Morgunblaðið - 23.08.2008, Side 38

Morgunblaðið - 23.08.2008, Side 38
38 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Vélavörður Vélavörður óskast á neta- og línuveiðiskipið Kristrúnu RE-177 frá Reykjavík. Þarf helst að geta leyst af sem yfirvélstjóri. Góður kvóti og góðir tekjumöguleikar. Uppl. í síma 520 7306. Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Kríuhólar 4, 204-8994, Reykjavík, þingl. eig. Sævar Hólm Valdimars- son, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv, Tollstjóraembættið,Tryggingamiðstöðin hf. og Vörður tryggingar hf., miðvikudaginn 27. ágúst 2008 kl. 13.30. Strandasel 9-11, 205-4610, Reykjavík, þingl. eig. Hildur Björnsdóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóðurinn á Suðurlandi, miðvikudaginn 27. ágúst 2008 kl. 11.00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 22. ágúst 2008. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Dalvegi 18, Kópavogi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Asparhvarf 22, ehl. gþ. (229-0894), þingl. eig. Asparhvarf ehf, gerðarbeiðandi Dúkþak ehf, miðvikudaginn 27. ágúst 2008 kl. 10:00. Auðbrekka 14, 01-0301 (205-8798), þingl. eig. Vistir ehf, gerðarbeiðandi Stafir lífeyrissjóður, miðvikudaginn 27. ágúst 2008 kl. 10:00. Álfkonuhvarf 21, 0205, ehl.gþ. (227-2763), þingl. eig. Rafn Guðmundsson, gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 27. ágúst 2008 kl. 10:00. Bakkahjalli 7, ehl.gþ. (223-4406), þingl. eig. Kristín Bessa Harðardóttir, gerðarbeiðandi Birtingur útgáfufélag ehf, miðvikudaginn 27. ágúst 2008 kl. 10:00. Birkigrund 51, 01-0101, ehl.gþ. (205-8933), þingl. eig. Sveinn Kjartans- son, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Kópavogi, miðvikudaginn 27. ágúst 2008 kl. 10:00. Birkihvammur 18, 0101, ásamt bílskúr (205-8996), þingl. eig. Eygló Hallgrímsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Verkfræðinga, miðvikudaginn 27. ágúst 2008 kl. 10:00. Engihjalli 1, 0702 (205-9853), þingl. eig. Jón Ingi Þórarinsson, gerðarbeiðendur Glitnir banki hf og Og fjarskipti ehf, miðvikudaginn 27. ágúst 2008 kl. 10:00. Fagrihjalli 10, 05-0101 (206-0275), þingl. eig. Eyrún Ingvaldsdóttir og Sigurður Kristinn Gunnarsson, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf og Landsbanki Íslands hf,aðalstöðv, miðvikudaginn 27. ágúst 2008 kl. 10:00. Gnitakór 7 (227-4407), þingl. eig. Björk Baldursdóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf,aðalstöðv, miðvikudaginn 27. ágúst 2008 kl. 10:00. Grænihjalli 19, 0101 (206-1114), þingl. eig. Ágúst Rafn Kristjánsson og Ágústa Steinþórsdóttir Kroknes, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslu- narmanna, miðvikudaginn 27. ágúst 2008 kl. 10:00. Hafnarbraut 4, 0101 (206-1147), þingl. eig. Bryggjubyggð ehf, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf ogTollstjóraskrifstofa, miðvikudaginn 27. ágúst 2008 kl. 10:00. Hamraborg 24, 07-0303 (206-1295), þingl. eig. Hagur ehf, gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 27. ágúst 2008 kl. 10:00. Helgubraut 27, (206-1519), þingl. eig. Reynir Ingi Helgason, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Kópavogi, miðvikudaginn 27. ágúst 2008 kl. 10:00. Kjarrhólmi 26, 0402, ehl.gþ. (206-3311), þingl. eig. Jón Mýrdal Harðarson, gerðarbeiðandi Borgun hf, miðvikudaginn 27. ágúst 2008 kl. 10:00. Lindasmári 10 (222-7609), þingl. eig. Guðný María Guðmundsdóttir og Magnús Árnason, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Kópavogi, miðvikudaginn 27. ágúst 2008 kl. 10:00. Lækjasmári 17, 01-0101 (221-8865), þingl. eig. Sigurþór Ólafsson, gerðarbeiðendur Glitnir banki hf, Íbúðalánasjóður og Sýslumaðurinn í Kópavogi, miðvikudaginn 27. ágúst 2008 kl. 10:00. Skálaheiði 3, 0102 (206-4843), þingl. eig. Vigdís Guðjohnsen, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 27. ágúst 2008 kl. 10:00. Skemmuvegur 38, 0001 (206-4911), þingl. eig. Skemmuvegur 38 ehf, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Kópavogi, miðvikudaginn 27. ágúst 2008 kl. 10:00. Trönuhjalli 9, 0202 (206-5644), þingl. eig. Guðjón Garðarsson, gerðarbeiðendur Guðleifur Magnússon, Íbúðalánasjóður og Lands- banki Íslands hf,aðalstöðv, miðvikudaginn 27. ágúst 2008 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Kópavogi, 22. ágúst 2008. Tilkynningar Fjölbrautaskólinn í Garðabæ við Skólabraut, 210 Garðabæ, sími 520-1600, fax 565-1957 vefslóð: http:www.fg.is, netfang: fg@fg.is Fjarnám: fg.is Öflugt og gott fjarnám í boði. Hagstætt verð. Endurgreiðslur til þeirra sem ljúka prófum! Þarft þú hjálp við að skipuleggja nám þitt til stúdentsprófs? Hefur þú lokið einhverjum áföngum í framhaldsskóla? Átt þú fáa áfanga eftir til að ljúka stúdentsprófi eða öðru réttindanámi? Skoðið heimasíðuna: www.fg.is Umsóknarfrestur er til 29. ágúst nk. Skólameistari. Félagslíf 24.8. Esjan (E-5) Þverfellshorn, 780 m - Kerhólakambur, 851 m - Smáþúfur Brottför frá BSÍ kl. 09:30 V. 3100/3700 kr. Vegalengd 15-16 km. Hækkun 800 m. Göngutími 6-7 klst. 29. - 31.8. Fjallabak - Jeppa- ferð fyrir alla jeppa Brottför: kl. 19:00 V. 7200/8300 kr. 0808JF02 Haustferð um Fjallabakssvæðið þar sem gist verður í skálanum í Strút ogskoðaðar ýmsar fallegar náttúruperlur ásamt því að fara í bað í Strútslaug. Fararstj. Þórhallur Másson. Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag. Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót! Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is! Sæktu um blaðberastarf – alvörupeningar í boði! ✝ Unnur Krist-jánsdóttir var fædd á Þingvöllum í Helgafellssveit 9. júlí 1923. Hún lést í St. Franciskus- spítalanum í Stykkishólmi 11. ágúst síðastliðinn. Hún var þriðja barn hjónanna Maríu Kristjáns- dóttur frá Litla– Langadal á Skóg- arströnd, f. 10.8. 1889, d. 15.12. 1987 og Kristjáns Jóhannssonar, Ytri-Drápuhlíð í Helgafellssveit, f. 7.5. 1891, d. 3.8. 1984. Þau giftust 1918 og hófu búskap á Skógarströnd og bjuggu þar í tvö ár en fluttu þaðan 1921 að Þingvöllum í Helgafellssveit og hófu búskap þar. Á Þingvöllum bjuggu þau þar til þau fóru á Dvalarheimili Stykkishólms 1979. Systkini Unnar eru: 1) Kristján, f. 1919, d. 2002, 2) Ingibjörg Sigríður, f. 1922, 3) Hall- varður Guðni, f. 1928, d. 1997. Unn- ur fluttist ung til Reykjavíkur og starfaði í eldhúsi Fæðingarheimilis Reykjavíkur í um aldarfjórðung. Hún var félagslynd kona og starfaði í Húsmæðra- félagi Reykjavíkur í mörg ár. Þegar hún hætti að vinna vegna aldurs flutti hún aftur til heima- haganna og bjó á Dvalarheimili Stykkishólms til dauðadags. Útför Unnar fer fram frá Helgafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 12. Við leiðarlok þökkum við Unni frænku allar góðar og hlýjar sam- verustundir í gegnum tíðina. Þegar við heimsóttum hana snemma í sum- ar bar hún sig vel eins og venjulega og var umhugað að geta boðið uppá eitthvað gott. Hún var svo stór þáttur í lífi okk- ar, kom iðulega í Einholtið, enda bjó hún ekki langt frá okkur. Unnur og Kiddi bróðir hennar voru miklir aufúsugestir á heimilinu og fóru margar ferðir bæði innan- lands og utan með foreldrum okkar í gegnum tíðina. Það var tilhlökkunarefni þegar farið var í heimsóknir til hennar hvort heldur sem var á heimili henn- ar í Mávahlíðinni eða á Fæðingar- heimilið við Þorfinnsgötu þar sem hún starfaði í eldhúsinu til fjölda ára enda nutum við góðs af þegar við lág- um þar á sæng, þá var laumað til okkar góðgæti. Sú hefð skapaðist að Unnur var alltaf með okkur á gamlárskvöld, fyrst í Einholtinu og síðar á Mela- brautinni. Hún hafði oft á orði hvað hún hefði skemmt sér vel enda mikið hlegið og haft gaman eins og svo oft þegar við vorum saman. Unnur fylgdist alltaf vel með, hringdi til að heyra hvernig okkar fólki vegnaði og þótti okkur vænt um það. Síðustu ár hefur Unnur frænka búið í íbúðum aldraðra í Stykkis- hólmi þar sem henni leið mjög vel og taldi sig heppna að fá að vera þar nærri skyldfólki sínu og þar fannst henni hún vera komin heim enda stutt í æskuheimilið á Þingvöllum sem henni þótti alla tíð svo vænt um. Við systur og mamma þökkum langa og góða samveru liðinna ára. Hvíl í friði elsku Unnur. Guðrún Ína og Margrét Einarsdætur. Það er byrjað að hausta, fuglarnir farnir að hópa sig saman og æfa flug til hlýrri landa. Það var líka komið haust í lífi Unnar frænku. Hún lést á St. Franciskusspítala í Stykkishólmi eftir mjög skamma sjúkdómslegu. Ég minnist yndislegra samveru- stunda með Unni þegar spjölluðum um daginn og veginn, borðuðum konfekt og drukkum glas af Bristol Cream. Það var gott að koma til hennar. Við áttum mikið sameigin- legt þó að mikill aldursmunur væri á okkur og gátum alltaf spjallað sam- an. Hún var alltaf létt í lund og fannst gaman að fá fólk í heimsókn. Hún var afar frændrækin, ræktaði tengslin við vini og ættingja og það brást ekki að Unnur hringdi ef ein- hver átti afmæli í stórfjölskyldunni því hún var afar minnug á afmæl- isdaga fjölskyldumeðlima. Hún hringdi meira að segja oft daginn fyrir afmælið „því þá var það búið“ eins og hún sagði, en ég held þetta hafi verið hennar eðlislæga tillits- semi að vera ekki að trufla afmæl- isbarnið á afmælisdaginn. Unnur hafði gaman af því að ferðast, bæði innanlands og utan. Henni tókst að ferðast þó nokkuð til útlanda og átti hún góðar minningar um þær ferðir og var nokkuð stolt af því að hafa getað farið í þessi ferðalög. Minningarnar um Unni fylgja okkur um ókomna daga. Við munum hana sem hægláta konu, sem öllum vildi vel, var alltaf boðin og búin til aðstoðar og ávallt glöð og sátt við líf- ið og tilveruna. Ég og fjölskylda mín erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni og átt hana að sem vin. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Hrafnhildur Hallvarðsdóttir. Unnur Kristjánsdóttir MINNINGAR Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.