Morgunblaðið - 23.08.2008, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 45
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
É
g man það bara ekki,“
segir Ragnar Ísleifur
Bragason spurður um
hvað hans fyrstu ljóð
fjölluðu um. „En ég
byrjaði að dunda mér við þetta
þegar ég kom heim á kvöldin um
helgar undir lok síðustu aldar, eftir
Hlöllabát og Pepsi,“ bætir Ragnar
við, en hann mun lesa upp í seinna
ljóðapartíi Nýhils sem haldið verð-
ur í Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss-
ins kl. 20 í kvöld.
Ljóðin sem Ragnar Ísleifur flyt-
ur þar eru þó mun nýrri. Hann
stundar nám í Fræðum og fram-
kvæmd við leiklistardeild LHÍ og
þar reyndist einn kúrs sérstaklega
dýrmætur við yrkingar. „Ég komst
vel á skrið í vetur í kúrsi sem Þor-
valdur Þorsteinsson og Sigurður
Pálsson kenndu saman í skapandi
skrifum. Þeir eru ólíkir og báðir
ágætlega flippaðir. Ljóðin sem ég
er að skrifa núna eru skrifuð síð-
asta ár og byrjuðu að kvikna í
þessum kúrsi. Þau eru oft skrifuð
eftir einhvers konar leiðbeiningar
eða í tengslum við verkefni í skól-
anum, verkefnið hefur kannski
veitt mér innblástur en svo hefur
ljóðið byrjað að fjalla um eitthvað
allt annað.“ Hann er þó ekki að
skrifa inn í form. „Ég veit ekki
hvað mun gerast þegar ég byrja að
skrifa þau, ég veit ekki hvar það
endar eða hvað næsta orð verður,“
segir Ragnar sem segist vera kom-
inn með efni í ljóðabók þótt enn
eigi eftir að slípa efnið til og finna
því útgefanda.
Bernskubrek á gamla ritvél
Ragnar á ekki langt að sækja
bókmenntaáhugann því foreldrar
hans eru skáldkonan Nína Björk
Árnadóttir heitin og Bragi Krist-
jónsson fornbókasali og bræður
hans, Ari Gísli og Valgarður, hafa
báðir gefið út ljóðabækur. En
hvernig var að alast upp hjá forn-
bókasala og skáldi? „Yndislegt
bara, margt misjafnt og skemmti-
legt sem átti sér stað. Líflegt fólk
sem átti líflega félaga, þetta var af-
skaplega notaleg og gefandi æska,“
segir Ragnar og rifjar svo upp
bernskubrek í fornbókabúðinni.
„Ég hékk þar mikið og skrifaði á
ritvél alls konar bull áður en ég
lærði að lesa, þannig að ég skrifaði
bara einhverja stafi – og bað
pabba um að lesa það fyrir mig,
sem hann gerði,“ segir hann og
hermir eftir föður sínum lesa upp
torkennilega stafarunu. „Þegar ég
var svo að vinna í búðinni seinna
langaði mig til að eyða laununum
mínum í bækur með flottum káp-
um, svona seríur til að hafa uppi í
hillu, bara til sýnis. En þá sagði
pabbi að það væri ekkert sniðugt
að eyða laununum sínum í ein-
hverjar flottar bækur sem væru
bara til sýnis þannig að ég keypti
bara hjólabretti í staðinn.“ Föður
Ragnars líst vel á yrkingarnar en
hvenær kemur bókin í hillurnar
hjá Braga? „Vonandi aldrei því þá
vill fólk eiga hana,“ svarar Ragnar
Ísleifur.
Morgunblaðið/hag
Upphaf Fyrstu ljóðin komu eftir Hlöllabát og Pepsi.
Af ljóðakyni
Ragnar Ísleifur Bragason les upp á ljóða-
hátíð Nýhils og er með bók í maganum
Kenndu mér að troða marvaða
Leyfðu mér að koma með þér
þar sem er dýpst
Komdu svo til mín
Kafaðu undir mig
og gríptu um iljar mínar
Gríptu mig og taktu
mig með þér í kaf
Syndum saman
Í kafi
Óttalaus
Lærð
Marvaði óttans
Önnur ljóðskáld sem lesa upp í
kvöld eru: Sureyyya Evren, Ida
Börjel, Nina Søs Vinther, Eiríkur
Örn Norðdahl, Örvar Þóreyjar-
son Smárason, Jón Örn Loðm-
fjörð, Kristín Eiríksdóttir og
Ingólfur Gíslason. Auk þess
verður The Diversion Session
með tónlistaratriði.
Kl. 13 verður svo málþing um
samtímaljóðlist í Norræna hús-
inu undir titlinum Ljóðlistin í
Ríki sjoppunnar. Það eru Ár-
mann Jakobsson og Birna
Björnsdóttir sem stýra um-
ræðum. Norrænir gestir hátíð-
arinnar lesa svo upp í norræna
húsinu kl. 18. Hátíðinni lýkur á
sunnudag með málþingi í Þjóð-
minjasafninu kl. 14, Líf ljóða-
bókanna, þar sem fjallað verður
um óháða útgáfustarfsemi og
ljóðabókaútgáfu á Íslandi sem
og erlendis.
Dagskrá hátíðarinnar
FYRIR AFA OG ÖMMUR, PABBA OG
MÖMMUR OG BÖRN – STÓR OG SMÁ
„Besta barnasýningin sem í boði er”
JVJ, Ísafold
MUNIÐ! GEISLADISKURINN OG
BÓKIN TIL SÖLU Í LEIKHÚSINU
MIÐASALA: SÍMI 4 600 200 / MIDASALA@LEIKFELAG.IS / WWW.LEIKFELAG.IS
Uppselt var á allar sýningar
síðasta vetur. Ekki missa af
þessari frábæru sýningu.
Tilnefnd til Grímunnar 2008
sem Barnasýning ársins!
FRUMSÝNING
LAU. 30. ágúst kl. 20:00
NÆSTU SÝNINGAR
SUN. 31. ágúst kl. 18:00
FÖS. 5. sept. kl. 20:00
LAU. 6. sept. kl. 20:00
SUN. 7. sept. kl. 15:00
LAU. 13. sept. kl. 20:00
FRUMSÝNT 30. ÁGÚST
[öà•"tÜà™ÇÄx|~tÜ
Sunnudagur 24. ágúst kl. 17.00
- fru
mfl
utn
ing
ur -
HÖRÐUR ÁSKELSSON
JÓN STEFÁNSSON
J . S . B A C H :
Kantata BWV 4
- Christ lag in Todesbanden
Kantata BWV 80
- Ein feste Burg
Þjóðkirkjukór, Kammersveit Hallgrímskirkju
og einsöngvarar:
HULDA BJÖRK GARÐARSDÓT TIR sópran
JÓHANNA HALLDÓRSDÓT TIR alt
ELMAR ÞÓRIR GILBERTSSON tenór
HRÓLFUR SÆMUNDSSON bassi
MIST ÞORKELSDÓT TIR:
Hugleiðing um síðustu stundir
Kolbeins Tumasonar
Stjórnendur:
Miðasala er í Hallgrímskirkju
Miðaverð kr. 2000,-
SÖNGMÁLASTJÓRI ÞJÓÐKIRK JUNNAR