, laugardag, vegna fram- kvæmda á milli Hagasmára og Arn- arnesvegar milli kl. 5 og 11.30. Hagasmári er í brekkunni fyrir ofan Smáralind. Þar er Ego- bensínstöð og Lyfjaval-bílaapótek. Arnarnesvegur er efst á hæðinni við umferðarljósin. Við lokunina verður vegfar- endum leiðbeint og forgangsbílum hleypt í gegn. Hjáleið verður um Fífuhvammsveg, Smárahvamms- veg, Hagasmára, Hæðasmára og Arnarnesveg. Auðratað er þó fyrir þá sem komið hafa í Smáralind. Reykjanes- braut lokuð STUTT N1 býður um helgina 6 kr. afslátt af eldsneyti á öllum þjónustustöðvum sínum, en fyrirtækið segir þetta gert í tilefni af frábærri frammistöðu ís- lenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. Slegið er af verði bæði bensíns og dísilolíu, jafnt í sjálfafgreiðslu sem í hefð- bundinni þjónustuafgreiðslu. Til- boðið tók gildi í gær og stendur til miðnættis aðfaranætur mánudags. Miðað við algengasta verð á elds- neyti í sjálfsafgreiðslu kostar bens- ínlítrinn því 159,70 kr. yfir helgina hjá N1. Lítrinn af dísilolíu kostar 176,60 kr. skulias@mbl.is Ólympíuafslátt- ur á bensíni FIMMTUDAGINN 21. ágúst sl. um kl. 9.24 var umferðarslys á Skeið- arvogi við Gnoðavog í Reykjavík. Vegfarandi var á leið yfir Skeið- arvog í átt að Vogaskóla þegar fólksbifreið, svört að lit, var ekið frá Gnoðavogi og norðaustur Skeiðarvog. Ökumaður fólks- bifreiðarinnar hélt för sinni áfram án þess að gæta að vegfarandanum. Er talið að um Porche Cayenne sé að ræða. Þeir vegfarendur sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu eru beðnir um að hafa samband við lög- reglu í síma 444 1000. Lýst eftir vitnum STJÓRN Kvenréttindafélags Ís- lands lýsir yfir fullum stuðningi við kröfur ljósmæðra um leiðréttingu á launum þeirra. Þau eru með því sem lægst gerist innan BHM þótt nám þeirra sé eitt það lengsta sem krafist er af ríkisstarfsmönnum. „Stjórn Kvenréttindafélags Ís- lands telur þetta enn eitt lýsandi dæmið þess hvernig launamisrétti kynjanna er látið viðgangast hér á landi,“ segir í tilkynningu. Styðja ljósmæður KARLAHÓPUR Femínistafélags Ís- lands hefur undanfarin fimm ár staðið fyrir átakinu „Karlmenn segja NEI við nauðgunum.“ Mark- mið þessa forvarnarstarfs er að hitta og ræða við karlmenn, unga sem aldna, um áhrif og alvarleika nauðgana og hvetja karlmenn til að taka virkan þátt í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Karlahópurinn leggur áherslu á að umræðan um kynbundið ofbeldi standi allt árið um kring. Í ár tekur hópurinn þátt í menningarnótt Reykjavíkurborgar. NEI við nauðgunum             !" !    #        Flæmi Leitar- og björgunarhafsvæðið sem Ísland ber ábyrgð á er um 1.900.000 km². Það nær að aust- urströnd Grænlands suður undir Hvarf og þaðan austur fyrir Færeyjar og norður fyrir Jan Mayen. Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is ÞEIR fjórir nemendur sem sóttu um að hefja nám við tölvunarfræðideild Háskólans á Akureyri á komandi skólaári verða ekki innritaðir í skól- ann. Samþykkti háskólaráð skólans þetta í fyrradag. Var öllum kenn- urum við deildina í kjölfarið sagt upp. Einhverjum þeirra verður þó boðin endurráðning næstu tvo vetur til að ljúka kennslu þeirra nemenda sem þegar hafa hafið nám. Endurskoðað öðru sinni Ráðið samþykkti einnig að skipu- lag og forsendur námsins við skól- ann yrðu tekin til athugunar. Til stendur að breyta tilhögun námsins og bjóða tölvunarfræðikennslu í formi fjarnáms. Er það er í sam- ræmi við stefnu háskólans um efl- ingu þeirrar námstilhögunar. Í fréttatilkynningu frá skólanum segir að endurskoðun á náminu fyrir þremur árum hafi ekki borið tilætl- aðan árangur. Þar er einnig haft eftir Þorsteini Gunnarssyni rektor Háskólans á Akureyri að hann harmi að til þess- ara aðgerða skyldi þurfa að koma. Skólinn hafi verið „nauðbeygður til að grípa til þessara aðgerða vegna þess hve fáir nemendur stundi þetta nám.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Útskrift Þeir tölvunarfræðinemar sem þegar eru við nám í Háskólanum á Akureyri munu fá að klára nám sitt og útskrifast þaðan. Umsækjendur í tölvunar- fræði ekki innritaðir í HA Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is Á FUNDI nefndar um þróun Evr- ópumála, sem skipuð var fyrr á árinu, var í gær rætt um hugmyndir Björns Bjarna- sonar dómsmála- ráðherra um upp- töku evru án aðildar að Evr- ópusambandinu (ESB). Nefndin skoðar málið, að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, annars formanns hennar, frá laga- legum, pólitískum og hagfræðilegum sjónarhornum. Í verkahring nefndarinnar er með- al annars að fylgja eftir tillögum Evrópunefndar Alþingis frá í fyrra um aukna þátttöku í hagsmunagæslu á sviði Evrópustarfs. Þá er henni fal- ið að kanna hvernig framtíðarhags- munum þjóðarinnar sé best borgið gagnvart ESB. Botn þarf að fást í málið Ágúst Ólafur segir viðhorf ráða- manna í Brussel til upptöku evru án aðildar að ESB fremur neikvæð. Hann reiknar með að hugmyndin um evru án aðildar muni bera á góma þegar nefndin heldur til Brussel í september þar sem hún mun funda með forsvarsmönnum ESB. „Ég held að það sé mikilvægt að fá botn í þessa umræðu svo við kom- umst eitthvað áfram því ef ekki er pólitískur vilji eða lagalegar forsend- ur fyrir að fara þessa leið þá er tómt mál að tala um hana,“ segir Ágúst Ólafur. Skera þurfi úr um hvort skynsamlegt sé og raunhæft að taka upp evru án þess að ganga í sam- bandið. Einhliða upptaka möguleg Nokkrar þjóðir hafa tekið upp evru án aðildar að ESB og má þar nefna Monakó og San Marínó. Ágúst Ólafur segir að staða þeirra sé ekki sambærileg við stöðu Íslands þar sem þessi ríki hafi verið í sérstöku sambandi við fyrri myntir Evrópu- sambandslandanna. Upptaka evru án samráðs við ESB er möguleg að sögn Ágústs Ólafs en Svartfjallaland, Kosovo og fleiri lönd hafa farið þá leið. „En við höfum auð- vitað fengið þau skilaboð að Evrópu- sambandið er ekki ánægt með ein- hliða upptöku,“ segir Ágúst Ólafur. Evra án aðildar að ESB í nefnd Ágúst Ólafur Ágústsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.