Morgunblaðið - 23.08.2008, Síða 40

Morgunblaðið - 23.08.2008, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er laugardagur 23. ágúst, 236. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Jesús segir við hann: „Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.“ (Jh. 20.) Víkverji botnar ekkert í orðunumlágvöruverð, lágvöruverðs- verslun og lágvöruverðskjarni. Orð- ið lágvöruverð er ekki orð heldur orðskrípi, nýtt af nálinni, sem ein- hver sem rekur verslun þar sem áhersla er lögð á lágt verð á vörum hefur búið til. Ekki er nóg með að þetta orðskrípi sjáist nú í auglýs- ingum og utan á verslunum sem gefa sig út fyrir að selja vörur á lágu verði, heldur eru fjölmiðlamenn farnir að bíta á agnið og tala um lág- vöruverðskjarna og -verslanir. Þá er líka talað um lágvöruverslanir, sem er enn furðulegra orðskrípi. x x x Ef rýnt er nánar í orðskrípið lág-vöruverslun þá mætti halda að til væri ákveðin vörutegund sem kölluð væri lágvara. Mætti því halda að Krónan, Bónus, Intersport og Elko seldu vörur heldur lágar í loft- inu. Í Bónus og Krónunni væru það þá t.d. pönnukökur, flatkökur, súkkulaði o.s.frv. og í Intersport gætu það t.d. verið æfingadýnur og svifdiskar. Í Elko væru það mynd- diskar, tölvuleikir og DVD-spilarar, t.d. Í ljósi þessa myndi þá lág- vöruverðskjarni, eða lágvörukjarni, líkt og sá sem nýverið var opnaður í Kópavogi, aðeins selja lágar vörur. x x x Þarna er e.t.v. komin viðskipta-hugmynd án þess að höfundur, eða höfundar, orðskrípisins hafi gert sér grein fyrir því. Nú er Víkverji enginn athafnamaður en vel má ímynda sér að ódýrara sé að flytja inn lágvörur af því þær taka svo lítið pláss í gámum. Það gæti orðið afar áhugavert að skoða úrval í verslun þar sem allar vörur eru að hámarki 5 sm háar. „Sjáðu elskan hvað ég keypti í lág- vöruversluninni! Þessa líka fínu alpahúfu, sandala, flatkökur, pappa- diska, einangrunardýnu og hræ- ódýra kökubotna!“ gæti Víkverji t.d. tilkynnt frú Víkverja eftir ferð í lág- vöruverslun. Þá væri einnig hægt að veita lágvöxnu fólki sérstakan afslátt í lágvöruversluninni. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Danmörk Rúnar Karl fæddist í Gentofte 9. maí. Hann vó 14 merkur og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Þorvald- ur Óskar Karlsson og Branddís Jóna Garðarsdóttir. Nýirborgarar Krossgáta Lárétt | 1 tilkynnir, 8 deigar, 9 nægir, 10 tala, 11 kind, 13 byggja, 15 hestur, 18 fljótin, 21 nam, 22 afturkallaði, 23 fiskar, 24 dásamlegt. Lóðrétt | 2 umræða, 3 kroppa, 4 bál, 5 manns- nafn, 6 digur, 7 ýlfra, 12 tíni, 14 bókstafur, 15 ástand, 16 amboðin, 17 stíf, 18 bæn, 19 ekki gömul, 20 lélegt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 bólga, 4 fölar, 7 rugls, 8 ljóst, 9 ask, 11 iðra, 13 vita, 14 rekki, 15 vont, 17 trúr, 20 gil, 22 liðna, 23 jafnt, 24 síðla, 25 taðan. Lóðrétt: 1 byrði, 2 lógar, 3 ansa, 4 fólk, 5 ljóði, 6 rotta, 10 sukki, 12 art, 13 vit, 15 volks, 16 næðið, 18 rofið, 19 rotin, 20 gata, 21 ljót. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f3 e5 7. Rb3 Be6 8. Be3 Rbd7 9. Dd2 b5 10. g4 b4 11. Rd5 Bxd5 12. exd5 Rb6 13. O–O–O Be7 14. Dxb4 Rfxd5 15. Bxb6 Rxb6 16. f4 O–O 17. fxe5 a5 18. De1 a4 19. Rd4 Bh4 20. De2 Dg5+ 21. Kb1 Dxe5 22. Rf3 Df6 23. a3 Hab8 24. c3 Rc4 25. Dxc4 Dxf3 26. Bd3 Hfc8 27. De4 Dxe4 28. Bxe4 Hxc3 29. Hd2 Hxa3 30. Bd5 He3 31. Ka2 Bf6 32. Hc1 Staðan kom upp á alþjóðlegu at- skákmóti Mainz. Viswanathan Anand (2798) hafði svart gegn Alexander Mo- rozevich (2788). 32… Heb3! 33. Bxb3 hvítur hefði einnig haft tapað eftir 33. Hcc2 Hd6. 33… axb3+ 34. Ka3 Bg5! 35. Hcd1 Bxd2 36. Hxd2 Hb6 svartur hefur nú léttunnið tafl. 37. Hd3 Kf8 38. Ka4 Ke7 39. Hxb3 Hxb3 40. Kxb3 h5 41. gxh5 f5 42. Kc4 f4 43. Kd4 d5 44. Kd3 Kd6 45. Kd4 Kc6 46. Kd3 Kc5 47. Kc3 d4+ 48. Kd3 f3, hvítur gafst upp. svartur á leik Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Engin leiðsögn. Norður ♠ÁD8 ♥D97642 ♦D108 ♣3 Vestur Austur ♠K65 ♠G97 ♥Á1053 ♥G8 ♦– ♦76 ♣ÁDG952 ♣K108764 Suður ♠10432 ♥K ♦ÁKG95432 ♣– Suður spilar 5♦. Öll almennileg sagnkerfi segja af mikilli nákvæmni til um hvernig melda skuli á jafnskiptar hendur, en eftir því sem skiptingin vex dregur úr leiðsögn kerfisins. Er til dæmis einhver „rétt“ opnun til á suðurhöndina? Möguleikarnir eru margir: 1♦, 3♦, 4♦, 5♦, jafnvel pass. Dæmið er frá sumarspilamennsku BSÍ á miðvikudag og þar gafst vel að opna á 5♦. Tólf slagir fást með því að fría hjartað og svína ♠D. Enginn sagði þó slemmu og kosturinn við opnun á 5♦ fólst í því að loka á andstöðuna – AV eiga nefnilega fyrirtaksfórn í 6♣, sem náðist á tveim- ur borðum. Það er þó vafasamt að draga of miklar ályktanir af einu spili. Eitt er alla vega víst: eftir opnun á 5♦ verða 3G ekki spiluð, sem er eftirlæti sannra tvímenningshauka. Hjá þeim fær opnun á 1♦ hæstu einkunn. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Vinir þínir elska þig og hugsa mik- ið um þig. Notaðu hvert tækifæri sem gefst til að deila einhverju með þeim. Þú kemst að því hversu mikið þú hefur að gefa. (20. apríl - 20. maí)  Naut Ástúðin flæðir. Þú færð viðurkenn- inguna sem þú þarfnast og endurgeldur virðinguna. Það besta er að þú færð aðra manneskju til að setja markmiðin sín mun hærra. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Græneygt skrímsli öfundarinnar nær tökum á þér. Það er ekki slæmt, sýn- ir þér bara hvað þú vilt í lífinu. Láttu öf- undsýkina hvetja þig til dáða. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það skiptir miklu að þú viljir taka áskorunum núna. Þá þarftu líka að læra ýmsilegt nýtt til að vera við öllu búinn. Farðu á námskeið og í ferðalög. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú munt standa í samningum þér og öðrum til góðs. hafðu ávallt í huga rétt- lætisást þína. Ef hinn aðilinn er ósam- vinnuþýður, skaltu ganga burt. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þessa dagana kemur í ljós hversu mikið þú kannt að meta fallega hluti. Ef þú þarft að meta hluti á fagurfræðilegum forsendum, er skemmtilegra að hafa ein- hvern með sér. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú þarft að kunna að skipta úr vinnu- gír yfir í fjölskyldugírinn. Hættu að vinna þegar þú segist ætla að gera það. Láttu undirmeðvitundina um vinnuna eftir það. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þig þyrstir í einhverja spennu núna, svo þú ert meira en til í að yfirgefa þægindin fyrir brjálað ævintýri. Einhver tekur eftir breytingu á þér. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú leggur á þig langt ferðalag bara til að sjá eitthvað alveg nýtt. Ef eitt- hvað skortir á fé í veskinu, er hagnýtt ráð að ferðast í huganum. Góða ferð! (22. des. - 19. janúar) Steingeit Sumum finnst skemmtilegra að fá hugmyndir og gera áætlanir en að framkvæma þær. Njóttu samræðnanna þó þú verðir sá eini sem fylgir þeim eftir. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Hentu tossalistanum. Haltu skylduverkunum í algjöru lágmarki. Þú þarft að hvíla þig og verður 10 sinnum öfl- ugri á mánudaginn ef þú nærð því. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú þarft ekki að vera einhver ann- ar en þú ert. Kannski er þrýstingurinn sem þú finnur fyrir til að ganga í augun á öðrum bara kominn frá þér sjálfum. Stjörnuspá Holiday Mathis 23. ágúst 1932 Víkingaskipið Roald Amund- sen kom til Reykjavíkur eftir þriggja vikna siglingu frá Ný- fundnalandi. Skipið var á leið til Noregs, en þar hófst ferðin þremur árum áður. 23. ágúst 1946 Gunnar Huseby „vann það ein- stæða afrek að verða Evr- ópumeistari í kúluvarpi með allmiklum yfirburðum“, eins og Morgunblaðið orðaði það. Gunnar kastaði 15,56 m og varð fyrsti Evrópumeistari Ís- lendinga. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá … Áslaug Sól- björt Jensdóttir, húsfreyja á Núpi í Dýrafirði, til heimilis á Bú- staðavegi 73 í Reykjavík, er ní- ræð í dag, 23. ágúst. Áslaug verður í faðmi fjölskyldunnar á afmælisdaginn. 90 ára Hjónin Kristján Sveinbjörnsson, forseti bæjarstjórnar Álftaness, og Kristín S. Sigurleifsdóttir kennari halda upp á sameiginlega 50+50 ára afmælið í dag, laugardaginn 23. ágúst, kl. 17-20, í söngskólanum Domus Vox, Laugavegi 116. Vinir og félagar boðnir velkomnir. 50 ára afmæli ÁSDÍS María Ægisdóttir býr á Ólafsfirði ásamt foreldrum sínum Guðnýju Ágústsdóttur og Ægi Ólafssyni. Hún ætlar að halda upp á þennan lang- þráða áfanga á sportbarnum Dátanum á Akureyri og mun skemmta sér þar í faðmi nánustu vina. Kærasti hennar, Jón Þórarinsson, verður þó fjarri góðu gamni þar sem hann er staddur á sjó. Ásdís María vann í sumar sem flokkstjóri hjá Fjallabyggð. Hún hafði umsjón með 10. bekk- ingum og var það að hennar sögn afskaplega gam- an. Í vetur ætlar hún að vinna hjá Grunnskóla Ólafsfjarðar. Þar mun hún starfa í skóladagvist- uninni en þangað mæta nemendur í 1.-.3. bekk þegar skóladeginum lýkur og dvelja þar til foreldrarnir ljúka störfum. Aðspurð segist Ásdís María lítið hafa gert í sumar annað en að vinna og vera með vinum sínum. Áhugamál hennar eru að eyða tíma með fjölskyldu sinni og vinum og hafa gaman af lífinu auk þess að fara á snjóbretti. Ásdís María segir að á veturna farið hún reglulega upp í fjall, annað hvort á Ólafsfirði eða á Akureyri, en áhugamálið á hún sameiginlegt með mörgum vinum sínum, þó fleiri kjósi að setjast á bak snjósleða eða jafnvel fara á svokallaðan krossara. Ásdís María segist hafa prófað slíkt farartæki nokkrum sinnum en hún kunni þó lítið á það. Aðspurð segir Ásdís María haustið leggjast vel í sig og hlakki hún til að fá snjóinn. ylfa@mbl.is Ásdís María Ægisdóttir tvítug Fagnar afmæli á Dátanum ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.