Morgunblaðið - 23.08.2008, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
RÚSSAR lýstu því yfir í gær að þeir hefðu lokið
brottflutningi hermanna frá Georgíu í samræmi
við vopnahléssamkomulag sem náðist fyrir milli-
göngu Evrópusambandsins. Rússneska varnar-
málaráðuneytið sagði þó að um 2.500 hermenn
yrðu áfram á „öryggissvæðum“ í grennd við
sjálfstjórnarsvæðin Abkhasíu og Suður-Ossetíu
til að annast friðargæslu.
Stjórn Georgíu sagði að sú ákvörðun væri
„óviðunandi“. George W. Bush Bandaríkja-
forseti og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands,
sem fer fyrir ESB, tóku í sama streng. Þeir
sögðu að Rússar hefðu ekki enn farið eftir sam-
komulaginu og yrðu að gera það þegar í stað.
Fréttaritari breska ríkisútvarpsins, BBC,
sagði að vestrænir stjórnarerindrekar óttuðust
að Rússar hygðust túlka skilmála samkomulags-
ins á eigin forsendum. Ágreininginn mætti m.a.
rekja til þess að vopnahléssamkomulagið væri
mjög óljóst og þar kæmi aðeins fram að Rússar
gætu „gert frekari öryggisráðstafanir“ í „næsta
nágrenni við Suður-Ossetíu“. „Næsta nágrenni“
er skilgreint sem „nokkrir kílómetrar“.
Hundruð rússneskra hermanna fóru í gær á
skriðdrekum og brynvögnum frá bæjunum Sen-
aki í vestanverðri Georgíu, Gori í miðhluta lands-
ins og eftirlitsstöð í bænum Igoeti, um 50 kíló-
metra frá höfuðborginni Tbilisi. Rússneskir
hermenn voru þó enn á að minnsta kosti þremur
stöðum nálægt Senaki og hafnarbænum Poti við
Svartahaf. bogi@mbl.is
Segja að brottflutningi sé lokið
Rússnesk stjórnvöld segjast hafa fullnægt skilmálum vopnahléssamkomulags en Georgíumenn,
Bandaríkjamenn og Evrópusambandið neita því Deiluna má m.a. rekja til óljósra skilmála
Í HNOTSKURN
» Átökin hófust fyrir al-vöru 7. ágúst þegar
Georgíuher gerði sprengju-
og flugskeytaárásir á Tskhin-
vali, höfuðstað Suður-
Ossetíu, sem hefur notið
verndar rússneskra frið-
argæsluliða.
» Sameinuðu þjóðirnaráætla að 158.000 manns
hafi flúið heimkynni sín
vegna átakanna.
» Átökunum lauk meðvopnahléssamkomlagi og
Rússar hétu því að flytja
þorra hermanna sinna frá
Georgíu.
Reuters
Á heimleið Rússneskir hermenn á leið til Rússlands frá Tskhinvali í Suður-Ossetíu í gær.
Lahore. AP. | Pakistanska konan
Saira Liaqat pírir góða augað og
burstar hár viðskiptavinar í vinsælli
snyrtistofu í borginni Lahore í Pak-
istan. Andlit hennar leystist að
mestu upp af völdum sýru.
Skammt frá henni snyrtir Urooj
Akbar neglur viðskiptavina. Andlit
hennar er illa brunnið eftir eld sem
brenndi um 70% líkamans.
Liaqat og Akbar eru á meðal pak-
istanskra kvenna sem hafa orðið fyr-
ir íkveikju- eða sýruárásum karl-
manna. Konurnar lifa oftast í
örvilnun og einangrun það sem eftir
er ævinnar.
Konurnar tvær urðu hins vegar
snyrtifræðingar og þótt þær komist
ekki hjá því að sjá spegla og myndir
af íðilfögrum fyrirsætum líta þær á
snyrtistofuna sem annað heimili sitt.
Þær voru ráðnar fyrir atbeina
Depilex Smileagain-stofnunarinnar,
sem helgar sig ýmiskonar aðstoð við
konur sem hafa orðið fyrir sýru- eða
íkveikjuárásum.
Aðstoðin er rakin til þess að Mas-
arrat Misbah, sem stjórnar pakist-
önsku snyrtistofukeðjunni Depilex,
rakst á stúlku með blæju fyrir and-
litinu á götu fyrir fimm árum. Hún
bað um hjálp og Misbah féll næstum
í yfirlið þegar stúlkan tók af sér
blæjuna: „Ég sá stúlku sem var and-
litslaus.“
Eiginmaður hennar hafði hellt
sýru yfir hana.
Misbah setti auglýsingu í blað til
að athuga hvort fleiri konur þyrftu á
svipaðri hjálp að halda. 42 konur og
stúlkur svöruðu. Um 240 skráð fórn-
arlömb slíkra árása njóta nú að-
stoðar stofnunarinnar.
Mannréttindanefnd Pakistans
segir að á síðasta ári einu hafi a.m.k.
33 konur verið brenndar með sýru
og kveikt hafi verið í 45. Líklegt er
þó að fórnarlömbin séu enn fleiri því
ekki er skýrt frá öllum árásunum af
ýmsum ástæðum. Að meðaltali þurfa
konurnar að gangast undir 25-30
skurðaðgerðir. bogi@mbl.is
Brenndum konum hjálpað
AP
Brennd Eiginmaður konunnar hellti yfir hana bensíni og kveikti í henni.
Á ári hverju verða tugir kvenna fyrir sýru- eða íkveikjuárásum í Pakistan
LÖGREGLAN í Bosníu hefur hand-
samað bréfdúfu sem í ljós kom að
notuð var til að smygla fíkniefnum í
öryggisfangelsi.
Lögreglan telur að litlir heróín-
pokar hafi verið festir við fætur
dúfunnar sem settist í glugga fang-
elsins eftir að hafa flogið þangað
frá bæ í um 70 kílómetra fjarlægð.
Einum fanganna hafði verið heim-
ilað að hafa dúfuna hjá sér í klefa
sínum. bogi@mbl.is
Dúfa tekin
fyrir smygl
Hraðfleygar Bréfdúfur fara létt
með að fljúga hundruð km.
BARÁTTUMENN á vegum umhverfisverndar-
samtakanna World Wildlife Fund taka þátt í her-
ferð í Jakarta í Indónesíu fyrir því að gerðar
verði frekari ráðstafanir til að vernda Súmötru-
tígra, þá undirtegund tígrisdýra sem er í mestri
útrýmingarhættu. Umhverfisverndarsamtökin
áætla að innan við 400 tígrar lifi í náttúrunni á
Súmötru, einni af stærstu eyjum Indónesíu, en
þeir voru um það bil þúsund á áttunda áratug
aldarinnar sem leið.
Fækkun tígranna er einkum rakin til ólög-
legra veiða og eyðileggingar á kjörlendi þeirra,
regnskógunum. Erfiðlega hefur gengið að
stöðva veiðarnar vegna mikillar eftirspurnar
eftir skinni, klóm og tönnum tígra í minjagripi.
AP
Reynt að bjarga Súmötru-tígrum
BANDARÍKJASTJÓRN undirbýr
að kalla hersveitir sínar úr íröskum
borgum þegar í júnímánuði á næsta
ári og síðan í kjölfarið allt herlið
sitt frá Írak fyrir árslok 2011, að
því gefnu að takast muni að tryggja
stöðugleika í landinu.
Þetta er haft eftir íröskum og
bandarískum embættismönnum
sem leggja áherslu á að hér sé
fremur um markmiðssetningu að
ræða en fastar tímasetningar.
Þá þarf Nuri al-Malki, forsætis-
ráðherra Íraks, og aðrir fulltrúar
stjórnarinnar að samþykkja tillög-
urnar áður en þær verða lagðar
fyrir þingið til staðfestingar.
Bandaríska dagblaðið The New
York Times fullyrðir hins vegar að
bandarískir, jafnt sem íraskir emb-
ættismenn, séu hlynntir tímaáætl-
uninni. Segir þar einnig að rík-
isstjórn George W. Bush
Bandaríkjaforseta sé nú reiðubúin
að binda enda á meginhluta hern-
aðarumsvifa sinna í Írak innan árs,
eða töluvert fyrr en talið var raun-
hæft að ætla fyrir aðeins nokkrum
mánuðum. baldura@mbl.is
Herinn
kvaddur
heim 2011
Bandaríkjaher fer úr
borgum Íraks 2009