Morgunblaðið - 23.08.2008, Side 42

Morgunblaðið - 23.08.2008, Side 42
Ef ég ætla að hrista af mér fýlupokastimpil- inn dugir sjálfsagt ekkert annað en að dansa … 43 » reykjavíkreykjavík Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is KVIKMYNDIN Astrópía, Dorks & Damsels upp á enskuna, verður sýnd á kvikmyndahátíðinni Fantastic Fest í Texas sem hefst 17. september nk. Ottó Geir Borg, þró- unarstjóri hjá kvikmyndafélaginu Zik Zak og annar handritshöfunda Astrópíu, segir hátíðina eina stærstu „sci-fi/fantasíu“-kvikmyndahátíð heims. Kvikmyndatímaritið Variety hafi m.a. valið hátíðina eina af tíu bestu eða skemmtilegustu kvik- myndahátíðum heims. Ottó Geir segir það mikinn heiður að Astrópía hafi verið valin til sýn- inga á þessari hátíð því þeir sem hana sæki séu markhópur mynd- arinnar. Auk þess verði myndin sýnd í kvikmyndahúsi sem tímaritið Entertainment Weekly hafi kosið besta bíóið árið 2005, Alamo Draft- house. Ottó segir hátíðina fjölsótta og virtir kvikmyndagerðarmenn á borð við Mel Gibson og Guillermo del Toro hafi frumsýnt myndir sínar á henni, Apocalypto og El laberinto del fauno. Pólland, Finnland, Kína Þessi kvikmyndahátíð hlýtur að vera stökkpallur fyrir dreifingu myndarinnar? „Jújújújú, ef hún fær góða dóma þarna,“ svarar Ottó. „Þetta er akk- úrat rétti staðurinn fyrir myndina.“ Ottó segir vel hafa gengið að dreifa Astrópíu. Verið sé að sýna hana í Póllandi og Finnlandi, 15-20 lönd hafi sýnt myndinni áhuga og svo hafi hann heyrt af því að hún hafi verið seld til Kína. Salan til Kína sé merkileg því örfáar, erlendar mynd- ir komist í þarlend kvikmyndahús. 15 eða 20 myndir, að því er Ottó minnir. Hvað aðrar myndir á Fantastic Fest varðar nefnir Ottó að leikstjór- inn Kevin Smith ætli að frumsýna nýjustu myndina sína á henni. Ann- ars muni skipuleggjendur hátíð- arinnar tilkynna 7. september hvaða myndir verði þungamiðja hátíð- arinnar. Vefsíða hátíðarinnar er á www.fantasticfest.com. Astrópía til Austin og Kína Astrópía Leikararnir Jörundur Ragnarsson, Halla Vilhjálmsdóttir og Snorri Engilbertsson í hlutverkum sínum í Astrópíu. Sýnd á einni bestu kvikmyndahátíð heims, að mati Variety  Nýjasta mynd- in um Leður- blökumanninn, The Dark Knight, var frumsýnd í Ísafjarðarbíói á þriðjudaginn. Það væri svo sem ekki í frásögur fær- andi nema fyrir þá staðreynd að stöðva þurfti sýninguna þegar í ljós kom að eintakið sem barst að sunn- an var gallað. Frá þessu er greint á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði. Að sögn Gróu Böðvarsdóttur hjá Ísafjarðarbíói var filman ónýt og hljóðið ekki sem skyldi, og því var ákveðið að stöðva sýningu mynd- arinnar. Samkvæmt tilkynningu frá Ísafjarðarbíói hefur fengist nýtt eintak og hefur það þegar ver- ið prófað. Eintakið er í fullkomnu lagi og hafa sýningar því aftur ver- ið hafnar samkvæmt áður aug- lýstum sýningartímum. Batman flýgur því vængjum þöndum um Vestfirðina um þessar mundir og Ísfirðingar geta notið djúprar og flottrar raddar hans – í full- komnum gæðum. Batman var bilaður, en nýr kom í staðinn  Það verður án efa spenna í lofti þegar Sálin hans Jóns míns stígur á svið á Nasa í kvöld. Nasa-gigg Sálarinnar eru þekkt fyrir læti, hita og svita og víst er að menningu og ómenningu ýmiskonar verður miðl- að þar fram á rauða nátt. Boðið verður upp á óvæntar uppákomur í bland við sprengjur og confetti, og nýja Sálarlagið, „Það amar ekkert að (ég get svo svarið það)“, verður flutt í fyrsta skipti innan borg- armarkanna. Fregnir herma að lagið verði tileinkað fráfarandi borgarstjórn, en að landstjórnin fái afganginn af kveðjunni, ef einhver verður. Nánari upplýsingar má finna á nasa.is. Sálin og borgarstjórn VILHELM Anton Jónsson eða Villi naglbítur eins og hann er einatt kallaður segist hafa fengið hugmyndina um að lúðravæða hljómsveit sína fyrir fullu ári. „Það var síðan í desember sem ég sendi tölvu- póst á síðuna ludrasveit.com,“ rifjar Villi upp. „Pósturinn var á þessa leið: „Ég heiti Villi. Sím- inn minn er xxx, látið stjórnandann hringja í mig.“ Nú, hann gerði það og var í miklum gír gagnvart verkefninu. Og þá gíraðist ég auðvitað enn meira upp sjálfur!“ Villi og félagar hans í bandinu, bróðir hans Kári og Benedikt Brynleifsson (sem kom inn sem trommari fyrir þriðju plötu sveitarinnar, Hjarta- gull) fóru óðar að vinna í efni sveitarinnar og hafa fengið til sín fimm útsetjara til að vinna lög- in. Tíu laga plata verður síðan gefin út í haust með þekktustu lögum sveitarinnar í lúðrasveit- arbúningi. Bæði er hún til að marka tíu ára út- gáfuafmæli sveitarinnar (fyrsta plata sveit- arinnar, Neondýrin, kom út 1998) og líka að fyrir fimmtán árum síðan sigraði sveitin í hljóm- sveitakeppninni Glerárvision sem haldin var á Akureyri. „Það er líka verið að vinna heimildarmynd í kringum þetta,“ segir Villi. „Og þá hefur fjölgað gríðarlega í lúðrasveitinni síðan verkefnið fór í gang, telur hún nú 45 manns.“ Útvíkkun Villi segir að allir séu að víkka út hljóminn um þessar mundir fyrir tilstuðlan sinfóníusveita, gospelhópa og stórsveita. Hann hafi langað til að gera eitthvað svipað en fara ögn öðruvísi leið að þessu. „Og Naglbítalögin henta vel í þetta form, þetta eru stór og dramatísk lög. Úr því að Sinfó hringdi ekki í mig varð ég bara að fara af stað sjálfur (hlær). Það er búið að vera mjög gaman að vinna þetta í grasrótinni ef svo mætti segja, þetta er áhugamannasveit og fólkið kemur á æf- ingar eftir vinnu, af einskærum áhuga.“ Rokksveitin 200.000 naglbítar hefur þá verið endurræst eftir að hafa verið í hýði í fjögur ár og því ber að fagna. Einstakur og ástríðufullur sam- söngur þeirra Villa og Kára ofan í melódískt og öflugt rokkið var með því allra besta sem gerðist í íslensku popprokki á sínum tíma. „Ég er ekki með nein lög samt,“ segir Villi og glottir. „Þetta var mjög mismunandi hvernig við unnum þetta, fyrsta platan var auðvitað með uppsöfnuðu efni en plötu númer tvö þarftu að vinna frá grunni einhvern veginn.“ Villi viðurkennir að hann hafi verið orðinn þreyttur undir rest, þó að bandið hafi aldrei ver- ið formlega lagt niður. „Æfingar voru farnar að snúast meira um að halda sér við, frekar en að skapa eitthvað nýtt. Þetta var meira eins og vinna. Svo voru menn bara komnir í annað eins og gengur.“ Villi segist hins vegar hafa orðið fyrir ákveð- inni opinberun fyrir stuttu og nú séu menn komnir með annað og meira gefandi viðhorf til sveitarinnar. „Ég hef verið tvístígandi í gegnum tíðina með það hvort ég á að vera alveg í tónlistinni eða ekki. Svo fór ég á tónleika á dögunum og fattaði þá hvað tónlist getur verið frábær. „Hvað er ég að hugsa?“ sagði ég þá við sjálfan mig. „Ég er tónlistarmaður. Þetta er það sem ég á að vera að gera.“ Villi segist stoltur af Nagblítunum þegar hann horfir til baka. „Við vorum aldrei endilega í takt við það sem var að gerast. Við spáðum t.d. aldrei í útlönd, þetta var og er íslensk tónlist. Við stóðum alltaf með okkur og þegar ég hlusta á þessar gömlu plötur þá hríslast ánægjutilfinning um mig. Við bara gerðum okkar dót, eitthvað sem verður í heiðri haft þegar við förum að leggja drög að nýju efni.“ Með lúðrablæstri og söng  200.000 naglbítar leika sín þekktustu lög ásamt Lúðrasveit verkalýðsins á Menningarnótt  Naglbítarnir aftur komnir í gang og nýtt efni í smíðum Morgunblaðið/hag Másið og blásið Villi og Kári naglbítar á fullri ferð ásamt 45 lúsiðnum lúðraþeyturum. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Tónleikarnir eru í Hafnarhúsinu kl. 21.45. Hljóm- sveitin Árstíðir er sérstakur gestur og hefur hún leik kl. 21.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.