Morgunblaðið - 23.08.2008, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
G
uðni Gunn-
arsson lífs-
ráðgjafi flutti til
Íslands frá
Bandaríkjunum
árið 2006 eftir
að hafa þróað
líkams- og hug-
ræktarkerfið Rope Yoga. Eftir
heimkomuna hófst Guðni handa
við að stofna Rope Yoga-setur í
Listhúsinu í Laugardal. Setrið tók
til starfa árið 2007 og skömmu síð-
ar opnaði Guðni, ásamt eiginkonu
sinni, Guðlaugu Pétursdóttur, mat-
sölustaðinn Gló í sama húsnæði.
Starfsemin hefur vaxið og dafnað
á skömmum tíma.
„Ég vinn fyrst og fremst sem
lífsráðgjafi við orkumiðlun,“ segir
Guðni. „Manneskjan ver orku sinni
annaðhvort í kærleik og umhyggju
eða refsingu og ofbeldi. Flest okk-
ar eru í andlegri leit og ég aðstoða
fólk við að beina athyglinni í rétt-
an farveg. Sjálfur nýt ég góðs af
því að ekkert hefur hent mig í líf-
inu sem ég hef ekki stofnað til
sjálfur.“
Þegar Guðni er spurður hvenær
andleg leit hans hafi hafist svarar
hann: „Ég held að ég hafi aldrei
komist undan henni. Ég vissi alltaf
að ég væri orka og sál en ekki
hugsanir mínar. Á tímabili voru
hugsanir mínar að hræða úr mér
líftóruna, ég réð ekki við þær og
vissi að ég yrði að ná taki á huga
mínum ef ég ætlaði einhvern tíma
að öðlast ró.“
Eilíf nótt
Á hvaða tímabili hræddistu
hugsanir þínar?
„Líf mitt hefur mótast af upp-
eldi mínu. Ég ólst upp í Keflavík,
faðir minn var sjómaður, vann
mikið en þess á milli drakk hann.
Móðir mín var heimavinnandi. Það
voru erfiðleikar í kringum fjöl-
skyldu mömmu, systkini hennar
voru í mikilli neyslu og þeim var
margoft bjargað af götunni. Ég
var þrettán ára þegar mamma fór
í neyslu, hún hrundi og í sjö ár
horfði ég á hana veslast upp. Það
var eilíf nótt. Hún var yndisleg
kona en þoldi ekki við í þeirri til-
vist sem hún hafði búið sér. Dag
einn féll hún niður af svölum undir
áhrifum og samkvæmt skilgrein-
ingu lést hún af slysförum en í
reynd fyrirfór hún sér. Þegar hún
dó fyrirleit ég hana. Seinna skildi
ég líf hennar.
Sem unglingur ákvað ég að ég
vildi ekki verða háður vímuefnum
eins og foreldrar mínir en samt
byrjaði ég í neyslu. Þrettán ára
gamall drakk ég brennivín og
reykti tóbak. Átján ára gamall
vaknaði ég til meðvitundar um að
áfengi færi illa í mig og gerði mig
þunglyndan. Ég var fastur í þeim
veruleika að verða eins og for-
eldrar mínir. Ég var hræddur við
sjálfan mig, leið illa og var orkulít-
ill. Ég hætti allri neyslu.
Öll mín hvatning snerist um það
að verða ekki eins og mamma og
pabbi. Ég ætlaði að verða töffari
og sýna hvað ég gæti. Ég ætlaði
að komast burt frá umhverfi mínu.
Ég vann mikið og tvítugur var ég
búinn að byggja tveggja hæða hús
og stofnaði heildverslun og smá-
sölu ásamt fyrri eiginkonu minni.
Ég kunni ekki til verka en varð
ekki gjaldþrota og hélt áfram að
reyna að bjarga rekstrinum. Rúm-
lega þrítugur var ég orðinn þreytt-
ur og tættur. Allt mitt líf var sama
ferlið, hlaup frá einu í annað, sí-
felld leit. Ég bjó yfir miklum vilja
og mikilli orku og áræði en hafði
enga undirstöðu og því engan til-
gang. Um leið var ég að reyna að
halda jafnvægi og leita lausna með
því að stunda jóga og líkamsrækt.
Ég stofnaði Vaxtarræktina og
starfaði sem líkamsræktarþjálfari.
Að hluta til leið mér á þessum
tíma eins og ég væri óheppinn,
hefði orðið fyrir slysi. Ég var aftur
byrjaður að drekka brennivín og
reykja sígarettur. Skjólið var í lík-
amsrækt, með henni hreinsaði ég
til í tilvist minni, eins og þegar
maður tekur til eftir veislu. Ég
hafði enga orku, var hættur að
taka ábyrgð og neitaði að horfast í
augu við það sem ég var að gera.
Ég var týndur, orðinn rekald, bú-
inn að tapa gleði og áræði. Jú, ég
mætti í vinnuna á morgnana en
sýndi enga framsýni. Loks var
mér ljóst að ég væri kominn í
þrot. Ég varð að stíga afsíðis til að
skilja að ég væri ábyrgur fyrir því
hvar ég væri staddur og ef ég ætl-
aði að breyta einhverju yrði ég að
hafa stefnu.
Ég sá ekki fram úr tilvist minni
og sá ekki fram úr hjónabandinu.
Ég ákvað að skilja og sex mán-
uðum eftir að ég skildi var mér
boðið að koma til Bandaríkjanna
og kynna heilsuræktarhugmyndir
mínar í Los Angeles. Ég fór þang-
að.“
Hvernig kunnirðu við þig í
Bandaríkjunum?
„Ég var í Los Angeles, þar var
alltaf hiti og hlýja og mikil birta
sem fór vel í mig. Ég var svo lán-
samur að laða að mér flott fólk og
fór strax inn í umhverfi sem var
fullt af hlýju og kærleik.
Starfsemin hófst í bílskúr og
með tímanum varð áherslan á lífs-
færni sterkari. Ég vissi að ég
myndi aldrei ná því að gera kenn-
ingar mínar aðgengilegar og vin-
sælar nema ég setti þær í heild-
stæðan pakka, sem ég gerði með
Rope Yoga. Árangurinn var góð-
ur.“
Óhamingju viðhaldið
Hvað er Rope Yoga?
„Það má segja að Rope Yoga sé
blanda af jóga, sálfræði, líkams-
lestri, næringarfræði og nuddi.
Einstök nálgun á huga, heilsurækt
og velsæld. Í starfi mínu sem lík-
amsræktarþjálfari á Íslandi sá ég
að fólk sem kom í líkamsrækt var
flest að viðhalda óhamingunni með
því að draga örlítið úr henni í stað
þess að fara í velsæld. Það er
hægt að fara í líkams- og heilsu-
rækt og lyfta lóðum en ef menn
hafa ekki rétt hugarfar eru þeir
alltaf að þjálfa skortinn.“
Hvað áttu við þegar þú talar
um velsæld?
„Velsæld er afskaplega einfalt
fyrirbæri. Velsæld merkir að vera
kominn inn í augnablikið þar sem
maður nýtur sín, er hamingju-
samur og er ekki að gagnrýna,
hafna eða refsa. Um þetta snýst
Rope Yoga að miklu leyti.“
Þú starfaðir í fimmtán ár í
Bandaríkjunum, þér gekk vel þar.
Af hverju ákvaðstu að koma
heim?
„Mér hefði ekki getað liðið betur
en í Los Angeles. En það voru
komin tímamót. Ég var búinn að
fá útrás og hvíld og hafði þróað
þetta kerfi, Rope Yoga. Ég spurði
sjálfan mig: Hvað ætlarðu að
gera? Hvert ætlarðu að fara? Ég
sá að ég hafði viðað að mér mikilli
þekkingu og vildi koma þessari
nálgun á framfæri hér á Íslandi.
Ég og kona mín vildum heldur
ekki að ungt barn okkar myndi
alast upp sem Bandaríkjamaður,
með fullri virðingu fyrir þeirri
þjóð, og fluttum því heim.“
Of mikil fæða
Mataræði skiptir máli í kenn-
ingum þínum. Hversu miklu máli
skiptir mataræði fyrir andlega
velsæld?
„Manneskja sem er í neyslu er
ekki í tengslum við eigið sjálf.
Hún er fjarverandi, er háður neyt-
andi. Þar er maturinn einn mesti
skaðvaldurinn. Við neytum senni-
lega þrisvar til fjórum sinnum
meiri fæðu en við þörfnumst til að
viðhalda líkama okkar, krafti og
hamingju. Þessir þrír fjórðu
þyngja mjög á okkur, ekki bara í
holdi heldur einnig í huga. Við
borðum ekki hreina fæðu sem er
heilbrigð og næringarrík, við borð-
um tilbúin efnasambönd úr pappa-
kössum.
Til að lifa heilbrigðu lífi er nauð-
synlegt að nærast ekki á tilbúinni
fæðu og efnasamböndum sem í eru
geymsluefni, rotvarnarefni, lit-
arefni og bragðefni sem eru iðn-
aður sjúkdóma. Með því að næra
sig á úrgangi dregur maður úr sér
kraft og elju. Þegar maður hefur
markmið og tilgang nærir maður
þann ásetning með besta hráefni
sem völ er á.
Veitingastaður var alltaf hluti af
hugmynd minni um Rope Yoga-
setur. Á Gló er boðið upp á heil-
brigða næringu. Gestir fá nóg að
borða og maturinn er eins hollur
og mögulegt er.“
Hefur Rope Yoga-starfsemin
gert þig ríkan?
„Ekki ennþá. Við hjónin lögðum
í miklar fjárfestingar í sambandi
við hönnum á Rope Yoga-kerfinu
og húsnæði fyrir starfsemina hér
heima. Við skuldum talsvert en er-
um ekki í vandræðum með að
borga af skuldunum. Ég á ekki
Höfnum
okkur
800 sinn-
um á dag
» Ég vissi alltaf að ég væri orka og sál en ekkihugsanir mínar. Á tímabili voru hugsanir mín-ar að hræða úr mér líftóruna, ég réð ekki við
þær og vissi að ég yrði að ná taki á huga mínum ef ég
ætlaði einhvern tíma að öðlast ró.
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is