Morgunblaðið - 23.08.2008, Page 43

Morgunblaðið - 23.08.2008, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 43 Menningarnótt hefur vaxiðhratt frá því hún varfyrst haldin árið 1996. Sumum finnst hún jafnvel vera orðin úr sér vaxin og ofhlaðin og maður heyrir fólk gjarnan fussa og segja: Iss, þetta er bara orðið eins og 17. júní, æpandi krakkar í sykurkvoðuvímu og alltof mikill troðningur! Ég hef reyndar sjálf verið í hópi þeirra fýlupoka síð- ustu árin og oftar en ekki setið heima og rifjað upp með eftirsjá fyrstu menningarnæturnar þegar gestirnir skiptu þúsundum, en ekki tugþúsundum. Í ár hef ég hins vegar ákveðið að taka þátt í menningarnótt af fullri einlægni, með opnum hug og sólskinsbros á vör. Fagnaðarlæti í kátum krökk- um munu ekki trufla mig hið minnsta og ég ætla að njóta þess fram í fingurgóma að hitta nánast alla íbúa borgarinnar á einu bretti.    Á heimasíðu Menningarnætur erhægt að setja saman eigin dagskrá og velja úr þeim fjöl- mörgu atriðum sem í boði verða. Það er þó varla skynsamlegt að hafa dagskrána of stífa, stór hluti af sjarmanum við menningarnótt er að rölta um, heilsa upp á vini og kunningja og láta koma sér á óvart á hverju götuhorni. Það eru þó nokkur atriði sem ég ætla alls ekki að missa af.    Það er passlegt að hefja leikinnupp úr hádegi með því að heimsækja varðskipið Óðin sem liggur nú við höfn og gegnir hlut- verki safns. Þar ætla gamlir varð- skipsmenn að segja sögur af bar- áttunni við að verja miðin í gegnum tíðina. Þaðan liggur leiðin upp í Þingholtin þar sem nokkrir íbúar bjóða gestum Menning- arnætur í vöfflukaffi. Meðal þeirra sem ætla að standa vaktina á vöfflujárninu er einn úr sívaxandi hópi fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson. Eftir að hafa kýlt vömbina út af vöfflunum hans Dags verða teknar nokkrar kröftugar Müllersæfingar og kannski einn stórfiskaleikur í porti Miðbæjarskólans þar sem skólasaga Reykjavíkur verður kynnt.    Klukkan sex hefst æsispennandispurningakeppni í Listasafni Reykjavíkur þar sem listunnendur berjast um það hver er fróðastur um byggingarlist, hönnun og myndlist. Spyrlarnir Pétur H. Ár- mannsson arkitekt, Halla Helga- dóttir, framkvæmdastjóri Hönn- unarmiðstöðvar, og Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla Íslands, munu skera úr um það hver er mesti menning- arvitinn á þessu sviði.    Þegar úrslitin liggja fyrir verð-ur farið upp á Þjóðminjasafn þar sem ástin verður í aðal- hlutverki. Lesið verður úr ást- arbréfum löngu liðinna elskenda og ástir og örlög af sýningum safnsins verða dregin fram í dags- ljósið. Rómantísk ganga eftir Tjarnargötunni og tónleikar Sig- urðar Guðmundssonar og Memfis- mafíunnar í Ráðhúsinu passa vel í framhaldinu áður en haldið er á hápunkt menningarnæturinnar, stórtónleikana á Miklatúni. Ef heppnin verður með tekst mér kannski að leggja undir mig eitt af hengirúmunum sem hönnuðurinn María Sjöfn setur upp í garðinum og get sveiflað mér í takt við Ný- dönsk, Jet Black Joe, Hjaltalín, Bloodgroup, Magnús og Jóhann og Fjallabræður.    Samkvæmt hefðinni verðavaktaskipti á menningarnótt þegar flugeldasýningunni er lokið. Fjölskyldufólkið heldur heim á leið með viðkomu í nokkrum umferð- arhnútum og djammhundarnir taka völdin í miðborginni. Ég er ekki alveg búin að gera upp við mig hvorum hópnum ég fylgi, en ef ég ætla endanlega að hrista af mér fýlupokastimpilinn dugir sjálf- sagt ekkert annað en að dansa fram á morgun. gunnhildur @mbl.is Menningarnótt fyrrverandi fýlupoka » Stór hluti af sjarmanum við menningarnótt erað rölta um, heilsa upp á vini og kunningja og láta koma sér á óvart á hverju götuhorni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vöfflubakari Dagur B. Eggertsson er einn íbúanna í Þingholtum sem bjóða í vöfflukaffi í dag. AF LISTUM Gunnhildur Finnsdóttir Morgunblaðið/Ómar Fyrir hengirúm Nýdönsk er ein þeirra hljómsveita sem sjá um að rugga fólki á Miklatúni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljósadýrð Flugeldasýning við höfnina. Morgunblaðið/G. Rúnar Mafíósinn Sigurður Guðmundsson. Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til 20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða. Stóra sviðið Skilaboðaskjóðan Sun 7/9 kl. 14:00 Sun 14/9 kl. 14:00 Ath. aukasýn. 4. maí Ástin er diskó - lífið er pönk Lau 30/8 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 20:00 Sun 7/9 kl. 20:00 Sýningar haustsins komnar í sölu Engisprettur Lau 4/10 kl. 20:00 Fös 10/10 kl. 20:00 Kassinn Utan gátta Fös 17/10 frums. kl. 20:00 Lau 18/10 kl. 20:00 Kúlan Klókur ertu - Einar Áskell Lau 30/8 frums. kl. 15:00 Sun 31/8 kl. 11:00 Sun 31/8 kl. 12:15 Brúðusýning fyrir börn Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Fló á skinni (Stóra sviðið) Fös 5/9 frums. kl. 20:00 Lau 6/9 2. sýn. kl. 19:00 Sun 7/9 3. sýn. kl. 20:00 Mið 10/9 aukas. kl. 20:00 Fös 12/9 4. sýn. kl. 19:00 Lau 13/9 5. sýn. kl. 19:00 Fim 18/9 aukas. kl. 20:00 Fös 19/9 6. sýn. kl. 19:00 Fýsn (Nýja sviðið) Fös 12/9 frums. kl. 20:00 Lau 13/9 2. sýn. kl. 20:00 Sun 14/9 3. sýn. kl. 20:00 Fös 19/9 4. sýn. kl. 20:00 Lau 20/9 5. sýn. kl. 20:00 Sun 21/9 6. sýn. kl. 20:00 Gosi (Stóra sviðið) Sun 7/9 kl. 14:00 Sun 14/9 kl. 14:00 Sun 14/9 kl. 17:00 Sun 21/9 kl. 14:00 Sun 21/9 kl. 17:00 Sun 28/9 kl. 14:00 Leikfélag Akureyrar 460 0200 | midasala@leikfelag.is Óvitar (LA - Samkomuhúsið ) Lau 30/8 frums. kl. 20:00 Sun 31/8 kl. 18:00 Fös 5/9 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 20:00 Sun 7/9 kl. 15:00 Lau 13/9 kl. 20:00 Fjölskylduskemmtun Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 23/8 kl. 15:00 Ö Lau 23/8 kl. 20:00 Sun 24/8 kl. 16:00 Ö Fös 29/8 kl. 20:00 U Lau 30/8 kl. 15:00 Ö Lau 30/8 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 15:00 Lau 6/9 kl. 20:00 U Sun 7/9 kl. 16:00 Fös 3/10 kl. 20:00 U Lau 4/10 kl. 15:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Þrjár tilnefningar til Grímunnar Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Cavalleria Rusticana og Pagliacci Fös 19/9 frums. kl. 20:00 Ö Sun 21/9 kl. 20:00 Fim 25/9 kl. 20:00 Lau 27/9 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Sun 5/10 kl. 20:00 Fös 10/10 kl. 20:00 Sun 12/10 kl. 20:00 Forsala miða hefst 20. ágúst á www.opera.is! Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Mammamamma (Hafnarfjarðarleikhúsið) Sun 31/8 kl. 20:00 Ö Fim 4/9 kl. 20:00 Sun 7/9 kl. 20:00 Fim 11/9 kl. 20:00 Sun 14/9 kl. 20:00 síðustu sýningar Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Duo (Litla svið) Fim 16/10 1. sýn kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Fös 24/10 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 20:00 Sun 26/10 kl. 20:00 Frú Norma 4711166 | norma@frunorma.is Fjársjóðsleit (Útisýning) Lau 23/8 kl. 16:30 Mæting við Olís í Fellabæ Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík) Fim 4/9 kl. 20:00 Fim 11/9 kl. 20:00 Fim 18/9 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.