Morgunblaðið - 23.08.2008, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 21
peninga í skjóðum en hef litlar
áhyggjur af því.“
Við erum sál
Hvert er lykilatriði í þeirri and-
legu leiðsögn sem þú veitir?
„Það að við erum ekki hugsanir
okkar. Við erum sál. Þegar við
skiljum að við erum vitund getum
við farið að veita hugsunum okkar
athygli. Þá skiljum við að hugsanir
okkar eru eins og gamlar seg-
ulbandsspólur og hafa ekkert gildi
í sjálfu sér. Þegar maður skilur
það skilur maður líka að með-
almanneskja hafnar sér 800 sinn-
um á dag.“
Af hverju segirðu að við höfn-
um okkur 800 sinnum á dag?
„Við svíkjum, við prettum, við
frestum. Um leið og við frestum
hlutum erum við að draga úr verð-
leikum okkar og viðhalda skort-
inum. Við höfnum okkur að með-
altali 800 sinnum á dag, sumir
oftar, aðrir sjaldnar. Og á meðan
við höfnum okkur 800 sinnum á
dag erum við að virkja 85 prósent
af orku okkar í sjálfsvorkunn og
svo fara 15 prósentin sem eftir eru
í réttlætingu okkar á því.“
Að uppgötva frjálsan vilja
Alls konar fólk kemur til þín,
þar á meðal einstaklingar sem
hafa náð langt í viðskiptalífinu og
eru hjá þér í einkatímum. Af
hverju koma þeir til þín?
„Ég hef reynslu í viðskiptum, ég
hef reynslu sem manneskja. Ég
hef laðað að mér menn sem eru
með opið hjarta og eru tilbúnir að
hlusta. Menn sem eru bæði hug-
rakkir og sterkir og vilja að fram-
lag þeirra í lífinu sé heilbrigt.
Allt sem við veitum athygli vex
og dafnar. Ef við veitum skort-
inum athygli þá vex hann og ef við
veitum velsældinni athygli þá vex
hún. En þeir sem horfast ekki í
augu við sjálfa sig geta ekki veitt
neinu athygli. Þetta er ekki flókn-
ara en það.“
Ertu þá að segja að maður
komist þangað sem maður ætlar
sér?
„Já. En við erum alltaf að draga
úr okkur kjark. Eins og Nelson
Mandela sagði: Það er ekki myrkr-
ið sem við óttumst heldur ljósið.“
Verður fólk að verða fyrir
áföllum til að geta horfst í augu
við sjálft sig?
„Ég er ekki að segja að það sé
nauðsynlegt en ég hef ekki hitt
marga sem hafa ekki þurft dugleg
kjaftshögg eða spark til að átta sig
á því hvar þeir eru staddir og
hvert þeir eru að fara. Það er hins
vegar flestum gefið að skilja að
maðurinn er ekki hugsanir sínar
heldur er hann sál. Ég hef aldrei
hitt manneskju sem skilur ekki þá
umræðu.“
Ef við erum andar hver er þá
tilgangurinn með þessari jarðvist?
„Tilgangurinn er að uppgötva
frjálsan vilja og skilja að við erum
skaparar sem eigum að taka á
okkur ábyrgð, fyrirgefa sjálfum
okkur og vera ekki háð gærdeg-
inum. Þegar við höfum öðlast
frjálsan vilja áttum við okkur á að
við höfum val, getu, orku og styrk
til að fyrirgefa okkur sjálfum og
losa okkur þannig undan ánauð
þjáningar sem við erum sífellt að
leggja á okkur. Við erum skap-
arar, ákvörðum veruleikann í eigin
lífi og erum frjáls.“
Er Guð til?
„Hvert sem ég kem sé ég Guð,
þannig að ég er ekki í nokkrum
vafa um tilvist hans.“Morgunblaðið/Kristinn
Tilgangurinn „Tilgangurinn er að
uppgötva frjálsan vilja og skilja að
við erum skaparar sem eigum að
taka á okkur ábyrgð, fyrirgefa
sjálfum okkur og vera ekki háð
gærdeginum.“
Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 9:00-15:30 í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2
Að skrifa samkeppnishæfa umsókn í
7. rannsóknaáætlun ESB
N Á M S K E I Ð
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Leiðbeinandi verður Dr. Sean McCarthy frá Hyperion sem er einn eftirsóttasti ráðgjafi á þessu sviði í Evrópu.
Námskeiðið fer fram á ensku.
Þátttökugjald er 20.000 kr. Innifalin eru námskeiðsgögn og veitingar.
Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Skráningarfrestur er til 25. ágúst 2008. Skráning á rannis@rannis.is eða í síma 515 5800.
Dagskrá:
l Yfirlit yfir 7. rannsóknaáætlun ESB
l Markmið og forgangssvið
l Tegundir verkefnastyrkja
l Hvernig á að finna samstarfsaðila
l Mat á umsóknum
l Undirbúningur og hugmyndir
l Áætlanagerð
l Umsóknarskrif
Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 515 5800 • www.rannis.is