Morgunblaðið - 23.08.2008, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.08.2008, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 17 NÝHERJI hf. sími 569 7700 www.nyherji.is Fislétt, öflug og hagkvæm Fljúgðu í gegnum námið með ThinkPad ThinkPad fartölva er frábær kostur fyrir skólafólk. Hún er nett, létt og ótrúlega öflug. Allt að 5 klukkustunda rafhlöðuending, skarpur skjár og vef- myndavél. Góð afköst á frábærum kjörum. ThinkPad fartölvur eru hugsaðar fyrir kröfuharða notendur. Yfirburðatækni, gæði, lág bilanatíðni og öryggi eru í fyrirrúmi. ThinkPad fartölvur hafa unnið til 1200 verðlauna á heimsvísu fyrir hönnun og virkni. LENGRI RAFHLÖÐUENDING VÖKVAÞOLIÐ OG UPPLÝST LYKLABORÐ FALLVÖRN GAGNABJÖRGUN MEÐ EINUM TAKKA INNBYGGÐ VEFMYNDAVÉL E N N E M M /S ÍA /N M 34 93 3 Sölustaðir ThinkPad eru: Verslanir Nýherja í Reykjavík og á Akureyri, verslanir Símans, Elko, TRS, Tölvun, Omnis, Tengill, Netheimar, Martölvan, Ráðbarður og Hrannarbúðin. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÞAÐ var í kjölfar fyrri olíukreppunn- ar árin 1973 til 1974 þegar samþykkt voru lög á Bandaríkjaþingi um stofn- un olíubirgðastöðva, einskonar olíu- banka sem grípa mætti til þegar sveiflur yrðu á framboðinu. Um líkt leyti var Alþjóðaorkustofnunin (IEA) sett á legg og gerir hún nú þá kröfu á hendur aðildarríkjunum 27 að þau hafi yfir að ráða birgðum sem nema ígildi níutíu daga innflutnings. Nú rúmum þremur áratugum síðar eru uppi allháværar raddir um að taka þurfi þetta baktryggingakerfi til endurmats, í ljósi þeirrar óvissu og hrinu hækkana sem einkennt hefur olíumarkaðina síðustu misserin. David G. Victor, prófessor við Stan- ford-háskóla, og Sarah Eskreis-Win- kler, ráðgjafi Bandaríkjastjórnar í ör- yggismálum, gera þessa nýju stöðu að umtalsefni í nýjasta hefti tímaritsins Foreign Affairs, þar sem birgða- stefna Bandaríkjastjórnar er rakin allt aftur til áttunda áratugarins. Rifja þau þar upp að í janúarmán- uði 2007 boðaði George W. Bush Bandaríkjaforseti að birgðastaðan, sem aukin hefur verið jafnt og þétt í gegnum árin, skyldi tvöfölduð, úr um 700 milljón tunnum í um 1,5 milljarða tunna, eða upp í sem nemur núver- andi olíuinnflutningi í 120 daga. Að því gefnu að olíuverðið haldist yfir 100 dali tunnan myndi slík aukn- ing kosta á milli 70 og 100 milljarða Bandaríkjadala, eða allt að um 8.000 milljarða króna á núverandi gengi. Kínverjar byggja upp birgðir Bandaríkin eru ekki eina stjórþjóð- in sem hefur áhyggjur af birgðastöð- unni. Kínverjar eru að byggja upp 100 milljón tunna birgðir, skref sem verð- ur að telja aðeins upphaf frekari olíu- söfnunar. Japanir, sem eru geysilega háðir innfluttu jarðefnaeldsneyti, ráða yfir ígildi 160 daga innflutnings. Reynist sú greining Paul Stevens, orkuhagfræðings og prófessors Em- eritus við Dundee-háskóla, að alvar- leg olíuframboðskreppa kunni að vera á næsta leiti mun þrýstingurinn á birgðastefnuna fara vaxandi og verða í sífellt meira mæli settur í samhengi við þjóðaröryggi ríkja heims. Með hliðsjón af himinháu olíuverði verður þessi birgðasöfnun einnig sí- fellt dýrari og færa þau Victor og Eskreis-Winkler rök fyrir því að sú ákvörðun Bill Clinton, forseta 1992- 2000, að selja hluta birgðanna á fyrra kjörtímabili sínu, þegar hagstæðara var að kaupa olíu, og sú stefna Bush forseta að auka birgðirnar eftir hryðjuverkaárásirnar haustið 2001 kunni að hafa kostað bandaríska skattborgara um 80 milljarða króna. Að þeirra mati ætti að færa stjórn yfir birgðunum frá forsetanum og þeim sérfræðingum sem hann hefur skipað í ráðuneytum orku- og utan- ríkismála yfir til óháðs birgðaráðs. Á sínum tíma hafi verið litið svo á að stjórn forsetans fæli í sér vissan sveigjanleika. Reynslan sýndi hins vegar að forsetarnir hefðu ekki haft nægilega skýra stefnu. Leggja þau jafnframt til að birgða- staðan verði aukin í 1,2 milljarða tunna, ígildi 90 daga innflutnings, en samkvæmt bestu heimildum megi áætla að Bandaríkjastjórn hafi yfir að ráða helmingi meiri olíubirgðum en einkaaðilar vestanhafs. Kerfið ekki í takt við tímann Tvímenningarnir gagnrýna einnig George H.W. Bush, forseta 1988 til 1992, fyrir að heimila ekki að gengið yrði á birgðirnar eftir að strand olíu- skipsins Exxon Valdez raskaði dreif- ingu á olíu frá Alaska, meðal annars vegna þess að hann hafi samkvæmt lögum ekki geta gert slíkt nema í neyðartilfellum. Forsetinn hafi hins vegar heimilað að gengið yrði á birgð- irnar við upphaf Persaflóastríðsins 1991, en að aðrir þættir, svo sem lof- orð Sádi-Araba um að auka vinnsl- una, hefðu vegið þyngra í að tryggja stöðugleika og lágt verð á mörkuðum. Niðurstaða þeirra er sú að olíu- birgðakerfinu hafi verið komið á þeg- ar gengið var út frá því að fámennur hópur fyrirtækja og olíuvinnsluríkja gæti aukið framboð þegar þyrfti. Staðan hafi hins vegar breyst og markaðurinn og dreifikerfin orðið við- kvæmari fyrir sveiflum í framboðinu. Þau telja óvíst hversu mikið gagn Alþjóðaorkustofnunin gæti gert kæmi upp svipuð staða og á 8. ára- tugnum og leggja því til að hún stuðli að fjárfestingu aðildarríkja, á borð við Suður-Kóreu, í birgðakerfum sínum, einkum utan landamæra þeirra. Olíubirgðastefnan tekin til endurmats Órói á mörkuðum dregur athyglina að birgðunum vestanhafs Varaforði Brot af innviðum olíu- birgðastöðvarinnar í New Orleans. Í HNOTSKURN »Neyðarbirgðirnar erugeymdar á fjórum stöðum við Mexíkóflóa og er hluti olíunnar geymdur í mann- gerðum neðanjarðarhellum. »Til þeirra var stofnað eftirfyrri olíukreppuna á ár- unum 1973 til 1974. »Næstu ár byggðu Banda-ríkin upp miklar birgðir, söfnun sem hlé varð á í kjölfar írönsku byltingarinnar 1979. FIMMTÁN mínútna fegrunarblundur kostar fimmtán evrur, um 1.800 krónur, og níu tíma næturleiga til sjö að morgni 60 evrur, rétt rúmlega 7.000 krónur. Svona má draga saman verðskrána fyrir leiguna á hinum nýstárlega svefnklefa „Napcab“ á flugvellinum í München, sem þýskir iðnhönnuðir hönnuðu fyrir sam- keppni á vegum háskóla í borginni. Á næstunni mun koma í ljós hvort klefinn nær útbreiðslu en vísast munu þreyttir ferðalangar á flugvöllum heimsins taka því fagnandi að geta lagst til svefns, eftir að hafa farið yfir tölvupóstinn á skjánum yfir rúmgaflinum. Þótt fyrstu fimmtán mínúturnar séu þannig í dýrari kantinum fer verðið lækkandi eftir því sem lengur er dvalið í klefanum og kostar stundarfjórðungurinn í München eftir það um 480 krónur. Sú martröð þeirra sem þurfa að fljúga langar vegalengdir að þurfa að leggjast til svefns á bekkjum á löngum flugvallagöng- um gæti senn heyrt sögunni til. baldura@mbl.is Reuters Fegrunarblundur á 15 evrur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.